Brautin


Brautin - 15.02.1929, Blaðsíða 2

Brautin - 15.02.1929, Blaðsíða 2
2 BR AUTIN Vcr þurfum ekki að hugsa til að fá neina vaxtalækkun fyr en vér erum búnir að koma bönk- um vorum á réttan kjöl og skapa þeim þroskavænlega framtíð. Þess vegna er þetta Iántöku mál svo alvarlegt. Miljónalánið og sýslu- og bæjarfélögin. Annað atriðið, sem vert er að athuga, í sambandi við miljóna lántöku stjórnarinnar, er þetta: Er ekki hægt að slá tvær flugur í einu höggi? Þurfa ekki ýmsar sýslur og bæir á landinu ódýr lán til langs tima, til þ'ess að kcima i framkvæmd þeim stórmáluin, sem þurfa hvorl eð er bráðlega að vinnast. llm þetta þyrfti nákvæma rann- sókn. En ef sýslu- og bæjarfé- Iög þurfa nauðsynlega lán, þeg- ar á næstunni, væri bá ekki rétt að lofa þeim að vera þátttakendur í miljónaláni stjórnarinnar, að svo miklu leyti, sem þau geta gefið góða og örugga tryggingu. Og lofa þeim þannig að verða aðnjót- andi bestu lánskjara í stað þess að sæta dýrum lánum hjá lánsstofnunum vorum eða dönskum smábönkum? Góður hagur bæja- og sýslu- félaga er svo nátengdur liag alls rikisins, að sjálfsagt er að rik- ið hjálpi þeim til hagkvæmrar lántöku i sambandi við lán- töku ríkisins sjálfs, cf þau þurfa nauðsynlega á láni að halda, hvort sem er. Því hærra sem lán ríkisins er, því ódýrara á það að verða þvi lánskostnaður dreifisl þá á fleiri iniljónir. Og auk þess er i'rekar hægt að fá fjármála- menn ytra til að vinna af á“- huga fyrir töku stórláns en smáláná. Hér getur þvi öllum orðið hagur af samvinnunni. Og aldrei getur það skaðað, þó þetta sé vel athugað, áður en miljónaláni stjórnarinnar er fullráðið. Það» sem fyrir Brautinni vakir, er að benda alþýðu manna á, að alt pukur um stórlántökur stjórnarinnar er rangt. Wr eigum að gera okk- ur ljósa grein fyrir hve mikið lánsfé vér þurfum nauðsynlega. Lántökur stjórnarinnar til ó- þarfa eins, eiga alls ekki að þolasl. En alt þetta pukur stjórnarinnar virðist benda til þess, að hún þurfi að dylja eitthvað óhreint, einhverja ó- þarfa eyðsluna, sem hún vill demba á þjóðina að hennar ó- vilja. — Ef alt er hreint og rétt, því þá þessi þögn og þessi leynd um stórmál, sem alla þjóðina varðar miklu að vel ráðist. Ekkert fé þarf þjóðin að fara betur með, en það fé, sem aðr- •ar þjóðir lána henni í góðu trausti á samviskusemi hennar og áreiðanleik. Það verður því aldrei nógu vel brýnt fyrir stjórninni, að nota ekki láns- traust þjóðarinnar nema í brýn- uslu nauðsyn og til þeirra framkvæmda einna, sem þjóð- inni má til gagns og hagnaðar verða. Og síðast, en ekki síst, ef stórlán þarf að taka, þá að gana ekki að neinu, en sæta lagi þegar gott tækifæri býðst til að ná allra bestu kjörum. Á þann hátt verður lántakan okk- ur hagkvæmust og ábótavæn- legust. Samsöngur Karlakórs Reykjavíkur. Karlakór Reykjavíkur hélt samsöng í Nýja Bíó, föstudag- inn 8. febrúar. Það þykja jafn- an gleðitíðindi meðal söngvina, þegar þeir eiga von á góðum karlakórsöng. Og hér brugðust mönnum ekki góðar vonir. Má fullyrða, að sjaldan hafi heyrst hér eins góður karlakórsöngur. Voru flest lögin mæta vel sung- in og sum framúrskarandi vel. Hingað til hefir þólt inest i varið, og söngstjórar sótst mest eftir hávaða miklum glamurs- lögum, einskonar skralllögum, þar sem mest reið á að gala sem sterkast, og sá þótli besti söngmaðurinn, sem hæst gal orgað. En hér er aðaláherslan lögð á fínan inúsikalskan söng, þar sem næm tilfinning, yndisleg lagfegurð, skarpur skilningur og ágætir sönghæfileikav hjálp- ast lil að skapa hið fullkomn- asta listaverk. Munu allir vinir karlakórsins hér í bæ, og þeir eru mjög margir, gleðjast yfir þeim af- armiklu framförum, sem kórið hefir tekið undir stjórn hins á- gæta söngstjóra, hr. Sigurðar Þórðarsonar. Samsöngurinn hófst með því að sungið var ,,Ó, Guð vors lands“, því næst var sungið nýtt lag eftir hr. Pál fsólfsson: Kvöldvísa. Fallegt lag, Jiýtt og milt, með draumkendum vöggu- Ijóðsblæ. Mjög vel sungið. Þá kom fjörugt Iag: ,,Á isinn“. Vel sungið. Því næst: „Kon- ungsbörnin", Jiýskt þjóðlag, mjðg fallegt, listavel sungið. Því 'næst komu tvö islensk lög, annað eftir hr. S. Heiðar: „Skammdegisvísur“, tókst ekki vel; hitt eftir hr. Sigfús Ein- arsson: „Hátt ég kalla“, ekki ósnolurt lag, en helst til til- þrifalítið. Er til skínandi fallegt lag við „Hátt ég kalla“, og sist að vænta, að hr. Sigfús Einars- son geti búið til eins gott eða betra. Enda er mjög fjarri að svo hafi farið. Seinasta lagið, sem sungið var af fyrra helming söng- skrárinnar, var hið heimsfræga lag: „Söngur ferjudráttarmanna á Volgu“. Var það svo vel sung- ið, að vart mun áður hafa heyrst hér eins vel sungið karlakórslag. Naut sín aldrei betur og yndislegar en einmitt í þessu lagi, hinn ágæti píanó- söngur kórsins í upphafi og' éndir lagsins, en aftur á móti hinn þrumandi kraftur í miðju laginu varð við það ennþá til- þrifaineiri og áhrifaríkari. Siðari helmingur söngskrár- innar hófst á frumsömdu lagi eftir söngstjórann, hr. Sigurð Þórðarson: „Áin niðar“ kvæði eftir Sigurjón Friðjónsson. Er Jietta lag, að sumra dómi, með hestu karlakórslögum, sem enn hafa verið sainin af ísl. tón- skáldum. Stór frumlegt, þrótt- inikið og listrænt. Var því tek- ið með miklum fögnuði af á- heyrendunum. F2nda var Jiað einna best sungið af öllum lög- unum, og er Jió erfitt að syngja það vel. | Af öðrum lögum vil ég benda á: „Das Glöckchen“, einsöngv- ari hr. Stefán Guðmundsson. Var einsöngur hans skínandi fallegur og undirsöngur kórsins aðdáunarverður. Aðrir einsöngvarar voru hr. Sveinn Þorkelsson og hr. Daníel Þorkelsson, og hafa báðir góða söngrödd og fallega, en eru of varkárir ineð að beita henni. Alls varð kórið að endurtaka 8 lög, sýnir það best hrifningu áheyrenda. Þessi góði samsöngur karla- kórsins er ávöxtur af löngu og erfiðu starfi, þar sem söngmenn jafnt og söngstjóri hafa orðið að leggja fram alla krafta sína og mikla og þreytandi vinnu. Það hefði Jiví mátt vænta þess, að kórinu bærust lilý og vin- gjarnleg hvatningarorð fyrir starf þess i þágu sönglistarinn- ar hér á landi, því kórið á það margfaldlega skilið, en einn maður hefir skorist hér úr leik og reynt að spilla fyrir kórinu með hatursfullum söngdómi. Er Jiað hr. Sigfús Einarsson, sem ritar þennan Ijóta sleggju- dóm í „Morgunblaðið“ síðastl. sunnudag. Eins og kunnugt er. byrjaði hann með því að úti- loka kórið frá allri þátttöku í söngnum 1930, þvi næst spilti hann því, að meðlimir kórsins gætu fengið ókeypis kenslu hjá ágætum söngkennara, sem ríkið borgar full árslaun, hvort sem er lyrir söngkenslu. Og siðast endar hann með því að rita hatursfullan níðdóm um þetta kór, sem að dómi kunnugra manna, hefir tekið svo rniklum og skjólum framförum í karla- kórsöng, að slíkt mun einsdæmi hér á landi. — En þeir, senr þekkja hr. Sigfús Einarsson, furða sig ekki svo mjög á þessu, því hann mun eiga erfitt með að stjórna ólund sinni og af- brýðissemi. En á hinu mættu allir furða sig öllu frekar, að hann, sem er svo „krítiskur“ á aðra, slculi al- drci fá samviskubit af því að hrella saklaust fólk með hinum listsnauða organslætti sinum, scm kvað vera þreytandi fyrir „músikalskt“ fólk að þurfa að hlusta á. E. Við ysta ós. Soffía á Hnúki stendur við eldavélina, og hagræðir eldin- um. Hún er að steikja kökur og brauð til jólanna. Tvær elstu dætur hennar eru við kökugerð í búrinu. En Veiga, vinnukonan, cr að þvo. Stína litla, yngsta dóttir hjónanna, sjö ára gömul, — er að búa lil smákökur og stinga inn í ot'ninn hjá mömmu sinni. „Góða Stína, vertu nú ekki að þessu, þú bara tefur okkur“, segir mamma hennar. „Góða mamma mín“, segir Stína, „ég er að búa til kökur handa brúðunum mínum, þær Jiurfa að fá kökur á jólunum, eins og aðrir“. „Ertu frá þér, barn? Held- urðu að brúðurnar éti kökur? F'arðu heldur inn lil hennar Guðrúnar gömlu, og vertu hjá henni; hver veit nema henni leiðist aumingjanum, þegar hún er ein, svo getur vel verið að hún segi þér sögu, hún kann svo margar". Stína hleypur á stað. „Heyrðu", segir mamma henn- ar, „gefðu henni Gunnu gömlu þetta, hún hefir enga köku fengið“. Stína tekur við kökunuin og hoppar fram á gólfið, glöð i huga, henni þykir svo gaman að gefa Guðrúnu kökurnar. „Hérna, Gunna min, kein ég nú nieð kökurnar til þin, inamma sendir þér þær“. Gamla konan réttir fram hrukkóttar, hálfkaldar hend- urnar, til Jiess að taka á móti gjöfinni. „Blessað barnið mitt, en hvað þú varst væn, að koma til min, svo skulum við bóðar borða kökurnar". „Nei, góða G,unna mín, mamma sagði að þú ættir þicr ein, ég fékk kökur frammi. Og svo sagði hún að ég ætti að vera hjá þér, svo þér leiddist ekki, þú segðir mér máske sögu, viltu gera það“. \ ,Það er eftir möminu þinni, hún er ætíð svo góð, og þau bæði foreldrarnir þínir. En mér leiðist ekki, ég hefi altaf nóg til að skemta mér við, bæði prjónana mín og svo vers og

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.