Brautin


Brautin - 15.02.1929, Blaðsíða 4

Brautin - 15.02.1929, Blaðsíða 4
4 BRAUTIN E R B E S T Heildsölubirgðir hjá O. JOHNSON & KAABER Sálarlíf barna. Væri eg spurður að því, hvað eg áliti að vera mesta velferðar- mál hverrar þjóðar, mundi eg hiklaust svara: Uppeldismálin. Ekkert er jafn mikilsvarð- andi, ekkert jafn örlagaþrungið fyrir heill og framtíð þjóðarinn- ar, en uppeldi komandi kyn- slóðar. Uppeldismálin eru mál al- þjóðar, þau ná til allra, í hvaða stétt eður stöðu þjóðfólagsins, sem menn til heyra.Enginn er svo lítilsigldur eða auðvirði- íegur, að hann hafi engin áhrif, eignist enga nemendur; sé hann vitandi vits og geti að einhverju starfað. Enginn heldur svo sjáJfstæður og óháður að ekki hafi hann átt kennara, sem áð einhverju leyti hafi mótað skap- gerð hans, og að eigi sé hann að mciru og minna leyti undir áhrifum annara. Þetta ættu allir að gjöra sér ljóst, og sérhver maður að athuga vel þá miklu ábyrgð, sem hann hefir gagn- vart öllum þcim, er hann getur haft áhrif á, og að ábyrgðin er þess þyngri og örlagaríkari fyr- ir einstaklinginn, sem áhrif hans eru meiri og víðtækari. Athugandi þetta ætti sérhver að keppa að þvi, að vera fyrir- myndar maður, og keppa að því, að beita áhrifum sínum til þess að gjöra þjóðina, sem far- sælasta, er hann lifir og starfar með. Hve aukin starfrækt þekking fær miklu áorkað, sýna skýrsl- ur um dauða ungbarna hér á landi. Fyrir 50 til 60 árum dóu venjulega 20 til 25 börn af hundraði, sem fæddust, á fyrsta ári; nú deyja ekki nema 4—5 af hundraði á fyrsta aldursári. Slikar skýrslur mæla betur með umbótum þeim, er orðið hafa á þessu sviði, en þótt um þær væru haldnar langar lofræður. En það slær nokkrum skugga á þennan sigur þekkingarinnar, hve dánartölur ungmenna og miðaldra fólks eru háar, og veikindi á ungu fólki eru al- menn. Margt er og tilnefiit, er Veikindum og vanlíðan veidur, en eitt er þar sjaldnast tilnefnt er eg hygg, hvað skæðastan óvin heilsunnar, þ. e. skapgeiðar- leysi og flöktandi sálarlíf fóiks- ins. Það er næsta undarlegt, hve lítið hefir verið gjört til þess að hlúa að heilbrigði sálarlífsins, bæði af leikum sem læ^ðum. Að andlegum sjúklingum er ekkert hlúð, fyr en þeir eru gerfallnir fyrir veikinni og ciga þá oftast engrar viðreisnarvon. Svona er ástandið. Enginn talar um að lækna þurfi svarkinn, hvort sem það er karl eða kona, samt gengur hann með skaðsatnan og smit- Vandlátar húsfreyjur kaupa Hjartaás- smjörlíkið. næman sjúkdóm, og eitrar sál- arlíf þeirra, er haun umgengst ár og daga í gegn. Ósjálfrátt finnur fólk til þessa, það talar um hin il!u á- hrif er einn og annar hefir á fólk, með skapbrestum sinum; á heimilislífið, félagslífið og einstaklinga, sem hann lifir með. Oft eru þessir hættulegu sjúklingar skapbrestanna i hin- um þýðingarmestu og áhrila- ríkustu stöðum í þjóðfélag’nu og smita að ineiru og minna leyti sálarlíf viðskiftamaniianna svo langt sem starfsvið þeirra nær. Það eru til sóttvarnarlög til þess að vernda likamlcga heilsu manna gegn ýmsuir. smitnæmum sjúkdómum. Þau lög ættu sannarlega að ná til fólks, sem hefir mikla skap- bresti, það ætti að vera til Liebig-Harmonium, Einkasali: K. S Ö E Ð E C H, Lækjargötu 4. oooaooaoooscHCtoooooocHaeoo o o § Heidrudu húsmœdur! § § Munið að eins og að undan- § O förnu er og verður ávalt ódýrast O jsj og best að versla hjá « Verslun „Ö R N I N N“ g O Grettisgötu 2 A — Sími 871. O OOOOOOOOOÐOOOOOOOOOCOOOO Ef vanskil verða á afgreiðslu blnðsins til kanpenda, eru þeir ninsamlegast beðnir að geia að- vart strax með því að hringja i einhvern af þeim simum sem auglgsli' eru i blaðinu, eða skrifa til ritsljóranna. sjúkrahús fyrir þá sjúkhnga, eða sóttvarnarhæli, til að la'kna þá og gjöra þá óskaðlega fyrir þjóðfélagið. Sérstaklega þó með tilliti til barna, því svo hættu- legir sem þessir sjúklingar eru fyrir fulltíða fólk, eru þeir ennþá hættulegri fyrir börn og unglinga, því hugsunum þeirra og tilfinningum stendur hætta af þeim. En til þess að ná því tak- marki að eignast hrausta sál i hraustum likama þarínast þrenns: Hreinna hugsana, jafn- vægi tilfinninga og ósijktan líkama. Frh. Prentsmiðjan Gutenberg. 122 gera án tafar, en hann ákvað að gera það þegar að því loknu. Frá kl. þrjú til fimni voru aðalfrístundir hjúkrunarkon- unnar. Um það leytið kom doktorinn aldrei, og sjúkling- arnir hvíldust eftir vitjunartímann, þar til er kvöldstarfið hófst. Það var barið dyrum. — Kom inn, mælti Vera, og stóð upp i þeirri trú, að ein- hver sjúklinganna ætti erindi við hana. En það var doktor Gripenstam. — Eg er kominn til þess að rannsaka lungu yðar, mælti hann. — Þess gerist engin þörf, mælti hún ákveðin. — Lofið mér að vita vissu mína. Það gengur ekkert að inér. — Því betra komist eg að þeirri niðurstöðu. Hann lokaði hurðinni og gekk innar eftir stofunni. — Þér hafið legið fyrir og hvílst, mælti hann, þegar hann sá, að koddinn á legubekknum var bældur eftir höfuð hennar. — Eg finn til lítilsháttar þreytu; það játaði hún, en dræmt. - Til þreytu finnið þér víst oft um þessar mundir, er eg hræddur um. — Hverjir mundu það vera, er ekki finna til þreytu að vorlagi, ef menn eru að liugsa um hana'? Þótt hún reyndi á allar lundir að gera lítið úr öliu sam- 123 an, lét hann ekki undan síga. Hún varð að svara spurning- mn hans og láta skoða sig. Er liann hafði lokið rannsókninni settist hann skáhalt á skrifborðsstólinn hennar, studdi öðrum olboganum á borð- ið, og hinum á stólbakið. I hendinni hélt hann á hlustpíp- unni, og lék henni i höndum sér, svo sem væri hann annars hugar. — Hvort sem yður er það ijúft eður leitt, neyðist þér til að líætta störfum og taka yður hvíld, inælti hann stuttlega. Það brá hörkusvip á andlitið, er stafaði af því, hve erf- itt hann átti nieð að hafa vald yfir sér, og röddin varð nokkuð harneskjuleg, af því að hann bældi niður tilfinn- ingar sínar. — Heyrist doktornum, að nokkuð hættulegt sé á ferðuin? — Brjóstið er ekki eins heilbrigt, sem vera ætti. Honum til mikillar undrunar brást hún glaðlega við. — Er eg í alvarlegri hættu? Ekki enn sem komið er, en svo getur farið, ef þér verðið ekki varkárar. Hún var komin í treyjuna og var búin að hneppa á sig svuntuna, og horfði hugsandi á hann. — Er eg brjóstveik? Hún talaði ofur rólega, og leit á hann þessum augum, er bar af óeðlilegau Ijóma. —• Nei, alls ekki! mælti hann með ákefð. Slikt og þvilíkt hefi eg aldrei sagt. — Er þetta þá byrjunin? — Svo getur farið.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.