Brautin


Brautin - 22.02.1929, Qupperneq 1

Brautin - 22.02.1929, Qupperneq 1
Ritstjórar: Sigurbjörg Þorláksdóttir. Sími 1385. Marta Einarsdóttir. Sími 571. Brautin. Útgefendur: Nokkrar konur í Reykjavík. Sími: 491. Afgreiðslu annast Sigurborg Jónsdóttir. 1. árgangur. Föstudaginn 22. febrúar 1929. 34. töiublað. Sunnlendingaflokkur á þingi. Aldrei hafa austanbændur horft með meiri áhuga og eft- irvæntingu á starf þingmanna sinna, en einmitt nú. Aldrei hefir þeim verið eins ljóst og einmitt nú, hve mikil nauðsyn þeim er á þvi, að þeir starfi af alhuga og djörfung fyrir framfaramál Suðurlands- undirlendisins. Aldrei hefir þeim verið það jafn mikið kappsmál og nú að aðalmálið þeirra, járnbrautarmálið, mesta og nauðsynlegasta framfaramál alþjóðar, eigi þá forgöngumenn, sem vilja vinna af einlægni og dugnaði að úrlausn þess, á þessu þingi. Austanbændur hafa vonað ár .eftir ár, að brautarmálið næði fram að ganga. Ár eftir ár hafa þingmenn þeirra lofað þeim að fylgja þessu máli fram,’ og ekkert hefir gengið, — altaf eilíf vonbrigði. Jafnaðarmenn á þingi eru nú aðeins 5. Þó koma þeir hverju máli fram, sem þeir ætla sér. Og öllum þessum málum hjálpa austanbænda-þingmenn þeim að vinna, en þegar austanbændur þurfa að fá eitt einasta stór- mál fram, járnbrautarmálið, fást jafnaðarmenn ekki til að styrkja þá i framgangi þess. Þeir heimta alt af þingmönn- um austanbænda, en vilja aldrei láta neitt i staðinn. Er þetta rétt? Er þetta rétt, að austan- hændur, sem eru engir jafnað- arflokksmenn, séu að koma fram öllum málum þeirra, en fá svo elckert nema spark og fyrirlitningu, þegar þingmenn austanbænda vilja koma fram lífsnauðsynjamáli austanbænd- anna. Eins er með stjórnina. Jafnaðarmenn ráða að öllu yfir henni, og láta hana gera hvað sem þeim sýnist. Þegar Héðinn her í borðið skjálfa þeir og nötra, Tryggvi og Jónas, og verða öllu góðu að lofa. En þegar austanbændaþing- menn koma með aðeins eitt stómiál, mesta samgöngubóta- mál Suðurlands, járnbrautar- málið, og biðja stjórnina að Ijá þvi styrk sinn, þá er þeim að engu sint og mál þeirra að «ngu metið. Hvernig stendur á þessu? Hver er orsökin til þessa á- hrifaleysis og ' amkvæmdaleys- is austanbænda þingmanna, bæði á þingi og hjá stjórn, en aftur á móti þessa mikla luafts og framkvæmdasemi hjá jafn- aðarflokksþingmönnum? Það er vert að athuga þetta, því hér er auðsjáanlega gæfu- munur mikill. Eg býst við, að stjórnin sé ekki óvinveittari austanþing- mönnum eða austanhændum en jafriaðarmönnum hér og jafn- aðarflokksþingmönnunum, en hver er þá orsökin? Orsökin er, þegar vel er að gáð, þessi: íafnaðarmannafl. veit hvað hann vill og stendur sem einn maður um sín mál og lætur liart mæta hörðu, ef hann fær ekki öllu framgengt, seni hann óskar. En austan þingmenn eru hikandi um sín mál og eru alt of sundraðir og dreifðir. — Stendur á sama eða reiðast að rninsta kosti aldrei, þó aðalmál austanbænda séu hundsuð og fyrirlitin. Og þess vegna finst stjórninni og þinginu að ekkert eða lítið sem ekkert tillit beri að taka til þeirra og aðalmála þeirra, en henda má þó í þá bitlingabeini horuðu og mögru, til að láta þá þó ekki alveg út- undan með öllu. En öll aðal- beinin verða auðvitað jafnað- arforkólfarnir að fá. Austfirðingaþingm. og Norð- lendingaþingxn. standa venju- lega sem einn maður urn mál sinna fjórðunga. Þannig hafa þeir komið því fram, að strandferðaskipin verða tvö i stað eins og þó er hvert með hundrað þúsunda króna árlegan reksturshalla. En austanbændaþingmenn fá eltki eyrisstyrk til hinna rán- dýru bílferða austur. En að réttu lagi ættu þessar bílferðir að vera styrktar með minst 50 til 100 þúsund króna styrk á ári. Svona er alt eftir þessu. Jafnaðarmenn fá alt. Aust- firðinga- og Norðlendingaþing- menn margt. — Austanbænda- þingmenn lítið, — og þá venju- lega með stór-eftirtölum, eins og þeir væru einhverjir hinir auinustu hetlarar og vesalingar. Alt þetta orsakast af sam- takaleysi austanbændaþingm. En þetta má ekki svona ganga lengur. Sveitirnar fyrir austan þola það ekki. — Allir Suðurlandsþingmenn verða nú sveitanna vegna, að sameina sig í fastan og harðsnúinn flokk: Sunnlendingaþingflokk- inn. Hann á að taka upp aðferð jafnaðarflokksþingmannanna og standa sem einn maður um öll velferðarmál Suðurlandsundir- lendisins og láta hart mæta hörðu, ef á að engu að sinna aðalmálum austanbænda. Og hann á að gera meira, hann á að heimta að fá að skipa einn ráðherra í stjórnina, sem fylgi fast og einarðlega málum sunnlenskra bænda, þeim, sem þeim ríður mest að fái þegar skjótan framgang. Einkum og sér í lagi aðalmáli Sunnlendingaflokksins — járn- brautarmálinu. Sunnlendingaflokkurinn á þingi á að geta talið 5 til 6 þingmenn. Ef þessir menn halda vel saman með festu og einurð, eiga þeir að geta ráðið öllum málum á þingi, sem þeir þurfa og vilja, eins og þingi er nú slcipað, því þeir geta þá ver- ið tungan á vogarskálinni og það hefur oft mikið að segja. Þeir eiga engum flokki öðr- uin að binda sig skilyrðislaust, því þeir eiga engar gólfþurkur að vera hjá jafnaðarmönnum hér í Reykjavík eða öðrum. En hvert gott mál hjá hvaða flokki sem er, eiga þeir að styðja af fremsta megni. En stjórnfylgi eiga þeir engum að veita nema þeim, sem gera vilja austan- bænda. Vér vitum að austan sveitirn- ar eru nú í hinni mestu niður- lægingu. Það þarf risaátök til að koma þeim upp aftur. Og vinst ekki nema með hörku og samheldni þeirra manna, sem forgöngu hafa um mál austan- sveitanna. Það er því ekkert betra né réttmætara, en að þeir myndi nú sterkan pólitískan flokk á þingi til framgangs nauðsynja- mála austanbænda, þvi það hef- ir sýnt sig að ekkert vinst á þingi, nema fast sé fylgt eftir af þeim, sem áhugamálanna eiga að gæta. Síðar ætti Sunnlendingaflokk- ur að halda fulltrúafundi fyrir alt Suðurland, þar sem öll helstu framfara og nauðsynja- mál Suðurlandsundirlendisins væru tekin til rækilegrar um- ræðu og yfirvegunar. Og þau mál, sem slikir fund- ir samþyktu, skyldu svo Sunn- anflokksmenn koma fram á þingi með góðu eða illu. Þessar þingmálafundaáskor- anir eru oftast ekkert nema hé- góminn einber og gagnslausar með öllu. En fundarsamþyktir fulltrúa- funda austanbænda, bornar fram af föstum skeleggum þingmönnum, sem stæðu sam- an í flokki sem einn maður, hefði hin mestu áhrif og yrði hver stjórn að taka mikið til- lit til sliks flokks, bæði i nú- tíð og framtíð. Fjárhagsleg viðreisn austan- bænda er svo mikið vandamál, að það eitt ætti að knýja alla austanþingmenn í einn fastan þingflokk. Þegar þar við bætist hið stærsla þjóðarvelferðarmál, járnbrautarmálið, sem einnig að mestu veltur á samheldni og dugnaði austanbændaþingm., þá eru næg og góð rök fyrir hendi til að stofna slíkan þingflokk. Sálarlíf barna. Frh. Siðfræði. Flestar siðferðisreglur og siðalærdómar hafa mönnum verið kendir í sambandi viö trúarbragðalæi-dóma þá, sem þeim hafa kendir verið frá bernsku; fyrir það hefir siðalær- dómurinn oft liðið sama dóm hjá þeim, sem hafa horfið frá hernskutrú sinni að þeir hafa heldur ekki viljað viðurkenna gildi siðalærdómsins. Þó fylgist þetta tvent ekki ætið að. En á- stæðan fyiár því að menn hafa fallið frá þessu tvennu liggur oftast í þvi, að þeir, sem hafa átt og hafa haldið trúar og sið- ferðiskenningunum á lofti hafa eigi lifað samkvæmt þeim. Slík- ir menn eru oft harla óþarfir góðum málefnum, er lyfta sér til vegs og virðingar með því að daðra við fagrar hugsjónir en svíkja þær nær, sem eitthvað á- reynir. Fjöldinn læst vera hlyntur öllum siðferðisreglum, lætur sér nægja að halda hinar helstu þeirra, og lætur svo frekari prédikanir þeim viðvíkjandi eins og vind um eyrun þjóta. þriðji flokkurinn reynir að lifa eftir þeim svo sem hann hefir þrek til. Ef vér íhugum boð þau og siðferðisreglur, sem trúarlær- dómarnir bjóða, sjáum vér fljótt, að flestar þeirra eru

x

Brautin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.