Brautin


Brautin - 08.03.1929, Blaðsíða 1

Brautin - 08.03.1929, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Sigurbjörg Þorláksdóttir. Sfmi 1385. Marta Einarsdóttir. Sfmi 571. Brautin. Útgefendur: Nokkrar konur í Reykjavík. Sími: 491. Afgreiðslu annast Sigurborg Jónsdðttir. 1. árgangur. Föstudaginn 8. mars 1929. 36. íölublað. Yillltilbítlt í snitu. 00000O0tö00Ö Það er marga, sem furðar á því, hve þingið Iætur sér oft Htið umhugað um þau mál, sem þjóðiua varðar hvað mest, en þingmenn eyða oft tima sínum og kröftum í það að hrúga inn á þingið fjölda smámála, og ræða þau með þvi ofurkappi, svo sem mikið lægi við. En stórmálin, málin, sem þjóðinni er mest þörf á að tek- in séu til rækilegrar íhugunar og yfirvegunar, er stundum alls ekki minst á, eða þá oftar af svo lítilli alvöru að þau daga uppi í þinginu ár eftir ár. Orsök þessa mun vera sú, að smámálin þurfa svo litla þekk- ingu og umhugsun, en margir af þingmönnum vilja komast sem léttast og auðveldlegast frá því fulltrúastarfl, sem þjóðin hefir falið þeim. Af öllum málum, sem þjóðina varðar, eru þau mál mikilvæg- ust, sem varða beint afkomu aðalatvinnuveganna, hvort held- ur það er sjávarútvegur eða landbúnaður. í þessari grein viljum vér gera að umtalsefni það mál, sem er eitt af aðallifsskilyrðum annars atvinnuvegar vors, landbúnað- arins. Petta mál er vinmtfólksebla syeitanna. Um og í kriugum aldamótin, var venjulegt, að á hverjum meðal bæ væru 2—3 vinnumenn og 2—3 vinnukonur og á stærri bæjum fleiri. Nú er svo komið, að teljandi munu þeir bæir í sveitum, þar sem eru einn eða fleiri vinnu- menn og vinnukonur. Víðast hvar er enginn vinnumaður og engin vinnukona. Þetta er svo stórkostleg breyt- ing og hættuleg, og allir, sem hugsa um það, hljóta að sjá að hér er stórkostlegur voði á ferð- um fyrir landbúnaðinn, því það er næstum jafnófært fyrir bænd- ur að búa svo vel sé án vinnu- fólks, eins og fyrir útgerðar- menn að gera út skip sfn án þess aö hafa nokkra háseta. Verði hér engin bót á ráðin, og vilji stjórn og þing ekkert sinna þessu máli, er ekki fyrir- sjáanlegt annað, en að miljónir þær, sem verja á til landbún- aðarins komi ekki að verulegum notum; verði að miklu leyti á glæ kastað. I'ví einyrkja búskap- ur er talinn ákaflega erfiður og hlýtur að verða mönnum þreyt- andi til lengdar, og svo fer að lokum, að fleiri og fleiri flosna upp og jarðarverðmætin ónýtast. Þetta er svo mikið þjóðar- hagsmunamá), að stjórn og þing hefði átt að vera löngu búin að taka það til yfirvegunar og reyna að ráða fram úr þvi á sem best- an hátt. Það, sem beinast liggur við, er aö rannsókn sé þegar hafin um það, hve mikil vinnufólks- þörfin sé í sveitunum, þá fyrst er hægt að sjá, hve bölið er mikið og hve viðtækar ráðstaf- anir þurfi að gera til að létta þvi af. Þegar þessari rannsókn er. lokið, þarf að skipa nefnd til að atbuga hvaða ráð séu til- tækilegust til að bæta úr vinnu- fólkseklunni. Vill Brautin í því sambandi benda á, að sé það alveg ó- mögulegt, að fá fólk hér á landi til að vinna nauðsynleg vinnu- konu og vinnumanna verk í sveituni, eða fyrir það kaup, sem bændur geta greitt eða land- búnaðurinn geti borið, þá er sjálfsagt að athnga það á hvern Iiátf heppilegast sé að flytja inu útlent vinnufólk, sem vi 1 taka að sér vinnnlólksstörf í sveitnnnm og er fært um að vinna þau svo að gagni komi. Það er kunnugt að aðrar þjóð- ir, svo sem Danir gera þó nokk- uð að því að flytja inn útlent vinnufólk fyrir sveitabændur sfna, og það virðist ekki nema eðlilegt að við gerum hið sama fyrir bændur vora, ef þeim er það nauðsynlegt. Það þarf auðvitað mikla og nákvæma rannsókn á því, frá hvaða löndum væri heppilegast að flytja inn vinnufólk. Myndi réttast að byrja fyrst í smáum stíl en færa sig svo smá saman upp á skaftið, ef árangur reyndist góður. Þetta mál varðar engu síður sveitakonur en sveitabændur. Vinnukvennaeklan er nú orð- in svo mikil í sveitunum, að það hefir komið viða fyrir, að nær ómögulegt hefir verið að fá kvenmann til aðstoðar, jafn- vel stuttan tíma, ef t. d. kona hefir lagst á sæng eða forfallast af sjúkdómum. En auk þess er það kunnugra ALLSKONAR | SJÓ- BRUNA TRYGGINGAR BIFREIÐA- » ERU Á B VG G I L EG AST A R HJÁ: TROLLE & ROTHE HF. EIMSKIPAFÉLAGSHÖSINU. manna álit að margar sveita- konur vorar, hafi einmitt vegna skorts á vinnukonum, orðið að leggja svo að sér erfiði við bús- verk, að þær hafa orðið heilsu- veilar, langt fyrir aldur fram. Veit enginn hvert tjón þjóð vorri er að því að pína svo sveitakonur vorar með látlaus- um þrældómi, þó þær séu jafn- an þolinmóðar og kvarti sjaldan. Væri þetta eitt næg ástæða til þess að þingi og stjórn bæri skylda til, að taka mál þetta þegar í stað til rækilegrar yfir- vegunar, og fá þá lausn á þvf, sem eíni best standa til. Ætti þetta að vera þeim mun auðsóttara mál, þar sem mikill hluti þingmanua eru bændur, sem ættu að vera kunnugir því, hver þörf er á að bætt verði sem fyrst úr vinnufólkseklunni í sveitunum. Breyting á launalögum Ijósmæðra. Sex þingmenn í neðri deild flytja frumvarp um nokkra hækkun á launum ljósmæðra. Samkvæmt því verður lágmark kr. 300,— í stað 200, — og há- mark kr. 1500, — í stað 1000,— í sveitunum tekur rikið að sér hækkunina. Það sjá allir, að kr. 200,— lágmarkskaup fyrir jafn þýðing- armikið starf i þágu þjóðfélags vors, er svo frámunalega lágt, að slikt mundi engum boðið nema konum einum og það að eins af karlmönnum, sem fæstir kunna að meta störf þeirra að neinu, hversu nauðsynleg sem þau eru. En sjálfum finst þeim ekkert athugunarvert, þó þeir skamti sér laun í þúsundatali árlega 000000000000000000000000 ° ° o HeiðruÖu húsmœður! § S Munið að eins og að undan- jjí O förnu er og verður ávalt ódýrast O S og best að versla hjá S §* Verslun „Ö R N I N N" | Grettisgðtu 2 A — Sími 871. O 0^0000000000000000000000' fyrir störf, sem at mörgum eru talin næsta óþörf. Þelta óréttlæti myndi alls ekki eiga sér stað, ef konura væri nú þegar trygð völd á þingi að jöfnu við karlmenn, eins og þeim að réttu iagi ber, og eins og Brautin hefir áður bent á. Frumvarp um nauðsynlega launahækkun ljósmæðra, hefir verið borið fram þing eftir þing, en mætt megnum andróöri í þinginu og ekki tekist að fá það samþykt til þessa. En nú vill Brantin fyrir hönd allra islenzkra kvenna krefjast þess, að frnmvarp þetta nái tram að ganga á þessn þingi. En fari svo, að þessi krafa verði ekki uppfylt, þá mun verða gert alt sem unt er, til að brýna fyrir islenzkum konum, að ljá ekki neinum þeim þing- manni atkvæði sitt, við næstu kosningar, sem með ráðnum hug greiðir atkvæði sitt gegn þessari nauðsynlegu Íaunahækkun. — Nú munu vera um 30 umdæmi laus, vegna þess hve launin hafa verið lág. Þarf ekki að skýra það fyrir konum hve hættulegt slikt ástand er og óþolandi, þó svo virðist, sem sumir þing- mennirnir vilji ekki eða geti ekki skilið það. En það gæti verið, að þeir færu eitthvað að glöggva sig á þvi, ef þeir ættu jafnvel árlega að þola þær kvalir og þjáningar, sem sumar konur til sveita verða að þola við barnsburð, vegna ónógrar hjálpar og hjúkrunar. Móðir.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.