Brautin


Brautin - 22.03.1929, Blaðsíða 1

Brautin - 22.03.1929, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Sigurbjörg ÞorláUsd"óttir. Simi 1385. Marta Einarsdóttir. Sími 571. Brautin. Útgefendur: Nokkrar konur í Reykjavík. Simi: 491. Afgreiðslu annast Sigurborg lónsdóttir. í. árgangur. Föstudaginn 22. mars 1929. 38. tölublað. Járnbrautarmáliö. Brautin gefur 300.000 krónur yfir árið upp í vexti, þegar á 10. ári, samsvarar það 5°/o af stofnkostnaði. Máttur fraiiifarauna. Einn meikasti kæfileiki mann- kynsins er sá eigiuleiki þess að geta tekið framförum. Geta lært af reynslunni hvað breytinga þurfi, og hafa hugvit til að prófa sig fram með hvað til bóta má verða. Þessi hæfileiki hefir á löngum tíma haíið mannkyuið langt yfir allar aðrar lifandi verur jarðarinnar. þegar dýrin nær standa í stað og litlum eða engum breytingum eða framför- um taka, berst mannkynið seigl- ingsbaráttu fyrir umbótum á öll- um sviðum. Og þessi umbóta- viðleitni nær fleiri og fleiri sigr- um, því lengra sem líður. Ekki má þó skilja það svo að þessi framfarahæfileiki sé alveg jafn og almennur hjá mannkyninu. Öðru nær. Sumar þjóðir og kyn- flokkar standa næstum i stað, eða framfarir þeirra eru svo hægfara að lítt sér á, þótt á- fram þokist. En aðrar þjóðir og kynflokkar taka risastökk og hjálpa þannig til að hefja þær þjóðir upp, sem daufari eru og sljóvari. Eiga jafnvel shmar þjóðir fult f fangi með að fylgjast með þess- um djörfu brautryðjendum. En flestar reyna það þó, því þær vita að annars dragast þær aftur úr og verða meira og meira ó- hæfar í lifsbaráttunni. Því lífs- baráttan þekkir enga miskunn- semi, það sem ekki getur fylgst með verður að lognast út af eða verða að eins viljalaust verkfæri í höndum þeirra, sem betur mega. Þetta er ástæðan til þess að framfaravinir þola enga stöðvun, enga bið, en píska fólkið látlaust áfram til Dýrra átaka og nýrrar baráttu, ýrnist með góðu, for- tölum og blíðmælgi, rökum og leiðbeiningum, eða með illu, hörðum ádeilum, svæsnum á- rásum, lasli og níði. Fólkið sjálft horfir á þetta stundum hrifið og fult áhuga, stundum undrandi og kviðandi, stundum reitt og vont yfir að fá ekki að vera í friði og njóta lifsins í ró og makindum. Það skilur stundum ekkert í þessum ákafa framfaramannanna, það á- lítur þá stundum sína verstu ó- vini og snýst þá gegn þeim með ofsóknum og pynlingum. Telur þá fremur djöfla en menn. En þegar nýjir koma strax i slað þeirra sem falla eða eldasf og áldrei er hlé á sókninni, fer það smám saman að láta sig og fylgja þeim eftir, fyrst dauft og hik- andi, síðar fastar og ákafar. Framfara-andi ruðningsmann- anna grípur þá et til vill heilar þjóðir alt í einu, svo þær brjót- ast fram til nýs þroska með því heljarafli, sem alt verður að Iúta. Máttur framfaranna hefir gripið fjöldann. Hann skilur h vert stefnir Og sækir nú fram með sama vfga- móði eins og brautryðjandinn átti í upphafi en sem fjöldinn þá skyldi ekki og gat því ekki fylgt. Á engu sviði eru framfarir mannkynsins, ef til vill þýðing- armeiri en á sviði samgóngu- málanna. Samgöngumálin hjálpa ein- staklingunum að nálgast hvern annan, kynnast sem best, njóta vinnu hvers annars og hæfileika á öllum sviðum. Petta er undir- staðan undir mörgum aðalfram- förum maiinkynsins i ilestuni greinum. Ekki að eins að það hjálpi þjóðunum í lifsbaráttunni með því að. gera þeim fært að vinna hver fyrir aðra að nauð- synjum lífsframfærslunnar, þó langt sé á milli, heldur gerir það þá hæfari til að njóta and- legrar samvinnu og samstarfs, en það er einn sterkasti þáttur- inn í alhliðabarátlu mannkyn- sins fyrir sameiginlegum þroska þess og viðgangi. Mestum framförum á landi hafa samgöngumálin náð, með uppfundningu járnbrautanna. Meðal fróðustu manna eru þær taldar marka nýlt tímabil í fram- farasögu mannkynsins. Allar þjóðir, sem nokkurs eru megn- ugar hafa kepst um að færa sér þessa samgöngubót sem best í nyt. Ekkert fé hetir verið spar- að til að gera þær sem full- komnastar og öruggastar. Erfið- leikarnir hafa verið miklir. Bar- áttan gegn þeim hörð í fyrstu. En nú er svo komið að engin menningarþjóð telur sig geta án þeirra verið. Því voldugri sem þjóðirnar eru, því voldugri járnbraular- © © & © © © © © © © © © © © © © gj þegar þér kaupið olíur á Mobiloil A** A (Heavy Medtum) Allir bifreiðastjórar eru sammála um að betri olíur en »Mo- biloils« framleyddar af Vacuum oil co. New York eru ófáanlegar. — VARIST eftirlíking- ar. — MUNIÐ eftir orðinu .Gargoyie, bifreið yðar. — — © © © © © © © © © © © © © © © © © © © kerfi eiga þær. Og því meira leggja þær að sér að bæta það og fullkomna. Jafnvel landkrili eins og Dan- mörk á járnbrautarkerfi, sem talið er að kosli 300 miljónir króna. Svona mætti lengi telja. En eitt land er það, sem ekki hefir enn haft manndóm eða kjark til að reyna þetta fræga samgöngutæki. Það er land Björns Kristjáns- sonar og Vigfúsar í Eogey. í hvert skifti, sem stórhuga framfarmenn hafa komið fram á vígvöltinn til að berjast fyrir fullkomnum samgöngubótum milli höfuðborgarinnar og góð- héraðanna austan heiði, hafa risið upp framfaraóvinirnir eins og einn maður og reynt að spilla þessu af öllum kröftum. Þessir menn þekkja ekki og skilja ekki mátt framfaranna, en það er annar máttur, sem þeir þekkja, og skilja vel og hann er líka voldugur. Pað er máttur aftur- h.ldsins. Hann er þeim kær- komnastur. Fyrir hans kyngi og kraft, hefir tekist að tæma frjó- sömustu sveitahéruð, sem ísland á, af ungum og hraustum bændaefnum. Fyrir hann hefir tekist að gera auðngar og kosta miklar stórjarðir að ræktar- snauðum einyrkjakotum, þar sem skuldum hlaðinn bóndi er að vinnu með konu sinni út- taugaðri af vinnuþrælkun, eða þaf sem örvasa gamalmenni eða börn eru að pínast við vinnu frá morgni til kvölds, í stað þess að hraðvirkar landbún- aðarvélar ættu að ver£ þar stöðugt að verki allan daginn. Fyrir hans tilstilli hafa aust- ansveitirnar sokkið dýpra og dýpra í skuldafenið, jafnframt sem duglegustu bændum hefir þorrið kjarkur og þróttur í þess- ari örvæntingarfullu baráttu, þar sem því dýpra sekkur, því meira sem þræklað er. Slikur er máttur afturbaldsins. Svo fullkominn er sigur þess. Trúln á svcltirnar. Það sem er aðalafltaugin i starfi samgöngubótavina, er trúin á sveitirnar. Fjöldi manná hér hefir alls enga trú á framförum sveitanna, og vilja því ekkert fyrir þær gera. Feir telja eftir hvern þann eyri, sem fer til sveitanna. Á- líta það hreinar ölmusugjafir og bændur vora hálfgerðan betl- aralýð, sem lítinn rétt eigi á sér, séu landinu að eins þung byrði. Peir reiðast hverjum þeim manni, sem vill viðreisn þeirra og hefir trú á þvi að hún muni takast. Þeir telja slíkt fávita bjal, sem tæplega sé eyðandi orðum að. Þeir einblina á sjávarútveginn og það gull, sem hann færir lands- mönnum. Peir telja það best farið, að fólkið safnist í fisk- og sildarverin og útgerðin sé aukin sem mest. Þar með sé framtíð Islands best borgið. Sveitabúskapurinn borgi sig ekki, þess vegna megi hann hverfa eða ganga sem mest saman. Gegn þessum mönnnm rfsa járnbrautarvinirnir einum hug. Þeir telja sveitabúskapinn nauðsynlegan fyrir þjóðina, bæði vegna þess, að þeir álíla að koma megi honum í það horf, að hann geti borgað sig beinlinis, og svo vegna þess að þeir álita það nauðsyn fyrir i

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.