Brautin


Brautin - 22.03.1929, Blaðsíða 3

Brautin - 22.03.1929, Blaðsíða 3
BRAUTIN 3 ® ® flurtapottar 1 ® allar stæroir ® 1 Vald. Poulsan, | ® Klapparstíg 29. — Sími 24. ® §®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®® látnar í ljósi, hafa þær eigi að síður áhrif á barnið og vekja sainskonar hneigðir, sem t'elasl með barninu, er koina i ljós er það fer að vaxa, og þá getur orðið nijög' örðugt að ylirvinna þær. Þess vegna ætti sérhver móðir að gæta þess, að girnast hvorki né hugsa neitt það, sem hún ekki vill að komi fram, sem hneigð eður löngun hjá barni hennar. Ef hún heldur stúlku til þess að annast harnið, er nauðsyn að vanda sem hest val á hénni, en jafnvel þótl hún sé góð við barnið, er vandhæfni á því, að hún hafi svo þroskaða sál sein móðirin sjálf, ætti hún því að láta barnið sem minst frá sér fara meðan Jiað er ómálga. Allir, sem umgangast börnin a*ttu að ala hjá sér óeigingjarna elsku, há og göfug áform, svo að þeir ineð því geti haft hin á- kjósanlegu áhrif á barnið, verndað og þroskað hina góðu eiginleika þess og hlýðni A'ið góðar kendir. En það er ekld einungis ill- ar hugsanir, sem ber að varast í nálægð liarna, heldur og sorg- ir og áhyggjur, því að þær hafa drepandi áhrif á þau. Cdaðværð er jafnan nauðsynleg', hún lífg- ar og glæðir huglíf barnsins, jafnvel þótt hún sé þvinguð fram í fyrstu, getur hún orðið eðlileg síðar, ef fylgt er þeim ásetningi að viðhalda henni, þótt eitthvað andstætt mæti. Daprar hugsanir og umhugsun um sorgir og andstreymi deyða lífsþróttinn, en glaðværð þar á móti eykur hann og viðheldur honum. Þegar barnið fer að fá at- hafnalöngun er nauðsynlegt að það fái eitthvað til að starfa við. Leikföngin sem það fær, þurfa að vera við hæfi þess og þarf með alúð að segja því til — á hvern hátt því heri a'ð með- höndla þau og geti haft mesta ánægju af þeim. Hitt er grimd- arfull misþyrming á hverju barni, að ætlast til að það geti setið einhversstaðar auðum höndum og athafnarlaust. Það þarfnasl hreyfingarinnar og starfsins, eins og lofts og fæðis, og hugur þess þarf einnig eitt- livað til þess að glíma við. Nú getur barnið girnst að hafa hönd á einhverju, sem það ekki má snerta við, þarf þá helst að leiða huga þess að öðru án þess að banna því. Best væri að banna börnum sem minst uns þau hafa fengið skilning á því, hversvegna þau ekki mega gjöra eitt eður annað, sem þarf að halda þeim frá að gjöra, og ekk- ert ætti að banna þeim án þess að útskýra fyrir þcim, hvers- vegna bannað er. Jafnframt því mega þeir, sem ineð börnmn eru aldrei gleyma því, að þau hafa ennþá ekki öðlast þann skilning á siðferðisreglum þeim, sem þeir eru að kenna, er þeir sjálfir hafa; ber þeim því að 44 til Veru. En þeim árekstri, er hann sá framundan, hugðist hann að rýma burt úr huga sér að svo stöddu; nógur væri tíininn að veita viðnám, er þar að kæmi. Meðan trúlofuninni væri haldið leyndri, þurfti hann ekkert að vera að hugsa um, að Vera væri dóttir Gisslers. — Eg skal ekki heldur hafa orð á þessu heima, enn sem komið er, mælti hún, eins og hún hefði lesið i huga hans. Það hafði henni þó ekki tekist; hana rendi ekki einu sinni grun í, hvað hann hugsaði þessa stundina, svo var hún sokk- in niður í sínar eigin hugsanir. Hún hafði verið að velta fyr- ir sér um nóttina, að vel mætti svo fara, að lienni yrði ekki bata auðið, og að Vilhelni neyddist lyrir þá sök að draga sig í hlé, því hafði hún ásett sér að biðja hann um, að halda trúlofuninni leyndri um stiindarsakir. Hún- vildi ekki i- þyngja honum með því,' að hann þyrfli að dragast með heilsubilaða konu. Næði hún ekki fullri heilsu var lnin stað- ráðin í því að giftast ekki. Þetta haiði hún ætlað sér að segja honum, en hún átti svo bágt ineð að stynja þvi upp. En úr því að þeim liafði komið saman um að halda trúlofun- inni leyndri, fanst henni að rétlasl væri, að vekja hvorki honum né sér sálarkvöl með þvi að hafa orð á þeim mögu- leika, að þau néýddust til að slíta sundur með sér. flann þóttist viss um að henni batnaði. Ef það rættist, kom ekki til að ræða um skilnað. Yrði hill aftur ofan á, að henni batnaði ekki, væri nógur tíminn að ganga undir þann sárs- auka, er þar at' leiddi. Glaðari í huga vatt hún þvi þessu sára umhugsunarefni á bug, og naut að fullu sælu líðandi stundar. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Páskaeg-g komu með Drotningunni. Verslun GU'ÐRÚNAR JÓNASSON Aðalstræti 8. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ sýna börnunum umburðarlyndi i þeim efnum. Það er ekki æski- legt að börn hlýði einungis fyr- ir hræðslusalcir, því þá er hætt við að þau boð og bönn, er þau fyrir þá skuld hlýða, séu brotin, þegar óttinn við að það komist upp er horfinn. Hin aðferðin er miklu affarasælli, að sá er veit- ir börnum leiðsögn, geri sér fyrst og freinst far um að ná elsku þeirra og trausti, þá hlýða þau vegna þess, að þau vilja geðjast þeim sem þau elska, þau vita að lirjóti þau í bága við það sem hann hefir kent þeim, veldur það honum hrj'gð- ar, sem er vinur þeirra. Tilsögn ÖII ætti að vera sem jákvæðust; vekja ætti athygli barnanna á því, sem er æskileg't að þau gjöri og hafi mætur á. Kenna þeirn að bera velvildarhug til alls og allra, manna, dýra og blóma. Vekja athygli þeirra á öllu því, sem er fagurt, nytsamt og göl'ugt. Börnin vilja að þau séu elskuð og á þeim grundvelli er hægast að innræta þeim elsku og velvild til annara. Frh. Fréttir. Trnlofun sina hal'a opinberað fyrra laugardag ungfrú Rannveig K. Bjarnadóttir, Finnbogahúsi við Laugaveg og Gunnlaugur Sænuindssön, blikksm., Bræðra- borgarstíg 12. Sorglcgur utburður. Fyrra sunnudagskvöld um 9% leytið kom fyrir sorg- legur atburður hér í bænum. Stúlka liafði gengið út í tjörn- ina gengt brunastöðinni. Og stóð hún í vatni upp undir mjaðmir. Var hún föl, æst og örvæntingarfull. Fólk, sem að kom, bað hana að fara upp úr vatninu. Og vildi ná í hana. En hún vildi það ekki og hótaði að fara lengra út, ef á sig* væri sótl. Heimtaði hún að maður einn, sem væri inn í brunastöðinni kæmi mg bæði sig að fara upp, þá skyldi luin fara með góðu. Sagðist hún þunguð af hans völdum, en hann hefði ekkert viljað sinna sjer nú. Hún hefði alla svívirðinguna, en hann slippi hjá öllu ámæli. Reynt var að fá manninn til að koma út úr brunastöðinni og reyna ineð góðu til að ná stúlkunni upp. Én hann neitaði því með öllu. Var nú hringt á lögregluna. En 15—20 mín- útur liðu áður hún kom. Og alt af var ófríska konan í köldu vatninu, skjálfandi af kulda og hrópandi á barnsföður sinn að koma og tala við sig. Loks kom lögreglan og náði i stúlkuna og fór með hana burt hljóðandi og grátandi, kalda og rennblauta. fíuð hcnnar mömmu. 41 — Og hver var það, sem þú átaldir fyrir það, að hún vildi ekki lifa? hvíslaði hún að honum i innilegum róm. —Vill liún það nú, spurði hann hljóðlega. — Já, nú vill hún það. En, ef til vill, verður hún einmitt þessvegna að deyja. — Hvi segir þú þetta? — Grikkir minnast á það, að guðirnir öl'undi þá hina hamingjusömu og láti þá deyja. Slíkur er ekki guð okkar, Vera. — Hvern veg er þá okkar guði háttað? Vilhelm, segðu mér það, mælti hún í alvarleguin bænarróm. Hann fór að hugsa um guð niöminu sinnar, friðþægjar- ann, og um sinn guð, er endurgeldur, og' braut heilann um það, hvort það gæli verið sami guðinn, eða hitt, að það hlytu að vera tveir andstæðir guðir. Við skulum leita guðs bæði saman, Vera, og l'inna hinn eina, lifandi guð. — Þekkir þú hann þá ekki? . — Eg veit ekki, hvort minn guð er sá hinn rétti. En þú þá? —- Eg trúi á guð, en hann er svo fjarlægur og þoku hul- inn. Eg þekki hann ekki. ■— Þá er líkt á komið með okknr; við verðum að byrja sem börn, mælti hann, glaður í hragði yfir því að svona væri jafnt á komið fyrir þeim í þessu efni. Þau sátu áfram í legubekknum hvort við annars hlið. - Ertu kunnug nokkrum til hlitar, sem þekkir guð? spurði hann eftir stundarþögn.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.