Brautin


Brautin - 05.04.1929, Blaðsíða 3

Brautin - 05.04.1929, Blaðsíða 3
BRAUTIN 3 Starf erlendrastjórnmálakvenna Konur eru altaf að láta meira og meira til sin taka i stjórn- málum Bandarikjanna. Er full- yrt, að það hafi verið fyrir þeirra áhrif, að Keliogg friðarsáttmál- inn var samþyktur i Þjóðþing- inu mótstöðulitið og skilyrðis- laust. Eiga þó þar ekki sæti nema örfair kvenfulltrúar. Hins vegar eiga alis 145 konur sæti i 38 rfkisþingunum. Fimtón af þeim eiga sæti i efri málstofum ríkisþinganna. Á ríkisþinginu i Connecticut eru 20 konur, og eru þær hvergi annarsstaðar eins margar. Við siðustu kosningar unnu konur nokkuð á í miklu fleiri rikjum, heldur en þar sem þær töpuðu. Lögberg 24. jan. 1929. Þessar og þvilíkar fréttir ber- ast frá stórveldum heimsins um hversu áhrif kvenna fari vax- andi í þjóðmála og þjóðþrifa baráttunni. í*að er gleðilegt að sjá, hversu skilningur erlendra stjórnmála- manna eykst á pólitisku starfl kvenna. Já, þeð er sannarlega gott að til sé fjöldi merkra manna, sem viðurkenna hæfileika kvenna i þessa átt, og eru ekki svo þröng- sýnir og eigingjarnir að þeir vilji ekki færa sér og þjóð sinni þá í nyt af ótta við að þeirra eigið gildi rýrni við það. En hvernig er það hér með vorri þjóð? Er ekki hver hönd- in upp á móti annari? Ójú, svo vill það nú oft verða. Allir þekkja andstöðu fjölda islenskra karlmanna, þeirra sem kalla sig stjórnmálamenn, til framgangs og aukinna réttinda kvenna á þeim sviðum, sem landið og þjóðina varðar á ein- hvern hátt. En er það ekki merkilegt að ennþá, núna á 20. öldinni skuli vera svona mikið afturhald ríkj- andi svona mikið eftir af þræla- haldstilhneigingunni? Hvað verða mörg ár þangað til konur hafa náð fullum sigri f frelsis- baráttu sinni? Meðal stórþjóðanna t. d. Eng- lendinga og Amerikumanna virðist færast óðfluga að þessu marki, en hér hjá oss ríkir aft- urhald og þröngsýni í fullu fjöri. Og til þess að drepa þessar löngu úreltu afturhaldskenning- ar, þurfa öfiug og einhuga sam- tök allra islenskra kvenna. Þvi er altaf viöbrugðið, hve konan sé óeigingjörn og fórni sér fyrlr heimili sitt, og hversu ótrúlega mikilli vinnu hún megni oft að afkasta. Hversu mikil bót væri þjóðfélaginu þá ekki að því, að fá slíka óeigin- gjarna krafta í sfna þjónustu? Hér dugar ekki nein predikun um hve þarft verk konan vinni og geti unnið i opinberum mál- um, þvf slíkt verkar ekki á karlmennina. Það þarf að sýna það f verki hvers við erum megnugar. \ — .00:10: Plfolíojtoífoifoirojfolfolfolfojfol ALLSKONAR S]0- DRUNA- BIFREIÐA- TRYGGINGAR ERU ÁBYGGILEGASTAR HJÁ: TROLLE & ROTHE HF. EIMSKIPAFÉLAGSHÚSINU. .01010 OjtOjfo Mæður! NIVEA-Krem 09 • NIVEA-bsaarpnaa- er best á ungbörn. Sturl. Jónssoa & Co. Við megum ekki biða von úr viti, í von um að einhverntíma renni sú stund upp, sem karl- mennirnir sjái það sjálfir, hversu rétt það er og sjálfsagt að konur fái sömu réttindi og þeir sjálfir á öllum sviðum. Við verðum sjálfar að bind- ast öfiugum samtökum án tillits til stétta eða fiokka og mynda með oss félagsskap, sem ein- ungis starfi að þvf, að bæta og auka kjör og réttindi kvenna á öllum sviðum. Við eigum ekki að þola þann órélt, að móti þvf sé barist, að konur fái sæti í opinberum nefndum, bæjar- og sveitastjórn- um og á Alþingi. Að eftir þúsund ára starf AI- þingis skuli ekki vera nema ein einasta kona á þingi, og að karlmönnum og jafnvel sumum konum skuli krossbregða, ef nefnt er, að fleiri konur skuli á þingi vera, er með öllu óskilj- anlegt. Eða hafa konur f raun og veru engan tilverurétt á stjórn- málasviðinu? Er konan svo mikið andlega minni en maðurinn, að ekki megi nefna hana í sambandi við neitt utan heimilanna? Nei, það er nú ekki lergur hægt að fá fólk til að trúa sliku, og það er margsannað, að konur eru einsvel gefnar og þá ekki út- haldsminni, er til framkvæmda 148 en verður að líkindum torsótt. Veslings maðurinn, honum væri betra að fá að deyja. Það virðist nokkuð hart, að verða að gera alt til að, lengja kvalir hans, og síðan eigi hann fyrir höndum að verða ósjálfbjai’ga alla æfi, í stað þess að lofa honum að losna sem fyrst úr prísundinni, En auðvitað er það sigur fyrir skurðlækningalistina, takist mér að bjarga Iífi hans. Hann hafði auk þess orðið fyrir fleiri meiðslum, en fæturnir höfðu orðið verst úti. En hvað er eg að hugsa, að vera að skrifa þér bréf, sem drýpur af blóði, eins og eg hefði ekkert annað um að ræða við þig. Eg hlýt, svei mér, að vera skurðlæknir af guðs náð, úr því að fyrsta ástarbréfið mitt ætlar að verða fult af skurðlækningaskrafi! Mér er þvert um geð að vitja sjúklinga í þinni deild. Það liggur við að eg hafi horn í síðu systur Lovísu, eingöngu sakir þess að hún er þar í þinn stað. En stöðu þinni á sjúkrahúsinu var nú ekki þann veg háttað, að deildin þín yrði við burtför þína að nokkurskonar musteri til minningar um þig, þar sem eg g'æti gengin inn til þess að dýrka þig! Sjúklingarnir sakna þín. Eg gaf ívari dálitið af sælgæti, af því að augu hans voru þrútin og rauð af gráti yfir því, að þú skyldir fara----------! Þú minnist ekki einu orði á það, hvernig þér varð um, að skilja við mig. Þess vegna segi eg þér ekki heldur, hve þungt mér féll að sjá af þér. Eg þakka lofsorðin, þar sem þú líkir mér við fjall — hart, óslipað, kantað fjall! En vertu nú samt svo væn, að líta af og til á myndina, sem þú hnuplaðir úr myndabók Guð hennar mömmu. 145 XIX. Siðla kvölds kom Vilhelm inn i herbergi sitt, að þreytandi dagsverki loknu. Hann hafði framkvæmt allmarga upp- skurði, hinn siðasta mjög vandasaman. Meðan hann hafði verið að verki, með allar taugar spentar, hafði hann ekki fundið til þreytu, en nú varð hann hennar greinilega var, og' það svo, að hann hliðraði jafnvel hjá þeirri fyrirhöfn, að afklæða sig. Hann settist í hægindastól við gluggann, til þess að láta þreytuna liða úr sér, og varð hvíldinni alls hugar feginn. En alt í einu færðist í hann nýtt líf og fjör; hann smeygði hendinni í brjóstvasa sinn, tók úr honum bréf, er komið hafði um morguninn. Hann hafði aðeins haft tima til að fara yfir það í flýti, og ekki gefið sér úr því stundir til að hugsa um það, þótt þetta væri fyrsta bréf Veru. Nú fletti hann því sundur, las það og gleymdi allri þreytu. Bréfið var á þessa leið: — Elskan mín! Það er eitthvað svo undarlega nýstái’legt og töfrandi við það, að nefna þig þannig, og þó er orðið, sem eg nota, jafn gamalt mannkyninu. En mér er nú nær að halda, að það hafi tæplega verið notað i fullri merkingu fyr en nú, er eg nota það við þigl Úr glugganum mínum blasa við mér hlíðar voldugra fjalla. Risavaxin og óbifanleg bera þau við síbreytiléga himinhvelfinguna. Mér þykir ofurvænt um þessa hliðarmynd fjallanna, því að hún minnir mig á þig, þitt stranga, karl- mannlega andlit. Veistu, hvað það var, sem kom mér fyrst

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.