Brautin


Brautin - 12.04.1929, Blaðsíða 1

Brautin - 12.04.1929, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Sigurbjörg Þorláksdóttir. Stmi 1385. Marta Einarsdóttir. Simi 571. Brautin. Útgefendur: Nokkrar konur í Reykjavík. Simi: 491. Afgreiðslan er á Lokastfg 19. Sími 1385. 1. árgangur. Föstudaginn 12. apríl 1929. 40. tölublað. Börnin okkar. INGÓLFSHVOLI. - SÍMI 2354. Höfum mikið úrval af smekklegum FERMINGAR- GJÖFUM og TÆKIFÆRISGJÖFUM við hvers manns hæfi. SENDUM GEGN EFTIRKRÖFU HVERT Á LAND SEM ER. Að þjóðfélagið samanstendur af einstaklingum, vita allir. Og til þess aö þjóðfélagsskipunin geti verið i góðu lagi, fullkom- in, þurfa einstaklingarnir að vera þroskaðir, mentaðir, og í fylsta máta samviskusamir og vandaðir. En til þess aö ein- staklingurinn geti uppfylt þessi skilyrði, þurfa lífskilyrði hans þegar frá upphafi að vera slik, að öllum góðum eiginleikum, sem fram koma fyrst hjá barn- inu, siðar hjá unglingnum, sé unt að daína. Það þætti littlmannlegt af auðugri þjóð að neita börnum sinum um nauðsynlegt líísviður- væri, mat og klæðnað, þó for- eldrar eða ættingjar megnuðu ekki að veita þeim það. Það þykir einnig ómannúð- legt af velinegandi manni að láta ekkert af mörkum til blá- fátæka nágrannans. Sá maður, sem horfir upp á skort hjá meðbróður sinum, án þess að liðsinna honum neitt, þrátt fyrir næga getu, er af al- menningsálitinu stimplaður arg- asti nirfill og óþokki. En það er ekki nóg að börn- in fái fæði og klæði. Þau þurfa að geta notið sólar og sumars. Og bér á okkar — til þessa — kalda landi, hafa sumrin verið svo hörmulega stutt og oft sólarlítil. En svo má nú lfka nærri segja, að Reykvíkingar, eða að mista kosti börnin, verði litið vör við blessun þá, er sólar- Ijósið hefir í för með sér. En af hverju geta þau ekki notið þess? Af því að börnin hafa ekkert nema glerharða götuna til að leika'sér á, eða sóðaleg sund á millum húsa eða baklóðir. Svo þegar þurkar ganga og nokkuð hvessir i veðri er rykmökkur- inn svo magnaður, að meira að segja fullorðnir hliðra sér við að fara á móti honum. Að vfsu á svo að heita að til séu barna- leikvellir, en þeir eru nú svo úr garði gerðir, að þeir eru litið betri en gatan, nema hvar þar er ekki hætta af bilum, eða annari umferð, og auk þess svo litlir, að þeir samsvara á engan hátt hinum hraða vexti bæjar- ins. Þetta er nú það, sem Reykja- vikurbær álítur forsvaranlegt.að leggja af mörkum, fyrir hina komandi kynslóð. Á þennan hátt býst bæjar- og landsstjórn við að unt sé að ala upp svo þroskaðan stofn, að bægt sé að búast við nýjum framförum á þessu landi. En þó skyldi maður halda, að ekki væri til sá tullvaxinn maður, að hann væri svo mik- ið barn i skilningi, að sjá ekki að með þessu móti, hlýtur bæj- artélagið að ala upp stofn, sem eftir nokkra ættliði mætti búast við, að orðinn væri að argasta götulýð. Þvf hvernig geta þroskást góðir eiginleikar hjá börnum og unglingum, þegar þau fá aldrei að vera í næði, eru altaf fyrir fullorðna fólkinu, eru altafhrak- in og hrjáð frá einum stað til annars. Börnin hafa hvergi af- drep, sem forsvaranlegt er, hvergi grastó til að sliga á. Geri þau það, eru margir fyrir einn, til að bægja þeim á burtu. Bærinn heiir ekki séð börnunum fyrir grasigrónum leikvóllum, þar sem heilsu þeirra er ekki stór hætta búin af moldryki og öðr- um ófögnuði. Börnin hljóta si og æ að vera óhrein, detti þau eru bæði föt þeirra og hendur á augabragði orðin óhiein, svo fara þau með óhreinar hend- urnar í munninn, gefur það öll- um að skilja, hversu það er góð sótlkveikjuleiðsla. — Und- anfarin. sumur hefir börnuin ætið verið heimilt að leika sér á Arnarhólstúninu, eftir að það hefir verið slegið einu sinni. En í fyrra sumar var tekið upp á þeirri nýbreytni, að hafa laun- aðan vörð til að stjaka börnum frá túninu. Túnið er rikisins eign. Hafi ríkið ekki ráð á að fórna túuinu fyrir æskulýð bæj- arins (sem er kringum af börnum landsins) þá þyrfti bærinn að geta fengið túnið leigt handa honum. Það eru ekki svo ýkja margir grasblettir, sein urn er að gera, en varla mætti minna vera, en þeir væru þrír, einn vestarlega í bænum, annar innarlega við Laugaveginn, og svo Arnarhóls- túnið. Af grasffeti innan í bæn- um, er það einkar hentugt, vegna þess, að þarna er frjáls- ara umhverfi og betra loft en viðast hvar annarstaðar i nánd við miðbæinn. Það sýnist óforsvaranlegt að nota Arnarhólstúnið, eins og það er notað nú, til einstaklings- þarfa, meðan börnin f bænum hafa ekkert afdrep, har Eem þeim er ekki stórkostleg hætta búin. Það gengur glæpi næst að tún, sem er eign bæjarins, skuli sundrað i lóðir undir hús, en alls ekkert hugsað um hversu brýa þörfin er fyrir að fá hag- anlegt stæði fyrir fullkomna barnaleikvelli. Það mun nú mörgum finnast að þessi grasi gróna jörð inni í bænum, sé of dýr fyrir leik- velli. En umhverfi Rvíkur er nú þannig lagað að ekki er unt að fá hentugt svæði ác þess að það hafi verið ræktað upp. Og auk þess er það alls ekki of dýrt, því það er og verður ó- mögulegt að meta það til fjár, ef þjóðinni tekst að hlúa vel að og uppala ungu kynslóðina sómasamlega í öllum greinum. Slíkt hirðuleysi og slíkur nirf- ilsskapur, sem bærinn, og ekki síst rikið, sýnir með þessu, er með öllu óforsvaranlegur. Það er ekki ástæðulaust að berklageriliinn fær að þróast og að mikill fjöldi ungmenna á þessu landi er ofurselt honum. Hælið og sjúkrahús eru yfir- full af bans völdnm. Margir sjúkir biðu von úr viti til að komast að, og sumir eru send- ir af heilsuhælunum veilir, vegna þess, að þörfin fyrir bælisvist er enn brýnni hjá öðrum. Þeim er ráðlagt að fara i sveit til að styrkja sig. Veikin maguast þá oft aftur. Fólkið getur ekki margra hluta vegna haldið þær reglur, sem því eru lagðar á herðar, og svo er hætt við að þessar manneskjur geti komið til að sýkja frá sér. Ríkið ver árlega mörgum tug- um þúsunda til styrktar berkla- “eikum, og það er ekki uema sjálfsagt, en hilt er engu minni þörf og engu siður sjálfsagt, að reyna að koma í veg fyrir, að berklagerillinn megi taka jafn- marga herfangi og hann nú gerir. Og með bættum lifsskilyrðum fyrir bömin, stigi Reykjavikur- bær áreiðanlega stórt spor i þá átt. En eins og áður er minst á, er það ekki aðeins hin likam- lega velferð barnanna, sem er bætta búin við þetta sóðalega og rykuga götulíf, það er einnig stórhættulegt andlegum þroska þeirra. í staðinn fyrir beitnæma leiki og holla útistarfsemi, frjáls hlaup, glimur o. fl. þessháttnr, koma götuslagsmál, grjótkast, peninga- spil, skemdarfýsn, hverkonar ó- knyttir og viðbjóðslega Ijótt orð- bragð. Og kveður stundum jafn- vel svo ramt að, að foreldrar eru í mcstu vandræðum með að bægja börnum sinum frá slikum ófögnuði. Að vísu mun sumt ríkasta fólkið, sjá börnum sfnum fyrir hæfilegum leikblettum við húsin, eða hressa þau með dvöl i sum- arbúslöðum, en fátækt fólk og efnalitið getur það ekki. Það verð- ur að láta sér nægja götuna. En þetta má ekki svo lil ganga lengur. Bærinn og rikið verða að hugsa fyrst af öllu um börn- in sín, þeirra heilbrigði og at- gerfi á að sitja fyrir öllu öðru, hvað sem það kostar. /

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.