Brautin


Brautin - 19.04.1929, Side 1

Brautin - 19.04.1929, Side 1
Ritst jórar: Sigurbjörg Þorláksdóttir. Stmi 1385. Marta Einarsdóttir. Sími 571. Brautin. Útgefendur: Nokkrar konur í Reykjavík. Sfmi: 491. Afgreiðslan er á Lokastíg 19. Sfmi 1385. 1. árgangur. Föstudaginn 19. aprll 1929. 41. tölublað. Járnbrautarmálið. Ðrautln gefur 300.000 krónur yfir árið upp f vexti, þegar á 10. ári, samsvarar það 5°/o af stofnkostnaði. Innilokun 6—7 mánuði á ári. Margt fólk, setn ekki er kunnugt fyrir austan, gerir sér ekki fulla grein fyrir, hve mikið nauðsynjamál járnbraut- arlagningin er, fyrir sveilirnar austan fjalls. það skilur það ekki til fulls, að austan sveitirnar eru ef til vill verst settar flestra sveita á íslandi, að þvi er að- og frá- flulninga snertir, mikinn tíma árs. I*að er engin notbæf böfn langs með allri strandlengjunni. Frá sjáfarsíðunni er þvi engra verulegra samgðngubóta að vænta, nema með afskaplegum kostnaði. En annars er Suðnrlands- nndirlendið umlukt fjöllum og bálendi á alla vegu. Þetta er hinn mikli sam- göngufjötur, sem meðhaldsmenn járnbrautarinnar álíta að þurfi að leysa sem fyrst. Hversu lamandi þessi fjötur er fyrir sveitirnar austanfjalls og hversu hann gerir allar framfarir erflðar, geta menn best gert sér Ijóst, ef þeir hugs- uðu sér t. d. Reykjavík höða sömu forlögum eins og Suður- landsundirlendið verður að þola. Hugsum oss að Reykjavik væri þannig sett, að 6 til 7 mánuði á ári væri hún inni- lukt af ís, sem lægi svo fast að henni, að nær ómögulegt væri að koma skipum að; en á landi væri hún umlukt af há- um fjallgarði, sem væri svo snjóaþungur að erfitt væri að fara yfir að vetrarlagi. Hver halda menn að yrðu forlög Reykjavíkur þá? Hve lengi gæti hún staðist samgöngukreppuna? Það væri víst flestum ljóst að það væri alger dauðadómur yfir öllu athaíoalifi þessa bæjar- félags. Hér hryndi alt um koll á fáum árum. En þrátt fyrir álíka mikla samgönguörðugleika og nú hafa verið taldir, hefir lengi tekist, og tekst enn, að lifa á innikrepta svæðinu fyrir austan. Af því má ráða hvílik landgæðin eru, og hversu feikna mikil framförin og vel- megunin gæti orðið, ef járn- brautin yrði lögð og góðar og óruggar samgöngur tæknst upp allan ársins hring. Að vilja ekkert gera t'yrir svona góðar landbúnaðar sveitir er sú vesalmenska og mann- dómsleysi, að þjóðinni i heild sinni er það til stórrar mink- unar. Vissulega eigum vér það ekki skilið að forsjónin sé að gefa oss slíka gullnámu, þegar vér erum þeir amlóðar og lítilmenni að vilja ekki færa oss hana í nyt eða undirbúa fulla notkun hennar fyrir komandi kynslóðir. Og ekki væri nema eðlilegt, að Hekla færi að spúa eldi og brennisteini yfir slika ræfilsþjóð í rjettmætri reiöi sinni yfir úr- kynjun vorri og kraftleysi. Pað er hart að sjá hraustustu og göfugustu ungmenni þessa lands, flgja þessar ágœtu sveitir, i tuga og hundraða tali árlega, til að taka upp menningarlitið þorskveiðistarf i meira ag minna andlega voluðum fiski- vg sildar- verum. Þeir afturhaldsmenn, sem best stuðla að þessu verki, með baráttu sinni gegn járnbraut- inni, eru hér að vinna það óheillaverk, sem þá ef til vill ekki grunar hve illar afieiðing- ar kann að hafa fyrir andlegt atgerfi þjóðar vorrar. Með járnbrautinni sköpum vér bændaefnum vorum þau skiiyrði til lifsframfæris, sem þeir mundu flestir helst kjósa. Samgöngufjöturinn mikii verð- ur að kljúfast. Innilokunin að hverfa. Menningartækið volduga, járnbrautin, leysir þetta hlut- verk auðveldlega, þess vegna verður hún að koma. Verðmætl Jardeig'iianna »K brautin. Því meira sem búskapur austanfjalls færist saman, því fleiri sem flýja sveitirnar, þvi minna verður verðmæti jarð- eignanna í þessum sveitum. Þetta er stórkostlegt þjóðartap. Jarðir, sem búið er að kosta miklu fé til að rækta og byggja, verða meira og meira verðlausar. Á þetta atriði verður aldrei nógu rækilega bent, þegar verið H ásmæður! Hafið ávalt á heimili yðar! er að tala um járnbrautar- lagningnna austur. Því það er afarmikið fjárhagslegt atriði. Með járnbrautinni breytist þetta alvsg gifurlega. Jarðirnar stórhækka í verði. Þær fara að verða aftur arðberandi, og þeim mun verðmeiri, því nær sem þær liggja að járnbrautarstöðv- unum. Þetta er reynsla allra þjóða. En fæstir, sem ekki eru þessu kunnugir, gera sér fulla grein fyrir því. Dálítið geta menn ráðið í hverja þýðingu þetta hefir, þegar menn athuga það, að t. d. á löð við Laugaveg, sem Uggur nokkru nxr miðbœn- um en önnur, geiur verðmunur- inn humið tugum þúsunda. En hverju mun þá geta munað, þegar um 60 kílómetra fjarlægð frá aðal-miðstöðinni er að ræða. Enda ættu allir að sjá það, að óræktarmelarnir i Mosfellssveit eru ekki seldir fyrír marga tugi þúsunda. en ágætar austanjarðir verðlausar og óbyggilegar, af neinu öðru en samgöngukrepp- unni. En þegar menn athuga þetta, sjá þeir fyrst greinilega, hvílíkur feikna auður felst i ræktun austan sveitanna, þegar járnbrautin er búin að tengja þær öruggu sambandi við Rvík. Verðhœkkun anstan jarðanna, eflir að járnbrautin er lögð, og jafnvel bara eftir að búið er að ákveða fyrir fult og fast að leggja hana innan skamms, verðnr svo mikil, að hún ein mun margborga brautarlagning- una á fáum tugum ára. K.ostir járnbrautarinnar. Hér skulu í stuttn máli taldir upp aðal-kostir járnbrautarinn- ar, fram yfir öll önnur flutn- ingatæki: 1. Járnbrautin er öruggasta samgöngutækið. 2. Járnbrautin er endingarbest og ódýrnst í viðhaldi. 3. Járnbrantin fullnægir best aukinni flutningsþörf um alla nánustu fjamtíð. 4. Járnbrautin sparar mest dýrt mannahald og veröur því tiltölulega ódýrust i rekstri. 5. Aflgjafi járnbraularinnar verður innlendur, ef fossa- virkjun kemst bjer á innan skamms, eins og i ráði er. Þar með sparast kaup & útlendu eldsneyti til rekst- urs brautarinnar. 6. Járnbrautin hækkar allar jaiðeignir austan fjalls, og í grend við bæinn mjög mikið i verði. 7. Járnbrantin skapar reglu- bundnar flutningsferðir í stað glundroöa þess, sem nú ríkir á þvi sviði. 8. Allir lærðustu menn í sam- göngumáium, jafnt innlend- ir sem erlendir, er kynt hafa sér samgöngumálin austan fjalls, frjálst og þvingunariaust, leggja ein- dregið með járnbrautinni. 9. Járnbrautin skapar mikla vinnu í landinu og fer mikill meiri hluti alls kostnaðarins i kaup til verkamanna vorra og bænda. Þetta ætti að vera öllum verkamönnum hið mesta hagræði, og þá ekki siður konum þeirra og börnum. 10. Járnbrantin skapar ný skil- yröi fyrir stórræktun og búskap í stærri stil en nokkurn tíma hefir þekst hér áður. — En það er mesti þyrnir i augum aftur- haldsmannanna. 11. Járnbrautin gagnar meira og minna beinlínis um 40,000 allra landsmanna, og skapar innlendan mark- að fyrir fjölda af vörum, sem vér áður höfum orðið að kaupa frá útlöndum. 12. Járnbrautin gerir austan- bændur samkeppnisfæra við erlenda keppinauta þeirra á útlendum mörkuðum allan ársins hring. 13. Járnbrautin minkar fólks- strauminn úr sveitunum, sem er orðið eitt mesta vandamál allra hugsandi manna þjóðarinnar.

x

Brautin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.