Brautin


Brautin - 19.04.1929, Blaðsíða 2

Brautin - 19.04.1929, Blaðsíða 2
2 BRAUTIN íaaoðooðCHMSHMNttooasooððoa BRAUTIN kemur út á föstudögum. — O Mánaðargjald fyrir fasta á- 0 skrifendur er 60 aura; einstðk O blöö kosta 15 aura. AFGREIÐSLA blaSsins er á 5 Lokastig í 9, j5 uppi. — Opin ki. 6—7 daglega. 5 oooooooooooooooooooooooo 14. Járnbrantin hjálpar til aö auka beilbrigði þjóðarinnar, með því að gera miklum hluta hennar fært að fá hollar, nýjar, ódýrar inn- lendar neysluvörnr, í stað erlendra óhollra gerfíafurða og niðursuðuvarnings. 15. Járnbrautin eykur þjóðinni kraft og trú á mátt sinn og megin, eins og öll stór- mál, sem þurfa þjóðar- framtak og þjóðarsamtök, til að komast I framkvæmd. 16. Járnbrautin skapar uppliaf að rýju framfaratimabili i sögu þjoðarinnar, á sviði sam- gön.umálanna, sem aldrei héfir enn átt sinn lika hér á landi. Stóru máliti og þjódar- g-æíait. íslendingar eru sagðir komnir af hinum göfugustu ættum í Noregi. Margir þeirra rembast við að rekja ættir sfnar til göfugustu fornmanna, og spara þá hvorki orðagjálfnr né mærðarvaðal um kosti þeirra og manndóm. Væri nú ekki rélt að vér hættum alveg þessu barnalega fleipri nm ættgöfgi og mann- gildi forfeðra vorra, sem er oss þvi meir til háðungar, þvi auð- viröilegri sem vér sjálfír ernm, en snerum oss af krafti að þvi, að reyna að vera einhverjir manndómsmenn sjálfir. Hættum að miklast af hreysti Gunnars á Hlíðarenda, og hafa ekki sjálfir kjark til að hindra anðn og fátækt þess héraðs, sem ól hann. Hættum að mikiast af höfð- ingslund og drengskap forfeðra vorra, en svikja sjálfir hvert stórmál, þegar fé eða vegtyllur eru í boði. Hættum að hrósa okkur af víkingskrafti forfeðranna, en skjálfa sjálfir af ragmensku og bleyðiskap, ef að verja á fáum miljónum króna til járnbrautar- lagniugar, sem skapar þjóðinni ómetanlega framfaramöguleika. Hættum að snúa augunum þús- und ár aftur í timann til að grafa upp það litla gull, sem þá fólst með þjóðinni, snúum hug vorum og augum þúsund ár fram i tim- ann til að skapa það gull, sem þá má að gagni koma. Stóru málin eru prófsteinn á manudóm þjóðauua. Leggi þær einhuga alla krafta sina fram til sigurs þeirra, eru þær á braut frægðar og fram- fara. Sviki þær þau af leti og dáð- leysi eru þær á hnignunarbraut. Járnbrautarmálið er einn próf- steinninn á manndóm og kjark þjóðarinnar. Hafi þjóðin manndáð i sér til að koma því fram þegar i stað, er vel farið. því það er þjóðargæfa að fylgja stóru mál- unum öttullega fram til sigurs. J. Sig. JF'réttir. Jafnadarmennirnir og lijúkruiiarkonnrnar. — Jafnaðarmenn heimtuðu i vetur 57% hækkun á kaupi sjómanna. þegar útgerðarmenn vildu ekki greiða kaupið, stöðvuðu þeir allan togarafiotann um lengri tíma. Loks náðist samkomulag með þvf, að forsætisraðherra gæfi eftir innheimtu á tekju- skattsauka, sem mundi hafa numið um 500 þús. króna. I*etta gera jafnaðarmenn til að hækka kaup sjómanna vorra og er ekkert við þvi að segja nema gott. f*eir eiga skilið alt það kaup, sem hægt er að borga. En hvernig ferst svo þessum sömu jafnaðarmönnum við hjúkrunarkonurnar. Dómsmálaráðherra lækkaði kaup þeirra alt í einu í vetur um 33°/o til 40#/o. Þessi lækkun á kaupi einna lægst launuðu starfsmanna ríkisins er með öllu ósæmileg og ranglát, ef það er rétt, að kanp annara eigi að hækka um 57%. Hér mátti þvi vænta, að jafn- aðarmenn tækju fast i tauminn, enda var þeim það i lófa lagið, þar sem ailir vita, að dóms- málaráðherra er ekki annað en lítill sprellikarl i þeirra hönd- um, sem þeir geta látið gera alt, sem þeim þóknast. En hvernig fór. Jafnaðarmenn gerðu ekkert. Þeir horfflu róiegir á ráflherrann framkvæma einhverja þá níðingslegustu kauplækkun og mestu, sem frem hefir farið á 8iðustu árurn. Og það lækknn hjá fátækum og umkomulitlum konum, sem hafa hin allra vandasömustu störf á hendi. Jafnaðarmennirnir þögðn allir sem einn maður, þeir sviku hugsjón sina og stefnu með köldu blóöi. Þvi hvaða jöfnuður er í því að vilja hækka kaup hjá eiuuri vellaunaðri stétt um 57%, en lækka bjá annari, sem mikið verri kjör hefir um 33 til 40%. Slíkt getur aldrei jöfnuð skapað, slíkt framferði eru beiu svik við hugsjón jafnaðarstefnunnar. En það er gott að hafa jafn- aðarstefnuna að skjálkaskjóli til valdasóknar, en svíkja svo alt þegar umkomnlilið fólk á í hlut. Slikt er atferli allra lítilmenna. Eldhúsdacsumræður hafa uú staðið i fleiri daga. Ræður langar og nokkur hiti i um- ræðum. Aðalárásum hefir verið beint gegn dómsmálaráðherra. Rétt væri að þingmenn reyndn að semja ræður sínar sem stystar og gagnorðastar. Mjög langar ræður draga úr áhrifum þeirra og þreyta jafnt ræðumann sem áheyrendur; gagn þeirra því vafasamt. Endurtekningar i ræð- nm mega helst ekki koma fyrir, en flytja skal hvern kafia með áhuga og krafti, og svo ítarlega saminn og gerhngsaðan að ekki þurfi aftur á að minnast, nema andsvör hrófli við aðalgrund- velli efnisbyggingar. Menn mega aldrei halda þingræður til að láta dáðst að sjálfum sér, andagift sinni og fögrum rómi, því slíkt verkar broslega á á- heyrendur og gerir alvörumálin hlægileg, og sist mega menn halda þingræður til að svala persónulegri reiði sinni eða hefnigirni, hatri og mannskemd- arfýsn. Þingmenn verða að skilja það að ræður þeirra skulu að eins fluttar vegna málanna sjálfra, en ekki vegna þeirra sjálíra. Þineveisla. Þingmenn héldu þingveislu siðastliðinn laugardag. Gengur sú saga um bæinn, að allfast hafi verið drukkið og lítt gætt hófs i þvi hjá sumum þing- manna. Það er ilt til afspuruar, ef satt er, að þeir fulltrúar, sem seija hin hörðustu refsi-ákvæði til að sporua við áfengisnautn og of- drykkju þjóðarinnar, skuli hafa svo litla stjórn á sér, að þeir geti ekki setið þingveislur ár eftir ár, án þess að hneyxlis- sögur og þær maguaðar, gangi manna á milli, eftir hvert slikt hóf. Virðist lítil alvara fylgja bannlöggjöf slikra fulltrúa. Og sist mun slík framkoma auka virðingu þeirra meðal þjóðar- innar, eða trú á því að hér fylgi hugur máli. Brautin mun að þessu sinni ekki frekar minnast á þetta mál, en komi slíkt oftar fyrir mun reynt að finná það ráð við sem dugar. Því meðan þingmenn sitja á þingi voru, verður að heimta að þeir hagi sér eins og þingmenn °g gangi helst á tveimur fótum en ekki á fjórum. Dómsmálarádlierra. — Brautin vill helst ekki deila per- sónulega á menn og litt minn- ast á það, sem sagt er um menn persónulega í hita eða reiði. ■— En svo má langt ganga í slík- nm ummælum, aö rangt er að þegja alveg við þvi, einkum ef viðkomandi maður hefir mjög bæði jakkaföt og Ma- trosaföt. Hvitar Marchetskyrtur, Flibbar, Slaufur. t fermlngarkjóla: Hvítt Crepe de Chine. Silkiundirtan og annað, sem til fermingar þarf. Ljómandi fallegt úrval bjá s. Austurstræti 14. (Beint á móli Landsbank- anum). — 8imi 1887. 0!0!0 mikilsvirta stöðu og áhrifamikla. Ein ummæli eru það, sem höfð eru um dómsmálaráðherra af andstæðingum hans, hvað eftir annað, i blöðum og jafn- vel á þingi, sem eru svo niðr- andi að vér álítum að enginn ærukær maður ætti að liggja undir, að minsta kosti ekki eftir að hann hefir tekið við dóms- mála- og kenslumálaráðherra- embætti islensku þjóðarinnar. Þau ummæli, sem hér er átt við, eru oröin svo kunn öllum almenningi, að ekki þarf að nefna þau bér, enda svo ljót að ekki ættu að sjást á prenti um nokkurn mann. En nú vill Braulin skjóta því til stjórnarinnar og þingsins, að dómsmálaráðherra sé látinn þegar i stað hreinsa sig af þess- nm ummælum opinberlega eða leggja tafarlaust niður embætti sitt. Engin þjóð myndi Þ<>la slík ummæli um dómsmálaráðherra sinn. Hún myndi heimta að hann sannaði sakleysi sitt, en ef hann gæti það ekki, yrði hann óhjákvæmilega að fara frá. Fáfæku ekkjurnap. Hvað ætla þingmennirnir lengi að pfna fátæku ekkjurnar? Hve lengi þarf að rita um það sjálfsagða mannúðarmál, að þeim sé veittur styrkur til uppeldis hverju barni þeirra, meðan þau eru ung? Hvaða ánægju hafa þingmenn af því að vera að draga þetta nauðsynjamál á langinn? Hvað gaman er þeim að því að sjá böm ekknanna blóðlítil, föl og vesaldarleg vegna fjárskorts móðurinnar til að veita þeim bolt viðurværi og sæmileg húsa- kynni? í*vi á alt af að niðast mest á þeim, sem fátækastir eru, en ausa samvisknlaust fé úr ríkis- sjóði til þeirra, sem nóg eiga? Því á að svikja svo sæmcL

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.