Brautin


Brautin - 19.04.1929, Blaðsíða 4

Brautin - 19.04.1929, Blaðsíða 4
4 BRAUTIN Athugun. ísleudingar eru flestir mjög metnaðargjaruir og hörundsárir, álíta sig fullkomna, svo full- komna, oft og einatt að engra eudurbóta þurfl við. Þeir þola alls ekki að heyra sagðan um sig sannleikann, ef hann er ekki óblaudað hrós. Það kveður löngum við að íslendingar séu gáfuð, námfús, söngelsk þjóð, og að alþýðu- mentun bér sé í miklu betra lagi en í fjölda annara landa í Evrópu, og það sjálfsagt með réttu. Ea sé svo, hlýtur að vera sanngjarnt og réttmætt að gera hærri og meiri kröfur til fram- kvæmda og hreinlætis þeirra, en hinna, sem standa neðar. Auðvitað má segja að alþýða manna iáði ekki miklu um framkvæmdir einnar þjóðar. En það mun þó ekki alls- kostar rjett, því, ef alþjóð sér eitthvað slikt framferði með þjóð sinni, sem stafað getur af beint eða óbeint þjóðartjón, þá getur hún komið í veg fyrir það með einbeitni og samtökum. Og væri slikt ekki vanþörf í mörg- um tilfellum hér. T. d. hér í Reykjavík, er ekki hægt að líta svo út um glugga í ibúðarhúsum að ekki verði vart við vanrækslu. Og komi maður út fyrir húsdyr í þurka- tið og dálítið hvessir fyllast öll skilningarvit af moldroki. I*etta er hrylliiegt f þessu »mentunarauðuga« landi. Það er hryllilegt að eugar róttækar ráðstafanir séu gerðar til að hindra slfkt, þegar heilbrigði margra þúsunda manna er i veði, fyrir helbert hirðuleysi og vanrækslu ráðandi manna. En fyrst þeir láta sig ekki skifta að neinu mál þetta, ættu borgarar bæjarins að gangast fyrir að farið verði með vatns- plóg um göturnar á þurka- tímum. Oft er kvartað undan að Suð- urland sé óþurkasamt og það með léttu, en það er nærri þakkarvert, þvi þegar rignir er þó hverjum einum óhætt að anda rólega, án þess að lungun fyllist af ryki og óþverra. Það væri iika sjáltsagt heil- brigðara að l.lendingar reyndu að opna augun fyrir göllum sinum og sinnar þjóðar og reyna að bæta þá, heldur en að næla sig f það, að þeir séu öðrum þjóðum æðri og meiri. NiðinsYegrk Dina á íslendingum. Eins og kunnugt er 5 afa Grænlandsmálin verið Iengi á dagskrá bjá þjóðinni. Hefír þvf verið haldið fram af öllum merkustu mönnum að íslendingar hafl fundið Græn- land og bygt það fyrstir manna. Þó er nú svo komið, fyrir ráðriki og ódrengskap Dana, að vjer sem að réttu eigum landið og fyrstir höfum bygt það, meg- um ekki þar á land stiga eöa nokkurt not af landinu hafa, hve fegnir sem vér viljum. Slíkur niðingsskapur Dana gagnvart fslendingum er þeim til ævarandi minkunar og smánar. Sýaa þeir oss þennan- yfir- gang og ranglæti af þvi vér erum smá þjóð, sem eigum fáa vini meðal stórþjóðanna og þvi erfítt að fá stuðning þeirra til að ná iétti vorum. Ef vér værum stórþjóð hefðu Danir aldrei leyft sér slikt fram- ferði, þá hefðu þeir sleikt sig npp við okkur og talið sjálf- sagt að vér hefðum full not af þeim löndum, sem vér fyrstir manna höfum fundið og bygt. Sendiherra vor hjá Dónum, þessi 60 þúsund króna vinnu- maður, hefir að því er kunnugt er ekki neitt gert til þess að fá Dani til að leiðrétta þetta rang- læti gagnvart oss. Hans aðalstarf hefði átt aö vera að ganga að þvi með oildi og egg að heimta GrænUnd strax opnað fyrir hinum réttu eigendum landsins, eftir þvf sem þörf þeirra krefur. f staö þess gerir hann ekkert í þessu máli. En situr vei/lur og sumbl, fímbulfambar um velvilja Dana f vorn garð, og hið ágæta samband land- anna og reynir að láta Iíta svo út, að alt sé i himnalagi og vér megum vera Dönum þakklátir fyrir alt, jafnvei að fá þá ánægju að mega afsala þeim fuliu jafn- rétti yfír öllum gögnum og gæðum landsins fyrir fullveldis- gyllinguna dásamlegu! Niðingsverk Dana, að hindra oss frá að stfga fæti á jörð feðra vorra á Grœnlandi, á að verða öllum þjóðum kunnugt. Það á að verða Dönum til smánar og svívirðingar að níð- ast á þeim sem minni máttar eru, jafnvel þó það séu bara fsiendingar. Smáregi8. Óhreinskilni og tvöfeldni má hiklaust telja verstu pólitískn syndirnar — mætti segja, glæpina. Árangur mála er kominu nndir því, að þeir, sem með þau fara, sýni trúmensku við hugsjónir, bugsjónir, sem eru svo skýrlega afmarkaðar orðnar og samgrónar skilningi þeirra og hjarta, að þær eru orðnar þeirra annað eðli. Verði hug- sjónir óskýrar i hugum manna og trúmenskau við þær kvikul, verður afleiðingin óstjórn og ósigur. (Times Weehly 1921). Fögur list verður til, þegar hönd, höfuð og hjarta manns- ins verða samtaka. J. Rurkin. Náttúran er aldrei skýrt af- mörkuð en þó aldrei sviplaus; hún er ávalt leyndardómsfull, en ávalt stórauðug. Þú sérð ávalt eitthvað, en þú sérð aldrei alt. J. Ruskin. Verið eigi illgjarn í garð nokkurs manns, berið bróður- hug í brjósti til allra manna, verið staðfastir í því sem rétt er. Lincoln. Prentsmiðjan Gutenberg. 154 hann væri að setja í sig hörku, til þess að geta kannast við vanmátt sinn. — Eg vildi óska að við gætum gift okkur þegar i stað! En þvi íniður sé eg engin úrræði til þess að svo komnu. Tvö árin verð eg að vera enn á sjúkrahúsinu, og að því loknu er um að gera að skapa sér sjálfstæða stöðu sem læknir. Þar að auki hvíla á mér námskuldir. Hann tók sér ákaflega nærri, að verða að játa fátækt sína. Það var i algerri mótsögn við sjálfstraust hans, að ekkert skyldi skorla annað en peninga til þess að vera fær um að stofna heimili, þótt hann væri nú upp á sitt hið besta, og unnustan væri honurn vis. Hann hataði peninga og það vald sem í þeim var fólgið, þar sem honum voru altof kunn lam- andi áhrif þeirra, og leiddi í huga sér, hve mörgum sá þrösk- uldur var í vegi, líkt og honum sjálfum. Hún lagði hönd sína á hans hönd, brosti við honum, og i brosinu var falin hughrcysting. — Við eigum nú hvort annað til að byrja með. Er ekki full sæla i því einu fólgin að vita, að við eigum hvort annað? — Það getur verið fullnóg um stundarsakir, en brátt vaknar þráin eftir meiru, mælti hann þungbúinn, og tók þétt i hönd henni, er nú var mjúk og lipur eftir að starfinu hafði verið af henni létt. — Við þurfum ekki að bíða svo lengi, kastaði hún fram. Hann þagði við, og grunaði, hvað hún mundi segja. — Faðir minn er auðugur, og gefur mér alt, sem eg bið hann um. — Þegar þú ert orðin min kona, þá er það eg, sem þú átt 155 að sækja til alt, er þú þarfnast, svaraði hann með áherslu og sjálfsþótta, og kysti á hönd henni með þeim ákafa, er bar vott um drotnandann, sem tilbiðjandann. — Faðir minn mundi fúslega greiða skuld þína og leggja okkur vissa upphæð árlega, mælti hún feimnislega, af þvi að hana grunaði, að slíkt mundi ekki falla honum vel í geð. — Þegar þú mælir svo, gæti eg nærri trúað því, að þú þektir mig ekki. Hún roðnaði, svo sein hún ineð þessu hefði orðið fyrir á- vjtum. — Mér er ekki þaniV veg farið, að eg gæti lifað af eign- um konu minnar og enn siður af eignum tengdaföður mins. Hvað henni þótti vænt um þetta karlmannlega sjálfstæði hans. En engu að síður fanst henni þó hann vera nokkuð þrár, að vilja ekki líta hlutlaust á málið. — Þegar við erum gift, eigum við alt í félagi. Hverju skiftir það þá, hvað mikið eða Iítið hvort okkar leggur lil húsins? svaraði hún. — Við gerum kaúpmála, er við giftumst, þann veg, að alt sem þú ált eða munt eignast verður þín eign. — En hví þá það, Vilhelm, spurði hún í bænarróm. — Af því að eg vil svo vera láta. Hann hafði lagl handlegginn á hné henni, þar sem hann sat lægra en hún á klettastallinum. Hún fann, hve vöðvarnir herptust saman, er hann krepli hnefann ósjálfrátt. Hana grunaði, hvað hann væri um að hugsa, og hcnni varð þungt fyrir brjósti. Mjúklega lagði hún hönd sina á kreptan hnefa lians, og strauk blíðlega um hana, til þess að

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.