Brautin


Brautin - 26.04.1929, Blaðsíða 2

Brautin - 26.04.1929, Blaðsíða 2
2 BRAUTIN SQBflHSHSHSHSHCHSHMHSHCHMHMflHSHSHSHSð DRAUTIN | kemur út & fðstudðgum. — MánaCargjald fyrir fasta á- akrifendur er 50 aura; einstðk blðO kosta 15 aura. AFGREIÐSLA b 1 a 6 s i n s er & Lokasttg 19, uppi. — Opin kl. 5—7 daglega. QflHSIflHSHSHMHCHSHSHMHSHSHSHSHSflHSHSHSHðÍ Melroses Tea er best. Heildsolubirgðir hjá Johnsen & Kaabev. nm alveg lausum við öll óþrif, tumar efnaðri konur svo óþrifn- ar, að þær gæta ekki þess, að halda lúsinni frá heimilum sin- nm eða útrýma henni algjörlega, ef svo ber við, að hún heflr bor- ist inn á heimilið. í*ó er það auðskilið að fá- tækara fólk heflr oft erfiðari kringumstæður með að halda börnnm sfnum frá óþrifnaði einkum ef börnin ern mörg, en konan ein um heimilisstörf og ank þess litið af nærklæðnaði til skifta. Pessar ástæður koma jafnt til greina 1 bæjnm sem sveitnm. Nú vill Brantin biðja konnr að sameina sig um að reyna að útrýma lúsinni. Hún vill mælast til þess, að öll kvenfélög á landinu taki mál þetta til yfirvegnnar og reyni að koma fram með þær ráðstafanir, sem helst gætu dngað. Brautin heflr hngsað sér að kvenfélögin gengnst fyrir þvi að lúsaskoðun á öllum börnum færi fram einu sinni eða tvis- var á ári. Þau börn, sem hefðu lús á sér, væru rækilega hreinsnð. Og heimili þau, sem slik börn væru frá, væru einnig rannsöknð og hreinsuð og sett undir sérstakt þrifnaðareftirlit. Rikið ætti að styrkja kvenfé- lögin með dálitlu fjárframlagi, svo þau gætu staðist þann kostn- að, sem af þessu leiddi. Þó hann yrði nokkur i fyrstu, mundi hann smátt og smátt minka.Og slíkt tillag mundi beinlinis verða þjóðinni gróði. Ekki er það meiningin að það eigi að fara hranalega að fólki eða með háði og spéi, þó ó- þrifnaður sé á börnum sumra heimila, en reynt sé með for- tölum og lenopni að sýna því fram á að lúsin sé skaðleg og viðbjóðsleg og verði allstaðar talin íslenskum konum til van- virðn, ef hún heldur áfram að vera útbreidd. Islenskar konnr eru flestar svo þroskaðar og vel innrættar að þær vilja nokknð á sig leggja til þess að auka sæmd Islands inn á við og út á við, eftir þvi sem þær sjá sér fært; það er því full ástæða til að ætta, að þær taki þvi vel að vinna i sameiningu að þvi, að álit manna á landi og þjóð vaxi, með því að auka þrifnað vorn i öllum greinum. Það er auðvitað ekki hægt að útrýma lúsinni með öllu, nema á mjög löngum tima og með mikilli fyrirhöfn. Búast má jafnvel við að einstaka heimili taki þetta óstint upp. En þegar þarft verk er nm að ræða, má það engan hindra frá að gera það sem rélt er. Þrifin börn, þrifín heimili, það er ósk flestra mæðra. Ea það er ekki nóg að óska, það verð- nr lika að starfa. Kvenfélögin hafa enn ekki sint þrifnaðarmálum eins vel og þört er á. Brautin vill biðja þau aðgefa þeim frekari gaum, ef þau sjá sér það fært og einkum hvetja þau til að reyna að hefja hart útrýmingarstrið gegu islenska lúsaóþrifnaðinnm, jafnt i bæjum sem til sveita. ilmennur kvennafundur. Almennur kvennafundur um styrki til ekkna og annara bág- staddra mæðra, var haldinn í Nýja Bió siðastliðinn sunnudag. Fundarboðendur var nefnd skipuð 22 konnm, fulltrúum frá nær öllum kvenfélögum hér i bæ. Frú Lanfey Vilhjálmsdóttir setti fundinn og skýrði frá til- gangi hans. Þá lék Tríó Nýja Bió: Ó, guð vors lands, o. fl. lög. Þvi næst hóf frk. Lanfey Valdimarsdóttir form. nefndarinnar nmræður. Sagði frk. að þessi fundur væri boðaður til þess einknm, að kynna konnm málið og kvetja þær til, að gefa yfirlit yfir hag ekkna hér i bæ, sem hún von- aði að allir hlutaðeigendnr létu þeim fúslega i té. Þær upplýsingar væru nauð- synlegar tíl þess, að hægt væri að rökstyðja fyllilega kröfur kvenna í þessu máli, og hægt væri að senda frumvarp inn á þing. En slíkan undirbúning hefðu þær þegar hafið út um land og fengið skýrslur úr flest- um kauplúnum og nokkrum sveitum. Sagði frk. að þar, sem safnað hefði verið skýrslum í öðrum löndum, væri sannað, að ekkjur væru heilsuminni og skammlifari en gerðist alment. En menning íslands væri undir Garðblómarækt. Öllum til mikillar ðnægju hefir garðblómarækt hér i bæ tekið miklum framförum nú á undanförnum árum; hefir paö verið aðallega að þakka fram- takssemi einstakra manna og félaga, sem hafa beitt sér fyrir að kenna börnunum þennan göfuga starfa. Til pess nú að gera vinnuna sem léttasta og að ná sem bestum árangri, er fyrsta skilýröi að hafa gott og hentugt verkfæri — vegna alis pessa — höfum viö fengið miklar og fjölbreyttar birgöir af allskonar garöyrkjuöhöld- um bæði fyrir börn og full- orðna, t. d. Plöntuskeiðar, Plöotugaffla, Skóflur allskon- ar, Hrifur, Arfagref, Arfaklór- ur, margskonar, Skurðjárn, Ristuspaða, Jarðeplaskóflur, Kvislar m. mjóum og breið- um álmum, Höggkvislar, Garð- könnur stórar, Blómsturkönu- ur, Skurðskóflur, Hakar o. fl. o. fl. — Veröiö er sanngjarnt — varan góð. — Spursmálslaust er best að versla í Járnvörudelld Jes Zimsen kynstofninum komið og væri því sjálfsögð nauðsyn að hlú vel að honum. Frk. Inga Lárusdóttir tók næst til máls. Las hún upp yfirlit yflr gerðir nefndarinnar. Kvað nefndina hafa skrifað og sent skýrsluform f allar sýslur lands- ins, og befðu verið komnar 205 skýrslur útfyltar úr 14 sýslum — er yfirlitið var tekið — um hag ekkna, barnafjölda, dauða- orsakir mannsins o. fl. Sýndi sig á þeim skýrslum, að af þessum 205 konum voru 59 mæður óskilgetinna barna, en af þeim aðeins 29, sem íengu styrk frá barnsföður. Benti frk. á, hvilik vandræði það væri, hvað feðrum væri Iétt að svikjast frá skyldum sinum. 13 konur unnu fyrir heiisulausum mönn- um, nokkrar voru yflrgefnar af mönnum sinum og fráskildar en hitt ekkjur. Tölur þessar gefa ekki neitt raunverulegt yfirlit yfir ástandið, þar sem órannsakað er enn i stærsta og fjölmennasta staðn- um, þar sem flestar ekkjurnar búa, sem er Rvík. Þá talaði frú Aðalbjörg Sig- urðardóttir vel og skörulega. Benti frúin á þörfina til að kon- ur sameinuðu sig til opinberrar starfsemi. Það væri marg sýnt og sannað, að konan fórnaði sér titt fyrir börn sin og heimili, þá hlyti það að vera ómetan- legt fyrir þjóðfélagið að fá slika krafta i þjónustu sina. Frú Brfet Bjarnhéðinsdóttir talaði þar næst. Sagði hörmung til þess að vita, hvað oft þyrfti að sundra heimilum góðra og dugandi ekkna vegna þess, að þær megnuðu ekki að vinna fyrir börnum sinum, og fengju þær sveitastyrk, þá mistu þær réttindi sln i þjóðfélaginu. Að lokum töluðu frúrnar Jón- ina Jónatansd. og Guðrún Lár- usdóttir. Fóru ræður þeirra að mestu i sömu átt. Lýstu hversu illa hafði verið farið með ekkj- ur og munaðarleysingja, af ó- vönduðum sveitarstjórnum fyr á tlmum, börnin hrifsuð frá ekkjunum og eigurnar teknar og Iátnar ganga sem meðlag ineft börnunum iyrst i stað. En ekkj- an skilin blásnauð eftir. Rétt fyrir fundarlokin voru bornar upp eftirfarandi tillögur, sem samþyktar voru i einu hljóði: 1. Fundurinn lýsir ánægju sinni yfír þeirri starfsemi, sem þegar er hafín til að rétta hluta ekkna og ann- ara bágstaddra mæðra og telur brýna nauðsyn á lög- gjöf um bætur á hag þeirra. Heita fundarkonur þessu máli eindregnu fylgi sínu og skora á aðrar konur að styðja það. 2. Fundurinn væntir þess af Mæðrastyrksnefndinni, að hún undirbúi frumvarp um styrkveitingar til slikra kvenna, annað hvort meft tryggingum eða af almanna- fé, og sjái um að það verði lagt fyrir næsta þing. 3. Fundurinn mótmælir því aft heimilum sé sundrað vegna fátækraflutnings og skorar á Alþingi að breyta svo fá- tækralögunum, að slíkt geti ekki átt sér stað. (Greinargerð /grir 3. tillögu. Sá tviskinnungur er i núgild- andi fátækralögum, að bannaft er að taka börn frá mæðrum (eða foreldrum) á móti vilja þeirra, en hinsvegar er hrepp- unum sett í sjálfsvald að neita að veita þeim styrk séu þær ekki fluttar og geta þeir þannig svelt þær út og fengið þær lil að láta börnin, þvi sjaldgæft raun að sama heimilið geti tekið að sér móður og fleiri börn en eitt). Eins og kunnugt er, er það Kvenréttindafélagið, sem gengisl hefir fyrir framkvæmdum i þessu máli.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.