Brautin


Brautin - 03.05.1929, Qupperneq 1

Brautin - 03.05.1929, Qupperneq 1
Ritstjórar: Sigurbjörg Þorláksdóttir. Sími 1385. Marta Einarsdóttir. Sími 571. Brautin Útgefendur: Nokkrar konur í Reykjavík. Simi: 491. Afgreiðslan er á Lokastfg 19. Sími 1385. 1. árgangur. Frægust af öllum tillögum, sem fram bafa komið hér á landi siðustu árin, er tillaga Brautarinnar í kjördæmaskip- unarmálinu. Eins og allar frumlegar tillög- ur í stórmálum, sem breyta eiga gömlu og ranglátu fyrirkomu- lagi og koma í þess stað á nýju og ijettlátu fyrirkomulagi, hetir hún mætt megnustu andúð allra svörtustu aflui haldssinna. Karlmennirnir finna hvert stefnir fyrir Brautinni ogþeir ótt- ast áhrif hennar. t*eir vita að Brautin fer ekki dult með það, að hún vill hefja islenskar konur lil vegs og valda að jöfnu við karlmenninu. Hún vill heimta mikið af konunum. Hún vill auka ment- un þeirra sem mest og best. Hún vill víkka sjóndeildarhring þeirra svo, aö þær fái lönguntil að líta dálítið út um heimilis- skjáinn og forvitnast um at- hafnir og framkvæmdir karl- mannanna á þjóðarheimilinu. Hún vill að þær verði góðar og götugar eiginkonur. Vitrar og sjálfstæðar mæður. Hún vill að ógiftu konurnar setji sér háleitt og göfugt takmark að vinna fyr- ir, eftir því sem gáfur þeirra og hæfileikum hentar. En framar öliu öðru viil hún að allar konur setji sér það mikla og volduga takmark að berjast fyrir siðferðisþroska þjóð- arinnar í opinberum máium og hjálpa lil að skipa mannúðar- málunum í öndvegissess á lög- gjafarsamkomu þjóðarinnar. Kjörorðin í stjórnmálabaráttu kvenna má einkenna með þess- um tveim orðum: mannúð og siðgöfgi. Hingað til hefir stjórnmóla- baráttan aðallega staðið um hin lægri og óæðri takmörk mann- anna, hún hefir verið baráttan íyrir munn og maga, baráttan um efnalega afkomu þjóðarinn- ar. Nú kemnr Brautin með nýtt og æðra stjórnmálatakmark. Að- almarkmið hennar er að gera íslendinga að betri mönnutn. Aúka siðferðisþrek þeirra og mannkosli. Láta þá finna til með öllum, sem bágt eiga og hjálpar þurfa. Láta þá skilja það, að aðalatriðið er ekki að Föstudaginn 3. maí 1929. 43. tölublað. 9 © Tilkynning. Pað heíir orðið að samkomulagi milli Ölgerð- arinnar Egill Skallagrímsson og Félags ís- lenskra matvörukaupmanna, að útsöluverð á öli í smásölu verði sem hér segir: Maltextraktöl flaska 55 aura innihald. Pilsnir — — 45 — — Bajersktöl — — 45 — — Reykjavík, 1. maí 1929. • • 01g*erðin Eg*ill Skallagrímsson. © © © © íslendingar verði rík þjóð, þó það geti að raörgu leyli verið gott. Aðalatriðið er ekki að vér þrælum eins og púlshestar að því, að raka sarnan miljónum til þess að gela svo lifað í sukki og sællífi á eftir. Slíkt er fjarri stjórninálastefnu Brautarinnar. Henni þykir að vísu mikils um vert að efnaleg afkoma þjóðariunar sésem best, en það er ekki aðalatriðið fyrir henni. Ef íslendingar ekki taka einnig andlegum þroska, sið- ferðislegum þioska, er að henn- ar átiti til einskis barist. Fessvegna vill hún fá kven- fólkið fram á stjórnmálasviðið. Ekki til þess að taka upp lesti karlmannanna, að skamm- ast og rífast, Ijúga og niða hvern annan, svíkja hverja hugsjón og hvert mál fyrir auðvirðdeg stundarþægindi. Heldur til þess að vinna með þeim í einlægni og alvöru að því að göfga og fegra alt stjórnmálalif vort og gera það að fyrirmynd fyrir allar aðrar þjóðir. Hingað til hafa karlmenn enga trú haft á konunum eða vilfað meta hœfileika þeirra á nokkru sviði opinberra mála. Þeir hafa fyrirlitið þær bjaitanlega fyrir fá- visku þeirra og ósjálfstæöi, þeir hafa skipað þeim fyrir eins og skynlausum skepnum. Peir hafa smalað þeim eins og meinlaus- um sauðfénaði rétt fyrir kosn- ingarnar, til þess að lá a þær gieiða atkvæði eftir þvi sem þeir hafa viljað og hlegið svo að þeim á eftir, fyrir þekking- arleysi þeirra og dæmalausa auðsveipni. Pað má telja þeim trú um alt og fá þær til að gina við hvaða kosningabeitu sem er, þær nenna ekkert að hugsa og elckert að lesa. Þær líta jafnvel upp til manna, sem standa þeim langtum neðar að mannkostum og gáfum, bara af þvi þeir eru karlmenn en þær kvenmenn. Feir láta sífelt klingja í eyr- um þeirra hina heimskulegustu og svívirðilegustu afturhalds- kenningu, sem heimurinn á: Að konur megi ekki skifta sér af opinberum málum, af því þær eigi að vera góðar mæður og hugsa einungis um heimilið. En hvernig geta það verið góð- ar mæður, sem ekkert vilja sinna þeim málum, sem þjóðar- heildinni varðar mest? Hvernig geta það orðið sjálf- stæðar manneskjnr, sera ekkert vilja hugsa og ekkert vilja fræð- ast? Stjórnmálin grípa meira og minna inn i alt heimilislíf maniia. Hjónabandið sjálft er stjórnmál. Meðferð barnsins eftir fæðinguna er stjórnmál. Hvaða trú barnið á að taka er stjórnmál. Hvað barnið. á að læra er stjórnmál. Hús- næði heimilisins, þrifnaður þess og heimilisbragur er stjórnmál. Afkoma þess, ef maðuiinn sýk- ist eða deyr er stjórnmál. Með- ferð barnanna, ef foreldrarnir geta ekki staðið straum afþeim eða deyja, er stjórnmál. Staða konunnar á heimilinu er stjórnmal. Meðferð unglings- ins, læidómur hans og hátterni, eftir að hann fer út af heimil- inu, er stjórnmál. Jafnvel hvaða nafn barnið skal fá er stjórn- mál. Svona mætti halda áfram að telja upp í það óendanlega. Al- staðar grípur það opinbera inn. t*ó koma heimskustu og aftur- haldssömustu karlmennirnir og segja við viti gæddar, siðferðis- sterkar konur: Fið megið ekki skifta ykkur af stjórnmálum. Og heimskustu konurnar bergmála þetta eins og páfagaukar: Við megum ómögulega skifta okkur af stjórnmálum. Karlmennirnir banna okkur það. Þeir vilja alls ekki hafa það. Við megutn kjósa, og eigum auðvitað að nota kosningarréttinn, þegar þeir sraala okkur að kjörborðinu fyrir kosningar, en við megum bara ekkert hugsa um stjórn- mál. Þetta er auðveldast og fyrir- hafnarminst og svo dæmalaust skemtilegt. Frí bílferð. Jafnvel sóttar virðingarfyllst af sjálfum höfuðpaurunum. Það er svo sem ekki amalegt að hafa feng- ið kosningarréttinn. Á móti þessari kenningu rís Brautin upp með festu og ein- urð, hún segir: Ef sllkt á að vera hlutverk kvenna f opin- berum málum, væri betra að þær hefðu aldrei kosningarrétt fengið, því hann er þeim þá að- eins til háðungar og skammar. Með kosningarréttarveiting- nnni, befir ríkið lagt konum miklar og heilagar skyldur á herðar, sem þeim ber að upp- fylla samviskusamlega. Þær eru meiri hluti íslenska ríkisins. Eftir framkomu þeirra í opinberum málum, fer velferð og heill rikisins, þær verða því að leggja allan kraft á að kynna sér sem best öll opinber mal og leggja þar það eitt til málanna, sem þjóðioni er gagn að. En þær þurfa meira. Þær verða til þess að fá þau völd, sem .þeim ber, að fá lögtrygða jafna aðstöðu við karlmenn á þingi þjóðarinnar. Til þess að koma því í fram- kvæmd hefir Brautin borið fram hina merku tillögu í kjördæma- skipunarmálinu: Öllu landinu skal skift í jafnstór tvfmennings- kjördæmi og skal annar þing- maður hvers kjördæmis jafnan vera kona. Petta er í fyrsta skifti, sem tilraun er gjörð til þess að

x

Brautin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.