Brautin


Brautin - 03.05.1929, Blaðsíða 2

Brautin - 03.05.1929, Blaðsíða 2
2 BRAUTIN \ g«ooacH«Mso<H5CH3aocfOoaí«too BRAUTIN ® kemnr út á föstndögnm. — O §Mánaðargjald fyrir fasta A- § skrifendnr er 60 aura; einstök O U blöð kosta 15 anra. § § AFGREIÐSLA blaSsins er á * O Lokastig i 9, § nppi. — Opin kl. 5—7 daglega. O » aoaaaaaaaaaaaaoaaaaaaaaí Vandlátar húsfreyjur kaupa Hjartaás- smjörlíkið. fjöldi hinna gáfuðustu, vitrustu og bestu kvenna á íslandi fái beina þátttöku í opinberri stjórn- málastarfsemi hér á landi. Á þingi íslendinga verða þá 21 kona og 21 karlmaður. Með því er konum trygð jöfn völd i öll- um opinberum málum jafnt við karlmenn. Pá er ekki neitt lengur til, sem heitir, að karlmennirnir skipi, en konurnar hlýði. Karl- ménnirnir verða að láta sér nægja jafna aðstöðu við kven- menn. Þau mál, sem kvenmenn vilja að fram skuli ganga fá þá ör- uggan og vissan stuðning á Alþingi. Konur fá smám samán allar helstu stöður til jafns við karl- menn. Umráð yfir öllum láns- stofnunum og rikissjóði til jafns við karlmenn. Hugsjónin mikla og göfuga jafnrétti þess veikara og sterk- ara heflr unnið sinn stærsta og veglegasta sigur. Konan á tvö heimili: Einka- beimilið og þjóðarheimilið. Hver góð kona vakir yfír sinu einka- heimili. Ef úlfúð og illindi koma npp á því, ef fer að bera á illu framferði og spillingu á því, reynir konan af öllum mætti að uppræta þetta sem fyrst og koma aftur á sátt og samlyndi og reyna að lækna alt sem miður fer. Hún veit, að ef heimilis- bragur versnar eða spillist, eyði- leggur það gæfu heimilisins og velferð. Og hún elskar það svo mikið, að hún er reiðubúin að leggja sig í líma til að halda þvi heilbrigðu og óspiltu. En konan á líka annað m aiQOiQDIQDIQDIQDll .... d.qT d qd qT d qt d qtd qTd qTo q?o qTd qTo o MILLENNIUM hveiti er best til bökunar. cTœsí RvarvQÍna. m Q DiQ DIQ DlQ DlQ DIQ OIQ Di Q D o qTo qTo qTo qTo qTo qTo qTo q Peysufatakápur, Sportkápur Ijósar uýupptekið. S.Jóhannesdóttir Austurstræti 14. — Sími 1887. (Beint á móti Landsbankanum). heimill, sem hún engn s'ður á að elska og fórna öllura sínum be8tu kröftum, eftlr þrí sem hún bezt getur. — Petta heimili er þjóðarheimilið. Ef spilling kemur upp á því, ef hatur og flokkadeilur 'magn- ast á því, ef lygi og svik eiga þar öruggan gróðrarreit, er það skylda konunnar að flýja ekki af hólmi, en taka baráttuna upp með einurð og festu, æsinga- laust, eh með því óbilandi sál- arþreki, að alt ljótt verði undan að láta. Petta er það, sem Brautin mun aldrei hætta að brýna fyrir íslenzku konunum. Pað er þetta, sem barátta bennar fyrst og fremst snýst um að vekja konurnar til umhugs- unar um skyldur þeirra, heiiag- ar skyldur þeirra, við þjóðar- heimilið. Brautin mun taka því rólega þó að hún fái hnútur og aðköst heimskra og vondra manna, fyrir baráttu sína. Peir, sem ekki þora að horf- ast í augu við óréttinn, lygina, hatrið, mannúðarleysið og spill- inguna á þjóðarheimilinu geta aldrei talist góðir menn eða konur, hversu vel sem þeim tekst að hlúa að einkahags- munum og sérgæðum síns litla einkaheimilis. Með stjórnmálastarfsemi kvenn- anna hefst nýr þáttur í stjórn- málalífi voru. Nýr siðferðiskraftur er að byrja að ryðja sér til rúms í hinu opinbera lífi. Konurnar finna í sér löngun- ina til að fórna sér fyrir það, sem má verða þjóðinni til mestrar gæfu og gengis. Pær hefja baráttuna fyrir þvi að lylta þjóðarheimilinu á æðra og göfugra stig siðferðis og menningar. Pær hafa trúna á að þeim muni takast það. Og allir góðir menn munu óska og vona að þær gangi ör- uggar og ódeigar út í bardag- ann og flýji aldrei af hólmi, hversn hörð, sem baráltan kann að verða. Hið merka danska blað »Poli- tiken« segir svo frá í ritsljórn- argrein 27. mars þ. á.: »Ef oss liefdi verið það ókunn- ugt áður, þá hefir þessi veiur fœrt oss heim sanninn um það, að þrátt fgrir alt eru járnbraut- irnar stöðugt aðal-máttarstoðin sem samgöngur vorar hvila ó«. Pannig farast hinu merka blaði orð. — Pegar veturinn kemur yfir Danmörku harður og snjóa- mikill, þegar bílarnir Hgg}a eins og hráviði hingað og þangað á vegunum og geta hvergi hreyft sig, þegar öll sund eru að lok- ast af fs og í öll skjól virðist fokið, er það eitt samgöngutæki, sem öllu bjargar, það er járn- brautin. Járnbrautirnar sumar ganga hindrunarlaust dag og nótt, aðrar stöðvast kanske í svip tima og tíma, þegar fann- kyngið er sem allra mest; en á skömmum tíma er búið að moka það mesta; snjóplógurinn bjálp- ar til, og aftur geta þær brunað áfram með hinn dýrmæta varn- ing og lífsbjörg mörg hundruð þúsund manna. Pað er von að danska blaöið hrópi þau ummæli til allrar þjóðarinnar dönsku »þrátt fyrir aoaoaaaaaaeaaaaaaaoaaaaa a a a Heidruðu húsmœdur! g § Munið að eins og að undan- ^ O förnu er og verður ávalt ódýrast « § og best að versla hjá §Verslun „ÖRNIN N“ g Grettisgötu 2 A — Sími 871. O aáaaaaaaaaaaaaaaaaooaaaa Stærst, best og ódýrast úrval af kjðlnm og sumarkápm Alt af nýtt með hverri skipsferð Fatabúöin - útbú. alt eru járnbrautirnar aðal- máttarstoðin«. — Sannleikurinn kemur í Ijós undir eins og nokkuð fer að ráði að safnast á vegina af snjó. »Bílarnir urðu að gefast upp«, segir á öðrum stað. Aðsóknin að járnbrautunum með flutninga varð svo afskapleg, að bæta varð stöðugt við vögnum. — Eldri vagnar, sem lengi höfðu staðið ónotaðir, voru teknir til notkunar. Bilaskrumararnir þögnuðu. Peir sáu, að bílarnir gátu verið góðir og þægilegir til snattferða sumarlangt og í góðum vetrum, en þegar vetrarharkan óx og nístingskaldir byljir huldu láðiö margra metra snjó, hamraniir, eins og íslenskir vetrarbyljir á heiðum uppi, þá varð ekkert úr þessum dvergatækjum, þau stóðu kyrr og yfir þá fenti, svo sem til að gera háðung þeirra sem mesta og eftirminnilrgasta. En þá kom samgöngu-jötuninn mikli, járnbrautin, sterk og kraft- mikil og braut sjer leið gegn- um Veðiið og fannfergið, rudd- ist fast um og hart, svo að alt varð undan að láta. Petla er það samgöngutæki, sem austanbændur hafa heimtað að fá síðustu 30 árin. petta er það samgöngutæki, sem þeir hafa trú á að gagn sje að og örugt muni reynast, þó harðni i veðri og byljirnir geysi á heiðinni. Petta er tækið, sem þingmenn austanbænda hefðu þegar átt að vera búnir að fá þing og þjóð til aö samþykkja að leggja, ef þeir hefðu verið manndóms- menn, en ekki skræfur einar og ómenni. Petta er samgöngu- tækið, sem sljórnin hefði barist með hnúum og hnefum fyrir að koma á, ef hún hefði ekki sauðarskapinn meðfæddan og yfirborðsbelginginn innihalds- lausa að kjölfestu í öllu sinu stjórnmálastarfi. Petta er samgöngutækið, sem framtið Suðurlandsundirlendis- ins byggist á. Pað landbúnaðar- svæði, sem er dýrmætasta eign allrar þjóðarinnar.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.