Brautin


Brautin - 03.05.1929, Blaðsíða 3

Brautin - 03.05.1929, Blaðsíða 3
BRAUTIN 3 \ Þeir timar munu koma, þó síðar verði, að menn munu sannfærast um verðmæti Suð- urlandsundirlendisins, og þá munu þeir óþökk hljóta, sem fastast stóðu móti þvi, að það fengi sem fyrst þá samgöngu- bót, sem því hentaði best. Ummæli »Politiken« sanna það, sem þegar heíir oft verið haldið fram hjer í blaðinu áður, að jarnbrautirnar eru lang- öruggustu tækin. Indverskar konur eftir Clausen trúboða. Mannfjöldi fyllir breiða veg- inn, sem liggur frá hinum fagra bæ, Simla, 8000 fet upp í hin yndislegu Himalayafjöll. Efnaðri Hindúarnir og nokkr- ir Evrópumenn hafa leigt sér vagna (»rikshaw«), sem fjórir burðarmenn draga. • Allir ætla upp til fjallanna til að sjá »The Sibby Fare«. Pað er vel þekt í Indlandi. Iunlendir menn kalla það »Mela«. Pað er Hindúahátið. Við ætlum líka — ásamt nokkrum trúboðum til »Mela«, til að sjá hátíðahöldin með eig- in augom. Vegurinn liggur igegn- um fagurt landslag. Neðan úr dalnum heyrist bjölluhljómur frá búpeningnum, sem er þar á beit. Djúpt niðri i dalnum rennur silfurtær á. Xllskonar söngfuglar, kunningjar frá Nor- egi syngja hér og þúsundir ann- ara fugla að auk. Veslings gauk- urinn er hér líka. Hann er álíka kvefaður eins og í Noregi. Brunatryggingar allskonar er hvergi betra að kaupa en hjá félaginu „Nye Danske“, sem stofnað var 1864. Umboðsmaður Sighvatur Bjarnason Amtmannsstíg 2. Fimm til sex kílómetra frá Simla hverfur manníjöldinn nið- ur í djúpan dal. Par eru ef til vill 50000 manns samankomnir. Pangað koma altaf þúsundir og þúsundir yflrgefa siaðiun eftir að hafa lokið eriudum sínum. Dalurinn er dimmur og skugga- legnr og það sem gerist niðri i dalnum þolir ekki dagsins ljós. Pað er veröldinni til skammar. Pað er Indlandi til skammar. »Mela« er ekkert annað en kvennasýning og sifeldar um- ræður og þrátt ura verð meðal hinna áhugasömu kaupenda. Hér eru konur, sem mörgum sinnum hafa áður verið leiddar á torgið og sem mörgum sinn- um hafa orðið að skifta um menn. Pær sitja hér hver i sinni girðingu eftir útliti, aldri og verðmæti. í einni girðinguuni sitja ung- ar stúlkur frá 12—20 ára ald- ri. í næstu frá 20—30 eða 35 ára og svo áfram. Flestar þessar konur eru mjög ljósar á höruud og margar mjög fagrar. Engiu kona í heitni er eins þolinmóð og sú indverska. Hún ber þjáningar sinar og kvalir með mestu rósemi. Stöku sinnum getur þolinmæðiu bilað, en hún er brátt tamin aftur anuaðhvort með spansreyrnum eða með að þola þau forlög að verða fyrirlitin hjákona. »The Sibby Fare« er stór viðburður í Norður-Indlandi. Það er talað um hana í blöðuoum löngu áður en hún byrjar. Enska stjórnin veitir henni athygli. Það hefir verið venja í mörg ár, að enski undirkonungurinn í Indlandi komi á þennan kvenna- markað, og frá sjónarmiði Hindúa er það álitin óbeinlínis viðurkenning á þvi, sem fer fram hér í þessnm skuggalega, dimma dal. Undirkonungurinn er nauð- beygður til þess. Hann tekur sér það að sjálfsögðu nærri. En Hin- dúarnir krefjast þess og friðiun verður að balda umfram alt. Sólin hnigur til viðar bak við hina hvössu fjallahnjúka í vestri. Veguriun er aftur þakiun fólki, sem streymir nú til Simla aftur. Margar konur eiga i dag að skifta um beimili og húsbónda. Sumum mun liða ver, öðrum betur, öllum illa. Þær ganga ef til vill fimm, sex skref á eftir nýja eigandanum og bera hinar þungu byrðar haus. Þær drjúpa höfði og sársauki lýsir sér i and- litunum. Það eru mörg endurbótalög samin í Indlandi til hjálpar indverska fólkinu. En það eru enn þá engin lög samin með það fyrir augum, að afmá þjáningar og vanvirðu hinna undirokuðu indversku kvenna. Enginn þorir að að semja slik lög. Hindúarn- ir vilja ekki láta segja sér að gera það, sem þeira ekki geðj- ast. Og konur sinar vilja þeir vera sjálfráðir með. Fréttir. jSumarskemtiferdir til útlanda og Eimskipafé. la»iö. — Þeim þjóðum sem af- skekt búa, er nauðsyu á að heim- sækja önnur lönd og aðrar þióð- ir, kynnast háttum manna, ment- un og list. Sjá fögur lönd, miklar borgir, sögustaði o. s. frv. Marga langar í slik ferðalög til fram- andi landa, og hálf öfunda þá, sem geta veitt sér slíkt. í öðrum löndum er gert mik- ið að því að útbúa hóptúra fyrir ferðafólk til helstu staða annara þjóða og reynt að gera ferðirnar sem allra ódýrastar og hentug- astar, svo fátækara fólkið geti einnig fengið að njóta ánægju \ 64 bauðst til að kosta nám hans. Slíkt hefði honum þótt varpa of fögru Ijósi á athafnir mínar. — Jú, það hefir hann gert. Sagði hann líka frá því, að hann haínaði boði minu? — Já. Af því getur þú væntanlega séð, hvað hann er afskap- lega þrár, þóttafullur og vanþakklátur. GeturCu furðað þig á, að mér er þvert um geð, að þú gangir að' eiga slíkan mann? * — Hann hlýtur að hafa — eða hyggur að hann hafi — einhverja ástæðu til að koma frani gagnvart þér, faðir minn, eins og hann hefir gert. — Ástæðu? Eðlilega þykist hann hafa ástæðu til þess. En sú ástæða er elcki samboðin honum. Hann getur ekki fyrir- gefið mér, að föður hans fór svo afleitlega úr hendi umsjón- in yfir eignum hans, að eg varð loks að kaupa Fallsta, til þess að hjálpa honum úr klípunni. Vera var orðin náföl, því að nú stóð viðkvæmasta um- ræðuefnið fyrir dyrum. Þau stóðu hvort gagnvart öðru, og hún horfði spvrjandi og með bæn í augum í andlit honum, er var einkar fritt, en aldrei hafði henni litist það jafn þungbúið og hörkulegt. — Vissir þú fyrirfram, að hlutabréfin mundu verða einkisvirði, faðir minn? spurði hún kviðafull og í lágum hljóðum. Það hefði verið honum hægðarleikur að sannfæra hana um sakleysi sitt, ef hann hefði i raun og veru verið sak- laus. Ef hann hefði hiklaust neitað, jafnvel þótt þeirri Guð hennar mömmu. 61 XXI. Það lýsti vel skapgerð Antons Gjssler, með hans eirðar- lausu starfsþrá, að hann hvíldist best á því að ferðast. Sjald- an var það þó, og varla nokkru sinni, að hann tæki sér ferð á hendur eingöngu sér til skemtunar. Til þess að ferðin yrði honum til verulegs léttis, varð hann að hafa ákveðið mark fyrir augum. Þessvegna var það, að hann sótti af og til á i'und Veru, meðan hún dvaldi i hressingarhælinu upp til fjallanna. Aldrei stóð hann þó við degi lengur hjá henni' Það sem honum var mest um að gera, var hreyting á uni- hverfi, og skröltið í eimlestinni dró úr taugastyrknum, að honum fanst. Honum sofnaðist aldrei eins vel og í nætur- lestinni; kom því ávalt að morgni og fór heimleiðis að kvöldi. Skömmu eftir heimsólcn Vilhelms gekk Vera niður á járn- brautarstöðina til þess að taka móti föður sínum. Hún var föl af geðshræringu, því að henni var mikið niðri fyrir út af því, er hún hafði ásett sér að gera þann dag, er færi gæfist. Or því að henrti var nú batnað, og úr því að hún hafði lofað Vilhelm hátíðlega að giftast honum, vildi hún ekki dylja lengur trúlofun sína fyrir foreldrunum; ætlaði þvi að segja föður sínum frá henni samdægurs. En hún hafði meira i huga. Hún varð að leiða talið að hlutabréfunum, og ef unt væri, komast eftir því, að hve miklu leyti honum hefði verið kunnugt um þau, áður en hann seldi. Ætti hún að reyna að koma sættum á milli )

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.