Brautin


Brautin - 10.05.1929, Blaðsíða 1

Brautin - 10.05.1929, Blaðsíða 1
Hitstjórar: Sigurbjörg Þorláksdóttir. Sfmi 13S5. Marta Einarsdóttir. Slmi 571. Brautin Útgefendur: Nokkrar konur í Reykjavík. Stmi: 491. Afgreiðslatx er á Lokaaiíg 19. Sími 1385. 1. árgangur. Föstudaginn 10. maí 1929. 44. töíubíað. Voðaleg kauplækkun og svik jafnaðarmanna. Mesta kauplækkun sem enn hefir þekst liér. Lækkun á kaupi er aivarlegt mál fyrir þá, sem íyrir því verða. Flestir atvinnurekendur lækka ógjarnan kaup starfsmanna sinna, nema brýn nauðsyn beimti. Þeir vilja iála starfsfólk sitt, ef þeim likar vei við það, fá þau laun, sem best er bægt að greiða, og forðast að ympra á kauplækkun við það, nema knýjandi ástædur séu fyrir bendi. Að miusta kosti er það svo með alla góða atvinnurekendur. Manni tinst að likið sjálft ætti að haga sér eins, það ætti að reyna að greiða starfsmönn- um sinum gott kaup og lækka ekki kaup þeirra ef þeir standa vel i stöðu siuni, nema óhjá- kvæmilegt sé. Því miður hefir kaupgjald rikisins til lægri starfsmanna þess lengi verið smánarlega lílið, en aftur full hátt til sumra stórlaunamanna þess. Það er kunnugt að t. d. sumt simafólk og póstþjónar hafa svivirðilega lágt kaup. Svo lágt að gott fólk heíir orðið að fara frá vegna þess að það gat alls ekki lifað af þvi, svo viðunandi væri. Er það rikisstjórninni til mestu vanvirðu og smánar að gera svo illa við góða starfs- menn, að þeir verði að pina sig á allar lundir, til að geta dregið fram liíið, en sjálf eys hún út fé á baða bóga og það oft til þess, sem þarflaust er með öllu. Mörgum hinna Iægstlaunuðu starfsmanna sviður sárt þessi framkoma stjórnarinnar, þó að þeir séu. þolinmóðir menn og stiltir. Þeir finna vel óréttlæti það, sem þeir eru beittir. Þeir vita það af eigin reynslu, hvað ^er að vera lágt settur í mann- félaginu og verða að inna af hendi hin vandasömustu verk, i þarfir þass opinbera og fá ekki nema lúsarlaun og þögula fyrir- litningu stjórnarinnar, fyrir vel unnið starf árum saman. En núverandi stjórn hefir ekki aðeins þóknast að láta hið lága kaupgjald starfsmanna rik- isins standa i stað, þrátt fyiir mjög góða afkomu rikisins. Hún hefir farið enn þá lengra. Dómsmálaráðherrann hefir gerst sá ódrengur að taka e na starfsstétt rikisins, bjúkrunar- konurnar út úr og farið svo illa með þær, að sliks munu varla dæmi bér á landi, að nokkur atvinnurekandi bafi leyft sér að bjóða konum slíkt, sem vel bafa staðið i stöðu sinni. Dómsmálaráðberra lækkar alt i einu í vetur kaup þeirra um þriðjung og jafnvel meira hjá sumum. Hafa menn nokkurntima heyrt aðra eins svívirðu, að leyfa sér að taka fáeinar allra þörfustu slarfskonur rikisins út úr og án þess að leita samninga við þær eða jafnvel ráðgast við þær, neyða þær með valdi til að lækka bið tiltölulega lága kaup sitt um þriðjung. Slfkan niðingsskap leyfirdóms- máiaráðberrann sér að hafa í frammi við hjúkrunarkonurnar, einungis af þvi að þær eru kveumenn, umkomulitlir kven- menn, sera verða þoltnmóðar að beygja sig undir nfðings- verkið möglunarlaust, annars átt von á frávikningu og at- vinnumissi. Var ástæða, fullgild ástæða til þessa ódrengskaparverksgagn- vart hjúkrunarkonunum? Fjarri fer því. Hagur rikissjóðs stóð með blóma. Um ein og bálf miljón kr. tekjuafgangur i sjóði. Kaup- lækkun af þeim ástæðum með öllu óþörf. Var lækkunin réltlát? Fjarri fer því. Ef dómsmálaráðherra hefði lækkað kaup allra starfs- manna rikisins um þriðjung mátti ef til vill segja, að þeim væriekki gert lægra undir höfði en öðrum og mættu því vel við una. En hér er ekki einu sinni þessu til að dreifa. Þær eru einu starfsmenn rikisins, sem kúgaðir eru til að taka þvi smánarvaldboði dómsmálaráð- herra að kaup þeirra lækki ura þriðjung. Slikt er ekki réttlæti fata morgana (Hillingar), Töfrandi tálmynda heimur, tilveran, hnettir og geimur, speglast í spégljáa þínum; spekinga villir þú sýnum — eftir þér fylkingar flana. Fata morgana. Lilið hef landið þill fríða, litskrúða blómstrandi hlíða; heyrt líka hornin þín gjalla, hirðingja fagnandi kalla; frelsis-óð fljúgandi svqna. Fata morgana. Hæðandi heimsku og sorgir, hleðurðu í skýjunum borgir. Gleði með glampandi tárum gefurðu vonbrygðis árum; fellir og Jastrœður vana Fata morgana. Allan minn söknuð gef sandi. Sólgyðfa þinn er minn andi, samferða veit mér að vera vonirnar hœrra niig bera fylkingum flfúgandi svana Fata morqana. M. G. ^^^^s^ss^^^^^^^^^^agasss^s^asags^sájg^^^sifesawsaé*!* og slik framkoma er dómsmála- ráðherra þjóðarinnar til mestn vansæmdar. Starf Iijúkrtiiiarkvemia. Starf hjúkrunarkvenna er eitt með vandasömustu og nauðsyn- legustu störfum. Hjúkrunarstarfið krefst góðrar þekkingar, aðgætni og sam- viskusemi Það þýðir ekki að fela hjúkrunarstarfið öðrum en þeim konum, sem góðar eru og nákvæmar. Þær verða að gæta þess að fyrirskipunum læknanna sé fylgt réttilega. Allur aðbúnaður sjúk- linganna sé i góðu lagi. Þegar stórskurðir hafa veiið fram- kvæmdir eða sjúklingar eru mjög þungt haldnir verða bjúkrunarkonurnar að annast alla meðferð sjúklingsins og á- byrgjast að hún sé í alla staði góð, getur hin minsta óná- kvæmni haft jafnvel hinar ^l- varlegustu afleiðingar fyrir sjúk- lingana. t*eim er þá ef til vill trúað fyiir lífi sjúklingsins. Þegar dauðastriðið nálgast reynir enn hvað mest á sálar- þrek og kærleika hjúkrunar- konunnar. Blitt atlæti, vingjarnlegt bros, hlýtt handartak og hughreyst- ahdi orð gerir mörgum þeim, sem heyja helstriðið þunga og kvalafulla, mun rólegra og létt- ara i skapi. Og mörg góð hjúkrunarkona hefir fengið þakklætisorðin sið- ustu af vörum þeirra manna scm dáið hafa í faðmi hennar, eftir þungar og sárar kvalir. Er nú rétt að fyrirlita þessar konur fyrir starf þeirra? Er rétt að niðast á þeim með stór- feldri kauplækkun bara af því þær eru konur, sem hávaðalaust vinna verk sitt með skyldu- rækni og alúð. Vér sjáum það ekki.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.