Brautin


Brautin - 17.05.1929, Blaðsíða 1

Brautin - 17.05.1929, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Sigurbjörg Þorláksdóttir. Sfmi 1385. Marta Einarsdóttir. Sími 571. Brautin. Útgefendur: Nokkrar konur í Reykjavík. Sími: 491. Afgreiðslan er á Lokastfg 19. Sími 1385. 1. árgangur. Föstudaginn 17. maí 1929. 45. tölublaö. Ný stefna, nýr kraftur. F'yrir konur: Vitrar konur, sem fylgst hafa með því, sem Brautin hefir flutt, siðan hún hóf göngu sína, munu hafa tekiö eftir þvi, að hjáhenni keniur fram nýr andi, ný stefna i stjórnmálum. Fyrst hikandi og óákveðið eins og hún væri að smáprófa sig fram, siðar Ijósar og ákveðnara. Stefnan er að smáskýrast, verða greinilegri og greinilegri. Með greininni »Einkaheimilið og þjóðarheimil- ið«, sem birtist í næst siðasta blaði, má svo segja aðhúnfyrst kveði upp úr um, að hún vilji annað og hærra takmark, en þær stjórnmálastefnur, sem nú eru uppi með þjóðinni. Nýja stefnan er einföld og ó- brotin að því er grundvöll henn- ar snertir. Að öðrn leyti á hún eí'tir að þroskast og taka á sig i mörg- um greinum nýja og fullkomu- ari mynd. Það sem aðrar stjórnmála- stefnur byggjast aðallega á, eða hafa bygt hingað til, er að gera mönnunum sem auðveldast, að sjá sjer farborða efnalega. Það er hin efnalega afkoma maima, sem hefir hingað til verið meg- inatriði allra ríkjandi stjórn- málastefna. Stjórnmáiamenn hinna ýmsu landa hafa unnið af krafti að efnalegum framför- um þjóða sinna, likamlegri vel- liðan, mentun þeirra og vísind- um. Aðaláhersian Iögð á það, að gera þjóðirnar ríkar og vold- ugar. Þetta má segja að sje sam- eiginlegt með öllum rikjandi stjórnmálastefnum, hvort sem i- haidsstefnan, frjálslynda stefnan, jafnaðarstefnan eða sameignar- stefnan eiga i hlut. Ef þetta takmark næst, er þeirra barálta búin að full- sigra. Þeir heimta ekki meira, gera ekki kröfu til annars eða meira. Stefna Brautarinnar er annars eðlis. Það mætti segja að hún sé andlegri eða gædd 'öðrum anda. Henni þykir að vísumik- ils um vert góð efnaleg afkoma þjóðarinnar, en aðalatriðiö fyr- ir henni er það ekki. Aðalatrið- ið fyrir hinni nýju stefnu, erað auka siðgöfgi þjóðarinnar og mannúð. Með öðrum orðum reyna að gera íslendinga að betri mönaum. Það sem henniþykir mest um vert af öllu og það sem henni þykir hvað mest skorta á, er að þrátt fyrir allar verklegar framfarir, betri kjör að mörgu leyti, höfum vér ekki þroskað siðferði vort að sama skapi. Opinbert siðferði vort er enn á mjög lágu stigi að mörgu leyti og vjer hyggjum að það sé meðal annars ein helsta á- stæðan til þess, hve margt gott fólk hefir beinlinis imugust á að skifta sér noltkuð af stjórn- málum. Þeim finst pólitikin svo lágt niðri, að hver maður hljóti að saurga sig á að koma ná- lægt henni. Þetta er sorglegt til írásagnar, en þó er þetta satt. Þetta getur ekki verið heilbrigt ásland og þeim stefnum sem slíkt ástand skapa og halda því við öld eftir öld, hlýtur að vera að einhverju leyti ábótavant. Stefnur sem taka lygina i þjón- ustu sina, leyfa svikunum að vaða uppi, troða réttlæti undir fótum og leyfa mannúðarleysinu að leika lausum hala, geta ekki verið réttar, þær vantar í sig þaO, sem á að gefa hverri stefnu sitt aðalgildi: kraftinn til að bæta mennina. Nýja stcfnan, siðgöfgisstefnan, ræðst hér gegn. Hún hatar lýg- ina. Hún hatar svikin. Hún hatar óréttlætið og manúðar- leysið og vill ryðja þessu burt með öllum þeim meðulum, sem hún getur. Hún fyrirlýtur allan pólitiskan leikaraskap og lodd- arahátt, hjá hverjum sem hann kemur fram. Hún fyrirlitur ó- hreinskilni og fals, hvar sem það brýst út. Hún heimtar að menn- irnir séu virtir, ekki eftir stöðu sinni eða fjárhag, ætterni eða visku, heldur aðeins eftir sið- ferðisþreki og mannúðarþrótti. Hún vill hafa þá æðsta, sem bestir eru, og hún vill að alt annað, gáfur, vit, auðæfi og list- . ir þjóni þeim auðmjúklega í öllu. Með því eina móti er hægt að fá fólkið til að sækjast eftir siðferðisþroska, að það sjái það og finni að hann sé og eigi að vera mest metinn af öllu. I margra augum er siðferðis- stefna hlægileg og einkisvirði, jafnvel bjánaleg. Og af hverju er það? Það er af því að vér höfum litið gert annað en pré- dika ínoralinn af trúarbragða- Sumarkápur, Kjólar, Golftreyjur, Undirföt, Buxur, Sokkar, Lifstykki, Slæður, Svuntur margar tegundir. Alnavara, Gluggatjaldaefni, Fiður og dúnn o. fl, o. fl. JETyrir karla: Alfatnaðir, Bykfrakkar, Sumarskyrtur, Manchett- skyrtur og flibbar, Bindi, Hufur, Sokkar o. fl. o. fl. Alt best ogr ódýrast lijá oh.tK.ur. Fatabúöin-útbú, Skólavörðustíg 21. ástæðum, en ekki breytt mor- alskt af því það er viturlegt. Vér böfum gert það heimsku- verk, að blanda saman moral og trúarbrögðum og jafnvel kom- ist svo langt, að setja truar- brögðin yfír moralinn. Slíkt er bin mesta fáviska. Morallinn á að vera alveg sérstæður og er jafnnauðsynlegur hverju ríki, hvaða trúarbrögð sem rikisþegn- ar kunna að hafa, eða þó þeir sjeu trúlausir með öllu. Morallinn á að vera sameig- inlegur fyrir alt mannkynið, hversu mjög sem trúarbrögðin kunna að greinast. Og mórallinn er það, sem á að vera hyrningarsteinninn und- ir framtiðar-stjórnmálastefnu Brautarinnar. Takist Brautinni að vekja þjóðina til umhugs- unar um þá stjórnmálastefnu, sem setur siðgöfgi' og mannúð i hinn æðsta sess i þvi opin- bera lífi, er aðal takmarki henn- ar náð. Hún hefir óbilandi traust á þvi að islenskar konur eigi eftir að vinna sitt mesta og göfug- asta verk í hinu opinbera lífi: Af fá karlmennina til að skiija það, að það er til æðra og hærra takmark en miljónagróði, verklegar framkvæmdir, Eddu- skýringar og lagatilbúningur i tonnatali og það takmark er að gera mennina að betri mönnum. Það er grundvallarstefna Braut- arinnar í hinu opinbera lífi. Og til þess að koma því fram vill Mörg 100 grammóíónplötur teknar upp þessa dagana. Verðið ótrúlega lágt — frá 1. kr. platan. Fleiru úr að velja en hór tíðkast. Hl j óöf ærarerslnn Helga Hallgrlmssonar, Sími 311. Haiikastræti. Slraí Sli. '.Vðuv veral. L. GK LáðVígrsson). hún fá góðu konurnar fram á stjórnmálasviðið og lögtryggja þeim völd til jafns við karlmenn á löggjafarsamkomu þjóðarinn- ar með réttlátri kjördæma- skipun. Saga islensku þjóðarinnar sýn- ir okkur það greinilega, að það sem verst hefir farið með þjóð- ina, það sem hnept hefir hana i aida þrældóm var siðferðis- spilling þjóðarinnar, einkum stjórnmálamanna hennar og annara ráðandi manna. Þegar þeir hættu að virða lög og rétt, þegar þeir fóru að þjóna valdafikn sinni og taumlausri eigingirni, þegar þeir hættu að meta gott siðferði nokkurs, þá hlaut að fara sem fór. SpiIIing- in óx, hver höndin upp á móti annari, lævisin og ódrengskap- urinn varð meiri og meiri, grimd- in og iofsóknareðlið ákafara og loks sviku æðstu menn þjóðar- innar frelsi hennar og seldu það erlendum mönnum i hendur fyrir völd og nafnbætur. Svo hlýtur að fara fyrir hverju ríki, sem glatar siðferði sinu. Siðgöfgis- og mannúðarstefn- an á að reyna að hindra það, að sagan endurtaki sig. Konurnar eiga að leggja fram krafta sína til þess að það takist. Með konunum kemur nýr kraftur og ný stefna inn i stjórn- málalíf vort. Þær búa yfir miklum gáfum, miklu siðferðisþreki, mikilli fórnfýsi og óeigingirni. Hver efast um það, að slíkir eiginleikar geti orðið þjóð vorri að miklu gagni þegar hún fer að hafa vit á að hagnýta sér þá? Og sem stendur þarfnast heim- urinn einkis frekar, en að hinir góðu kraftar dragi sig ekki i hlé og láti hin illu öfl einráð í stjómmálum þjóðanna.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.