Brautin


Brautin - 17.05.1929, Blaðsíða 2

Brautin - 17.05.1929, Blaðsíða 2
2 BRAUTIN j Eftir Lord Lutton. Haraldur konungnr Sigurðarson er, sem kunnugt er, einn af ættfeðr- um vor íslendinga. Faðir Ólafs kon- ungs kyrra, föður Styrjaldar-Magn- úsar, föður Póru, móður stórhöfð- ingjans Jóns Loftssonar i Odda, og parf ei lengra að rekja. Jón Lofts- son var fósturfaðir Snorra Sturlu- sonar. Og pykir hæfa að láta les- endur Brautarinnar sjá hversu pessi frægi enski rithöfundur lýsir Norðmanna konunginum. .... Þeir Haraldur konung- ur og Tosti höfðu dregið sig út úr hirðglaumnum og sátu, tveir einir, i fordyrinu, sem var al- veg fast niður við sjóinn. Kon- ungur var mjög hugsi og eirð- arlaus; hann reís á fætur, gekk út um dyrnar og stað- næmdist á hinum sæsorfnu klettum. Og þar sem hann stóð úti í tunglsljósinu, hefði mátt halda að varla færi þar mensk- ur maður, heldur væri þar kominn herkonungur nokkur, frá löngu liðnum öldum, — jafnvel frá því fyrir þann tima, er syndaflóðið æddi yhr þessa klettóttu sjávar- strönd og umturnaði henni. — þvi Haraldur konungur harð- ráði var meiri vexti en aðrir menskir menn; fimm álnir norsk- ar á hæð. En þrátt fyrir hæð- ina, var hann manna vænstur og best á sig kominn, og ekki var hann á neinn hátt seinleg- ur, né stirður, eins og þó er svo títt um þá menn, sem flest- um öðrum eru meiri að vallar- sýn og styrkleik, og yeldur þvi að þeir virðast frekar tröllslegir en höfðinglegir. Svo var ekki um Harald konung; hann svar- aði sér manna best og var hinn göfuglátasti i framgöngu allri. Það eina, sem mátt hefði finna að skapnaði hans, — að þvi er sagnariturum segist frá, — var það, að hann hafði »miklar bendur og fætura, en þó »vel vaxið hvorutveggja«. Andlit konungsins var gætt öllum þeim Ijósa friðleik, sem náttúran hefir veitt norræna kynstofninum. Bleikir lokkarnir skiftust, uppi yfir þungum brún- unum, sem lýstu hvorutveggja í senn; hugrekki hermannsins og afburða gáfum skáldsins. Hárið féll aftur á herðarnar, í þykk- um, glitrandi öldum, en skeggið var stuttklift; nema yOrskeggið, það var sitt og mikið. Samlitt var það hárinu, og vel kembt; gerði það og sitt til að auka á karlmannlegann fríðleik andlits- ins. — Eitt var þó sem leggja mátti andlitinu til lýta, en það var að |önnur augabrúnin lá nokkrn ofar en hin. Varð svip- ur konungs, fyrir þá sök, öllu geigvænlegri, þegar honum var þungt f skapi, en bros hans varð og glettnislegra; því geð- brigðaskjótur var hann; skáld- ið og risinn, svo einatt var skamt í milli þess, að hann brosti og hleypti brúnum. Parna stóð nú konungur, úti i tunglskininu, og starði hugs- andi fram á sindrandi sæinn, en Tosti horfði á hann um stund, stóð siðan upp og gekk til hans. »Norðmanna-konungur, hví skyldu orð min svo mjög raska rósemi þinni«? »Hvort hyggur þú að frægöin sé lyf það, er stingur mönnum svefnþorn? Svaraði Norðmað- urinn. »Gott þykir mér svar þitt«, svaraði Tosti, og brosti við. »En hitt þykir mér meir um yert, að sjá hvérsu þú horfir á framstefni herskipa þinna. Sann- lega væri það undarlegt ef þú, sem barðist fimtán vetur til Danmerkur, vildir ekki eignast ait England, sem kalla má að nú liggi laust fyrir þér«. Konungur svarar: »Ég hika sökum þess, að sá er hefir jafn lengi og eg verið óskmögur hamingjunnar, skyldi gæta þess vel, að freista ekki hylli hennaj um of. Álján stór-orrustur háði ég i Serklandi, og vann sigur í þeim öllum. — Aldrei hefi eg beð- ið ósigur, né orðið að þola van- sæmd, hvorki innan lands né utan. — Blæs vindurinn jafnan af sömu átt? — Og eru örlögin nokkru stöðugri f rásinni en stormurinn?« Tosti mælti: »Sægarpurinn fer jafnan ferða 'sinna af hvaða átt sem hvessir, og hugprúður maður tengir örlögin við merki sitt«. — »Pað vita allir menn, að enginn hermaður hefir slíkur fæðst á Norðurlöndum sem þú, og vilt þú nú, maður á besta skeiði, láta þér nægja æsku- sigrana eina?« Svo var um Harald konung sem öll önnur sönn skáld: að hann var gæddur djúpskygni spekingsins; var og ágættur fyrir hvorutveggja f senn,1) hyggindi 1) Má þar og vísa til orða Snorra Sturlusonar, þar sem hann segir: »Allir menn sögöu það, þeir er honum fylgdu í orustum og hern- aði, að þá er hann varð staddur í miklum háska og bar skjótt að höndum, að það ráð mundi hann upp taka, sem allir sá eftir, að vænst hafði verið að hlýða myndi«. Þijð. og djarfleik, svo að í hvorugu þótti honum nokkur höfðingi fremri, á öllum Norðurlöndum. Hann svaraði Tosta: »Kunnir eru mér allir þessir hlutir, en eigi færð þú, með þessum orð- um, lokkað þjóðhöfðingja til þins máls, heldur munt þú verða að sýna mér hverjar horf- ur eru þar á, að för þessi tak- ist giftusamlega, og færa þar til þau rök, er gamlir öldungar mundu gild taka. Því áður vér hefjumst handa, til slíkra hluta, ættum vér jafnan að gjör-hugsa þá, svo sem værum vér menn gamlir, en þá er til stórvirkja kemur, skyldum vér berjast með ákafa æskumannsins.... (Lauslega þýtt úr »Harold« »The Last of the Saxon Kings«). S. S. Sálarlíf barna. Frh. ---- Umhverfið. Umhverfi það, sem börnin lifa i hefir mikil áhrif á skap- gerð þeirra og sálarlif. Útsýni til lands og sjávar, byggingar, menn, dýr og gróður jarðar, jafn- vel myndir og húsmunir, blöð og bækur sem daglega eru fyrir augum þeirra, hafa áhrif á hugi þeirra og tilfinningar. Flestir þeirra sem til vits og ára eru komnir, eiga fleirí og færri minningar um atvik frá bernsku og æskuárum sinum, i sambandi við umhverfi það, sem þeir ólust upp i, er haft hafa hin mestu áhrif á hugi þeirra. Fjöll og láglendi, engi, vötn og skógar, loft og sjór, laða svo hugi barna og fullorðinna til sin við ýms tækifæri að ógleymanleg verða i minnum manna, Þegar óveður lcoma, vindar geysa yfir láð og lög, svo þýtur við hjá hverri hömlu, við byggingar, hamra, gil og fjallaskörð, er sem þeir bjóði hverri lifandi veru til viltra kappleikja, til þess að stæla aflið, viljann og þróttinn. Hinn uppæsti sjór, brimið, sem löðrar víð strendur, sker og boða; er þá ekki eins og hersöngvar barna óveðursins eigi hljómgrunn í svo margri sál og veki blundandi öfl til starfa, er hafa hin dýpstu áhrif á skapið og tilfinningarnar og eins og auki þrekið í barátt- unni fyrir lifinu. Eður það fyllir veiklaða, ömurleik og kvíða, og eykur þunglyndi þeirra. Þá eru áhrif fegurðar náttúr- unnar eigi minni fyrir þá er notið fá. Svo töfrandi er sólar- uppkoman er hún vekur vorlífið af næturdvalanum. Daggvot blómin breiða krónur sínar mól geislum sólarinnar og fuglarnir fylla loftið unaðsþrungnum klið. Tígugleg fjöll bera við hhnin og haf og loft benda á hinar ó- jaootaaoooaofioaaoooaoooog BRAUTIN kemur út á föstudögum. — O Mánaðargjald fyrir fasta á- § skrifendur er 60 aura; einstök O blöð kosta 16 aura. n AFGREIÐSLA blaðsins er á Lokastig 19, uppi. — Opin kl. 5—7 daglega. O „ oooooooooooooooooooooooc Krdnu kafflð okkar er ábyrgst að sé Auk okkar fína Java og Mokka- kaffis, höfum vér nú hið besta . Ríó-kaífi í borginni. Reynið það. Munið að vér gef- um mestan afslátt á kaffi. IRM A, ilafnarstrætl Sð. numdu og óendanlegu leiðir. Vekur ekki viðhorf það lifsgleði, vonir og starfsþrár. Og hversu undursamlegan frið, færir ekki kvöldkyrðin, sólarlagið, er sam- einar alt til hvíldar við brjóst hinnar miklu móður lffsins. Enginn skynsamur og heil- brigður hugsandi maður efast um áhrif þessa, á sálar og til- finningarlíf fóiksins, ekki síst unglinga. Tign fjalla, eyði öræfa, heill gróðarsælla dala, og viðátta lofts og lagar, eiga sinn þátt í því, að mynda skapgerð hverrar barnssálar, eftir þeirri viðkynn- ingu, sem hún hefir af þeim fengið. Byggingar og húsakynni þau, sem börnin verða við að búa, hafa og sín miklu áhrif á sálar- líf þeirra, sem líkama: Bjartar, sólríkar, rúmgóðar og hlýjar í- búðir, gera börnin heilbrigðari, frjálslegri, glaðari og sælli. En aftur á móti rakafullar, dimmar, þröngar og kaldar ibúðir hafa hin skaðlegustu áhrif á sál þeirra sem líkama, gerir þau, vanheil, dauf og sljó eykur ömurleik, kaldlyndi og kvíða. Myndir og húshlutir hafa að því leyti áhrif á hugsanalif barnanna, að þau virða oft með nákvæmni það, sem fyrir aug- un ber, myndirnar festast þeim í minni og hin mismunandi á- hrif sem þær valda, eftirlikingar- áhugi barnanna er hin besta sönnun þessa. Þau vilja fljótl líkja eftir störf fulltiöa-fólksins og hafa það að leik. Þegar börn fara að hafa löngun til að heyra sögur, kemur fljótt f ljós að þau óska að likjast einni

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.