Brautin


Brautin - 17.05.1929, Blaðsíða 3

Brautin - 17.05.1929, Blaðsíða 3
BRAUTIN fyrir hátiBina: Hveiti Aiexandra 25 au. lh kg. — Oystal 23 au 72 kg. Egg, Dý 17 au. stk. — útlend 15 au. stk. Succat. Kókósmjöl. Flórsykur. Páöursykur.Cardemommer, heil- ar og st. Vaaillestengur, st. og litlar. Sýróp, fjóst og dökt. Drop- ar, allar tegundir. Hjartarsalt. Möndlur, stórar og sætar og bitrar, Gerduft, laust og í pk. Eggjaduft. Ávaxtasulta, 1 pd. glas 95 au. Það er viðurkent að köku- efnið trá okkur sé það besta. ÍMsl/aidi eður annari persónu sögunnar. Margir ætla að börnin taki ekki eftir öðru en því, sem þau gefa sig að, í það og það skiftið, en oft kemur það slðar f ljós, að þau veita fleiru eftirtekt, og að tala eður aðhafast það í aug- sýn barna, sem menn vilja ekki að þau taki eftir, í þeirri trú að þau geri það ekki, er mjög var- hugavert og ætti aldrei að hætta á það, og aldrei ætti að vekja eftirtekt barna á neinu þvi, sem menn vilja leyna þeim, eins og því ver að oft er gert, til þess að storka þeim. Þvílikar aðfarir hafa mjög skaðleg áhrif, því það vekur þrá og þráa hjá þeim, til þess að forvitnasl eftir því, sem þeim er bægt með valdi frá að kynnast. Að láta börn komast að þvi, að það sé verið að leyna þeim hinu og ððru, skapar hjá þeim samskonar kendir, þ. e. að leyna einu og öðru, sem þau aðhafast sjáll og imynda sér að þau séu ekki KarlMiiaflt bæði blá cheviotföt og ljós sumar- föt. Unglingaföt blá og misl. Sport- föt fyrir drengi. Matrósaföt. Ryk- frakkar. Miklar birgöir af þess- um vörum eru Dýuppteknar hér. JETréttir. S. Jóhannesdóttir, ^ii!-slxirst*"i«ti 14, Simi 1887 beint á móti Landsbankanum. meiri en frjáls að því að gera, eður þá að eins í hefndarskyni fyrir það, sem aðrir eru að leyna fyrir þeim. Það eina sem skapað getur traust, hlýöni og innilega tiltrú barna, er frjálsleg, hrein og á- stúðlega framkoma gagnvart þeim í öllum kringumstæðum. Það ætti að kenna börnum, að umgangast húsdýr og aðrar skepnur, sem þarfa félaga sfna eður þjóna með velvild og um- hyggju fyrir þvf, að þeim líði sem best, kenna þeim ekki aö dýrin séu wskynlausar skepnur«, sem kallað er, þvi það er hörmnleg villa, ósamboðin mannlegri skynsemi, því eins og allir vita, sem umgengist hafa dýr, hafa þau næmar skynjanir og tilfinningar (eg á við tamin og vanin dýr), fyrir því hversu með þau er farið og sýna oft eftirtektaverða grimd umhyggju, traust og trygð, f því að skilja þarfir og huga þeirra sem þau hafa fengið mæt- ur á. Þetta er hægt að sannfæra börnin um, og fá þau til þess að láta vel að dýrunum, i stað þess að sýna þeim óvináttu og hlifðarleysi. . Þar sem hægt er að koma þvi við, ætti fólk að hafa blóm- garða við hús sín eður bæi, og fá börnin til þess að annast þð, innræta hjá þeim elsku til blómanna, það vekur hinar bestu tilfinningar í brjóstum þeirra, að hlúa að þeim veiku og sýna ástúð og umhyggju. Blómin skapa einnig hjá þeim fegurðar- tilfiuningu og ást á þeim sak- lausa unaði sém fegurð náttúr- unnar svo oft og á margan hátt veitir börnum sinum, ef þau aðeins geta veitt honum viðtöku. Stjórnln ogr svikaskjal- ið. Aldrei hefur nokkur stjórn hér á landi orðið sér jafnmikið til minkunar fyrir framferði sitt i stóru framfaramáli sem stjórn- in f járnbrautarmálinu. Hún veit að það er lifsnauð- syn fyrir austanbændur að fá jámbrautina sem fyrst. Hún veit að áveiturnar miklu aust- anfjalls eru bændum þyngsta byrði, þangað til þeir fá nauð- synlegar samgöngubætur. Efna- leg afkoma þeirra veltur á þessu. En hvað gerir stjórnin? Hún lokkar hina istöðulitlu og ve- sölu austanbændaþÍDgmenn með bitum og bitlingum til að svíkja málstað þeirra manna, sem kosið hafa þá i fuliu trausti þess, að þeir fylgdu fram mesta nauðsynjamáli þeirra. En stjórn- in lætur sér ekki nægja þetta. Hún gerir mann út á laun undir þvi yfírskyni, að hann eigi að fara til Sviss, en aðal- erindið er að senda hann beint til hr. járnbrautarfræðings Sv. Möilers i Noregi, til að fá hann til að afneita með öllu sinum fyrri járnbrautaráætlunum og tillögum, og hjálpa sér þannig til að bregða sem rækilegast fæti fyrir nauðsynjamál austan- bændanna, járnbrantina. En þegar Sv. Möller vill ekki verða við þessu svívirðuverki, vélar hún hann til að svara fyiir- spurnum, lævislega orðuðum, til þess að svo megi út lita sem hann hafi skift skoðnn í málinn. 1 það minsta í angnm þeirra, sem grunnhygnir eru og nógu heimskir. Þetta svikaskjal Guð hennar mömmu. 172 að lyi'ta þeirri byrði, er hvin bugaðist undir fyrst er hún var :'i hana lögð. En þung reyndist henni byrðin, ó, svo þung. Jafnvel í svefni fann hún til þunga hennar, og er hún vaknaði, var fyrsta hugksun hennar undrun yfir því, hvernig gæti staðið á því, að þetta þunga farg lægi stöðugt á henni. En undir eins og hún vár -alvöknuð, ryfjaðist alt upp fyrir henni og þá var ekki um annað að ræða en að bera sig vel, en daginn út fann hún þó til logandi sársauka út af reiði föðtir síns ,og hins littbærilega skilnaðar. Vera og móðir hennar skiftust á bréfum, og ekki var þeim hannað að hittast, en enga huggun færðu bréfin Veru, og í'remur kveið hún því, en að hana langaði að hitta móður sína, því að fortölur hennar og kveinstafir i bréfunum voru henni meir en nógu sárir, þótt ekki hættust við samfund- irnir, þegar móðir hennar reyndi með tárum og á annan hátt að telja henni hughvarf. v Frú Gissler vissi að eins það, að Vera ætlaði að giftast dr. Gripenstam, en hitt var henni ókunnugt um, að maður sinn væri svo andvígur þeim ráðahag, að hann, til þess að koma í veg fyrir það, hefði gripið til þess örþrifaráðs, að hóta henni því, að útskúfa henni. Hún hafði fyrir löngu vanið sig á, að láta sér lynda það, sem manni hennar þókn- aðist að láta hana vita, og þar sem hún að eðlisfari var væru- kær og afskiftalítil, hafði hún fljótlega hætt öllum tilraunum lil að hnýsast eftir ástæðunum að breytni hans. Fyrir því hafði hún enga hugmynd uin, hvað það væri sem Gissler hefði út á hinn unga lækni að setja; hún gekk út frá því 169 þú gætir sagt mér, að þú hefðir engan grun haft um, að hlutabréfin mundu falla í verði. Hann hló við þessum innilegu tilmælum hennar. — ímyndar þú þér, að þii mundir leggja trúnað á nokkuð, er eg gæti fært fram mér til varnar, eftir að þessi niðingur hefir eitrað huga þinn gagnvart mér? — Það hefði verið hægðarleikur að sannfæra mig. Einkis mundi eg fremur óska, en að geta treyst þér, faðir minn. Brjóst hennar bifaðist af vonlausum, táralausum ekka, og sá ekki sannfærði hann betur en nokkur orð um það, hve gersamlega hann hafði glatað trausti hennar. Um sein- an sá hann nú, hve óhyggilega hann hafði farið að, og með því spilt fyrir sér. En nú var til einkis að snúa við blað- inu, enda var hann of mikillátur til þess. Ekkert annað var fyrir hendi, en að halda áfram eins og hann hafði byrjað, og beita valdi með harðri hendi. — Ó, faðir minn, bara þú gætir fengið þig til að játa og iðrast. Þá gæti alt lagast. — Iðrast! Eg þarf einkis að iðrast, mælti hann harð- neskjulega. Hún gerði ekki annað en horfa á hann. Það augnaráð snart hann sem eldslogi. Þótt sýnilegt væri, að það var ást barnsins, er skein út úr því augnaráði, varð hann hams- laus af reiði. — Þú hefir unnið dáindis þokkalegt dagsverk í dag. Þú hefir komið af stað logandi hatri milli tilvonandi manns þins og fyrverandi föður þins.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.