Brautin


Brautin - 07.06.1929, Blaðsíða 1

Brautin - 07.06.1929, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Sigurbjörg Þorláksdðttir. Slml 13S5. Marta Einarsdóttir. Stmi $71. Brautin Útgefendur: , Nokkrar konur í Reykjavík, Sími: «1. Afgreiðslan er á Lokastfg 19. Sími 1385. 1. árgangur. Föstudaginn 7. júní 1929. 48. rölublað. Hrakmenni þjóðarínnar. Prastaíunóur Yerstir við heilsubiluð gamalmenni, ekkjur og munaðarleysingja, kaupniðingar gagnvart konum og lægstu starfsmönnum ríkisins, Siðgöfgisstefnan þjóðarnauðsyn, Það þing, sem nú hefir verið háð sýnir oss betur en alt annað, hve lágt stefnir fyrir sumum full- írúum þjóðarinnar. Hve biýn nauðsyn ber til þess, að ný stefna komi fram, sem hrekur burt af þingi voru þá menn, sem litils meta mannúð og siðgöfgi, og sem harðastir eru og nánasar- legastir, þegar þeir eiga í hlut, sem bágast eiga. Á siðasta þingi var borin fram af kvenfulltrúanum tillaga um að hæjtka að dáiitlum inun styrk til gamalmenna. Af öllum réttlátum mönnum er þetta talið alveg nauðsynlegt mál, sem enga bið þolir. Fluto- ingsmaður tillögunnar vildi auð- vitað hafa hækkunina mikið meiri, en þorði alls ekki að fara á stað með það nú, af því hún veit hve margir þingmenn eru andvigir því að gamalmenui vor fái að lifa við viðunanleg kjör. Pess vegna ber hún fram hækkun eins lága og hún telur hægt að koma fram strax. En hvað skeður? Hækkunin er feld. Gamalmenni eiga enn að lifa styrkvana eða þvi sem næst, jafnvel hin allra minsta glaðning má alls ekki ná fram að ganga. Slíkt framfeiði sýna engir, nema hrakmenni, við þá, sem búnir eru að þræla sér út alt sitt lif fyrir land og þjóð, en alt af verið goldið smánarlrga fyrir vinnu sina og hafa því ekkert þegar ellin þyngir að og heils- an bilar. Hverjum stóð Alþingi nær að hjálpa en þessum? Myndi það hafa orðið isl. þjóðinni til tjóns þó þetta hefði fengið fram að ganga? Ekki er það sennilegt. En hitt var meira um vert, að með þvi að fella þessa sjálf- sögðu styrkaukningu gamal- menna vorra, voru Iökustu þing- fulltrúarnir að þjóha sínum meðfædda smásálarskap og sið- leysi. Hvað eftir annað he^r Brautin verið að brýna það fyrir Alþingi að styrkja fátækar ekkjur og munaðarleysingja. Hver greinin eftir aðra hefir birst hér i blaðinu um þetta mál. Nauðsyn þess er einnig öllum knnnug. Og þó steinþegir þingið. Ilv.ið á þessi þögn að þýða'? Er hún af góðum toga spunnin? Fjarri fer því. Þingmenn eyða dögum saman í það, að halda langlokuræður um einskisverð mál, en eitt allra mesta mann- úðarmálið, bætt kjör ekkna og munaðarleysingja, fær að hvila algjör þögn um. Konur hafa reynt dálitið að bæta úr þessu Ijóta framferði þingfolltrúanna. Þær hafa reynt að safna skýrslum um afkomu margra fátækra ekkna og munaðar- lausra barná. Þetta, sem hefði átt að vera skylduverk stjórnar, þings og hagstpfunnar, verða konurnar, þessar sem ekki mega skifta sér af stjórnmálum, að taka i sinar hendur og reyna af litlum kröft- um sínum að vekja hina sof- andi þingfulltrúa til umhugs- unar um. Enn er sigurtimi þeirra þing- manna, sem verst vilja láta fara með ekkjur og munaðarleysingja. Enn hrósar mannúðarleysið og samúðarleysið happi ytir að geta pint þá, sem bágt eiga. En siögöfgissefnan er að brjót- ast fram smátt og smátt, og þá mega þeir setja ofan, sem nú stæra sig mest af svíðingsskap sínum við þá fátækustu og aumustu. Eitt eftirtektaverðasta í fari þingmanna sumra er hin á- striðufulla kauplækkunarbarátta þeirra gegn konum. Allir kannast við meðferð þingsins á launahækkun ljós- mæðra. Kaup þessara kvenna er svo lágt, að vart er viðlit að fá góðar ljósmæður i sum héruð af því þær vilja ekki starfa við einss afar-lágt kaup og nú er boðið. var opnaður 1 júní. Elín Egilsdóttir Hvað eftir annað hafa þær far- ið fram á hækkun, en þingið felt. Sömu þingmenn, sem hvað harðastir eru, gegn því að Ijós- mæður fái nokkurnveginn sæmi- leg laun, voru hvað ákafastir i að hækka gifurlega Iaun for- sætisráðherra, sem voru þá sæmileg áður.'_ Aldrei sést óréttlætið betur en einmitt i þessu. Aldrei kemur glöggvar fram ranglætis-ástriðan. Viljinn til að sleikja sig upp við þá, sem völdin hafa, en fyrirlita kröfur þeirra, sem lágt eru settir. Slik er framkoma allra hrak- menna. Kunnug er einnig hin smán- arlega kauplækkun dóms- málaráðherra viö hjúkrunar- konur vorar. Þær einar eru teknar út úr og kaup þeirra lækkað alt i einu um þriðjung. Þingið þegir við þessu ó- drengilega verki ráðherrans. Verki, sem getur haft hinar verstu afleiðingar fyrir alt kaup- gjald kvenna, ef fram nær að komast. Það á að gera konurnar að efnalausum vesalingum, sem rétt hafa í sig og á, meðan heilsan er góð, en verða svo fyrirlitnir sveitarómagar þegar heilsan bilar eða ellin færist yfir þær. Hér þegir þingið. Hér er ekki hálaunaður forsætisráðherra, sem á i hlut, eða hinir hæst- launuðu starfsmenn ríkisins, sem dómsmálaráðherra er að svifta þriðjung launa þeirra. Nei þá hefði heyrst hljóð úr horni. Þá hefði málið verið sótt með krafti og festu. Þá hefði þingið tekið alvarlega i taumana. En þegar það eru bara um- komulitlar konur, sem i hlut eiga, þá má dómsmálaráðherra leika þær eins grátt og hann vill. Þingið þegir. Slfk er saga siðspillingar á háu stigi. Siðgöfgisstefnan vill útiýma henni og það skal verða gert svo rækilega að hrakmennin fái sinn þjóðardóm áður likur. Meðferð þingsins á láglauna- mönnum ríkisins er hin grimm- asta. Sumir þeirra, svo sem síma- þjónar, póstmenn, barnakenn- arar o. s. frv., eru svo lágt launaðir, að þeir eiga mjög erfitt með að draga fram llíið, einkum ef um fjölskyldumenn er að ræða. Hörð kjör þeirra verða þeir að láta koma niðnr á börnum sfnum og spara jafnvel við þau holla fæðu og góða ibúð, af þvi rfkið tímir ekki að iauna þeim sómasamlega. Þingið þegir við þessu. Það eru bara smámenni i þeirra augum, sem i hlut eiga, þess- vegna má forsmá þá og fyrirlíta. Það er sama sagan aftur. Grimdin og mannúðarleysið, sem er því ánægðara, því ver sem það getur farið með þá, sem ekki geta möglað eða beitt hörðu. Það er hin kalda eigingirni,

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.