Brautin


Brautin - 07.06.1929, Blaðsíða 2

Brautin - 07.06.1929, Blaðsíða 2
BRAUTIN 3DoooaCH3aocH3öooooaaaooo B R A U T I N | kemnr út á föstudögum. | MánaCargjald fyrir fasta á- skrifendur er 50 aura; einstök blöð kosta 15 anra. AFGREIÐSLA blaCsins er á Lokastig 19, nppi. — Opin kl. 5—7 daglega. §0000000000000000000000 sem alstaðar stingur upp höfð- inu til ils og allri bölvun veldur. Hún er aldrei ánægðari, en þegar bún getur hlaðið undir sjálfa sig og troðið þá mest niður, sem veikastir eru og istöðuminstir. Harmasaga þingsins er saga siðleysis og mannúðarleysis. Saga ranglætis og eigingirni. Saga grimdar og hugsunarleysis. Svo fer hverjum þeim, sem ekki keppa hærra en að hugsa nm eigin munn og maga. Ný stefna er að koma fram, sem vili berjast af alefli fyrir æðri hugsjón og æðra tak- marki. Fjöldinn finnnr að þjóðin þarf að eignast þing, sem getur orðið fyrirmynd hennar um siðgöfgi og mannúð. Hrakmennunum verður að fækka. Þeir verða að lækka í áliti hjá þjóðinni. Siðgöfgisstefaan verður að reyna að útrýma þeim öllum af þingi þjóðarinnar. Konurnar, meiri hluti allrar þjóðarinnar, bera ábyrgð á því, hvort hinir lægstu iilu kraftar fi að ráða mestu hjá þjóðinni, eða hvort hún á að svifta þá fulltrúa starfl, sem ekki eru góðir. Jeanne D'Arc. Nú um þessar mundir hafa farið fram hátíðahöld i Frakk- landi i tilefni af þvi að 500 ár eru liðin sfðan Jeanne D'Arc i broddi litillar herfylkingar, sem hún hafði yfir að ráða, rak Eng- lendinga i burtu frá Orieans. Það þekkja flestir, sem komnir eru til vits og ára, söguna af Jeanne D'Arc. Hún var fædd 6. jan. 1412 i litlum bæ, Domrémy i Champagne. Hún var bónda- dóttir, og fékk mjög lélega ment- un, lærði hvorki að lesa eða skrifa. Hun var ákafiega trú- hneigð og þóttist fá yfirnáttúr- Iegar vitranir. Eftir að Englendingar höfðu unnið helminginn af Frakklandi, settust þeir árið 1428 um Orle- ans. Jeanne D'Arc var ein hinna mörgu, sem fengu að kenna á grimd og ruddaskap styrjaldar- innar og foreldrar hennar urðu að flýja heimili silt. Jeanne D'Arc lifði þá við föstu- og bænahald. í vitrun fanst henni Maria mey D 0' O. O iQ 0IQ DiQ OIQ 0IO DiQ O, Q 01Q O. O. OlQ 010 D. Q O. Q D.Q OIQ OiQ DIQ DIQ OIQ Di Q Ol Q Dl Q DIQ D o oTo qid oto otö oto o.o oTcioto oto oto q;d 0*0 dto títo qTo.qto dTo qto qTd qto qTd qTo qTo oTo D MILLENNIUM hveiti er best til bökunar. c&ce&t fivarveína. aQTOOTODTOOTODTOOTOOTOOTO OTOOTOOTOOTOOJO.OTO.O O.DTOOTOOTO OTÖ OTOOTOOTOOTOOTOD Eftir • Magnús Gíslason. Brunatryssingar sími 254. Sjóvátryggingar sími 542. hefði kjörið sig, sem verkfæri til að frelsa Orleans úr hönd- um umsáturs-manna og færa konungsefni Frakka til Reims til krýningar. Hún átti í miklam örðugleik- um að fá vilja sínum framgengt, en það tókst þó. Fékk hún her- deild til yfirráða og klæddist karlmannsbúningi. Og um þær mundir sem bæjarbúar voru að þrotum komnir af kjark- og matarleysi, kom hún þeim til hjálpar, fylti þá nýjum dug og dáð, stjórnaði varnarliðinu til sigurs og rak Englendinga á brott úr einum stað eftir ann- an og 16. júlí 1429 var fyrir hennar atbeina konungsefnið krýnt til konungs í Reims. Eftir þetta stjórnaði hún hern- um oft og vann marga sigra, þrátt fyrir það, þó hershöfðingj- ar Frakka yndu því illa, að vera undir hana gefnir. En að lokum endaði saga hennarþann- ig, að hún var tekin til fanga af Englendingnm og brend á báli 30. mai 1431. Þetta var bara 17 ára gömul stúlka, sem megnaði að frelsa ættland sitt úr greipum stórrar og voldugrar hernaðarþjóðar. En af hverju fékk hún kraft og dugnað til þeirra fram- kvæmda? Af þvi hún hafði trn á sjálfri sér og að hún væri aö vinna rétt og gott verk. Fyrir ættlandið vildi hún fórna öllu, og gerði það lika, því hún dó píslarvættisdauða fyrir fósturjörð sína. Fleiri þjóðir geta verið í nauð- um staddar, en þær sem lýstar eru í hernaðarástandi, og fleiri hafa fulla þörf sinna bestu og dýrustu krafta. Landið okkar, ísland, þarf einnig og krefst að allir kraftar þess séu sameinaðir og sendir til að leysa það undan oki eig- ingirninnar. Konurnar eru að tinast fram á vigvöllinn smátt „ og smátt. Þær sjá að svo búið má ekki Iengur standa. Nykomið: Ekia Kínislc Kaffistell fyrir 12 manns sérlega falleg. Sömuleiðis: Puntupottar, Blómaskálar, Dlómsturvasar. — Margar teg- undir af Glerskálum, Asíett- um, Ávaxtaskálum o. m. fl. Verðið sanngjarnt eins og vant er. PóstMur seMar hYert»land sem er. Sími 419. Verslun Gunrþóruniiar'& Co. Eimskipafélagshúsinu. Þegar þær lesa um afreks- verk hinnar frægu og góðu stúlku, óska þær einnig að þeim mætti auðnast að fá trú og kraft til að vinna þjóð sinni það gagn sem hún mest þarf. En merkilegt er, að þaðskuli oft verða hlutskifti þeirra, sem bestir eru og óeigingjarnastir, að vera píndir mest. Þeir eru brendir, þeir eru húðstrýktir, þeir eru krossfestir. Það er hinn mikli harmleik- ur mannkynsins, að það fer oft verst með sína allra bestu menn. En getur það ekki verið af þvi, að okkur vantar einmitt það, sem mest er um vert.kær- leikann og umburðarlyndi við þá, sem eru á annari skoðun en við sjálfir? Vér vitum þetta ekki, en rann- sóknarefni væri það mikið, að finna orsökina til þess, að mann- kynið kvelur þá oft mest, sem mest vilja leggja í sölurnar fyr- ir velferð þess. Og þá ekki síð- ur hitt: Hvernig getum vér losn- að við þau ilfu forlög? Öllum átrúnaði fylgja ein- hverjir helgisiðir, þ. e. sérstakar athafnir, sem við eru hafðar er þjóna skal, tigna og tilbiðja guði þá, sem dýrkaðir eru. Helgisiðir hafa verið og eru rojög fjölbreytilegir og með ýmsum hætli. Þótt markmið þeirra hafi ætið verið hið sama, að þóknast guðunum og gera sér þá hliðholla, leita hjá þeim liðs og huggnnar í mótlæti, lofa vþá vegsama og tigna fyrir lán og líf, gróða og góðæri. Hellenar eður Forn-Grikkir hugsuðu sér goðin sem glæsilega konungshirð, gædda ódauðleika og eilífri fegurð, kappgirni, hreysti og iturleik, drotnunargirni, ráðkænsku og jafnvel æfintýraþrá. Þau elskuðu hverskonar kappleika, fþróttir, hugbætandi dansleika, hljóð- færaslátt og söng. 1 samræmi við þehnan á- trnnað voru helgisiðir þjóðar- innar. Hofin. Hér og þar á Grikklandi voru hof reist til vegsemdar hinum ýmsu goðum er þeir til- báðu. Margar af byggingum þessum voru mjög skrautlegar, og kostuðu of fjár. Má sem dæmi þess nefna, að eignir vé- fréttarinnar i Delli voru metnar 360 f. Kr., á 50 milj. kr. i vorri mynt. Og hve véfréttin var auðng af listaverkum, sést af þvi, að sagt er að Neró keis- ari hafi rænt hana 500 högg- myndum, en þá hafi þo eftir verið 3000 höggmyndir. Eins er þess getið að þá er Perikles var viö yflrráð í Aþenn um roiðja 5. öld fyrir Kr., að hann lét byggja ýms hof og hafi hvort þeirra kostað um 4 mitj. kr. i vorri mynt. En dýrustu hofin hafa þó verið fyrir utan Delfi, Sevshofið i Olympiu og hof Pallas Aþenu á Akrapolis- hæðinni við Aþenuborg. Sú var trú Hellena að goðin heimsæktu á vissum timum hof þau er þeim voru reist, auk þess, að hafa þau sérstaklega í vernd sinni. Þessa heimsóknar- tíma goðanna notaði svo borg- arlýðurinn til þess að halda guðunum hátíðar til vegsemdár þeim. Meiri háttar hátíðir voru haldnar 4. hvert ár í Delfi, A- þenu og Olympiu. Til vegsemd- ar höfuðgoðunum þremur, Sev, Aþenu og Apollo. Ollmpluletkarnlr. Mest voru hátíðahöldin í Olympiu er haldin voru til veg-

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.