Brautin


Brautin - 07.06.1929, Síða 3

Brautin - 07.06.1929, Síða 3
BRAUTIN 3 Vandlátar húsfreyjur kaupa Málning /I Veggfóður i Iiandsins stærsta úrval. 0110 Blistimsar mjög- íallegir, nýkomnir. K. Einarsson & Björnsson. „Málarinn44. semdar Sevus, höfuðgoði Hellena. Leiksvið borgarinnar var ein- hver fegursti staðurinn i Hellas, alsett hofum og likneskjum, olíu og platanviðum. A leikjum þessum safnaðist múgur og margmenni frá öllum héruðum og borgum landsins og jafnvel frá fjarlægum lönd- um, einkum þó íþróttamenn til kappleikjanna. Allir voru skrýddir sinnm bestu fötum er þangað sóttu, og dómararnir við kappleikana voru ktæddir purpuraskikkjum með lárviðarsveiga um höfuð sér. íþróttirnar voru margskon- ar er, sýndar voru s. s. kringlu- kast, spjótkast, hlaup, stökk og grisk glíma; mest þótti samt koma til um kappaksturinn er þreyttur var á Iéttivögnum með 4 hestum fyrir hverjum. Við enda hvers leikjar var kallari látinn tilkynna lýðnum nafn sigurvegarans, forfeður hans og ættborg. Gullu þá við fagnaðaróp frá vinum hans og ættborgurum. Sigurlaunln voru oliuviðar- sveigur. Siðasta dag leikmótsins, gengu allir sigurvegararnir í skrúð- göngu til hins mikla Sevushofs, voru þeir allir í hvítum skrúð- klæðum með oliuviðarsveiga um höfuð og pálmagreinar i hönd- um. Frá hofinu gengu þeir hægt í fylking i kringum alt leiksviðið; meðan var blásið á hljóðpfpur og lýðurinn æpti fagnaðarópum. Ekki var minni viðhöfnin er sigurvegararnir komu heim til ættborga sinna, voru þeir þá skrýddir purpuraklæðum og ekið í skrautvagni meö 4 hest- um fyrir i gegnum hlið borgar- innar, þvi sigur þeirra þótti ekki minna virði fyrir ættborg þeirra, en fyrir þá sjálfa og skyldfólk þeirra. Voru þeim oft reist minnismerki, eður lofdráp- ur um þá ortar, veislur voru þeim haldnar í ráðhúsi borgar- innar ásamt ágætustu mönnum hennar. Frh. Fréttir. Fimleikastúlkur frá Akureyri. Á sunnudaginn var komu hingað fimleikastúlkur frá Akureyri ásamt kennara þeirra hr. Ármanni Dalmannssyni. — Ætla stúlkurnar að sýna hér fimleika. Mun það í fyrsta skifti, sem flokkur kvenna kemur utan af landi, til að sýna fimleikalistir í höfuðborginni. Lítur út fyrir að fsl. stúlkur séu fimar og þolnar, og geti vel lært iþróttir. Ætti heldur að glæða áhuga kvenna fyrir iþróttastarfsemi, þvi það er mikils um vert, að ungar stúlkur stæli líkamsþrótt sinn og fegri allar hreyfingar sem mest. íslenskur söngflokkur fer tll kaupmannahafnar. Isl. sðngfiokkur fór nýlega til Hafnar til að taka þátt i söng- móti þvi, sem Norðurlanda- þjóðirnar efna til þar i borginni. — Hr. Sigfús Einarsson stýrði fiokknum. Hafa fréttir, sem hingað hafa borist, sagt frá þvi, að söngur- inn hafi tekist mjög vel hjá isl. flokknum. Er talið, að söngur Finna og íslendinga hafi verið bestur. Einkum er sopranröddunum hælt mjög fyrir fegurð. Fögrpglusfjórinn og göturykið. Ekki alls fyrir löngu gaf lögreglustjóri út til- Hjartaás- smjörlíkið. kynningu um það, að húseig- endur hreinsuðu vel kringum hús sin og gættu hreinlætis i þeim efnum framvegis. Ef ekki væri hlýtt hótaði hann hreingerningu á kostnað hús- eigenda. Fetta er nú alt gott og bless- að, þar sem einstaklingar eiga i hlut. En hvernig er það með hann sjálfan gagnvart hreinlæti þess opinbera, þar sem það á i hiut? Hvernig stendur á þvf, að lögreglustjóri leyfir að götur Reykjavíkurbæjar, sem fjöldi barna leikur sér á og fullorðnir verða að ganga um daglega og oft mörgum sinnum á dag, ern aldrei hreinsaðar eða sprautaðar til að ná af þeim hinu afar- óholla göturyki, sem er á þeim í þurkatið. Væri ekki rétt að lögreglu- 184 Blessaður Vilhelm, þú mátt ekki imynda þér, að eg sé að ákæra þig! hrópaði hún með fjöri. — Faðir minn á sökina. Þess vegna bið eg þig aðeins um það, að þú reynir að fyrirgefa honum í hjarta þínu. — Aðeins. Naumast hafði hann mælt þetta eina orð, án þess nærri að vita af, áður en hann iðraði þess; honum skildist, hvað það hlyti að særa hana. — Ástin mín, hvers vegna ertu nú einmitt í dag að hreifa við þessu leiða efni, mælti hann lágt. Með innilegri blíðu hraut þessi aðfinsla fram af vörum hans, og hann harmaði ákaft, að samræðan skyldi hafa snúist í þessa átt. Varir hennar titruðu, og hún lokaði augúnum fast sam- an, til þess að hefta tárastrauminn. — Eg hugði að á þessum degi meðal allra daga mundir Þ11 verða bljúgur í skapi við mig, hvíslaði hún að honum. Vonbrigðin, er lágu í þessum orðum hennar, nístn hjarta hans. Aldrei á æfi sinni hafði hann verið nær því að hræsna, cn hann vann bug á freistingunni og reyndist sannur. ■J— Ekki einu sinni þin vegna get eg látið í ljós nokkuð það, er enga rót á í minum innra manni. En svo miklu get eg hreinskilningslega lofað þér, að leiti faðir þinn um sættir við okkur, skal eg vera til taks við hlið þér. — Þakka þér fyrir! Hún hafði að vísu vonasl eftir meiru, en sá, að hún varð að lóta sér nægja það, er hann gat látið eftir. Guð hennar mömmu. 181 eitt við hana. Hún stóð þarna fyrir framan hann svo töfr- andi Ijúf og barnsleg og var órjúfanlega hans ástmey og eiginkona. — Þú hefir svo oft og mörgum sinnum verið uppi á þessu fjalli; það takmark er þér ekki nýtt, og hér hefi ég líka verið sjálfur áður. En þessi orð hans tók hún sér ekki nærri, og þessi mein- lausu spaugsyrði breyttu i engu skapi hennar. Áður hefir alt öðruvísi staðið ó en nú. Hér höfum við aldrei verið stödd sem hjón; á þessu fjalli hefi ég aldrei staðið fyr sem brúður þín. Hún hélt lionum altaf frá sér, með hendina á handlegg hans, og hann þóttist sjá, að hún hefði eitthvað meira á samviskunni, enda var það, sem hún var búin að segja, að- eins inngangur að aðalefninu, og nú varð hún alvarlegri á svipinn. Sjálfur varð hann og alvarlegri, og beið þess með spenn- ingi, hvað það væri, er henni lægi á hjarta. — Vilhelm, mælti hún, án þess að horfa á hann og færði sig litlu nær honum, nú höfum við náð því marki, er við höfum lengi stefnt að. En eftir er annað inark, er við höf- um ekki náð. Ó, Vilhelm, ef þú vildir! Hún leit snögt framan i hann, brennandi bænaraugum. er vöktu honum gremju, því að hann grunaði, hvaða mark hún ætli við, en hann áleit að því yrði með engu móti náð; þvert á inóti vilja hans og honum til ærins sársauka koin harkan upp í honum gegn hinu innilega ávarpi hennar. Hann gat ekki við það ráðið.

x

Brautin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.