Brautin


Brautin - 07.06.1929, Blaðsíða 4

Brautin - 07.06.1929, Blaðsíða 4
BRAUTIN NýkOlTIÍð: Yátryggingarfélagið Nye Peysufatasilki, margar tegundir frá 12,50 mtr. Klæði og silki í möttla. Skinnkantur, svarfur og mislitur. AlklæðÍ, svart, falleg tegund, 13,50 mtr. Kamgarn, á 9,90 mtr. og margt fleira. Versl. Guðbj. BergþórsdÐltur Laugaveg 11. — Sími 1199. stjóri reyndi nú á karlmensku sína, og neyddi það opinbera til að hreinsa burt göturykið og það sem fyrst. Hann myndi fá þökk margra bæjarbúa fyrir vikið. Brautin liefir áður minst á þetta mál, en Iögreglustjóri látið það sem vind um eyrun þjóta. En lögreglustjóri má vita það, að hann er ekki siður skyldug- ur að gæta þess, að það opin- bera brjóti ekki heilbrigðisreglur þær, sem réttar eru, heldur en cinstaklingarnir. Það opinbera ætti að ganga á undan um hreinlæti og hirðu- semi, en ef það gerir það ekki, verða lögreglustjórar að reyna að íinna ráð til að láta það opinbera hlýða góðum hrein- lætisreglum. stofnað 1864. Tekur að sér líftryg'ging-ar og bruna- bótatryggingar ailskonar með bestu vátryggingarkjörum. Sighvatur Bjarnason, Amttnannsstíg 2. • Simi 171. liögr^grlustjórlnn og bila^arglð. Útlendur maður hetir nýlega ritað smágrein um götuhávaða í bilum. Þykirhon- um hávaði þeirra óþolandi. — Merkilegt er að vér skulum þurfa að fá útlending til að benda oss á þennan skrælingja- sið, að bílar gargi og gauli hver sem betur getur 'allan daginn. Sagt er að lögreglustjóri vilji gjarnan laga þetta, en fái ekki fyrir heimskutegum eða rang- skildum bæjarreglum. Vonandi verður brátt ráðið við þetta. En eitt er þó athug- unarverðast, það er þegar bil- stjórar að næturlagi blása við- stöðulaust margar minútur i einu fyrir utan húi, til að vekja eftir- tekt hálfdrukkinna manna, sem bílana hafa pantað. Þessi siður ætti alveg að hverfa og leggja sektir við, því þetta er mjög ónærgætnislegt við þá, sem næturfrið vilja hafa. Öhuhraðl bíla*'iia. Hrað- keyrsla bfla cr stundum svo mikil á Reykjavikurgötum, að bein lifshætta er af. Það þarf öfluga gæslu til að koma i veg fyrir þetta, en það er samt alveg nauðsynlegt, eink- um þar sem götur eru þröngar og umferð mikil. — Prastalundur. í dag tlytur blaðið augiýsingu, ásamt mynd af »Þrastalundi«, sumarslsti- staö frk. Elinar Egilsdóttur á Skjaldbreið. Hún er ein af þeim konum, sem fátt virðist ókleyft fttrir. Eignalitil réðist bún i að Kaupa »Skjaldbreio«, hetsta gisti- og veitingastað bér i bæ. Hetir hún stjómað honum með dug Og dáð i mörg ár, svo hann er enda fremri nú én hann var áður. Og nú heflr bún ráðist í það þarfa verk að byggja gisti- hús í sóKælum skógarlundi f IVasiaskógi, svo gestir og gangandi geta fengið þar tivild- arstað, ef þeir óska. Gististað þenna rak hún i fyrra sumar, en hefir nú í vor endurbætt hann að mörgu leyti. Sett t. d. mótor i húsið sem framleiðir Ijós og vatn og einnig kælir til •matvæla. Einnig liefir hún full- komnað he<bergjagerð bússins, sem ekki var tullger i fyrra. Hafa margir smiðir unnið þarna að í vor. Fyrir viku siðan opn- aði hún búsið til afnota. Mun það reynast gestsælt nú ekki síð- ur en i fyrra, enda er í mikið ráðist að koma sliku á fót. MALTOL Bajerskt öl PILSNER Best. Ódýrast. INNLENT ÖLGERÐIN EGILL SIULLAGRIMSS Presturinn: Viljið þér ekki borða miðdegisverð með okkur hr. kandidat? Kandidatinn : Það er mér mik- il ánægja hr. prestur, en ég get því miður ekki notað yðar á- gæta boð fyr en á morgun, því konan yðar helir boðið mér að borða miðdag i dag. Eldastúlkan (við kærastann, sem var hermaður): Heyrðu Pét- ur þekkurðu ekki einnhvern snotran mann, sem gæti trúlof- ast stofustúlkunni okkar. Hermaðurinn (hræddur): Nei, nóg um það, stúlkur mínar, það sem þig eigið í afgang, er ekki nóg handa tveimur, það get ég svo auðveldlega boiðað aleinn. Prentsmiðjan Gutenberg. 182 Hún þrýsti sér fast að honum með innilegri, ljúfri auð- sveipni og horfði framan í hann. — Þú barst mig nærri því upp brattann fyrir stundu, og mæltir svo um, að þvi mundir þú jafnan halda áfram. Hún mælti af innileik og hugði að telja hann á sitt mál. Skugga sló á svip hans, og í ústúð hans blandaðisí bæði sársauki og eldheit ástríða. — Það voru ekki tóm orð, það var full alvara min, og eg ætla mér að standa við það eftir því sem í mínu valdi stendur. En það eru til björg, er ekki verður þokað. Þess viðbót hans þaggaði niður bæn hennar, áður en hún fekk lokið henni, hún varð mjög hnuggin, en hélt þá áfram. — Það er mjög bratt að næsta marki okkar, en ómögu- legt er ekki að komast þangað. Eg ætlast ekki til að þú berir mig, því að bjargið, er þú nefndir, verður þér erfiðara en mér. Hið eina er eg bið um er þetta: Hjálpaðu mér til að bifa bjarginu. Hann svaraði engu orði, kysti hana aðeins. Átti hún að taka þetta sem játning, eða þýddi það það, að hann vildi komast bjá að gefa nokkurt loforð? En þetta mál var henni hjartfólgnara en svo, að hún gæti látvð hann sleppa svo auðveldlega frá því. Mundi nokkru sinni, ef ekki nú tækifæri til að vinna búg á hon- um. Tækist henni ekkr nú að snúa huga hans í þá átt, er hún taldí rétta, mundi hún þá nokkru sinni fá orkað því? — Vilhelm, við verðum að sættast við föður minn! hvíslaði hún, meðan hann var að kyssa hana, en með koss- unum leit út fyrir að hann ætlaði sér að loka munni hennar. 183 Hann vildi ekki neita brúði sinni um þá bæn, er hún i faðmi hans hvislaði i eyru honum; hann vlldi ekki dauf- heyrast við fyrstu ósk sinnar ungu brúöar;'fyrir því hafði hann viljað koma í veg fyrir, að hún næði að birta hana. En það hafði honum ekki tekist. Hvað átti hann nú til bragðs að taka? , Hann svaraði ekki þegar í stað. Með handlegginn um mitti hennar og brúðarblæjuna sveipaða um þau bæði, gengu þau síðustu skrefin upp á efstu bunguna. Þegar þau stóðu þarna, nærri alla leið uppi i bláloftinu, í miðjum, snæþöktum fjallahringnum, bððuðum í sólar- Ijómanum, kom svarið hjá honum. Hann benti niður í úfna, stórgrýtta dalskoru, þar sem stór björg húldu dalbotninn, ekki aðeins sjónum þeirra, heldur og fyrir ljósi sólar. Báðum var þeim kunn þessi dalskora, og vissu, hve dimm og köld og rök hún var. — Elskan mín, til eru þeir staðir, þar sem sólin nær ekki að lýsa, mælti hann í mildum róm. — Hvað áttu við? spurði hún, þótt hún vissi raunar, hvað hann fór. — Svo getur' staðið á, að um sættir sé ekki að ræða. — Björgin má sprengjá í loft upp — í stað þessa að láta þau hrúgast hvert ofan á annað. Þessi litla athugasemd egndi skap hans. —¦ Ef þú vilt vera réttlát, verður þú að játa, að eg á ekki sök á'afstöðu föður þíns til okkar, mælti hann, og fór nú ljósum orðum um þetta viðkvæma efni, er hann hafði hingað til talað um aðéins í líkingum.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.