Brautin


Brautin - 14.06.1929, Blaðsíða 1

Brautin - 14.06.1929, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Marta Einarsdóttir. Sími 571. Brautin. Útgef endur: Nokkrar konur í Reykjavík. Sfmi: 491. 1. árgangur. Föstudaginn 14. júní 1929. 49. tölublað. 000000000000000000000000 o -^y , , ______• «e » o o ÆMynmng. Merkileg tímamót. i nýkomiö! /tar eð ea te/ af ritstjórn »Brautarinnar« þakka ég þeim sem sýnt hafa henni veloild mín vegna. Sigurbjörg Þorláksdóttir. Eins og ofanrituð tilkynning sýnir, lætur frk. Sigurbjörg Þorláksdóttir af ritstjórn Braut- arinnar. Frk. Sigurbjörg hefir átt við allrnikla vanbeilsu að búa sið- asta árið, legið þungar legur, en rétt við a milli. Nú nýverið fekk hún veik- indakast og treystir sér því ekki til að halda átiuin ritstjórn blaðsins. Það þarf ekki að taka það fram, að Brautin missir mikils við, þar sem frk. Sigurbjörg Þorláksdóttir, hefir orðið að fara frá henni, því þrátt fyrir van- heilsu sína, hefir hún lagt mikla rækt við blaðið og viljað sóma þess og viðgang i öllum grein- um. Má geta þess hér, öðrum konum til eftirbreytni, að alt þetta starf Aefir húu lagt fram, jn þess að krefjast neins end- urgjalds fyrir. Ér slík fórnfýsi fyrir mikiis- vert mál, frk. Sigurbjörgu til mesta sóma. Allir, sem frk. Sigurbjörgu þekkja, og þeir eru margir, bera virðingu fyrir henni, fyrir mannkosti hennar. Hún er kona stilt, kurteis og athugul, fylgin sér um öll mál, sem hún tekur trygð við, og vill vinna hvert verk af alúð og samviskusemi. Hún á sinn mikla þátt i þvi að þetta blað, sem er fyrsta sljórnmálablað fsl. kvenna, og fyrsta vikublað, sem ísl. konur hafa stofnað, fór að koma út. Hún hafði kjark i sér til að verða fyrsti ritstjóri að slíku blaði bér á landi. Fyrir þetta brautryðjanda- starf, mun hennar lengi minst í kvenréttindabaráttu ísl. kvenna, sem framsýnnar og dugandi konu. Hið óeigingjarna starí hennar fyrir ísl. þjóðina mun verða þeim mun meira metið, því lengra, sem frá liður og skiln- ingur manna á þroskamöguleik- um kvenna vex. Meðritstjóri hennar þakkar henni fyrir ágæta samvinnu og Brautin leyfir sér að flytja henni þakkir frá öllum lesendum blaðsins og útgefendum þess. Vér stöndum nú á merkum timamótum í stjórnmálalifi þjóð- arinnar. Nýr kraftur, sem lengi hefir verið kúgaður og niðurbældur er að ryðjast fram á stjórn- málasviðið. Meiri hluti allrar þjóðarinnar, sem til skamms tlma mátti éngu ráða og engan þátt taka i með- ferð þjóðmála, er nú búinn að fá nokkurt svigrúm, til að hefja úrslitabaráttuna fyrir fullu frelsi sinu á öllum sviðum. Konurnar eru að fá nýjan kjark og nýjan kraft. Þær sjá, að hingað til hafa þær litið annað verið, en lágt settar þjónustur karlmannanna, sem að engu treystu þeim til hinna meiri og stærri verka í þjóðfélaginu. Þeir skipuðu þeím fyrirstörf- um. Þeir skipuðu þeim fyrir um klæðaburð, þeir skipuðu þeim fyrir um mentun þeirra og hátterni, um réttindi þeirra og fjármál, um stöður þær, sem þær máttu hafa á hendi. Þeir sðgðu fyrir um hegnÍDgu þá, sem þær skyldu fá, ef þær breyttu út af fyrirmælum þeirra. Konarnar eru nú farnar að slíta af sér bönd ófrelsisins. Pœr vilja ekki lengur hafa á hendi ambáttarstöðuna fgrir ícarl- manninn. Hann sé drottnarinn á öllum sviðum. Þær hinar litilmótlegu og fyrirlitlegu, sem aldrei megi sækja ráð til, nema um þjón- ustubrögð og gólfhreinsun. Þær krefjast jafnréttisstöðu við hlið karlmannanna, hvort sern þær eru giftar eöa ógiftar. Þær krefjast mentunar og efnalegs sjálfstæðis til jafns við þá. Pær krefjast jafnra valda við þá í öllum málum hins opin- bera lífs eftir þvf, sem siðgöfgi þeirra, vit og þekking heimilar þeim. Þetta eru hin miklu tímamót, sem ekki eiga sinn lika i ver- aldarsögunni. Aldrei heflr annar eins kraft- ur verið leystur úr læðingi, eins og sá, sem nú er að koma fram á stjórnmálasviðið. Aldrei heflr jafn stórkostleg bylting orðið i heiminum, eins og sú, sem nú er að hefjast: frclsisbylting kvouna. Karl- mennirnir hafa lengi búist við henni. Peir vitrustu þeirra hafa fyrir löngu séð að hun var í aðsigi. Peir hafa séð, að þessi vold- ugi kraftur, allar konur heims- ins, gæti ekki til lengdar verið i böndum. Hann hlyti að losna og krefjast réttar sins. Mestu vitringar heimsins hafa fyrir löngu séð, að það var óeðli- legt og rangt, að karlmennirnir réði öllu, en konurnar engu. Pað væri hinn mesti glæpur, að halda þeim i nokkurskonar lögskipuðu undirgefnis- og ó- frelsisástandi. Peir sáu fyrir, að þeir timar hljóta að koma, þar sem yrði að gefa þeim fult frelsi og við- urkenna þær, sem fullkomna jafningja sina um völd og vitð- ingar. En hitt hefír þá ef til vill fæsta grunað, að einmitt þessi kraftur, dessi undirokaði fyrir- litni hopur, ætti eftir að skipa sér þar í fylkingu, sem mest reið á að hið besta lið veldist til. Fæsta þeirra mun hafa grun- að það, að þessi kraftur ætti eftir ad fylkja sér sem fastast um það, sem er undirstaða allr- ar velferðar mannkynsins. Fæsta þeirra hefir órað fyrir þvi, að þær myndu hvað fyrst- ar verða til að styðja þá nýju stjórnmálastefnu, sem heimur- inn þarfnast allra mest, stefnu mannúðar- og siðgöfgis. Nýlega eru kosningar afstaðn- ar i einu stærsta riki veraldar- innar. Mesta stórveldi heimsins heiir gengið til nýrra kosninga, með því breytta kosningafyrir- komulagi, að breskar konur höfðu nú fullan atkvæðisrétt til jafns við karlmenn. Sagt er að meiri hluli allra kjósendanna hafi verið konur. Meö öðrum orðum, konurnar hafa markað hina breyttu af- stöðu bins nýkosna þings. Og hvernig fóru kosningarnar. Stjórnarliðið beið gifurlegan ósigur. Sá flokkur í Englandi, sem stendur einna fastast á móti mannúðarmáiunum, öflugri frið- arstarfsemi og frelsi Indlands. Sá flokkur, sem hefír sýnt fullan vanmátt sinn og vilja- leysi um það, að bæta kjör fá- tæklinga. g Úrval af Handklæðum frá g 70 aura stk. Rekkjuvoðir, § Flonelett, Sumarkjóla- S tau og Morgunkjólatau. s Svortu Silkisokkarnir. o § Veröið sanngjarnt eins og vant er. I Verslun Gnnnprnnnar & Co. O :: Eimskipafélagshúsinu. ::: S Póskröfur sendar um land alt. O o ooaoaaooðoðððððððaððaððð Sá flokkur, sem hefir aðengu tekist að leysa fram úr atvinnu- leysisböli þjóðarinnar, sem merg- sýgur marga bestu syni og dæt- ur landsins. Sá ílokkur gataldrei íengið meiri hluta atkvæða kvenna þjóðarinnar. Petta virðist benda til þess, að hér eftir þýðir engum stjórn- málaflokki að biðla til atkvæða kvenna hér eða í öðrum lönd- um, nema hann vilji meta ein- hvers þau mál, sem mest er um vert, mannúðar- og siðgöfgis- máiin. Hér erum vér komnir að hin- um öðrum og ekki siður merki- legu timamótum i stjórnmála- iííi þjóðarinnar. Ný stefna er að koma fram, sem setur markið hærra, en allar aðrar stjórnmálastefnur hafa hingað til gert. Það er hin andlega stefna: Siðgöfgisstefnan. Pað er andstæðustefna ohrak- menna þjóðarinnar«, eins og þeim var lýst i samnefndri grein i siðasta blaði Brautarinnar. * Pað er baráttan gegn hinu blygðunarlausa mannúðarleysi, sem lýsir sér i því, að níðast á vesölum gamalmennum, á blá- fátækum barnaekkjum, á um- komulitlu kvenfólki, á lægst settu starfsmönnum þjóðarinnar. Það er baráttan gegn binni opinberu siðspillingu, sem lýsir sér í þvi, að svikja hvert gott mál, þegar bitlingar og völd eru f boði, þó hátiðlega hafí verið lofað stuðningi við þau, áður kosning fór fram. Það er baráttan gegn þvi, að siðleysi, úflúð og flokka- drættir vaxi með þjóðinni við arinelda lýgi og rógburðar. Það er barátlan gegn þvi, að óréttlætið sé tignað af hinum æðstu stjórnurum þjóðarinnar og flokksklikuskapurinn sé gerð- ur að hinu æðsta boðorði i stjórnmálalifl þjóðarinnar.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.