Brautin


Brautin - 14.06.1929, Blaðsíða 2

Brautin - 14.06.1929, Blaðsíða 2
2 BRAUTIN SissonsBrothers Málningavörur. í heildsölu: Botnfarfi á tré- og járnsldp Blýhvíta, Olíufarli allsk,, JPurlief ni, Dnft, margsk., Mennia, Trélím, Presseninga- faríi, Hall’s Distemper (Vatnsfarfi). Nafnið Sissons er trygging fyrir bestu farfavörum. Kr. Ó. Skagfjörð, Reykjavík, Sími 647. T^estufaríl, Zinkhvíta, Terpentína, Pernisolía, GI j ákvo ða, Kítti, Húsafarfi, Sú barátta, sem hér er verið að hefja, er enginn barnaleikur. Hér ekki verið að tala um kaffigildi eða nýtísku kjóla, um púður og hársnyrtingu, um hé- góma og tildur. Hér er verið að hefja sið- göfgisbaráttu, sem alt ísl. kven- fólk, sem fullum þroska hefir náð, verður að taka þátt f og fylkja sér um við hliðina á karl- mönnunum. Hér er baráttan um það, að reyna að þroska siðferðiskraft ísl. þjóðarinnar svo hún verði öllum öðrum þjóðum betri,-öll- um þjóðum mannúðarmeiri, öll- um þjóðum göfugri. Þetta eru hin miUu timamót i lífi þjóðarinnar, að nún erfarin að koma auga á það mark, sem öll stjórnmálastarfsemi hennar á fyrst og fremst að keppa að. Öld siðgöfgis og mannúðar er að hefjast með þjóð vorri. Hún er að byrja að skilja það að hún verður að sameina alla krafta sfna um það, sem er að- alatriðið, að reyna að verða betri þjóð. Og merkllegast er, það ern hfnar veiku og fyrirlitnu, það ern ísl. konnrnar, sera fyrstar þora að Jjá styik sinn til stjórnmálabaráttn nm það takmark, sem mest er nm vert, að gera þjóðlna siðferðislega 8jálf«tæða. Pað er, að losa hana nndan þelrri áþján, sem ha ttn- legnst er og voðalegust: áþján siðieysisins. Ljósmæðramálið- Hverja maður umgengst í dag- lega lífinu, hefir afarmikið að segja. Maður vill gjarnan vera með fólki, sem maður trúir að sé ærlegt og gott fólk, og getur treyst í hvívetna. En svo mikil nanðsyn, sem þetta er hverjum einstakling daglega, þá er hún þó enn meiri í mikilsvarðandi tilfellum, t. d. í þungum veikindum. Hræðileg má sú hugsun vera fyrir mann, sem þarfnast upp- skurðar, að geta ekki fyllilega treyst lækni þeim, sem skurð- inn á að gera. Það hlýtur að vera erfitt að leggjast á skurðarborðið með slíka hugsun. Pað vita líka allir að mikil er virðing og innilegt þakk- læti, hins sjúka manns, og að- standenda hans, til læknisins, að vel unnu starfi í slíkum til- fellum, og fáum finst þeir geti að fullu goldið slíkt starf með peningum. Petta skilja allir, að minsta kosti allir, sem þurft hafa lækn- is við fyrir sig eða sina. En hitt skilja sýnilega ekki allir, hversu göfugt og mikið starf ljósmæður landsins hafa með höndum, og hversu óend- anlega miklls virði það er, að það sé leyst vel og samvisku- samlega af hendi. Konurnar skilja það og fjölda margir karl- menn. Konurnar sem þurfa Ijós- mæðranna við, vita hve mikil þörf það er, að þær séu góðar, skynsamar, samúðarfullar, fórn- andi, þolinmóðar og öruggar. Það er svo óendanlega mikils virði, að því trúir ef til vill enginn, sem ekki hefir kynst því af persónulegri reynslu. Kon- nrnar og flestir eiginmenn skilja það. En margir af þingmönn- um íslands, skilja það ekki. f*eir sýna það greinilega með smásálarskap sínum í launa- hækkunarmáli Ijósmæðra á þingi. Þeir hafa þrefað um það á þÍDgum og felt það i öll skiftin. Peir hafa felt það, af þvf þeir skildu ekki hversu mikið ríður á að í Jjósmæðrastöðurnar velj- ist nýtar og góðar konur. Þeir hafa felt það með sama skilningsleysinu og viðurkenn- ingarleysinu, sem veiið heiir á störfum kvenna frá alda öðli. Þessir menn, sitja enn þá í svart- asta myrkri skilnings- og sam- úðarleysis. Þeir skilja ekki kvein- stafi hinna þjáðu, þeir kunna ekki að meta til launa líknar- og hjúkrunarhendurnar, sem leitast við að létta hinum sjúku þjáningarnar. Peir skilja ekki að með svona launakjörum, sem verið hafa og eru á landi voru, getur varla verið þess að vænta að dugandi kona láti sér detta í hug að □ema Ijósmóðurfræði og setjast að í sveit, í erfiðum og strjál- bygðum héruðum. Flestar geta þær unnið mikið arðvænlegri störf, en að slíta heilsu og kröft- um á vökum og erfiðum ferða- lögum, fyrir slik laun, og þau sem þeim eru boðin. Pað er lika áreiðaulega víst, að í nokkrum tiifellum, hafa ungar stúlkur fullar útferða- löngunar, fundið upp á að læra Ijósmjóðurfræði, til þess að fá ferðapeninga til Reykjavíkur og ódýra vetrarvist í bænum. Heyrst hefir að sumar hafi jafnvel aldrei gfengt Ijósmóður- störfum og nokkrar ef til vill hangið f siöðunni árlangt, með litlum áhuga, og er ekki heldur við öðru að búast, þegar áætl- unin var öll önnur. Pessum kjörum munu margar sveitir landsins verða að sæta. Þetta er eðlileg afleiðing af þvi, að til einkis er að vinna. Það er ekki nóg með að ljós- mæður til sveita, eru sendar »út- lærðar«, með mikið lélegri ment- un til héraða sinna, beldur en gerist hér í Reykjavík, innan- um afla læknana, sem hægt er að fá á augabragði til hjálpar ef eitthvað út af ber, heldur væri ekki nema eðlilegt að til starfans veldust lika lélegri konur. Pað lítur helst út fyrir að líf kvenna til sveita, séu ekki dýrt metin í augum þeirra þing- manna, sem unnið hafa gegn þvf, að sveitahéruðin yrðu að- njótandi dugandi og óeigin- gjarnra ljósmæðra. Pví engum dettur í hug, að þingmennirnir hafi ekki tekið alt með í reikninginn, til dæmis vandkvæðin, sem eru víða í af- skektum sveitum að ná í lækni að vetrarlagi, og að aldrei er eins nauðsynlegt, að ljósmóðirin sé kjarkgóð, dugleg og úrræða- góð og þá. í*ess vegna hljóta þeir að meta líf sveitakvennanna ódýrara en hinna. Og allar ísl. konur ættu að taka upp þykkjuna fyrir ljós- mæðrastéttina, því það mál er sameiginlegt mál fyrir allar konur. Mtar tmiir af vel verkuðu Dilkakjöti verða seldar næstu daga með lækkuðu verði. Sláturfélag Suöurlands. Sími 249. Þær ættu allar, sem ein að krefjast þess á hverjum einasta þingmálafnndi, sem haldnir verða af þingmðnnum hvers einasta héraðs á landinu, að þeir greiði götu þessa máls á □æsta þingi. En verði einhverjir afturhaldseggir — enn á ný til að greiða atkvæði gegn þessu máli, þá á sá hinn sami ekki að eiga afturkvæmt á þing, því getum vér konur ráðið, því við ráðum meiri hluta atkvæða. Við eigum tafarlaust að fylkja okkur um öll áhugamál okkar og sýna karlmönnunum, aö dugnaður hinna fornu víkinga býr enn með okkur konum, þó hann þekkist ekki lengur með mörgum af karlmönnum þeim, sem skipa fulltrúasæti þjóðar- innar á þingi. Z. -------f Fréttir. Ragfnar E. Kvaran og siðgufgisstefnan. í lesbók siðasta Morgunblaðs ritar hr. Ragnar Kvaran grein, sem hann kallar »tsland og önnur lönd«. í greininni segir hann frá því, að merknr amerískur verkfræð- ingur Mr. Earl Hanson hafi lát- ið svo um mælt í boði, sem þjóðræknisfélagið hélt, að nú væri með öllu ákveðið að taka upp fastar flugferðir til Evrópu frá Ameríku og væri enginn vafi á þvi lengur, hver leið yrði valin. Sérfræðingum beri saman nm, að leiðin um Grænland og ísland yrði afdráttarlaust sú öruggasta og hentugasta, sem hægt væri að fara. Væru verk- fræðingar sannfærðir um að fastar vikulegar ferðir um ís- land væru fyrir dyrum, ef þær ekki hæfust á þessu ári, þá drægist það ekki lengur en til næsta árs. I greininni bendir hr. Ragnar Kvaran réttilega á, hve mikla þýðingu þetta geti haft fyrir ís- land. Hann bendir og á hætt- una, sem af því geti stafað fyr- ir isl. þjóðina að komastísam- band við auðmagn stórþjóð- anna og Iýsir þvi hve ill áhrif

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.