Brautin


Brautin - 21.06.1929, Qupperneq 1

Brautin - 21.06.1929, Qupperneq 1
Ritstjóri: Marta Einarsdóttir. Simi 571. Brautin. Útgefendur: Nokkrar konur í Reykjavík. Sími: 491. 1. árgangur. Fösíudaginn 21. júní 1929. 50. tölublað. Ðlaðavald kvenna. Það er álit margra, að blöðin hafi milcil áhrif. Sumir hafa jafnvel kallað þau eitt af stórveldum heims- ins. Allir þeir, sem koma vilja fram málum sinum eða hafa einhver áhrif, verða að reyna að hafa blöðin á valdi sínu, annars er málum þeirra oft að litlu sint, jafnvel þó góð séu, eða þá að það tekur svo lang- an tíma og mikið erfiði að vinna málunum gengi, að flest- um mönnum er það um megn. Með blöðunum er hægt að koma skoðunum sínum til fjöld- ands, vekja hugsun þúsunda, í stóru löndunum jafnvel mil- jóna, um sína eigin hugsun, ræða hana og rannsaka, gleðj- ast yfir henni eða hryggjast, elslca hana eða hata. Af öllum þeim, sem blöðin lesa, er auðvitað fjöldi manna, sem hafa lítinn áhuga á því sem skrifað er, einkum ef um alvarleg mál er að ræða. En venjulega er þó einhver hópur manna, sem lekur slík mál til nákvæmlegrar íhugunar og vill ljá þeim styrk sinn ef þeim líst málin góð eða hindra framgang þeirra, ef hann telur þau röng eða til ils eins. Þegar maður athugar þessi miklu áhrif, sem blöðin hafa, er það mjög áríðandi, að. blöð- in séu sem best. Enginn ætti að skrifa i blöð- in annað en það, sem hann veit réttast og sannast og þjóðinni til einhvers gagns eða góðs. Ritstjórarnir ættu að vera hinir bestu menn þjóðarinnar, sem í öllu starfi sínu létu ekki stjórnast af öðru en rólegri hugsun og löngun til að leita sannleikans i öllu, jafnframt skilningi á þvi að mikill vandi og ábyrgð fylgir því starfi, sem þeir hafa tekið að sér og afleið- ingar af því að misbrúka það, geta orðið mjög skaðlegar þjóð- inni, ef til vill um langan tíma. Hingað til hafa flest blöðin verið í höndum karlmannanna. Þeir haí'a gefið þau út, kost- að þau og ráðið þeim að öllu leyti. Konur hafa lítið skift sér um þetta og látið karlmennina nær einráða um að beita áhrifum sinum eftir eigin geðþótta. Vegna þessa hefir gætt mjög lítils áhrifa kvenna á stefnur þær, sem upp hafa komið, eða rutt hafa sér til rúms, og þó sumar þeirra hafi jafnvel að á- liti margra lcvenna, verið rang- ar, hafa þær ekkert getað við það ráðið, en orðið að sam- þykkja alt með þögninni. Ef þær hefðu mátt ráða blöð- unum, hefði margt farið öðru vísi en nú og mörg þau Ijótu og illu verk, sem þau hafa átt upptölc að eða vanrækt að hindra, aldrei verið framin. Ef þýskar og franskar mæð- ur hefðu fengið að stjórna aðal- málgögnum sinna landa fyrir ófriðinn mikla hefðu þær reynt af öllum mætti að lægja ófrið- aröldurnar og bera sáttarorð milli nágrannaþjóðanna. Þær hefðu elskað svo mikið syni sína, að þær hefðu jafnvel viljað fórna sínu eigin lifi til þess að Kainssvipurinn þyrfti aldrei að koma fram á ennum þeirra. Svona mætti lengi telja. Karlmennirnir fara sinu fram, jafnvel þó vitanlega sé rangt, en konurnar verða að láta sér það lynda, þó þeim sé það jafnvel þvert um geð, af því ., þeir hafa blaðavaldið al- veg i sinum höndum og þar með öll völdin og öll áhrifin. □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ E3 □ □ E3 E3 □ □ E3 E3 E3 0 □ Afgreiðsla Brautarinnar er nú fyrst um sinn í verslun Kristínar Sigurðardóttir. Laugaveg 20 A. — Sími 571. Ef vanskil verða á blaðinu eru menn vinsamlega beðnir að snúa sér þangað. Þeir kaupendur blaðsins, sem enn hafa ekki tilkynt blað- inu bústaðaskifti eru beðnir að gera það hið allra fyrsta. Nýjir kaupendur fá blaðið ókeypis frá áramótum. Allar konur eru vinsamlega beðnar að útbreiða blaðið, sem mest. Verð Brautarinnar er að eins 0,50 um mánuðinn □ E3 □ □ □ □ □ □ E3 □ □ □ E3 □ □ □ E3 □ □ □ □ E3 E3 Hér á landi hefir þetta verið eins. Til skamms tíma hafa islenskar lconur jafnvel ekkert blað átt, sem reyndi að flytja skoðanir þeirra og skapa þeim áhrif á framgang þeirra mála, sem þeim þykir mest um vert, þjóðinni til gagns og gengis. Brautin er fyrsta blaðið, sem islenskar konur hafa stofnað, til þess að koma fram áhugamál- um sínum og skapa sér áhrif hjá íslensku þjóðinni. Hún er aðeins fyrsta tilraun- in. — Hún er brautryðjandinn, sem vill vekja konurnar til liugsunar og framkvæmda. Hún vill hjálpa til að gera þær svo áhrifamiklar, að þeim sé fært að koma þeim hugsun- um og þeim áhugamálum fram, sem þeim þykir mest um vert og liindrað framgang þeirra verka, sem þær telja sér og þjóðinni til skaða. Brautin er aðeins fyrsti vís- irinn. — Fleiri blöð þurfa kon- ur að eignast og fá vald yfir. Með blaðaeign sinni eiga þær að geta fengið það vald, sem jafnvel sjálfir karlmennirnir verða að virða og meta mikils. Þetta kostar bæði fé og erfiði. En konur mega ekki halda að karlmennirnir væru að halda úti öllum þessum aragrúa af blöðurn, ef þeir teldu sig ekki hafa eitthvert verulegt gagn að því. Þó konur þvi verði að leggja nokkuð að sér í fyrstu, þá mun það erfiði borga sig síðar, því þær verða við það þroskaðri konur, valdaríkari um hin góðu mál og vilji þeirra siður einsk- ismetinn, ef rangindi á að fremja og misrjetti. Enginn maður getur neinu góðu til vegar komið í þessum heimi, nema hann leggi þar á hug sinn allan. Ef konurnar vilja framgang þess góða, verða þær að leggja fast að sér. Spara hvergi krafta sina. En vinna af alhug með það eitt fyrir augum, að alt starf þeirra verði þeim og þjóð þeirra til þroska og framtara. Blaðavaldið er eitt af stór- veldum heimsins. Konurnar ern farnar að sjá, að þær fá aldrei neinu ráðið, nema þær hafi þetta vald að einhverju leyti í sinum hönd- um. Karlmennirnir hafa stundum misnotað þetta vald mjög mik- ið til að koma fram hinum verstu málum og skaðlegustu. Þeir hafa jafnveí æsi hvé'T> annan upp til hinna íerlegustuv hryðjuverka, og það einmitt oft vegna þess, að þeir voru alveg einráðir um blaðakostinn. En konur blaðalausar komu eng- um mótbárum við. Þær urðu að halda að sér höndum og haf- ast ekkert að, þó þær væru þess fullvissar að rangt væri stefnt lijá karlinönnunum og óvitur- lega. íslenskar konur eru svo marg- ar, að þær eiga að geta haldið út fleiri góðum og áhrifamikl- um blöðum. Þær eru svo sið- ferðislega þroskaðar, að þær myndu reyna að beita blaða- valdi sínu sem mest til góðs í öllum málurn. Nú hafa konurnar fengið hið besta verkefni að berjast fyrir, þar sem er hin fegursta stjórn- málastefna, sem enn hefir kom- ið fram með þjóðinni, siðgöfg- isstefnan, og þá er hitt verk- efnið líka hið nauðsynlegasta, að auka efnalegt sjálfstæði kvenna jafnframt þvi sem and- legt sjálfstæði þeirra er þrosk- að í öllum greium. Blaðavald kvenna er mikil nauðsyn. Og það er íslenskum konum til mestu vansæmdar, ef þær láta karlmennina einráða um áhrif á þjóðmálalif alt, þar sem auðséð er, að þau á- hrif eru stundum miður holl fyrir allan andlegan þroska og framfarir þjóðarinnar. Konurnar þurfa að styrkja blaðavald sitt sem mest, en framar öllu öðru gerast braut-

x

Brautin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.