Brautin


Brautin - 21.06.1929, Blaðsíða 2

Brautin - 21.06.1929, Blaðsíða 2
f BRAUTIN ryðjendur að því að flytja aldr- ei annað en það, sem rétt er og satt. Því þroskaðra sem blaðavald kvenna vorra er, þvi meiru góðu geta þær komið til leiðar, og því virðingarverðari verða þær í augum hinna bestu manna þjóðarinnar á öllum tímum. Fátæku mæðurnar og börnin þeirra. Nú er sumarið komið. Fólkið, sem innibyrgt hefir dvalið, þrá- ir að komast út. Bærinn hefir fátt að bjóða þeim, sem fullur er útferðalöng- unar. Hann hefir umhverfi grýtt og gróðux-laust, því grænu fletirnir, sem nærri eru, eru eign eða leigulönd einstakra manna. En það eru sveitirnar, sem lokka fólkið til sín. Bæjarbúar finna hversu gott það er að teiga yndislega sveita- loftið, heilnæma og hressandi, og hve óumræðilega frjálst það er og ánægjulegt að mega baða sig i sólskininu á grænni jörð- unni. Og það fara allir, íem ástæð- urnar leyfa, burt úr bænum í sumardvalir og lengri eða skemri skexntiferðir. En það eru fjölda margir, seoa ekki hafa ástæður til siíkra hluta. i'að kostar tíma og peninga. Fátækasta fólkið hefir engar ástæður til þess. Konurnar eiga einar að annast heimili sin og stundum stóran hóp barna; þær mega engri stundu eyða til einkis, þær verða að vinna allan daginn og stundum nóttina með til að anna verkunum. Þeim veitist líka nægilega erf- itt að klæða barnahópinn sinn, þó þær ekki eyði peningum til skemtiferða fyrir sjálfa sig. En þær geta þráð það með sjálfum sér, engu siður en hinar, að kasta burtu áhyggjunum og njóta einhvers góðs i lifinu eins og efnaðra fólkið; þvi fátæka fólkið á smskonar tilfinningar og hitt. Og börnin þessara fátæku for- eldra liða fyrir þessa vöntun peninga. Þau verða að alast upp á óhreinum rykugum götum, því Reykjavikurbær hefir enn ekki séð sér fært að bæta úr þeirri brýnu nauðsyn, sem er á að börnin geti leikið sér cg velt, án þess að mikil hætta sé á, að þau stórspilli heilsu sinni á ryki og óþverra. Það er eins og komið sé við hjartað i hinum lciðandi mönn- um, ef minst er á að taka þá grænu bletti, sem best liggja fjrrir barnaleikvelli, til notkun- ar, hvort heldur, sem þeir eru bæjar eða rikis eign. Það er ekki nóg að vesalings fátæku mæðurnar verða að fara alls góðs á mis, heldur eiga börnin þeirra að fara þáð líka. EPmt Svona á þessi stétt manna að lifa lífinu áfram, kynslóð eftir kynslóð, í fátækt og vesaldómi og aldrei að fá að kynnast sól- skinshliðum lífsins. Hún á að alast upp í verstu húsakynnunum, hafa óhreinar götur fyiúr leikvelli, þroska svo í næði ljótan munnsöfnuð, ó- knytti og siðspillingu margs- konar. Enginn má vera að hugsa um það, engu fé má fórna til þess að þetta verði á annan hátt. Til alli’a annara hluta eru nóg- ir peningai’, til allra hugsan- legra þarfa stjórnenda, en ekk- ert má gera fyrh’ fátækxi mæð- urnar og fátæku börnin. Og því meiri peninga, sem hinir leiðandi menn hafa yfir að ráða, því hirðulausari og hugsunarlausari verða þeir urn þá, sem ininna hafa. Enginn vill fórna neinu til þeirra fjárfi’amlaga, sem þó hljóta að margborga sig á kom- andi timum, í líkamlega og and- lega hraustri og viljasterkri þjóð. Allir vita að skattar og skyld- ur manna eru stórar og að á þær er ekki hægt að bæta. En það er áreiðanlega hægt að tak- marka ýmsan fjáraustur, sem nú á sér stað, til einstakra nxanna, sem stjórnendur þurfa að tryggja til fylgdar við sig. Komið hafa fram raddir, sem vilja hafa leikvelli barnanna utan við bæinn. Það er sjálf- sagt nokkuð vanhugsuð tillaga. Því fyrir utan það, að flutning- ur á börnunum kvölds og morgna, er bæði erfiður og kostnaðarsamur, þá er ekki hægt að hafa börnin allan dag- inn matarlaus, eða láta þau einungis hafa mjólk og brauð til matar dag eftir dag. Sömu- leiðis skiftir oft skjótt um veð- ur og þá er ekki auðvelt að koma börnunum heiin, ef þau eru langt i burtu. Nei, með því fyrirkomulagi á leikvölluin yrði hreint og beint að hafa eins- konar annað heimili fyrir börnin í sambandi við leikvöll- inn, þar sem þau fengju fæði og húsaskjój í verri veðrum, þá þyrfti og talsvert af starfs- fólki til að annast þetta alt, svo kosnaðurinn yrði svo mikill að ekki væri unt að einstakir foreldrar gætu kostað börnin eða notað þessi fríðindi, nema ef ókeypis væru. Þetta er svo bersýnileg vit- Nýkomið: Silkinærfatnaður: Skyrtur 2,65, Buxur 2.95, Undir- kjóla frá 3.25, Náttkjólar, silki og léreft, frá 4,25, Kvensvuntur, fjölbreytt úrval, Kvenkjólar frá 5.95, Upphlutsskyrtuefni frá 2,70 í skyrtuna, Sumarkjólaefni frá 1.80 meter, Tvisttau, mjög mikið úrval, frá 95 aurum meter, Morgunkjólatau frá 3.15 í kjólinn, Hvít léreft frá 75 aurum meter, Undirlakaléreft, þríbreitt, á 3,25 í lakið, Gardínutau frá 1 kr. meter, Golftreyjur frá 7,95, Silkigolftreyjur 14.30, Sokkar frá 60 aurum. Munið ódýra dúninn og fiðrið. — Fiðurhelt léreft á 1.70 meter, blár og rauður yfirsængurdúkur og undir- sængurdúkur, sérlega góður. Versl. Kristínar Siguröardóttur, Laugaveg 20 A. — Sími 571. leysa, sem fram er komin, sýni- lega fyrir þær ráðstafanir dóms- málaráðherra, að hafa Arnar- hólstúnið til eigin hagsmuna, en ekki almennings. Þessi til- laga, sem birt er í Tímanum, er auðvitað til að skýla þessu ó- sæinilega framferði ráðherrans, og til þess að dreifa athygli fjöldans frá þeirri hugmynd um leikvelli barnanna inn í bænum og flytja hana yfir í skýjaborgir sem ekki verður komist til. Og þetta breytist ekki fyrri en kvenfólkið tekur i taumana. Það er svo bersýnilegt að menn þeir, sem nú ráða lögum og lofum í landinu, skilja ekki hvers fjöldinn þarfnast, skilja ekki nauðsynina til að bæta kjör fátæka fólksins og litlu saklausu barnanna. Þessvegna þurfa konurnar að sameina sig með einum huga og einuni vilja, gégn öllu því sem visar veginn niður til menning- aríeysis og siðspillingar. Með konunum þarf að koma nýr kraftur, fullur skilnings og samúðar. Kraftur, stór og öflugur, til viðreisnar þessari þjóð, sem er uú á leið niður brattann, fyrir hirðuleysi og hagsmunapólitík einstakra inanna. Þær þurfa fyrir fult og alt að brjóta af sér pkið, sem hvílt heíir á þeim frá óinunatíð. Þær hafa gert það að nokkru leyti, en nú er komið að loka- þættinum. Og til þess að leika hann til enda, þarf vinnu, rnikla og ó- eigingjarna og samstarf allra góðra islenskra kvenna. Konur, sameinum okkur, lát- um allann stéttamun hverfa, vinnum allar sameiginlega fyrir litlu, frægu söguþjóðina. Lítum til kvennanna, sem fornsögurnar lýsa. — Sjáum hvernig þær stóðu við hlið manna sinna og bræðra, og börðust með þeim, i því, sem þær álitu rétt vera. Við eigum að taka oss þær til fyrirmyndar. Tökum höndum saman allar, af öllum flokkum og öllum stéttum, og reynum að göfga og bæta hugsunarháttinn, og hag allra þeirra, sem lýða og þjást, fyrir vansómum og hirðuleysi. Fréttir. Mikil verðálagning. Eftir því sem „Brautin“ hef- ir frétt, hefir Mjólkurfélag Reykjavíkur keypt mjólk úr Hraungerðishreppi fyrir austan á 17 aura pottinn, en útsölu- verð félagsins hér er sagt 44 aurar fyrir pottinn. Hér er álagning mjólkurinn- ar, að því er best verður séð, fuíl mikil, að minsta kosti væri það athugunarvert mál fyrir bæjarfulltrúa vora, hvort þeir geti ekki fundið ráð til þess að veita fátæka fólkinu kost á nýmjólkurkaupum að austan við vægara verði, en Mjólkur- félagið getur boðið. f J

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.