Brautin


Brautin - 21.06.1929, Blaðsíða 3

Brautin - 21.06.1929, Blaðsíða 3
BRAUTIN 3 Vér skiljum ekki annað, en það hljóti að vera hægt fyrir bæinn að veita fátækum bæjar- búum ódýrari mjólk, en hér er seld, ef hægt er að fá hana austur við Ölfusá á 17 aura pottinn. Þetta er ekkert smárnáJ fyrir fátækar barnamæður, að verða að kaupa hvern mjólkurpott á 44 aura eða vera án hennar ella og fyrir heilsulítil börn þeirra getur það verið jafnvel lifs- spursmál. Vilja nú ekki bæjarfulltrúar vorir athuga vel og nákvæm- lega, hvort ekki er hægt fyrir bæinn að gera einhverjar þær ráðstafanir, sem dregið gætu úr hinni miklu álagningu, sem Reykvíkingar verða að sæta af hálfu Mjólkurfélagsins eða ann- ara mjólkursala. Vér trúum þvi fastlega, að vér eiguin svo greinda og góða bæjarfulltrúa, að þeir vilji gera sitt itrasta til þess, að finna ráð til þessa, þeg- ar þeim er í alvöru á það bent og hver nauðsyn mörgu fátæku heimili hér í Reykjavik er á að fó þetta fært í betra horf. Vér kjósum þessa fulltrúa til þess að stjórna bænum vitur- lega og samviskusamlega og vér vonum að þeir vilji gera skyldu sina og láta ekkert tækifæri ó- notað til að gera fátækara fólk- inu sem ódýrast að lifa. Mjólkin þarf að lækka og bæj- arfulltrúar vorir hljóta að geta fundið ráð til þess, ef þeir reyna það af alefli. Karlakór Reykjavíkur. í siðasta blaði Brautarinnar hafði þvi miður sú villa slæðst inn i greinina um Karlakórinn, að hann hefði ákveðið að fara í söngförina norður með „Gull- fossi“ 18. júní, en átti að vera 18. júli. Þetta eru lesendur beðnir að athuga. Leikur hr. Poul Reumert. Hr. Poul Reumert, danskur leikari, hefir sýnt hér leiksýn- ingar með íslenskum leikurum. Á þriðjudaginn sýndi hann smáleikinn „Bandið“ eftir Strindberg og „Galgemanden“ eftir Runar Schilt. í „Bandinu" Jjek frú Guðrún Indriðadóttir aðalhlutverkið á móti honum. Er hlutverk frú- arinnar mjög vandasamt, en þó tókst henni það allvel, eink- um, þegar tekið er tillit ti', lítils æfingatíma og að hún er óvön samleik við hinn danska leik- ara. Um leik hans í þessu stykki er ekki annað hægt að segja, en*að hann tókst mjög vel og eðlilega. En slykkið virð- ist ekki hugðnæmt og hefði gjarnan mátt velja fegurra leikrit, því nóg hlýtur að vera úr að velja. í „Galgemanden" ljek frk. Anna Borg móti honurn. Um leik hennar í þvi stykki er ekki nema eitt að segja, hann var snildarfagur, svo fagur og nátt- úrlegur að hrein unun var á að horfa. Hyggjum vér aldrei neina íslenska leikkonu hafa sýnt svo góða leiklist hér áður, og er það hið mesta gleðiefni að fá frú Stefaníu endurborna, nema jafnvel enn yndislegri og lærð- ari. Málrómur ungfrúarinnar — 193 bústaður andans, meðan jarðlífið varið. Þú gleymir þvi sem er eilífs eðlis fyrir hinu, sem er aðeins stundlegt. Og fyrir þessar sakir verður skoðun þin á guði fátæk- legri. Þú sérð ekki annað enrefsandi hönd hans í sjúk- dómum þeim, er mannkynið þjá, en þér sést yfir kærleiks- ríkan tilgang hans með refsingunni. — Hver skyldi þá sá tilgangur vera? — Flest okkar kannast ekki við syndina sem synd, fyr en refsingin dynur yfir, og án þess að líta á hana þann veg, munum vér hvorki iðrast hennar, né segja skilið við hana. Fyrir því opnar refsingin augun á oss, og bjargar oss, ef vér litum rétt á málið. Getur þetta ekki kent þér, að sjá frið- þægjarann í hefnandanum? Vilhelm hafði hlýtt á orð hennar með inikill athygli. — Ef til vill eru guðir okkar hinir einu og sönnu, mælti hann dræmt. En þótt þetta vaki stundum óljóst fyrir mér, þá þekki eg ekki friðþægjarann í hinum hefnanda guði. t sama bili var dagstofuhurðin opnuð, og Vera kom inn með börnin sin þrjú. Þau höfðu verið færð í nátlfötin sín, og áttu að leggjast til svefns. Þau voru kát og nýþvegin, og svo indæl, að það var ekki hægt annað en kyssa þau. Nú komu þan inn ti! þess að bjóða ömmu og pabba góða nótt. Marta, sem var yngst, sat á handlegg Veru, og kringum þau öll hoppuðu Allan og Svante, og voru að smábrosa i löngu náttkjólunum sinum. Þegar Marta kom auga á pabba sinn, tók hún að æpa af fögnuði, brjótast um og rétla fram hendurnar til hans. Þótt jafnvel þó hún talaði danska tungu — var svo hreinn og hljómþýðurv að engum getur blandast hugur um það, að hún hefur fengið þá bestu mentun, sem hægt er að fá, við notkun raddarinnar. Leikur hr. Reuinert var mik- ilfenglegur og i flestum atriðum nákvæmur, en þó tæplega eins góður og í fyrra stykkinu. Síðara stykkið var áhrifa- meira, en stundum helst til ofsafengið. Kvenfólkið var miklu fjöl- mennara í leikhúsinu þetta kvöld og virðist það eiga orsök sína í þvi, að alt kvenfólk verð- ur fljótt hrifið af smllingsleik- urum og sækjast eftir að fá að sjá þá og það er ekki vafi á því, að hér var sannur snillingur á ferðum. Landhelgisgæslanogstjórnin Það þykir mörgum aðfinslu vert hve stjórnin lætur sér lítið umhugað um landhelgisgæsl- una. Einkum þykir alþýðu manna það rangt að stjórnin sé að taka gæsluskipin frá hinu afarnauðsynlega starfi þeirra og nota í skemtiferðir fyrir ráð- herrana og kunningja þeirra. Þetta kemur af þvi að stjórnin álítur landhelgisgæslustarfið ekki eins áriðandi og tildur og skemtanir fyrir sig og vini sína. Útlendir landhelgisbrjótar eru mjög ánægðir með þessar. aðfarir stjórnarinnar og vildu helst að skipin væru sem oftast fjarri þeim slóðum, sem þeir hafa mesta ágirnd á að heim- sækja. Gott væri að stjórnin breytti GuO hennar mömmu. þessu háttalagi sínu eða ljeti hyggja sér sérstakt skemtiskip á rikiskostnað, en leyfði varð- skipunum að gegna því skyldu- verki, sem þeim er ætlað að vinna, að verja hin dýrmætu fiskimið landsmanna sem best. Hátíðisdagur kvenna. Þessa dags minnast konur i tilefni af fengnum kosninga- rétti. Hingað til hefir þessi dag- ur verið notaður til þess að safna fé til Landsspítalans. Hef- ir þetta starf gengið ágætlega og konur sýnt áhuga og dugnað í þessu máli. Er Landspftalinn nú bráðum tilbúinn, að mestu fyrir dugnað islenskra kvenna um land alt. En eitt vill Brautin biðja kon- ur að athuga, þar sern spitalinn er nú kominn upp, hvort ekki væri rétt að þær notuðu fjár- söfnun á þessum degi til aw> ars og engu siður nauðsvnlegs lilutverks. Búast má við »< bráðlega verði samþyktai hér sjúkratryggingar og fjársöfnun til sr-ítalans ••iivegi því ekki eir nauðsynleg H ig væri að nota þennan oag ■ ’nr.a að samstarfi alíra kveuna í þarfir mannúðar og siðgöfgis- mála. Þetta væri fegursta og besta verkið, sem konur gsetu helgað krafta sína. Forðast sundrungarhatur, en vinna að hinum bestu málum þjóðar- innar í ást og einingu, þvi það er hin æðsta viska. Gjöf til íslands 1930. Þing Bandarikja hefir sam- þykt stóra fjárveitingu til kostnaðar við ferð boðsgesta 190 — Eg kann ekki að hræsna. Meðan hjarta mitt býr yíi'. fjandsamlegum hugsunum, hljóta fjandsamlegar rJ,2a,.nr i vera hin sanna afleiðing þeirra, þegar ræða ei im afstoí raina til hans. En nú leiftruðu augu móður hans, og Vilhelm varð - nMur að biturri gremju hjá henni, en slikt var þó sjairi . — Vertu ekki að skreyta syndina fögrum nöfnur Hat- ur á ekkert skylt við sannleika. Hatrið i mannshjartanu er lýgi, því að guð hefir skapað það til að elska. Hún var mik- ilfengleg, er hún mælti þessum orðum, þvi að lif hennar lá að baki orðunum. Vilhelm beygði sig i auðmýkt fyrir þessari ofanigjöf hennar, og fann, að hann elskaði hana einmitt fyrir það, að hún var slik sem hún var. En það hafði engin áhrif i þá átt, að breyta honum frá því sem hann var. — Móðir min, mælti hann i breyttum róm, og stóð graf- kyrr fyrir framan hana. Þegar eg er búinn að senda Gissler þessa peninga, og get verið rólegur i ineðvitundinni um það að enginn minna nánustu stendur i neinni þakklætisskuld við hann, þá skal eg ekki hata hann lengur. í hvert sinn sem mér kemur i hug, að hann hafi hlotið að taka sér nærri skilnaðinn við Veru og að hann liti hana aldrei frarnar aug- um, þá dregur það úr hatri minu til hans. Og þegar mér nú auðnast i viðbót að særa hann lítið eitt með peningasend- ingunni, skal eg vera ánægður. Það er engin ástæða til að hata óvin þann, sem maður finnur, að hefir orðið undir. Sættu þig þvi við, að eg fari ininu fram, ef þér er annars áhugamál, að eg láti bliðkast.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.