Brautin


Brautin - 28.06.1929, Blaðsíða 3

Brautin - 28.06.1929, Blaðsíða 3
BRAUTIN Skemtanalíf í sveitum. Fyrir nokkrum árum voru sveitirnar fullar af fólki. Vinnufólkið var árum sam- an hjá sömu húsbændunum, ef það aðeins var gott fólk. Kaup- gjald var ekki hátt, en fólkið þurfti að vinna talsvert mikið, því örðugleikar voru margs- konar. En nú hafa örðugleikarnir minkað á mörgum sviðum, komið hafa margskonar áhöld, sem gera vinnuna léttari, og kaupið hefir margfaldast. Maður skildi ætla að við þessi gæði lífsins hefði lika ánægja manna aukist. En svo er þó naumast. Sveitirnar tæmast en kaup- túnin fyllast. Unga fólkið, sem í kaupstöðunum býr, þráir sveitirnar á sumrin þegar sólin skín, þráir víðsýni, græna gras- ið og ilm töðunnar. En það þráir þessi gæði ver- aldar, eins og farfuglinn. Þráir að njóta þess á áhyggjulausum augnablikum og hverfa svo. Það hugsar með hryllingu til þess að dvelja þar vetrarlangt, því þegar myrkur og snjór hyl- ur strjálbygðu sveitirnar, hverf- ur aðdráttarafl það, er þær hafa. Fólkið vill ánægju i rikum mæli, en það vill lítið erfiði. Það vill ekki kaupa þroska sinn neinu dýru verði. Unga fólkið, sem fætt er og uppalið í sveitunum, það vill burt, burt úr fámenninu til fjöldans. Þegar það er komið yfir ó- maga-aldurinn, eru það aðeins stöku undantekningar, ef það vill hjálpa fátækum foreldrum á ræktunarlítilli jörð, svo þeim gangi léttara að framfleyta líf- inu, er elli og þreyta fer að þyngja róðurinn. Þá vill unga fólkið alt annað gera heldur en að erfiða sig og sína upp, til að verða sjálfstæð- ir þegnar landsins og þjóðar. Ungu sveitastúlkurnar vilja heldur fara til bæjanna í vist, og ungu mennirnir vilja heldur fara til fiskiveiða en að rækta jörðina heima. Þetta er að nokkru leyti eðlilegt. Meðan æskan er, er alvöru- leysið mest. Þá þráir unga fólk- ið fjölmenni, glaðværar skemt- anir, dansleiki og leiksýningar. Sveitirnar hafa ekki upp á slíkt að bjóða, að staðaldri. Þær eru of strjálbygðar til þess og samgöngumöguleikarnir víða alt of erfiðir. Á vetrum úti- lokar oft fannkyngi með öllu ferðalög bæja á milli um lengri tima. Þá leiðist fólkinu kyrstað- an, það hefir ekki í sér fólgna þá fullnægju, sem það þráir. Þá er og mentunarþráin rík hjá æskulýðnum og metnaðar- löngun mikil. Hann þráir skólagöngur og víkkaðann sjóndeildarhring. Skólagöngurnar eru vitanlega góðar og nauðsynlegar. En ungu fólki verður oft erf- itt að greina það, hvað mentun er eða ekki. NÝkomiötj Lax-pottar, ? Mortje!, ? Pönnur, f Pottar, ? Þvottavindur, Þvottarúllur, ». Balar, Vatnsfötur og mjög m. fl. nýkomið af nauðsynlegum búsáhöldum í Járnvörudeild JES ZIMSEN Mörgum manni sem verið hefir einn eða tvo vetur á venjulegum alþýðuskóla, finst hann vita miklu meira en fjöld- inní fyllist hroka og stærilæti af visku sinni og mentun. En slíkt er auðvitað ákortur á sannri mentun. Því meira, sem maður sér og heyrir því augljósari verður manni, hvað litið maður veit í raun og veru. Ennþá eru svo óendanlega margar gátur óleystar, þótt manni virðist, sem þroski mannkynsins færist áfram og upp á við. Og mörgum ungum manni og konu finst, eftir að hafa notið skólagöngu einn vetur eða tvo, að kraftar sinir séu of dýrmæt- ir til að ljá þá til algengrar sveitavinnu. Þeim finst sjálf- sagt að reyna að útvega sér eitt- hvað starf í kaupstöðum, sem þau geti gengið hrein og snyrti- leg til fara við. Þá eru oftast Ijlt $nm margar tegundir nýkomnar. IATARBIB1N. Laugaveg 42. Sími 812. | valin búðar eða skrifstofustörf. Fólkið vill heldur sitja inni í mollulofti á skrifstofum og afgreiða i búðum, en að vinna algenga og holla sveitavinnu. Þetta vita allir, en erfiðara virðist að ráða bót á þessu. Það gengur svo erfitt aí vekja áhuga fólks á na ðsyn inni, sem það er að sveitirnai tæmist ekki. Það þarf að gera meira fyrir sveiti'-píir, an) i félagsskap og skemtanalíf, .s\ > fólkið fái eitt- hvað af þeirri fullnægju, se>a þáð þráir. En altaf s'randav lífi á því sama, samgöngu 'rfi ,it .k- unum. Brautin hefir oft og ákveðið bent á nauðsyn samgöngubóta. En fjöldi fólks á mjög erfitt með að átta sig á því, svo senni- lega tekur það enn langan tfma þar til þeim verður komið i við- unanlegt horf. En bæta þarf úr brýnustu þörfinni, svo fljótt, sem auðið er. Það verður ekki gert & neinn hátt betur en að auka félags- lifið svo, sem unt er og koma á fót skemtifélögum. Til þess þurfa sveitirnar að hafa sin eig- in samkomuhús til fundarhalda, Guð hennar mömmu. 197 Þegar svo svarið kom, og var ekki annað en viðurkenn- ing fyrir greiðslu, gat hann ekki annað en furðað sig á slíkri stillingu. En að Gissler skyldi taka móðguninni, svo sem hún hefði ekki við hann komið, dró úr þeim áhrifum, er Vilhelm hafði fullvissað móður sina um, að hún mundi hafa á eigið hjarta hans andspænis fjandmanni hans. Hann hafði ekki blíðkast jafnmikið og hann hafði búist við, og gerði sér þó i hugarlund, að Gissler hefði fundið meira til, en hann léti á bera. II. 1 hinni litlu einkastofu Veru sátu þær, hún og tengda- móðir hennar í djúpri samræðu. Það var fremur sjaldan að færi gafst til þessa, því að Vera hafði börn sin venju- lega hjá sér. Og einkum var það, þegar amma kom, að svo var litið á, sem hún væri eingðngu að heimsækja börnin. En nú vildi þó svo til mót venju, að öll börnin þrjú voru þenna dag úti með barnfóstrunni. Annars var Vera oftast nær vön að fara sjálf út með eitt eða tvö barnanna, til þess að fóstran þyrfti ekki að hafa þau öll í eftirdragi, en í þetta skifti hafði Vera orðið fyrir ofkælingu og hafði orðið að lofa Vilhelm að halda sig innan dyra. Honum leið aldrei úr minni að hún hafði fengið snert af brjóstveiki, og gætti þess því vandlega, að hún færi varlega með sig, hve litinn kvefsnert, er um væri að ræða. Þessum ástæðum var það að þakka, að Vera og tengdamóð- ir hennar gátu talað saman stundarkorn í ró og næði. Vilhelm hafði ekki getað leynt Veru því, að hann hefði sent föður hennar alla þá fjárfúlgu með vöxtum, er hann 194 lítil væri, mátti þegar greinilega sjá, hvert hugur hennar stefndi, og faðir hennar var henni einmitt óvenjulega kær. Þau léku sér oft saman, og nú tóku þau að leikast á, þegar Vilhelm hafði tekið við henni af Veru. Leikurinn var í þvi fólginn, að fyrst hossaði hann henni í loft upp og þrýsti henni siðan að sér, svo að varaskeggbroddarnir stungust inn i litla, fríða andlitið. Slikur leikur var henni samtimis sár og afar skemtilegur; hún hló og æpti í sömu andránni, og vildt sífelt endurtaka leikinn. Drengirnir léku líka kvöldleikinn við pabba sinn. Þeir greiddu uppgöngu, eins og þeir kölluðu það, og settust hvor á sína öxl honum, og litu þaðan út yfir heiminn. Þegar nú frú Gripenstam sá son sinn að leikjum við börn- in, spauga hlæjandi við Veru, og vera glaður sem barn, gat hún naumast trúað því, að þetta væri sami maðurinn, sem rétt fyrir stundu hafði með svo skuggalegri ánægju talað um hefnd. Loks gerði Vera enda á leikjunum, hvarf burtu með börn- in, og lét móður og son ein eftir. — Þegar eg sé Veru við hlið þér á heimili ykkar, getur mér ekki annað fundist, en að hún hafi bætt fyrir það, sem faðir hennar hafði brotið, og fært þér fulla uppbót fyrir tjón það, er hann hefir bakað þér, mælti frú Gripenstam. — Þú virðist hafa þá skoðun, að einn maðurinn geti bætt fyrir það, sem annar hefir brotið! — Getur ekki tiygglyndi hennar vegið móti undirferli hans? hélt frú Gripenstám áfram, án þess að taka til greina mótbáru hans, er hann hafði borið fram hálfgert í spaugi.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.