Brautin


Brautin - 28.06.1929, Blaðsíða 4

Brautin - 28.06.1929, Blaðsíða 4
4 BRAUTIN OV/OIOV/OIOV/O Si yfc"' /•ir^ OmQ PV/oeaov/o ov/o ov/piqv/.o ov/oiov/o S.Ob ^ ^ ^ ^OL^ ^OL OL^ ^OÍ*^ OmQfootOmQ d7iTq O/kQ OmQtOmQIO/ivQ Nýkomið: Margar tegundir af Léreft- um einbreiðum og tví- breiðum, hvítt Sængurveraefni, Sumarkjóla- efni, Upphluts-skyrtuefni, tvíbreiðum Tvist- um, Silkisokkar margir litir. SVÖRTU-SILKISOKKARNIR. Verðið sanngjarnt eins og vant er. Póstkröfur sendar hvert á land seni er. Versl. Gunnliórunnar & Co, - Eimskipafclagslinsinn - Sími 491, ö7kQ! oh\a 0^*0 0^<0 s J Sd OmQtSofoTTo OmOIOmOlOma gaoaoaoooaoooetoaoaaooooa p Grísakjöt. p Nýtt kindakjöt. Réykt kindakjöt. § Nýtt nautakjöt. o C v | Verslunin KJÖT oi FISKUR | p — Símar 828 og 1764. — O oooooooooooooooooooooooo fræðslu og alinennra skenitana. Þær ættu að hafa námskeið, þar sem kendar væru algeiigar námsgreinar, hj úkrunarfræði, matreiðsla, íþróttir, Ieikir, dans og fagurt látbragð. Þar ætti unga fólkið að hafa aðsetur sitt til fundarhalda, sem miðuðu að því að auka sjálfstæða hugs- un, rökfimi og mælsku. En til alls þessa þarf fé. Þá er thusunarvert, þegar þjóðleiklxúsið er upp komið, hvort ekki megj verja skeml- ana-skattinum tii aukningu á skemtanalífi í sveitum. Það sýnist engin fjarstæða vera, því eins og efnaði maður- inn á að leggja fé af mörkum lil hins snauða, eins ætti líka sá sem gnægð hefir skemtana að fórna einhverju fyrir — eða til þeirra, sem fara alls slíks á inis. Þá er og hitt, kæmist víð- varpsmálið í viðunanlegt horf og fyrirlestrum, ræðuhöldum, söng og hljóðfæraslætti væri við- varpað daglega frá Reykjavík, þá þurfa víðvarpstæki að kom- ast inn á hvert einasta sveita- heimili. En þau er ekki öllum bænd- um unt að eignast, án þess að fá lil þess styrk, og þá virðist rétt að nota skemtana-skattinn, til að hlaupa undir baggann með þeim. En ineð fullkomnu víð- varpi inn á sveitaheimilin kem- ur nýtt Iíf, fjarlægðirnar minka og það einmana- og dapurlega, sem mörguin fjnst við afskektu sveitabæina, hverfur að miklu leyti. Fólkið færist nær umheimin- um við víðvarpið, alveg eins og við simann. Enginn, sem síma hefir, jafnvel á afskektuin stöð- um, finnur eins mikið til fjar- lægðarinnar. Þessvegna ættu þeir, sem hér eiga hlut að máli að athuga hvort ekki væri vegur að nota skemtana-skattinn i framtíðinni, til styrktar skemtifélögum í sveitum og auka þannig fjör, gleði og holt skemtanalif sveita- fólksins, jafnt þess eldra sem yngra, og ljá fátækum bændum styrk til að fá víðvarpstæki inn á heimili sin. Nýtísku kjötbúö. Nýlega hefir hr. kaupmaður Hálfdán Eiríksson opnað búð á Baldursgötu, í nýju húsi, er hann hefir látið reisa. Búðin er með nýtískusniði, og sú fullkomnasta, sem enn hefir verið stofnsett hér í bæ. Er þar pylsuskurðarvél, sem tekur 6 teg. af pylsum; flýtir það injög afgreiðslu. Þar er og vigt, sem reiknar út alla vöru, sem af hendi er látin; þannig er full trygging fvrir að hvorki kaupandi né seljandi verði fyrir misreikningi. Marmari er á öllum borðum og kjötsýningarglugga. — Ný tegund af kjötblökkum, sem ekki getur flisast upp úr. Kæli- vél er nýkomin, sem verður sett upp innan skams, í klefa inn af búðinni. Hillur eru allar lausar og fær- anlegar, og þess vegna mjög létt að halda þeim hreinum. Vélar eru til farsgerðar og lokuð föt til þess að geyma farsið til varnar flugum og ryki. Rafmagnsvinda er þar, sem sogar alt dautt loft í burtu. Umbúðapappírnuin er komið fyrir undir búðarborðinu á mjög hentugan hátt. Á gólfinu er ný tegund stein- steypu. Oll er búðin björt og áhersla lögð á þrifnað. Ekki eru nema rúmlega 4 ár síðan hr. Hálfdán kaupmaður kejrpti verslunina Kjöt og Fisk; byrjaði þá með tvær hendur tóinar. En hefir nú með ein- stökum dugnaði komið verslun- inni í injög gott horf. Kona hans, frú Þórný Jóns- dóttir, hefir öll þessi ár staðið við hlið hans, og barist ötullega að framþróun fyrirtækisins með honum. Enda óvíst að verslun- in hefði staðið með slíkum blóma, sem nii er, án þess. Sjúklingurinn: Getur ekki slcyndileg hræðsla valdið því, að mér versni sjúkdómurinn? Læknirinn: Jú, alveg áreið- anlega. Sjúklingurinn: Þér inúnið það þá vonandi, er þér skrifið mér reikninginn, ekki satt? A. : Hvert ertu að fara? B. : Til Berg auðkýfings. A. : Til hvers ætlarðu þangað? B. : Til að biðja einnar af dætrum hans. A. : Hverrar? B. : Það er nú atvikum bund- ið. Sé faðirinn í góðu skapi, þeirrar yngstu, en sé vann ergi- legur, þá þeirrar elstu. Prentsmiðjan Gutenberg. 195 196 Og getur ekki ást hennar breitt yfir það með öllu? Og hefir hún ekki með sparsemi sinni og iðjusemi stutt að velmegan þeirri, er þú nú nýtur. — En að líkindum er það þó eg, sem hefi lagt henni fé í hendur til að spara, skaut Vilhelm inn i í góðlátlegu spaugi. — Geturðu ekki fyrirgefið Gissler, þar sem dóttir hans hefir gert alt þetta fyrir þig — og meira til? — Ef hann bæði mig fyrirgefningar, mundi eg fyrst fara að hugsa um að fyrirgefa honum. En það gerir hann ekki. Og auk þess, mamma — hér varð Vilhelm alvarlegur — er það svo, að enda þótt Vera hafi bætt fyrir misgerðir Gisslers að nokkru, þá megnar hún ekki að vekja föður minn upp frá dauðum. — Dauði hans gelur þó tæplega skrifast á reikning Giss- lers. —- Vilhelm þaut upp. — Þú veist eins vel og eg, að hann dó af harmi, bugaður af fláræði þessa vinar, er hann hafði borið fylsta traust til, og af því að missa alla eigu sina. Þú ferð of langt í ást þinni til óvinar okkar! ! Móðir hans svaraði þessari ásölcun hans engu orði, og þögn hennar knúði Vilhelm til þess að átti sig. Hann laut niður og horfði framan í hana, til þess að sjá, hvort hann hefði sært hana, en augnatillit hennar var rnilt og rólegt. Henni var ekki þann veg farið, að hún teldi orð, mælt í augnabliks geðshræringu, bera vott um kærleiksleysi; þótt hún liti öðruvísi á mál, en einhver annar, Iét hún aldrei henda sig, að mikla galla hans; hún lét ástarþehð ráða, en það hylur fjölda synda. Hann kysti liana með innilegri virðingu. — Vilhelm, ef reikna skal líf fyrir líf, hefir Vera þá ekki fært þér fullar bætur fyrir föður þinn með þvi að fæða þér þcssi þrjú börn? Hún dró orðin við sig, og afsökunarbros lék um varir henni um leið og hún horfði af alvöru mikilli í augu hon- um, því að hún fann sjálf, hve fráleit athugasemd hennar hafði verið. — Aldrei hefði eg trúað þér til að koma með slíkt reikn- ingsdæmi! mælti hann lágri röddu, og virti hana fyrir sér ineð undrun, án þess að vita fyrir víst, hvernig hann ætti að skilja orð hennar. Enn eina tilraun gerði hún til þess að telja honutn hug- hvarf. — Fyrirgefðu Gissler sakir dóttur hans, og vertu ekki að særa hann með því að senda honum þessa peninga! Svipurinn á Vilhelm varð hörkulegur og einbeittur. — Eg verð sáttfúsari með sjálfum mér, þegar eg er bú- inn að senda honum peningana, svaraði hann í þeim tón, að vonlaust mundi fyrir hana að gera frekari tilraun til að fá hann á sitt mál. Næsta dag sendi hann peningana og lét fylgja með nokkr- ar línur í viðskiftastíl, þar sem hann tók fram, að sér væri það mikil ánægja, að geta nú endurgreitt þessa peninga, er hann ahlrei liefði litið öðruvísi á, en sem lán. Síðan beið hann með spenningi eftir svari Gjsslers.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.