Brautin


Brautin - 05.07.1929, Síða 1

Brautin - 05.07.1929, Síða 1
Ritstjóri: Marta Einarsdóttir. Sími S71. Brautin. Útgefendur: Nokkrar konur í Reykjavík. Sfmi: 491. 1. árgangur. Föstudaginn 5. júlí 1929. 52. tðlublað. Merkustu málin. Yátryggingarfélagið Nye Danske stofnað 1864. Tekur að sér liltfyg-gring-ai- og bruna- bótatryggingar allskonar með bes < vátryggingarkjöi um. Sig’hvatur Bjarnason, Amtmannsstíg 2. Sími 17 I MILLENNIUM hveiíi ^ er best til bökunar. n cTœsf fívarvQÍna. m 1 tilefni af ársafmæli Braut- arinnar verður ekki hjá því komist að minnast örfáuin orð- um á helstu og merkustu mál- in, sem blaðið hefir flutt auk þeirra stórmála, sem þegar hef- ir verið minst á í siðasta blaði. / kjördiemaskipunarmálimi hefir blaðið barist fyrir því, að hin afar rangláta kjördæma- skipun sé afnumin og ný kjör- dæmaskipun sett, svo allir fái jafnan rétt til fulltrúakosninga á þing. Til þess að hindra það, að karlmenn geti beitt góðri að- stöðu sinni um fjárhag, blaða- kóst, skipulagsbundinn félags- skap o. s. frv. til þess að bola kvenfólkinu alveg frá þingsetu, har Brautin fram hina frægu og réttlátu tillögu um það, að lög- tryggja konum jafna tölu þing- sæta við karlmenn. Um réttlæti og nauðsyn þessa verður ekki deilt, því kjörgengi kvenna er lítilsvirði, ef öll ytri skilyrði hindra að þær geti not- ið kjörgengisréttar, nema ger- ast auðvirðilegir fvlgifiskar karlmanna í öllum málum, og þó aðeins fyrir sérstaka náð þeirra. Mentamálin. Blaðið hefir bar- ist af alefli gegn hinu alræmda „mentabanni“. í mentainálum kvenna hefir það átt uppástung- una, að fjölgun kvennaskóla og gera þá miklu fullkomnari en nú. Ennfremur vill blaðið láta veita mjög ríflegan styrk til þess að láta gáfaðar og vitrar konur fara til útlanda og kynna sér mentun kvenna og kvenna- skóla hjá mestu menningar- þjóðunum og reyna að læra af þeim. Heilbrigffismálin. Ekkert blað hefir lagt eins mikla áherslu á þau mál eins og Brautin. Hún hefir barist fyrir góðum leik- vötlum handa börnunum. Grasi grónum blettum fyrir smærri börnin. Hún hefir átt tillögu um það, að öll kvenfélög á landinu tækju sér fyrir hendur að út- rýma algjörlega ísl. lúsinni og öðrum óþrifnaði af heimilunum. Hún hefir barist fyrir nákvæm- um berklarannsóknum á kúm, en margra álit er, að þær séu ef til vill einhver skæðasti berklasýkillinn. Hún hefir bar- ist fyrir almennum sjúkratrygg- ingum, sem er eina ráðið til þess að fátækir jafnt sem rik- ir geti altaf fengið þá hjálp í veikindum og sjúkdómum, sem þörf er á. Hún hefir barist fyrir afnámi lyfjatolla og lækkun lyfjaverðs og vakið almenna eftirtekt á hinum afarháu lyfja- töxtum. Hún hefir kvatt til að byggja sem fyrst hressingar- skála fyrir berklaveikt og gigt- veikt fólk að Reykjum í Ölfusi, þar sem hún hefir frétt, að berklaveikt fólk og gigtveikt hafi batnað þar ágætlega. Jafn- framt viljað láta rannsaka vís- indalega lækningaeiginleika hveragufu og hveraleðju víðs- vegar á landinu. Þá iná einnig nefna haráttuna gegn óholluin íhúðum, göturykinu o. s. frv. Mannúðarmálin. Eins og gef- ur að skilja, samkvæmt stjórn- málastefnu blaðsins, siðgöfgis- stefnunni, hefir blaðið látið mannúðarmálin sig mest skifta. Hefir hver greinin annari harð- ari birst um þau mál, og hefir aldrei verið hafin meiri sókn í þeim inálum. Barist héfir verið fyrir ekknastyrk og ekkna- tryggingum, góðri meðferð og góðu uppeldi munaðai’Iausra barna, fullkomnum ellistyrk til heilsulítilla gamalmenna og elli- tryggingum. Áður hefir verið minst á almennar sjúkratrygg- ingar. Reynt að vekja samúð ineð ógæfusömum stúlkum, sem sviknar hafa verið af barns- föður sínum og krafist að þær fengju rétt giftra kvenna og barnsfeðurnir skyldur giftra manna að öllu leyti gagnvart þeim. Blaðið átti tillögn að því að koma upp „lögfræðislegri aðstoð fyrir efnalaust fólk“, og svona mætti halda áfram að telja upp ef rúm leyfði, en alt sýnir það vilja Brautarinnar til að hjálpa þeiin veiku og vol- uðu af öllum mætti. Samgöngumálin og sveitirn- ar. Þá er orðin þjóðfræg barátta Brautarinnar fyrir samgöngu- málunum. Hefir hún reynt að vekja áhuga fyrir nauðsyn hinna örugguslu samgöngubóta austur, jafnframt því, sem hún hefir lýst framfaramöguleikum sveitanna og reynt að vekja trú þjóðarinnar á sveitabúskapnum og sveitaræktun. Hafa sjaldan birst ákveðnari og skorinorðari greinar um þau mál, en þær sem þetta blað hefir flutt. Er það trú margra, að ef önnur blöð hefðu barist með jafnmik- illi trú og áhuga fyrir sam- göngubótum sveitanna eins og Brautin hefir gert, myndi þau mál nú þegar hafa fengið þann sigur, sem mest þörf hefði ver- ið að vinna. Þessi barátta i samgöngumálunum er aðeins einn liðurinn í því mikla hlut- verki blaðsins að vinna að öfl- ugum samgöngubótum um land alt svo og kringum landið og við útlönd. Fjármál og peningamál. Blað- ið hefir barist fyrir varkárni i fjármálum. Viljað forðast sem inest óþarfa eyðslur og hégóma, bitlingaaustur og bruðl. Það hefir lagt mikla áherslu á við- reisn bankanna og að þeim væri séð fyrir nægu rekstursfé og ó- dýru. Blaðið vill endurbæta Is- landsbanka og koma svo fótum undir hann, að hann verði aft- ur öflug lyftistöng framkyæmda i landinu, bæði til sveitar og sjávar. Ríkið er búið að leggja svo mikið fje til hans og á- byrgðir, að viðreisn hans er orðið hagsmunamál sjálfs ríkis- ins. Miljónalántökur stjórnar- innar vill blaðið láta fara fram pukurslaust og á þeim tima, sem lánsskilyrði fást best og alls ekki tekið lán nema til allra brýnustu þarfa og framkvæmda og engum eyri varið nema til nauðsynlegustu fyrirta’kja. Sambandsmálið og sjálfslæð- ismálin. Brautin hefir maklega vitt afsalssamninginn 1918 og þau ferlegu málalok, að veita Dönuin fult jafnrétti við íslend- inga um öll gæði landsins hverju nafni sem nefnast. Slikt óhappaverk verður aldrei nægi- lega brýnt fyrir þjóðinni. Enda sýnast þeir nú hvað hávaða- mestir um breytingu á þessu, sem ákafastir voru á að sam- þykkja það 1918, og sáu þá als enga hættu eða vankvæði á. Væri nú betur að þeir glúpn- uðu ekki allir, eins og vant er, þegar til samninga kemur við Dani. En sú hefir hingað til verið venja hjá þeim, sem hæðst hafa hrópað áður til bardag kom, að missa þrótt all- an og kjark, þá er orustan stóð sem hæst og flýja þá sem á- kafast frá öllum sjálfstæðis- kröfuin þjóðarinnar. Er slik- um hreystimennum lítt treyst- andi til stórræðanna þótt hátt syngi. Brautin er auðvitað hörð með algjörðum skilnaði og má ekkert annað heyra, en endur- íeisn isl. lýðveldisins undir eins og sambandslagafresturinn er útrunninn. íslenskar konur munu hiklaust berjast fyrir algjörðum skilnaði íslands og Danmerkur. Þær vilja ekkert samband hafa, og þá ekki held- ur „humbugs“-konungsamband, sem ekkert er nema kostnaður- inn einn. Kaupmál kvenna. Um þau mál má segja, að Brautin hafi staðið alein. Hin blöðin látið sig það engu skifta, þó það op- inbera hafi tekið t. d. hjúkrun- arkonurnar einar út úr hóp allra starfsmanna rikisins og

x

Brautin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.