Brautin


Brautin - 05.07.1929, Blaðsíða 2

Brautin - 05.07.1929, Blaðsíða 2
2 B R A U T I N Bajerskt öl % P I L S N E R ’ Best. Ódýrast. SNNLENT ÖLGERÐiN EGíLL SKALLAGRlMSSON lækkað alt i einu kaup þeirra um þriðjung. Um hið lága kaup ljósmæðra heíir einnig mikið verið ritað og sýnt fram á þörf hækkunar. Einnig hefir blaðið sýnt frain á að kaupmismunur karla og kvenna sé alt of rnikill og vilj- að fá því breytt. Ekkert sýnir betur nauðsyn sterks kvenna- blaðs, en hin miklu kauplækk- unaráform þess opinbera gagn- vart þeim. Ef konur eignast marga duglega fulltrúa á þingi verður þessi rangláta og hættu- lega stefna þess opinbera kyrkt i fæðingunni. Þetta ættu allar konur að muna. Fimlcikar og íþróttir. Þessum málum hefir blaðið ljáð hið ör- uggasta fylgi. Vill hafa skyldu sundnám fyrir stúllcur og drengi, æfa hollar íþróttir og fagurt látbragð. Auka skemt- analíf sveita sem bæja og gera það fagurt og holt. Hannyrðir kvenna og heim- ilisiðnaður. Brautin hefir viljað vekja eftirtekt kvenna á þess- um málum og einkum vildi hún reyna að koma á heimilisiðnaði, sem hægt væri að selja í búðum, svo húsmæður gætu unnið sér nokkurt vasafé. Vill blaðið láta það opinbera styrkja þetta ríf- lega. Uppeldismúl barna. Eins og gefur að skilja er þetta eitt mesta mál blaðsins og mikið áhugamál þess. Hafa fjöldi greina komið um sálarlíf barna vel og viturlega skrifaðar. Taldi Brautin það bestu undirstöðu góðs uppeldis, að mæðurnar reyndu að kynna sér sem best sálarlíf barna og þekkja hugs- analif þeirra. Um sumarheimili barna, barnaleikvelli, kvikmyndahús- spillinguna, ilt orðbragð og ó- knytti barna, alt þetta hefir verið minst á hér i blaðinu. Gerðardómsmálið og kaup- deilur. Brautin er fyrsta blaðið sem tók afstöðu til þess máls | STÓR LTISALA-10-50°o afsláttur B0 03 00 03 Verslun KRISTÍNAR SIGURÐARDÓTTUR, S f M I 571. LAUGAVEG 20 A. 00 03 00 03 nýkomnir frá P, WULFF Kaupmannahöfn. f Verslun Guðrúnar Jónasson, Aðalstræti 8. Brunatrygsingar sími 254. SjóvátrYggingar sími 542. að hafa gerðardóm til úrskurð- ar í kaupdeilumálum. En þó að- eins með þvi skilyrði að þjóð- aratkvæði mikils meiri hluta þjóðarinnar samþykti það. En þá vill hún hafa gerðardóminn svo sterkan, að báðir aðilar verði að hlýða honum. Hitt er kák eitt, að hafa gerðardóms- nefnu, sem enginn þarf að hlýða. Ef gerðardómur hefði þegar verið kominn á, hefði hin mikla kauplækkun hjúkrunar- kvenna aldrei náð fram að ganga. Vinnufólksckla sveitanna. — Brautin er eina blaðið, sein hefir tekið þetta stórmerka mál sveitabænda og sveitakvenna til athugunar, heimtað rannsókn á þörf sveitanna fyrir vinnufólk og lagt það til að athugaðir væru möguleikar fyrir innfl. góðs erlends sveitavinnufólks ef alls ómögulegt væri að fá ís- lenskt fólk til að gegna vinnu- menskustöðu í sveitum. Vitur bóndi kallaði vinnufólksekluna nýlega „geigvænlegustu framtíð- arhættu landbúnaðarins“, sem hlyti að ríða honum að fullu, ef ekki væri bætt úr henni. Brautin á því þakkir skilið fyr- ir að hafa vakið máls á því og komið fram ineð ákveðnar til- lögur i því. Alþýðufræðsla. Þar hefir Brautin komið fram með þá nauðsynlegu tillögu, að stofnað væri mánaðarblað, sem flytti alþýðlegar náttúrufræðis og vís- indagreinar um ýms efni. Styrk- ur frá ríkinu til þessa ætti að vera' svo hár að auðvelt væri fyrir alt fátækt fólk að halda blaðið. Ekkert væri betra til að svala miklurn fróðleiksþorsta alþýðu vorrar, en svona blað, ef vel væri stjórnað. Og mentandi á- hrif á alla alþýðu myndi það hafa, auk þess, sem það auðg- aði hugsanalíf hennar og vikk- aði sjóndeildarhringinn. Mikil hamingja væri það fyrir alþýðu vora, ef vér ættum svo góða og duglega vísindamenn, að þeir vildu leggja það erfiði á sig, að reyna að koma þessu í frarn- kvæmd og þá ekki síður hitt, að vér ættum svo góða og vitra stjórn, að hún sæi nauðsyn þessa máls og vildi styrkja það eins og þörf krefur. Frh. Eftir Magnús Gíslason. Athygli lesenda, skal vakin á því, að af sér- stökum ástæðum kemur Brautin út aðra hvora viku næstu þrjá mánuðina. / Utgefendur. ooaao»CH3»ao«HCH»Gioo«oocH30j! O { o o o o BRAUTIN kemur út & fðstudðgum. — Mánatlargjald fyrir fasta A- skrifendur er 50 aura; elnstðk blö8 kosta 15 aura. AFGREIÐSLA blaCsIns er A Laugaveg 20 A. — Slmi 571. Opin kl. 5—7 daglega. xoooooooooooooooooooooos Helgi hofanna. Venjulega áttu hofin talsvert land umhverfis sig auk þess sem þau áttu lönd er fórnardýr- um var ætluð. Lönd þessi voru annaðhvort afgirt með múr- görðum eður merkt með stein- um er á stóð hvaða hofi svæð- ið innan við þá tilheyrði. Innan við mörk þessi var helgi hofsins og var hver frið- helgur á meðan hann var inn- an hofhelginnar. Þangað gátu menn flúið undan árás eður refsingu, t. d. þrælar undan reiði húsbænda sinna. Margar ó- hamingjusamar manneskjur leituðu í neyð sinni á vernd goðanna, en þangað flúðu einn- ið lögbrjótar og illmenni til þess að komast hjá réttmætri hegn- ingu. Til marks um lotningu fólks fyrir helgi hofanna og aftur hve illa hún var stundum notuð má nefna sem dæmi: Að hjá borginni Efasos var musteri eitt helgað veiði- og mánagyðjunni Artimes, hið helga land um- hverfis hof þetta, var ákveðið að skyldi ná örskotslengd út frá því á allar hliðar. Einn af keis- urum Rómverja, er var góður bogmaður, tvöfaldaði örskots- lengdina, við það féll nokkur hluti borgarinnar inn í hofhelg- ina, og var sá hluti hennar eft- ir það ahvarf þjófa, ræningja og annara lögbrjóta. Ekki var þó svo með öll hof, að menn gætu skilmúlalaust leitað sér þar hælis. Sum þeirra voru einungis gerð fyrir konur og máttu karlmenn ekki koma inn fynr garða þeirra. Önnur voru einungis fýrir karla. í sum hofin máttu útlendingar ekki koma og enn ein, sem engin lifandi skepna mátti hafa dvalarstað i. En slíkar takmarkanir lágu engar í véfréttinni i Delfi og nokkrum fleiri hofum. En þó gilti hið sama þar, sem annars- staðar, að sá sem gekk inn í sjálfan helgidóminn varð að vera hreinn. Frh. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.