Eyjablaðið - 10.10.1926, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 10.10.1926, Blaðsíða 4
GAMLA BlÓ umm EYJABLASIÐ Kona Kauphallar-kaupmannsins Kvikmynd í 6 þáttum eftir skáldsögu Maximilian Foster Aðalhlutverk: Leatrice Joe Oven Moore Sýning sunnudag kl. 7 og 9 L 0. G. T. St. Sunna nr. 204 fundur í dag kl. 7 e.h. Æ. T. Tilkynning Hjermeð tilkynnist að jeg sem löggiltur rafvirki hjer, tek aðmjer viðgerðir og innlagningu á raftaugum Lútlicr Jóliannsson rafvirki Ársgjöld Verkamannaíjelagsins ,Drífandi‘ eru meðlimir beðnir að greiða til gjaldkera fjelagsins. Heima daglega eftir ki. 7 e. h Tón\as íjr. ^ónssoiþ Brekastíg 30 BæjarfrjeHir Jarðarför Kristínar Árnadóttur fór fram s, 1. ( þriðjudag að viðstöddu miklu fjöimenni Guðlaugur Hansson hjelt fróðlegan fyrirlestur á síðasta . alþýðuflolcksfundi, um starfsemi Yerka- mannafjelagins „Drífanda11. Er fjelagi Guðlaugur Hansson manna kunnastur í starfi félagsins á undan förnum árum * enda verið cinn fremsti maður verka- j lýðshreifingarinnar hjer í bæ. Að norðan komu þessir bátar: „Blikinn“„ Freyja“ „Mars“ og „Kap.“ M. b. „Haraldur“ kom með kjötfarm til ísfjelagsins. Hafði báturinn hrept ó\Víður á leiðinni og var kjötið, þegar í höfn kom, meira og minna skemt. Meðal farþega á Lýru liingað var Yilhjálmur S. Vilhjálmsson afgreiðslumaður. Teknr hann að sjer afgreiðslu ogumsjá „Eyja- hlaðsins.“ Hefir hann um nokkurt skeið verið afgreiðslumaður „Alþýðu blaðsins.11 Skófatnaður Allur skófatnaður verður seldur með niðursettu verði gegn peningagreiðslu 15—30 prósent afsláttur til 15. október — Ennfreinur hefi jeg ódýran olíufatnað, sem selst með miklum afslætti. Benedikt Friðriksson. Bifreiðaraksiur Þeir sem þurfa á hentugum og ódýrum bifreiða- — flutningi að halda, ættu að snúa sjer til — ctfáls Crhnóssonar bílstjóra — Ráðagerði Isfjelag. Ycstmannacyja I því fjelagi hafa eigi verið haldnir fundir síðan fyrir árið 1924 og þá lagðir fram reikningar frá árin 1923. Pykir stjórninni ekki mál til komið að faia að leggja fram reikninga frá 1924? Meðlimur Viðskiftavinir mlnir og aðrir sem þurfa á ódýrum og hentugum bifreiðaflutningi að halda, snúi sjer til Sísla ^innsonar Sólbakka eða Brekku Matur, Kaffi, súkkulaði öl og ýmsar aðrar veitingar, eru altaf seldar ódýrt i Kaffihúsi Vestmannaeyja Sabatlnl: Sendimaðurinn. Skáldsaga 1. kápítuli Hjeraðsstjórinn í Danphiny Hans hágöfgi Iressan landstjóri í Daup- hiny sat, makráður í hægindastóli sínum. Hann hafði losað hálshnýti sitt, svo að það þfengdi eigi að hinum mikla svíra. Sást þar í gul silkinærföt innanundir, og var það engu líkara en að horfa í sprungu á epli, sem brostið heflr af ofþroska. Hárkolla hans — sem hann notaði af nauðsyn, en eigi vegna tísku, — lá á borði innan um hrúgur af rykugum blöðum. Á nefl hans, sem var lítið og eldrautt, hengu stór hornspangagleraugu. Höfuð hans var gríðarstórt, nauðsköllótt og glóöi á skallann j eins og fílabein. Hann haliaði því aftur á stólbríkina, augun voru lokuð og munnur opinn. En frá nefi og munn komu ógnar rokur, sem báru þess vitni að hans hágöfgi var þungt haldinn af áhyggjum þeim er em- bætti hans lagði á hann. Úti í horni milii tveggja glugga, var borð on við það sat fölur og þreytulegur skrifari og keptist við, fyrir smánarkaup, að inna þau störf af hendi, sem hans hágöfgi var greitt stórfje fyrir. í þessu stóra berbergi heyrðist ekki ann- að en hroturnar í hjeraðsstjóranum og urgið 1 penna akrifarans, og svo endrum og eins snarkið í brenni því, er logaði glatt í arni. j Alt í einu varð breyting á þessu, því að ; dyratjöldunum var skyndilega skoDð til hlið- ar og ráðsmaður h eraðsstjórans kom inn. Skrifari lagði frá sér pennan og gaut ; augunum með skelfingarsvip til húsbónda síns. Svo bandaði hann ákaft að þjóninum og hvíslaði: — Uss! Hafðu ékki hátt Ansalme. Anselme staðnæmdist. Hann sá fljótt að j hætta var á ferðum og það var sem honum fjelli allur ketill í eld. En svo herti hann upp hugann: — Það er sama, það verður að vekja . hann, mælti hann í hálfum hljóðum. Skrifarí varð sem skelfingin uppmáluð en Anselme skeytti því engu. Hann vissi þ. frá fornu fari, að það var stórhættulegt al trufla miðdegislúr hjeraðsstjórans í Dauphiny. En hitt var þó enn hæltulegra, að verða eigi við kröfu hinnar svarteygðu konu, sem niðri beið, og krafðist þess að fá að tala við hjer- aðsstjórann. Anselme vissi það vel, að hann var milli tveggja elda, en hann vissi þó hvað skyldan bauð honum sem æðsta þjóni hans hágöfgi. Hann tugði á sér skeggið og horfði upp í íoftið, eins og hann vænti hjáíyar frá himni, eins og hann bjóst við að væri þar einhvers staðár fyrir ofan. Hans háhöfgi hreyfði sig og hrotur hans enduðu í ógnar hvalablæstri. Hann opnaði augun let.ilega, horfði fyrst um stund upp \ loft, en svo sá hann Anselme. Með írafari

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/646

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.