Eyjablaðið - 31.10.1926, Blaðsíða 3

Eyjablaðið - 31.10.1926, Blaðsíða 3
EYJABLABH) sjómenn Vestmannaeyja! Hrósið býður ykkar til næstu f’jóðhátíðar. Á meðan jeg sef úr mjer rykið, sækið þið mjer í soðið! Góða nótt! Hip! Hip! Húrrhik —r—hik—r— hik—rrra hik k—ka—Birr—. Burgeis. „Klækin er kaupmanns lunch Sú svívirða heflr fijest, að k&upmaður einn hjer í bæ, sem er að byggja, hefir sagt verkamönn. um þeim sem hjá honum vinna að hann greiði ekki í kaup nema kr. 1,00 um klukkustund og skulu þeir taka það út í vörum. Sannast hjer, sem fyr að „klæk- in er kaupmanns lund“ Annars má það merkilegt vera að nokkur maður skuli fá sig til að not» sjer þannig neyð verkalýðs- ins, og kaupmönnum ætti að vera það öllum öðrum ljósara, að með slíku framferði sem þessu, minkar kaupgeta verkamanna að mun, og þar afleiðandi umsetning og ágóði kaupmannanna sjálfra. Er gott fyrir verkalýðinn, að minnast slíkra manna og svara á þann hátt, að flytja viðskifti sín yfir til þeirra sem rjetta út bróð- urhönd í baráttunni fyrir bættum kjörum alþýðunnar. Hrólfur. Kosningarnar. Þær hafa farið svo að í Dala- sýslu var kosinn sjera Jón Quðnason (Pramsókn) með 271 atkvæði. Sig. Eggerz (Frjálslyndi) fekk 238 en Arni Arnason (Ihalbsfl.) ekki nema 117. Aftur á móti hefir ihaldið unnið í Rangárvallasýslu þar var kosinn Einar Jónsson á Geldingalæk með 611 atkvæðum en, Jakob Lárusson í Holti fekk 361. IRvík. voru kosnir Jón Ólafsson með 3771 og Hjeðinn Valdimarsson með 2557 —Aldrei fyr hefir mismunur flokkanna verið jafnlítill og nú í Reykjavík, og er augljós hraðfara vöxtur og viðgangur Alþýðuflokkn- ins. Síifregnir Erlendar Símað er frá London að aðal- ráð enska verkalýðssambandsins hafi samþykt, að biðja námumenn um heimild til að hefja friðarsamn- ingana fyrir þeina hönd. Símað er frá Brussel í Belgíu að stjórnin hafi samþykt verðfest- ingu og hún hafi tekið 100 miljóna dollara lán. Ný mynt hefir verið lögleídd og heitir hún Belga. Innlendar Flskvcrð hefir hækkað á Spáni, og eru fiskbyrgðir þar mjög litlar. Togarar eru sem óðast að búast til veiða, og fóru 4 út í gær. Fiskliringur myndaður! Samkvæmt símskeyti frá F. B. hafa útgerðarmenn í Reykjavík bundist samtökum um alla flskj söJu, Hefir „Hf. Kveldúlfi verið falin framkvæmd á sölunni og 4 menn valdir honum til aðstoðar. Svart og rautt Ókermannleg var framkoma Linnets á síðasta þingmálafundi, og gætti Iítt pruðmennisins eða drengsins í henni. Rjeðist hann með miklum gný á Framsóknarflökkinn og rjeðist þar á garðinn, þar sem hann er lægstur, því af eðlilegum ástæðum á sá flokkur lítið undir sjer hjer í Eyjum. Jafnaðarmanna flokkinn nefndi hann ekki á nafn og mun það hafa verið gert af siðprýðislegri einurð X Sendimaðurinn. Skáldsaga og sneri ’baki að dyrum, sem stóðu opnar. Hann lagði við hlustirnar og er hann heyrði skrjáfa í silkikjól, ræksti hann sig og byi jaði að lesa fyrir. „Til hennar hátignar —“. Svo þagnaði hann, hnyklaði brýnar og virtist þungt hugsi. Síðan endurtók hann setninguna: „Til hennar há- tignar drotningarinnar. Hefurðu náð því Baby- los? „Já herra greifi" Til hennar hátignar drotn- ingarinnar. Bá heyrðist fótatak að baki þeim og einhver hóstaði ofurlítið. „Herra Tressan" var sagt með hljómfag- urri kvenrödd, þótt eigi væri hún þýð. Tressan snerist á hæl, gekk tvö skref áfram og hneigði sig svo dúpt sem hann gat. „Yðar auðmjúkur þjónn", mælti hann og lagði höndina á hjarta sjer, „Þetta er sá heið- ur sem —„ „sem nauðsyn knýr upp á yður“, greip hún snögglega fram í „Sendið þennan mann burt!“ Skrifarfnn hafði risið á fætur, náfölur og skjálfandi. Honum kom ekki annað til hugar en himin og jörð mundu forganga er hús- bóndi hans var ávarpaður þannig. En hans hágöfgi var auðmýktin sjálf. . — Petta er skrifari minn, náðuga frú. Við vorum að vinnu þegar þjer komuð. Jeg var í þann veginn að lesa honum fyrir brjef til hennar hátignar drotningarinnar. Pað er eng- inn barnaleikur að vera landstjóri í öðru eins hjeraði og Dupny. Hann andvarpaði eins og ör- þreyttur maður. Maður hefir naumast tíma til svefns nje matar. — Pá skuluð þjer fá yður hvíld, mælti hún kuldalega. Ekki nema eitt í einu, látum OHDIBBITAMR taka að sjer að skrifa allskonar samninga, (kaup og sölusamninga, skuldasamninga, leigu- samninga,) Sáttakærur, útsva’skærur, stefnur o. a. — fyrir sangjarnt verð. Til viðtals á Heimagötu 20. (Carlsbergi) kl. 2—4 daglega. Vilhj, S- Vilhjálmsson Haukur Björnsson Reykið Verkakonur í „Hvöt“ eru vinsamlega beðnar að greiða árgjöld sín sem fyrst til gjaldkera fjelagsins. öoðrúnar Jónsdóttir Auðsatöðum i. 0. G. T. St. Sunna nr. 204 fundur í dag kl. 2 e.h. Æ. T. Ársgjöld Verkamannafjelagsins ,Drífandi eru meðlimir beðnir að greiða til gjaldkera fjelagsins. Heima daglega eftir kl. 7 e. h. Tóqas ítr. Jónssoq Vatnsdal Til sölu nýr legubekkur (dívan) afaródýr. Útvega einnig ódýra legubekk Davíð Guðjónsson Sigtúni. cJUþýðuBlaéió — Aðalblað Alþýðuflokksins kemur út daglega í Reykjavík — Flytur nýjustu frjettir bæði innlendar og útlendarKostar krónu á mánuði Strauning er best og ódýrust af hendi leyst í Görðum. iSerist ásRrifenéur að Éyjablaðinu — strax í dag

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/646

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.