Eyjablaðið - 28.11.1926, Síða 1

Eyjablaðið - 28.11.1926, Síða 1
26. nóvember 4926 „Eyjablaðið“ Símncfni: „Eyjablaðið11 Talsími 160. Pósthólf 113. Utgcfandi Yerkamannafjolagið „Drífandi11 Yest- mannaeyjum. Ritstjórn: Isleifur Högna- son, Haukur Björnsson og Jón Rafns- son. Kemur út hvern sunnudagsmórgun Kostar kr. 1.50 um ársfjórðunginn 7 Málgagn alpýdu I Yestmannaeyium I. árgangur ~ Tbl. Í1 krónur. út um land A.nglýsingavcrð 1 króna sentimeterinn eindálka. Smá- auglýsingar tíu aura oi'ðið . 5.0 aura stofngjald. Afgreiðsla blaðsins er á Heimagötu 20 (Carlsbergi' Sími 160 Prentað í prentsmiðju Guðjónsbræðra — — Ye8tmannaeyjum — — Verk&maður í villigötui. Hena læknir P. V. G. Kolka: Að þjóðfjelagið greinist í st jettir, er staðreynd sem jafnvel auðvald- ið sjálft, reynir ekki lengur að bei a á rnóti. Auðvaldið *) og málsvar ar þess, vilja þó í lengstu lög breiða yflr þessa staðreynd, en þegar þess er ekki lengur auðið, vill það, að minsta kosti skifti þjóðfjelaginu í stjettir eftir sínu eigih höfði. Það segir, að yfirstjettina skipi fyrstog fremst allir embættismenn, lista- menn, uppfyndingametin, og vís- indamenn. Alla þá, sem eitthvað kveður að, fram yfir allan almenn- ing, vill það umlykja náðarfaðmi sínum og segja: „Bræðut þjer eruð menn sem vjer getum kannast við, þjer eruð af vorri stjett“. Samt sem áður er það algengt fyrirbrygði að vísinda og listamönnum, þykir sjer litill heiður að því, að láta telja sig til yfirstjettarinnar, auð- valdsins, þeir hafa margir hverjir ekki geð í sjer, t.il þess að flaðra við fætur þess og hafa það til að segja því til syndanna. í’essir menn eiga skamma stnnd uppá háborðið hjá auðvaldinu og þeir falla bíátt í ónáð þess. Sem dæmi slikra að- fara auðvaldsins læt jeg mjer nægja að tfigreina, að einhver vitrasti og viðurkendasti vísindamaður sem nú er uppi, stærðfræðingurinn Einstein, er kommunisti. Honum var eigi eirt i Þýskalandi, vegna ofsókna gylta skrilsins og nú sit- ur hann sem kennari við háskóla *) Auðvald ei þýðing á orðinu „Kapitalismi." Hjer á landi þykii' það ganga guðlasti næst að minnast á auðvald. En það mætti einu gilda hverju nafni yfirstjett.in væri nefnd, ef það minnir á peninga myndi hún skammast sín fyrir nafnið og afneita því. suður í Palestínu. Jc’ykir riiinni hæt.ta á að hann fari þar mannkyninu áð voða, en hjarta Evrópu. Sömu leiðina sendi auðvald Austurríkis einn hinn fiægast.a mann á sviði læknavisindanná prófessor Steinach, af þeirri ástæðu að hann var komm- unisti og af gyðingaættum. Það' væri of langt mál að skýra hjer, i stuttri blaðagrein, rökin að því hvernig rjettilega beri að skifta þjóðfjelaginu í stjett.ir. Þó ætti að nægja að benda á hið viðurkenda oiðtak, að auðurinn sje afl þeirra hluta er gera skuli. Þeir sem vald hafa á mestum auðnum eru því mát.tkastir í þjóðfjelaginu, en það eru auðmennirnir, eða þeir sem ráða yfir framleiðslutækjunum. Við starfrœkslu framleiðslutækjanna nota auðmennirnir aðkeypt vinnu- afl. Þetta er þá yfirstjettin og ein- kenni hennar er, að hún kaupir og hagnýtir sjer vinnuafl annara manna. Karl Marx, sem jafnt þjer og allir aðrir sem hafa kynst verk- um hans, telja einhvern hinn vitr- asta mann sem uppi hefir verið, nefndi þessa stjett þ. e. auðmenn- ina „parasites" þ. e. smádýr sem lifa á líkömum annara dýra. Undirstjettina skipa aftur á móti allir þeir, sem selja vifinu sítia, þ. e. verkalýður — inn. Til þessarar stjettar teljast jafnt vísindamenn, sem daglauna verkamenn, læknar sem listampnn o. s. frv. *). Þó að þannig rriegi íaðaldráttum aðgreina stjettirnar og glögglega megi sjá stjettamuninn milli þeirra sem ekkert eiga, öreigant'a og ystu andstæðunnar auðmantianrta, veitist ýrnsum úr undirstjettinni, erfitt að glöggva sig á hvorri stjettinni þeir tilheyra. Það er kallað að slíkir menn hafi óljósa eöa enga stjettarmeðvitund. Embættismenn, einyrkjar, ársvistar *) Marx undanskyldi þó mála- fluttiingsmenn og presta, því að hans dómi, voru það menn sem ekki framleiddu neitt nýtilegt, held ur hið gagnstæða. hjú bænda, verslunar- og skrif- stofuþjónar, er sá hluti verkalýðs ins, sem óljósasta hefir stjettameð- vitundina, eða hefir hana alls enga. Þó má í þessum hópi finna uudan tekningar. Þessi hluti verkalýðsins er hinn öruggasti bakhjarl auð- valdsins. Þeð er hann sem i stjórn- málum, varpar öllum sínum á- hyggjum á hið „breiða bak“ auð- raldsins, án þess að gera sjer grein fyrir ábyrgðinni sem á hon- um hvílir1 gagnvart stjettasystkin- um sínum, sem við lakari lífskjör eiga að búa. Yður leyfi jeg mjer því að skoða sem mann úr undirstjettinni, en þjer hafið gerst málsvari yfirstjett arinnar, sem ekki er einsdæmi um stjettarbræður yðar, og þjer virðist ekki hafa snefil af stjettarmeðvit und —-■ verkamaður á viligötuin. Yegna þess, að þjer með stjórn- málaskoðun yðar hafið túlkað hreinar kenningar auðvaldsins, hafðí jeg leyft mjer að telja yður með fágaðri kröftum yfirsjettarinnar og nefnt yður, sem umboðsmann henn- ar, hinn refjafulla skuldunaut. Hvernig auðvaldið hefir sölsað undir sig uppfyndingar og hvers vegna það er í skuld við verkalýðinn og enda gervalt mannkynið, hljótið þjer að geta sannfærst um við íhugun þess, að hve litlu leyti ýmsar merkilegar uppfyndingar koma mannkyninu að liði. í hvert skifti sem upp- fyndingamaður finnur upp nýja framleiðsluvjel, við hverja nýja endurbót á eldri vjelum, missir fjöldi manna atvinnu sína. Auð menirnir kaupa einkarjett á upp- fyndingunum og i stað þess að þær verði maDnkyninu til blessunar, sem þær gætu orðið með viturlegri stjórn, orsaka þær atvinnuleysi og auka eymd. Þrátt fyrir hinar miklu og merkilegu uppgötvanir á sviði læknavísindanna, tærast árltga milljónir barna og kvenna af sjúk- dómum vegna skorts og vondrar aðbúðar. Yæri ekki rjettara að framleiðsl- an væri miðuð við þarfir fjöldans, en við gróðafýsn farra auðmanna? Óta) sinnum befir þessi fyrirspurn verið borin undir auðmennina og spámenn þeirra. Blindaðir af stund- arhagsmunum sínum hafa þeir jafnau svarað: „Nei, það er ógern- ingur slíkt mundi drepa einstak- lings framtakið". Reynslan hefir fært mönnum heim sanninn um það, aÖ tilgangs- laust er að skjóta þessu máli undir dóm auðvaldsins. Með vaxandi stjettameðvitund verkalýðsins og skilningi hans á orsökum þeim, sem valda hinni hraðfara hnignun mannkynsins undir þjóðskipulagi auðvaldsins, mun þjóðfjelagsþróun- in leiða til byltinga á framleiðslu- háttunum. Það er hlutverk verka- lýðsins að leysa mannkynið úr fjötrum auðvaldsskipulagsins og byggja upp þjóðfelagsskipulag social- ismans. Að lokum verð jeg að spara mjer ómak og taka upp þrjár af yðar mörgu fyrirspurnum í senn, og svara þeim í einu lagi, en fyrir- spurnirnar eru þessar: 1. „Vitið þjer ekki að íslensk alþýða hefir ávalt verið talin einhver mentaðasta og fróð- leiksfúsasta alþýða í heimi?" 2. „Hvevs vegna viljið þjer stýfa flugfjaðrir hans (þ. e. beitu- stráksins) með því að kenna honum fyrirlitningu fyrir and- legri vinnu"? 3. „Var það löngunin til þess að ná hylli verkalýðsins, þótt nota þyrfti til þess væmið og grunnhygnislegt smjaður"? í fljótu biagði, virðist mjer sem fyrsta fyrirspurnin, sje ekki alveg laus við það, sem þjer munduð kalla væmið og grunnhygnislegt smjaður. .Teg sagði að alþýðan væri eftirgefanleg, en það mun frá yðar sjónarhól talið með dygð- um. En sje islensk alþýða hin fróðleiksfúsasta og mentaðasta alþýða í heimi, mun hún vissulega ekki láta væmið og grunnhygnis- legt smjaður íhaldsmaunsins villa

x

Eyjablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/646

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.