Eyjablaðið - 01.01.1927, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 01.01.1927, Blaðsíða 2
Til minnis. Bæjailógetaskiifötofan ei opiii alla virka daga frá kl. 1—3. e. m. og frá 5V2—6Va e- Bæja; stjóiaskrifstofan alla virka daga frá kl. 1—2 e. m. og frá kl. 5—7 e. m. Bæjargjaldkerinn viðá sama tíma. Pósthúsið fiá kl. 10—12 f. m. og 1—6 e. m. Bókasafnið: Útlán Sunnud. frá kl. Ú1/^— IÚ/2 f. m. Miðvd. frá kl. 5—7 e. m. Föstudaga frá kl. 7—8V2 e- m. Lestrarstofa safnsins er opin: Mánudaga frá kl. 7—10 e. m. Miðvikudaga frá kl. 6Va—10 e- m- Föstudaga frá kl. 6J/2—10 e. m. Viðtalstími hjeraðlæknisins. Yirka daga frá kl; 1—3 og 6 — 7 e. rn. Sunnudaga 11—12 f. m. Páll V. G. Kolka virka daga frá I2V2—2 og 7—8. e. h. Sunnudaga 3—4 e. h. Leifur Sigfússon tannlæknir frá kl. 10—llVa í- °S 1V2 3V2 e. m. alla virka daga. Útbú íslands banka: Alla virka daga frá kl. 11—12 f. m. og 1—3 e. m. 1908, 1912, 1916 og 1920 í tvö síðari skiftin var hann í fangelsi. Pegar Debs kom úr fangelsinu var hann svo farinn að heilsu að þrek hans var bilað. „Rjettvísín ameríska í laudi frelsisins", er svo svívirðileg að fáir þola. Það er lögmálið að einstaklingurinn sem fórnar sjer fyrir göfugar hug- sjónir fyrir bættum lífsskilyrðum á jörðu hjer, ve.ða að lepja dauð- an með krákuskjel, eða að svíkja. Auðvaldið ber aðeins „sína menn á hönduur sjer“. Hinir veslast upp í fangelsum þess. Verkalýðurinn þakkar frelsishetj- unni foringja sínum Eugene Wictor Debs. Sjúkrasamlag Vestmannaeyja, Fyrir nokkrum árum samþykti bæjarstjórnin hjer fyrir tilhiutun Is- leifs Högnasonar að veita til sjukra- samlags sem þá var í hyggju að stofnað yrði kr. 3000.1 þetta skifti varð ekkert úr samlagstofnuninni og var það ver. I fyrra kom aftur nokkuð skrið á þettað mál. En almenningur skyldi enn ekki þýðing samtakanna og hversu miklu hin almenna sam- hjálp getur komið til leiðar í dag- EYJABLAÐIÐ lega lífinu. Kjartan S. Nordahl og Haukur Björnsson boðuðu til um- ræðufundar um málið. En þegar á átti að herða fengust ekki nógar undirtektir og ekkeit vaiðafstofn- uninni. Nú í ár heflr vaknað yflr mál- inu enn á ný, og vonandi tekst okkur öllum nú að hrinda þessu máli af stað sameiginlega. Ef allir skilja hvílíkt nauðsynjamál er hjer á ferðinni er málinu borgið. f>að finst ef til vill einhverjum fátækum verkamanninum mikið gjaldið sem hann verðtir að greiða til samlagsins, en jeg sem þessar línur iita vil benda honum á, að það eru ekki talinr "g reiknuð öll meðalaglösin eða læknishjálpin sem menn við þurfa á hverju ári. Það er ekki lengi að koma í hveijar 30 krónurnar. Yerkamannafjel. Drífandi sam- þykti á fundi sínum s. 1. miðviku dagskvöld eftirfarandi tillögu: „Verkamannafjelagið Drífandi ákveður að styðja af fremsta megni að stofnun og framgangi Sjúkrasamlags Vestmannaeyja. í fyrsta lagi, með öflugri þátttöku, þáttöku meðlirna fjelagsins. Jafn- framt skorar fundurinn á meðlimi fjelagsins sem taka þátt í sam- laginu að berjast fyrir hækkandi aðstoð hins opinbera við íjárveiting- ar til þess. Felur fundurinn stjórn fjelagsins að berjast íyrir sjúkra samlaginu að meðlimir þess sem verið hafa atvinnulausir í 6 vikur eða meira sjeu ekki skyldugir að greiða gjald sitt til samlagsins, þar til þeir hafa aftur fengið atvinnu, en njóti samt allra hlunninda. Að lokum vill fjelagið lýsa yfir þvi, að það í framtíðinní muni berjast fyrir að sjúkrasamlög sjeu rekin af þvl opinbera og sje þar með skylda allra að vera meðlimir þeirra". Nokkrar umræður urðu um sjúkrasamlagið og styrktarsjóði verkalýðsfjelaganna, en allir töldu ræðumenn sjúkrasamlagið mikið nauðsynjamál. Mjög bráðlega verður ritað hjer í blaðinu ítarieg grein um sjúkra samlög yfirleitt og hvað þau hafa að segja í lífi verkalýðs og kaup- leysingja. Lindarpeimi. Hefir tapast, finnandi er beðinn að skila i prentsmiðju Eyjadlaðs- ins gegn góðum fundarlaunum, Jólablað „Skeggjr. Skeggi kom út 22. des. s. 1, með óvanalega stórum „spássíum" hafa víst þar um ráðið annir í prentsmiðjunni. Blaðið hefst á fallegri og góm- sætri jólahugleiðingu, sem endar á orðunum alkunnu „Friður sje með yður„! Ritsjórinn hefir þarna verið í essinu sínu, því allir vita að hann er cinstakt góðmenni og meinar þetta svo Ulldur vel. En ritsnildiri og jólakærleikur- inn fer óspait út um þúfur. Ein af „Frjettabalks“klausum blaðsins er svona: £„Dómur er uýlega fellinn í máli er ísleifur Högnason höfðaði gegn G. J. Johnsen konsúl. Málið reis út af kaup gjaldi verkamanns eins, þannig að Isleifur krafðist fyrir hönd verka- manns þessa kr. 1.30 um klst, en G. J. Johnsen neitaði að greiða nema kr. 1.10. Setudómari var skipaður í málinu cand. jur. Þór- hallur Sæmundsson. Málinu lauk svo að G. J. John- sen var sýknaður og bar Isleífur þannig skarðan lrlut frá korði í þeim viðskiftum. Er hann þvi æfur oggnístir tönnum, er hann skýrir frá úrslitunum í Eyjablað- inu, og ræðst af heift mikilli á dómarann. Sennilega hefði Isleifur Terið ánægður ef G. J. Johnsen hefði gefið honum sjálfdæmi í máiinu. En hinsvegar jafn'sennilegt að rjett- lætistilfinning jafnaðarmannsins hefði fengið að sigla sinn sjó. Má ]>að teljast goðgá lijá dómaranum að taka slik fyr irbrigði sem rjettlætistilfinn- ingu og lagaparagrafa með í reikninginn rið dómsúrskurði, þegar Tið aunan eins mann eins og ísleif Högnason er að etja. (Leturbreitingar gerðar af mjer Ritstj). fað er víst rjett, að í ísienskri blaðamensku hafi aldrei slíkt fyr- irbrigði og þessi klausa er, átt sjer stað. fað er hægt að selja sig inn í til- finningalíf ritstjórans þegar hann reit þessa dæmafáu klausu. Fyrirfram vissi hann að dómur Þórhalls Sæmuridsonar var eitt- hvað götóttur og málstaður G. J. Johnsens rangur En af einskærri húsbóndahoiinustu hefij hann vilj- að taka svari hans. Húsbónda holnusta er góð tilfinmng sem er oft á hæðsta stigi hjá þeim þræi. sem þolir svipuhögg og beislistök ■húsbóndans með jafnaðargeði. En af því ritstjórinn er í sjálfum sjer besta skinn, þá flaskar hann nokk- uð á vöru sinni. Ritstjóri „Eyjablaðsins" vissisem var aðfáirbæjarbúarlesa „Skeggja", og því byrtist hjer klausan, það er gott að hafa hana til hliðsjón- ar. „-----Og bar ísleifur „þannig" skarðan hlut frá borði". — — Þanig faraat „Skeggja" orð. Það er leiðiniegt að þurfa að setja góðmenni í gapastokk iem gera óviljandi glapræði; en þegar það er nauðsynlegt þá er það sjálf- sagt. Að bera skaiðan hlut frá borði, er þegar tveir deila, annar hefir á röngu að etanda en hinn rjettu og dómari dæmir málið í vil þeim sem ranglætið hefir í frammi. Þá ber sá sem rjettan máls}að hefir skarðan hlut frá borði. Aftur á móti væri málið rjett dæmt þá stæðu báðir jafnt að vígi, sá rangláti sitt ranglæti og sá rjettláti \sitt rjettlæti, báðir heíðu sinn rjetta hlut. En Hersir meinar það ekki svona, hann leggur skakkar meiningar í íslenskuna Hann ætlaði að verja húsbónda sinn, en segir að^hann hafl gengið með rangan hlut í vasanum frá borðl dómarans, og að hlutur verkalýðsins hafl verið af honum dæmdur. Hann telur það „goðgá“ hjá dómaranum að nota slíkt „fyrir- brigði“ sem rjcttlætistllílnnlng- ar og lagagreinar í máli vegna þess aðeins að Isleifur Högnason er annarsvegar. Alþýða manna hjelt nú satt að segja að topp- fígúrur íhaldsins hjer þyrftu ekki að vera óánægðar raeð f’órhall. Hann hefir sannarlega unnið til annars fyrir trúa framkomu í þeirra garð, en að verið sje að finna að við hann. Gísli ætti meira að segja að hjálpa honum til að eignast !/8 hluta í mótoibát, Gísli gæti vel átt sjálfur 7/s hlutana þar að auki ætti Viggó að hjálpa hon- um til að koma upp litlu dómara- húsi. Það hefir likast til aldrei sjest fyr á prenti að dómari megihvorki taka tillit til lagagreina eða rjett- lætistilfinninga og ekki eru þeir öfundisverðir að standa einir uppi með þá skoðun íhaldsmennirnir í Vestmannaeyjum.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/646

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.