Eyjablaðið - 01.01.1927, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 01.01.1927, Blaðsíða 4
EYJABLAÐIÐ F. H. KJARTANSSON & CO. REYKJAVÍK Símnefni „Sugar“ P. 0. Box 126 STÆRSTU SYKURINNFLYTJENDUR Á ÍSLANDI. Seljum sykur með lœgsta heimsmarkaðs verði, cif. allar stærstu hafnir landsins. KAUP3IENM OGr KACPFJLAOSSTJÓRAR! Biðjið um tilboð frá okkur áður en þjer festið kaup annars staðar. „RJETTUR". Tímarit um þjóðfjelags’ og menn- ingarmál. Kemur út tvisvar á ári 10—12 arkir að stærð. Flyturfræð- andi greinar um bókmentir, þjóð- fjelagsmál, listir og önnur menn- ingarmál. Ennfremur sögur og kvæði, erlend og innlend tíðindi. Argangurinn kostar 4 kr. Gjalddagi 1. Október. RitStjóri: Einar Olgeirsson, kennari, Aðalumboðsmaður: Jón G. Guðmann, kaupmaður. P. 0. Box 34, Akureyri. Gerist áskrifendur! cJlifiýóuSlaðió — Aðalmálgagn Alþýðuflokksin kemur út daglega í Reykjavik — — Kostar kr, 1.50 á mánuði. — 'ALLSKONAR vefnaðarvara best og ódýrust í DElFANDA. BYRJH) nýja árið á hagkvæman hátt. fað gerið þið best með því að verslra við Drífanda. Húsið við Norðurá, islensk leyni- lögregiusaga fæst .á afgr. Eyjabl. L 0. G. T. St. Sunna 204 fundur kl. 7 e.h. á annan í nýári. Æ. T. Lítið hús óskast til kaups. Páll Bjarnason. ALÍSLENSKT FJELAG Brunatryggir hús innbú og vörur i SjÓYátryggir skip og vörur Allar nánari upplýsingar gefur Helgi Benediktsson umboðsmaður fjelagsins í Vest- mannaeyjum. EIMREIÐIN. 32. árg. 4. hefti er nýkomið hversdagslegt að vana. Við og við bregður fyrir þó glömpum í ritinu. Það besta sem maður finnur við að fletta i gegnuin þettað hefti eru „Elivogar“ kvæði eftir Einar Benidiktsson og „Fiskiróður fyrir 40 árum“ eftir Odd Oddsson gull- smið á Eyrarbakka. Frásaga þessi er skemtileg og vel rituð í alla staði. I fyrra reit Oddur aðra frá- sögu sem hann nefndi „Úrverinu", var þar í sagt frá lífl veimanna í Þorlákshöfn. A Oddur skilið þakk- ir allra fyrir báðar þessar greinar. Pví þær stuðla að því að eigi gleym- ist það sem sjerstaklega einkendi líf sjómanna fyrir nokkrum árum, en sem nú er sem óðast að hverfa. Með þssu hefti stækkar Eim- leiðin nokkuð. Er auðsjáanlegt að gömlu tímaritin skjálfa á grunni sínum fyrir stormi þeim sem stendur af hinu nýja tímariti „Rjettur" sem róttækir yngri mentamenn gjefa út. SKUTULL. Blað jafnaðarmanna á Isafirði. Eitt hið best skrifaða Alþýðuflokksblað sem út kemur. Gerist áskrifendurl Sendimaðurinn. — Ó, segið það ekki, frú, hrópaði hann í dauðans angist. Segið það ekki. Enginn mað- ur í heimi er eins góður vinur yðar og jeg. fettað vitið þjer - - þjer vitið það! Hún sneri sjer að honum og brosti, eins og hún hefði gaman að látœði hans. — Það er ofur auðvelt að segja sem svo Jeg vil láta lífið fyrir yður, á meðan engin hætta er á að þess þurfi. En þegsr jeg bið yður a!ð gera mjer oíurlítinn greiða, þá segið þjer undir eins: Hvað verður þá um mitt góða mannorð? Hvernig fer um landstjóra- stöðuna? A jeg að láta varpa mjer í fangelsi eða láta hengja mig, bara til að þóknast yður? Svei! sagði hún og hnykti höfði. Heimurinn er fullur af samskonar mönnum og þjer eruð, og þó hjelt jeg, í minni kvenlegu auðtrygni að þjer væruð ólíkur öllum öðrum mönnum. Orð hennar nístu sál hans eins og hann hefði verið rekinn í gegn með glóundi sverði. Þetta alit hafði hún þá fengið á honum, að hann væri hugleysingi, sem þættist geta allt, meðan ekkert amaði að, en hlypi í felur undir eins og einhver hætta væri á ferðum. Guð mínn góður, — og þó hafði hún áður haldið að hann væri ólíkur öðrum mönnum. Hún hafði haft mikið álit á honum, en hvernig hafði hann reynst henni? — Hertogafrú, veinaði hann, þjer dæmið mig eigi þyngra en jeg á skilið. En sýnið mjer vægð. Mjer var alls eigi alvara. Jeg vissi ekkert hvað jeg sagði. Leyfið mjer að hæta fyrir það, leyfið mjer að sýna það með breytni minni í framtíðinni, að jeg meinti ekki það sem jeg sagði. Nú brosti hún við honum og það var auð- sjeð að hún var ekki reið lengur. Hún rjetti honum höndina og hann greip hana með áfergju. — Jeg vissi það, Tressan, mælti hún, jeg vissi það að yður var ekki alvara og að undir- eins og þjer hefðuð hugsað yður betur um, þá væruð þjer sami tryggi vinurinn og áður, sá vinur, sem í raun reynist.. Hann laut niður og kysti hvað eftii annað á hanska hennar. — Hertogafrú þjer megið tieysta mjer. t. Kapltuli. GARNAOE. Fyrst í stað eftir að hertogafrúin skildi við Tressan, var nokkurs konar víma yfir honum og fanst það mjög eðlilegt að hann breytti svo sem hann gerði. Hann gekk fram að giugganum og stakk eldrauðu neflnu út 1 rúðu til þess að r^yna að sjá á eftir henni er hún riði úr garði með föruneyti sínu. En hann komst skjót að raun um að það var ekki hægt vegna þess hvað glugginn var hatt uppi. Hann settist Því aftur í hægindastólinn og fór að rifja upp fyrir sjer samiæður þeirra hertogafrúarinnar. Bað dimdi nú óðum og var naumast önnur birta í herberginu en sú, er lagði af glæðum í arninum. Eá sem honum skyndilega nýtt til hugar. Hann kallaði á Babilos og þjón til að kveikja. Svo sendi hann þjóninn til þess að sækja d‘Aubran, foringja setuiiðsins í Grenoble. Meðan hann beið ærlaði hann að taka Babylos tali, en hann var þá venju fremur orðfár og niðurstaðan. Tressan þagnaði 'því

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/646

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.