Eyjablaðið - 09.01.1927, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 09.01.1927, Blaðsíða 2
EYJABLAÐIÐ Til mínnis. Bæjaríógetaakiifstofaii er opin alla virka daga frá kl. 1—3. e. m. og frá 5V2—6 x/2 e. m. Bæja’stjóraskrifstofan alla virka daga frá kl. 1—2 e. m. og frá kl. 5—7 e. m. Bæjargjaldkerinn viðá sama tíma. Pósthúsið frá kl. 10—12 f. m. og 1—6 e. m. Bókasafnið: TJtlán Sunnud. frá ki. 9^/2—1 lVa f. m. Miðvd. frá ki. 5—7 e. m. Föstudaga frá kl. 7—8V2 e- Lestrarstofa safnsins er opin: Mánudaga frá kl. 7—10 e. m. Miðvikudaga frá kl. 6V2—10 e. m. Föstudaga frá kl. G1/^—10 e. m. Viðtalstími hjeraðiæknisins. Virka daga frá kl. 1—3 og 6'—7 e. m. Sunnudaga 11 —12 f. m. Páll V. G. Kolka virka daga frá 12V2—2 og 7—8. e. h. Sunnudaga 3—4 e. h. Leifur Sigfússon t.annlæknir frá kl. 10—HV2 f- °S iVa—3Va e. m. alla virka daga. Útbú íslands banka: Alla virka daga frá kl. 11—12 f. m. og 1—3 e. m. annara nauðsynjamála, hafið bar- áttu fyrir því að settur verði geislakastari við hafnarmynniðhjer, er lýsi sæfarendum leiðina, að næturlagi. Hefir fjelagið skrifað bæjarstjórn og leitað fulltingis hennar máli þessu til framgangs. Engum mun blandast hugur um að hjer sje nauðsynjamál á ferðinni, nema ef vera kynni mjög þraungsýnni og íhaldssinnaðri bæj- arstjórn. Skal jeg nánar víkja að þessu xnáli siðar, þegar rúm blaðsins leyfir. Verkamenn og sjómenn, er skap- að hafa með vinnu sinni, þann auð er hingaðtil hefir um of lent í einstaklinga höndum og eigi ver- ið notaður til almenningsheilla, eru alment farnir að skilja að fram- tið bæjarfjelagsins og velferð þeirra sjálfra, liggur i þeirra eigin hönd- um, að velmegun þeirra og batn- andi lifskjör, er hiu sanna við- reisn og eíling bæjar- og þjóðfje- lags. Jón Rafnsson. ,Fjórir eiginleikar*. Aðaleinkenni aðvaldsskipulags- ins eru: kreppur, atvinnuleysi, gjaldþrot og húsnæðisvandræði. Þetta eru fjórir höfuð eiginleik- ar ríkjandi skipulags. Með hverju ári sem líður eykst tala atvinnulausra manna. Neyðin eykst í skipulaginu sem ihaldsbrask- arar flagga fyrir syngjandi hátiða og iofsöngva því til dýrðar og dá- indis. f’eir reyna með öllum rnöguleg- um ráðum að dylja fúasárin á þjóðlíkamanum, en tekst ekki, þau sýkna jafnt um hábjartan dag, sem að kvöldi til, opin og hrylli- leg, fyrir augum vegfarandans sem vill sjá, vill þekkja og viil heyra. Þau hrópa uppí himininn á lækningu. En „læknarnir" ganga áfram hugsunarlausir eftir íhalds götunni og líta á líflð gegnum litað gler gamla tímans. Steinvölur verða að fjöllum á vegi öreigalýðsins, og torsóttur er vegurinn uppá hátind borgaralegrar vellíðanar. Samtök hins vinnandi lýðs er það eina sem dugar. Bau verba að aukast og styrkjast. Því í samtökum verkalýðsins liggur frels- un mannkynsins frá glötunarbarmi „gylta skrilsins". Opið brjef til Kveníjelagsins með þökk fyrirkvöld hins 28. des. s. 1. J?g var einn hinna mörgu, er nutu góðrar og glaðrar stundar, sem gefin var af góðum huga. Flaug í hug að koma snöggvast á ræðupallinn, og fara fáum orðum um kvenfjelagskap yfirleitt, en vildi koma þar fram síðastur allra, en þetta fórst fyrir enda ekki mikið mist. Sarokomutíminn orðin nokk- uð langur fyrir mig, þá klukkan var orðin um 10, var kvefaður og leið ekki sem best. Tek jeg nú hjer niður eftir minni, það sem þá var að flögra íyrir í huga mín um, og fer það hjer á eítir. Heiðraða samkoma, konur og nrenn! Jeg held jeg megi láta þess getið, að jeg hafði engan hug á að koma hingað í kvöld, bar t!l þess fleira en eitt. Fyrst það, að jeg hafði aldrei áður verið þátt- takand á þessum stað, aldrei borg- að hjer aðgang að nokkru nje neitt gjört í stuðningsátt, og bvo langaði mig ekkert á samkomu nú frekar en endranær, er að miklu leyti hættur við þesskonar. Fanst það fjarstæðu næst, að fara að troðast hingað 1 kvöld, til að njóta einhvers góðgætis, „gratis“ eins og þið segið stundum. En það sem nú var á ferðinni hafði eins og flest anuab, fleiii hliðar á að Jíta. Jeg hafði fengið hlýlegt heimboð frá Kvenfjelaginu Líkn, hið fyrsta fjeiagsboð hjer í Eyjum, og þettað heimboð átti að foreldri, það sem í sjálfu sjer er mannúð og göfuglyndi, það, að vilja gjöra og gefa þeim flokki fólks góða og glaða stund, sem sjaldan eða aldrei nýtur þesskouar utan síns eigin heimilis. Sú hugsun er fædd af svo góðum huga, þeirra er standa á bakvið borðið, í þessu er verðmæti svo mikið að engum ætti yflr að sjást. Var því senr hvíslað væri að mjer, ef þú ekki ferð og þyggur það sem vel er boðið, geturðu átt á hættu, að takist upp frá þinni hlið sem óviðeigandi htilsvirðing og kuldi. Jeg hef þekt til margra Kven- fj#laga, og öll hafa þau haft það fyrst og fremst á sinni stefnuskrá að láta eins mikið gott af sjer leiða er fjelagskraftuiinn fengi orkað, og þeim heflr tekist þetta, framar vonum, í smáum og stórum stíl. Og hitt hetir þeim hka tekist að láta þetta gott gjört, koma út á svo mannúðlegan hátt gagnvart þeim, senr notið hafa og er það ekki minna vert. Hef jeg því ávalt litið upp til kvenfjelaga og þótt vœnt um tilveru þcirra. Orðin tvö: Góður hugur, er jeg hefi nefnt, sýnast lítil og stutt, en geta líka verið stór og sterk, stærri og sterkari en stundum er að gáð. Vel má það vera að kven- fólkið ekki beinlínis reiknist miklir byggingamenn, nje byggingameist- arar með steini og stáli, en það byggii samt og byggir vel, og er vandlátt að byggingarefni. Oiðin stóru og sterku góðan huga og vilja. Það er: Kraft þcirra tekur kvenfólkið í sínar hendur, og með honum byggir það grunninn undir sína fjelagsbyggingu, veit að þarf að vanda, sem vel og lengi á að standa. Kvenfólkið heflr steika trú á sigur hins góða, í öllum hlutum jafnvel hverju sem er að mæta og því verður að trú sinni, enda er það sú fullkomnasta trú og hefn í sjer fólginn mestan sannlcika. Þið sjáið vinir mínir að jeg legg mikið upp úr góðum hug, þó ekki ofmikið, hugurinn er kjörgrip- ur sje honum beitt á rjettan hátt. Öll eigum við okkar skerf af hon- um og hann er sá eigindómur sem aldrei skilur við okkur, þó allt annað fari veg allrar veráldar þá er hugurinn altaf hjá okkui, og ávalt til taks hvert sem vjer viljum senda hann, hann þekkir engan farartálma, hettr fríar ferðir allt í gegn og skilar erindi ábyggilega. Með öðrum orðum, útfrá aflstöð hugans veitum vjer straumum í allar áttir, sitt á hvað misjafnlega sterkum að vísu, og gjarnast finna þeir sjer leið til samferðafólksins. Eins og þetta er áreiðanlega víst eins er hitt líka víst að þessir straumar koma til baka í sömu mynd, og vissan um það að fá þá jafnóðum til baka, ætti ekki sýst að geta mint okkur á hvað það er afar áríðandi, að við þannig stofnum til góðra strauma en ekki öðruvísi. Nú hefir kvenfjelagið sem hjer stendur að verki veitt út til okkar allra, góðum hugarstraum- um sem það sýnir og sannar gegn um þessa samkomu, ber okkur því að endursenda þessa strauma óbreytta með þeirri sameiginlegu ósk, að mættu verða. að einhverri fjelagslukku. Kona nokkur las hjer upp sögu áðan, efni þeirrar sögu var á þann hátt, er vel hefði mí.tt setja svip á samkomuna og getað lyft hugs- unum okkar á hærri vegu, að því leyti sem þær ekki drukknuðu í kaffi og súkkulaði. Jeg hafði áður kynst þeirri sögu, eigi að síður kærkominn. Því kærkomnari sem fleiri voiu til að heyra. Það er nú orðið framorðið, klukkan okkar hinna eldri er orðin margt, fer bráðum að slá 12 og þá tekur við afturelding og morg- un. Til þess morguns mundum við hugsa með fögnuði miklum, hlökk um til að láta þann dýrðlega dag ljóma um loft allt, i þeirri dags- birtu munum við hvort fyrír sig enn betur sjá og skilja það stór- veldi er við höfðum yflr að ráða, hugarfari okkrar sjálfra. J. B. Góðgerðasta r fsemi. Eins og menn sjá heflr „Ebl.“ tekið grein til birtingar, sem í raun og veru nær ekki þeirrriskoð- un sem jafnaðarmenn hafa yflr- leitt á góðgerðarstarfsemi. Jafn- aðarstefnan kennir það að fyrst og fremst eigi að berjast fyrir bættum kjörum og rjetti verkalýðs ins, og það verður aldrei gert með góðgerðarstarfsemi, heldur aðeins

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/646

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.