Eyjablaðið - 09.01.1927, Page 4

Eyjablaðið - 09.01.1927, Page 4
EYJ'ABLAÐIÐ F. H. KJARTANSSON & CO. REYKJAVlK Símnefni „Sugar" p. 0. Boi 186 Nauðsynjavörur. Hveiti, Sykur, STÆRSTU SYKURINNFLYTJENDUR Á ÍSLANDI. Seljunp sykur'''með lægsta heimsmarkaðs verði, cif. allar gtærstu hafnir landsins. KAIIPSENM OG- KADPFJLAOSSTJÓRAR! Biðjið um tilboð frá okkur áður en þjer festið kaup annars staðar. „RJETTUR". Tímarit um þjóðfjelags; og menn- ingarmál. Kemur út tvisvar á ári 10—12 arkir að stærð. Flytur fræð- andi greinar um bókmentir, þjóð- fjelagsmál, listir og örmur menn- ingarmál. Ennfremur sögur og kvæði, erlend og innlend tíðindi. Argangurinn kostar 4 kr. Gjalddagi 1. Október. Ritstjóri; Einar Olgeirsson, kennari, Aðalumboðsmaður: Jón G. Guðmann, kaupmaður. P. 0. Box 34, Akureyri. Gerist áskrifendur! I. 0. G. T. B Y R JI D nýja árið á hagkvæman hátt. Bað gerið þið best með því að versla við Rrífanda. llúsift vlð Norðurá, islensk leyni- lögreglusaga fæst á aígr. Eyjabl. JllþýéuBlaéið Dagblað Ylkublað Dagblaðsútgáfan kostar kr. 18 á ári. Vikuútgáfan kr. 8 árgangurinn. ALÍSLENSKT FJELAG Brunatrygg'ir hús innbú og vörur Sjóvátryggir skip og vörur Gerduft, Kökudropar, Kúrennur, Rúsínur, ofl. Enskar húfur, Hattar, Flibbar, Slaufur, Bindi, Sokkar, Flibbar Manchettuhnappar Treflar Peysur Kerti Spil Vefnaðarvörur mikið úrval! Kaupið nytsama hluti! Verslíð þar sem vörurnar eru ódýrastar. St. Sunna 204 fundur kl. 2 e.h. Æ. T. Hentugast fyrir menn utan Reykja- víkur að kaupa vikuútgáfuna. Allar nánari upplýsingar gefur Helgi Benediktsson umboðsmaður fjelagsins í Vest- mannaeyjum. Kf. JBffAHDP Sendimaðurinn. • aftur og sat hljóður og hugsi þangað til til- kynt var að d'Aubran væri- kominn. Tressanvarennóvissí því hvað hann ætti að segja við herforingjann og vissi eigi hvernig han æti að stynja upp erindinu. - - Kapteinn, mælti hann að lokum og var þungbúinn á svip. Jeg hefi ástæðu til þess að ætla að ekki sje alt með feldu í Montelinarhjeraði. — Eru einhverjar óspektir þar? spurði her- foringinn undrandi. — Pað getur verið og getur verið að ekki sje, svaraði landstjórinn íbygginn. Jeg skal gefa yður ákveðnar fyrirskipanir í fyrramálið. En þjer skuluð til vonar og vara búast við því að fara með 200 manns til Montélinar á morgun. Tvö hundruð manns! hrópaði d'Aubr- an. Nú, þá verða engir hermenn eftír í Gren- oble! — Hvað- gerir það til? Það er eigi líklegt að við munum þurfa að halda á þeim hjei. Látið fyrirskipun ganga út í kvöld um það að liðið verði tilbúið í fyrramáli, svo að hægt verði að leggja á stað snemma, ef þörf gerist. Og ef þjer viljið gera svo vel að koma tíman- lega til mín, þá skal jeg gefa yður fullnaðar- fyirskipanir. d'Aubran varð að hlýða þessu þótt honum þætti það óskiljanlegt, en Tressan gekk að snæðingi og var mjög kotroskinn með sjálf- um sjer, út af því hve sniðuglega sjer hafði tekist að búa 3V0 um hnútana, að enginn her- afli væri í Grenoble þegar sendimaður drotn- ingar kæmi. Það var snjallræði til að komast úr þeim ógöngum, sem líklegt var, að hann mundi lenda í útaf þvi að vilja hjálpa hertoga- afrú Condillaá. En morguninn eftir var hann ekki jafn hriflnn af þessu bragði sínu, vegna þess að hann hafði eigi getað fundið neinar líklegar ástæður tíl þessarar ráðabreytni. Og því mið- ur vissi hann það, að d'Aubran var glögg- skygn maður, sem eigi var líklegt að hægt væri að vefja um flngur sjer. Sem herforingi átti hann heimtingu á því, að fá að vita svona hjer um bil í hvaða erindagerðum hann færi og hvenig hann ætti að haga sjer. Og nóttin hafði auk þess haft þau áhrif á Tress- an að kæla tilfinningar hans gagnvart her- togafrúnni. Með öðrum orðum, það var svo komið, að að hann dauðsá efir að hafa heit- ið hertogafrúnni aðstoð sinni. Pegar honum var sagt að d'Aubran væri j kominn og vildi flnna hann, sendi hann þau | skilaboð til herforingjans að hann skyidi koma | aftur eftir svo sem klukkustund. Hann settist | við skrifborð sitt, grúfði andlit í höndum sjer j og leið hreinustu iðrunarkvalir eftir frum- ■ hlaup sitt. Hann braut heilann um það hvernig hann ætti að sleppa útúr þessum vandræðum, en hann sá engin úrræði. Pannig sat hann þá er Anselme kom inn og tilkynti að Monsieur Garnace frá París væri kominn og vildi undir eins fá að tala við landstjórann um ííkismálefni. Pað fór hrollur um Tressan og hjartað barð ist ems og það ætlaði að springa. En svo tók hann rögg á sig. Hann inintist þess að hann var konunglegur landsjóri í Dauphiog hjeraði. I öllu því umdæmi allt frá Rhone að Alpa- föllum var hans vilji og orð lög, sem aiiir urðu að hlýða. Nafn hans skelfdi alla þá er ranglega breyttu og marga aðra. Átti hanu þá að verða að gjalti þótt hann heyrði að

x

Eyjablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/646

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.