Eyjablaðið - 20.03.1927, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 20.03.1927, Blaðsíða 1
Blekkingar íhaldsins. w »er er hver að haki a í gær komu þeir fram ógrímuklæddir, Kolka læknir og Jóhann þingmaður. Œtla þeir sjer að blekkja kjósendur þessa bæjar með æs- ingagambri og útúrsnúningum. Slagorð þeirra urn hungurvofur og staðlaust ílialdsgrobb er ekki ^ert að eltast við, heldur þykir rjett að bregða upp íyrir mönnurn þeirra eigin afrekum í þessu bæjarfjelagi og minnast svo á hvernig Islandsbankavaldið hefir farið með Isafjarðarkaupstað og á hvaða leið þessi alræmdu öfl, íhaldið og auðvaldið, er að draga alþýðu manna á eftir sjer i djúp örbirgðar og ófarsæidar. Fyrir nokkrunr árum síðan kom hingað tll bæjarins Kolka lækn Hafði hann áður lítilsháttar praktiserað subnr á Nesjum í óþökk hjer- aðsiæknis og í leyfisieysi. Yarð hann að hröklast þaðan við litinn orð- stýr. Kom því næst til Vestmannaeyja. Tók íhaldið honum tveim höndum og setti inn í bæjarstjórn og veitti honum 4000 króna styrk úr bæjarsjóði. Þegar því var náð tók hann sig hjeðan upp og fór til Ameríku og skeytti ekki meir um bæjarstjórnina en setti mann í sinn stað sem praktiserandi lækni. Þegar heim kom heimtaði hann sæti sitt í bæjarstjórn aftur. Krafði bæjarstjórn um lækningastyrkinn og hótaði malsókn. Ljetu íhaldsmenn í bæjarstjórninni þá stras að vilja hans og borguðu honum fjeð. Öllum er kunnugt um samvinnu Kolka við aðra lækna sem hjer hafa starfað, og þarf ekki að iýsa því, aó fæstir munu með honum hafa geta starfað. Um starf Jóhanns þingmanns í bæjarstjórninni, er það að segja, að hann sækir sjaldan fundi en þegar hann gerir það, er það venju- lega til þess að flnna að við hina íhaldsmennina i bæjarstjórninni. Þegar að krafan um nokkrar þúsundir fyrir lóðarrjettindin undir bæj- arbryggjuna voru til umræðu, var Jóhann það hygginn að koma aldr- ei á fund. Eins og kunnugt er fór svo um þá kröfu, að fyrir andstöðu jafnaðarmanna í bæjarstjórn var þ .í afstýrt að Gunnar Ólafsson & Co. kræktu þar í þúsundir króna fyrir lóðarrjettindi sem þeiv þóttust eiga tilkall til, en voru þeim vitanlega einskisvirði. I kosningasnepli Jóhanns reynir hann að snúa út úr orðum Eyjablaðsins, að það sjeu útvegsbændurnir sem blaðið.haíi ámælt' í stað þess að blaðið vítti framkomu bankans gagnvart útvegsmonnum með þvi að baukinn kúgaði þá til fjelagsskaþar, sem gerði þá óforráða menn sem ekki fengu að ráða hjúavali sínu. Fer þingmaðurinn þarna með vísvitandi falsanir og verður eigi bumbult af. Nú standa kosningar fyrir dyrum. Jóhann hefir komið því til leið- ar að framvegis verður lcosið á þriggja ára fresti og verða nú Eyja- skeggjar að búa við þá fulltrúa sem nú verða kosnir í samfleitt 6 ár. Einnig hefir íhaldsflokkurinn komið þanuig ár sinni fyrir borð, að al- menningur fær ekki lengur að ráða kosningu niðurjöfnunarnefndar, því að framvegis kýs bæjarstjórn niðurjöfnunarnefndina. fetta eru íhalds- ráðstafanir. Um útgerðiua á Isafirði er það að segja, að alt sem þessir upp- stiltu íhaldsgasprarar hjer’eru að þvæla um, að þaðsj e jafnaðarmönunm að kenna að bátarnir gangi ekki, eiu uppspunnin ósannindi. Það er Isiandsbanki sem á nú orðið flesta bátana þar IJeir sem skift hafa við bankann eru ekki betur í stakk búnir en það, að þeír hafa orðið að slepjja öllum flotanum í hans hendur. Og hvað skeður ? Bankinn ger r ekki bátana út af ótta við að reksturinn beri sig ekki. Hvað er að ►erast hjer ? Er það ekki Islaudsbanka forsjónin sem er að taka hjer Erarn fyrir hendurnar á sjómönnum og útvegsmönnum vorum. Eru það 2kki kaupsvíðingarnir i bankanum sem hafa fælt marga dugandi menn frá vjeibátaflotanum og afleiðingin verður, minni afli og verri afkomá. látarnir lenda smátt og smátt í klóm auðmannanna og þegar þeim >ykir áhætta að gera þá út og gróbinn er ekki viss, stöðva þeir at ’innureksturinn og leggjast á peningana. Út.vegsbændur og verkamenn hafa verið aðvaraðir, I dag eíga þeir S skera úr. hvort að það eru þeir sjálfir eða Islandsbankavaldið sem ráða stjórn bæjarins framvegís. Pegar mér barst í hendur kosningablað íhaldsins, vakti það undr- un mína að ein aðalgiein þessa blaðs var áfi amhaldandi rógburðnr um okkur Isleif. Kynlegast þótti mér þó að sjá nafn bróður míns sem höfund þeinai greinar. Sárt þætt.i mjer ef satt væri, að bróðir minn sje upp- liafsmaður að gróusögum þessum. Mun jeg fram í síðustu lög vart geta trúað öðru en að hann þar sje að gangast við annara afkvæmi. I upphafi greinaiinnar læt.ur bvóðir minn t Ijósi að hann sje manna kuonugastur nm heimiiisástæður mínai, finst mjer að hann ef vil1 hefði getað farið betri veg gagnvart mjer en að iáta fá sjer þau úrræðavopn íhaldsins 1 liönd og að beita þeim gegti samtökum verkamanna. Leiðinlegt þykir mjer að þurfa aftur að taka penna í hönd. Leið- inlegt þykir mjer að þurfa að standa í opinberum deilum við Eirík bróðir minn. En hver geiur láð mjer það þótt j9g eftir að hafa lesið ofangreinda grein, geti ekki setið á mjer að leiðrjetta rangfærslur þessar. Ur hörðustu átt fanst mjer koma þar sem bróðir minn heldur því fram jað ísleifur hafl ekki viljað láta naig fá úttekt i „Drífanda" nema að hann (Eiríkur) gengi i ábyrgð fyrir mig. Eftir minni bestu vitund var það Eiríkur bróðir minn sem bað um lán lianda sjer i „Drífanda“ til þess að greiða mjer vertiðarkaup mitt. Um viðskifti Isleifs og bróður míns þar sem hann segisf hafa fengið loforð um úttekt mjer til handa síðastliðið haust, get jeg 3agt það, að þegar jeg kom til Isleifs fáum dögum seinna bauð hann mjer af fyrra bragði úttekt, en þar eð jeg hafði ekki þörf fyrir það í svip- inn hafnaði -jeg þvi boði, enda var jeg í alt öðrum eiindagjörðum þá. Ýmsum öðrum dylgjutn í grein Eiríks bróður míns, mjólK, veð- setning o. fl. o. fl. mun verð svarað síðar á viðeigandi háLt. Yaíalaust er það af einlægri manrmðarkend sprottið að bróðii- minn vill gera mönnum kunnugt að j.eg Iiafi leitað á náðir hins opinbera. Dó heimili mitt sje IíLilfjörlegt og heimilisástæðar mínar erfiðar þá finst mjer síst sitja á Eiríki að draga það fram í opinberar kosninga- deilur með staðlausum rógburði. Mjer er kunnugt um það að heimilisástæður mínar eru ekki nema örlítið sýnishorn af hvernig ástæður fjöldu heiðarlegra verkamanua eru hjer í bæ. Sendi jeg að lokum Eiriki mína bróðuiTegu kveðju og læt staðar nurnið. Vatusdal 25. jan. 1927. Tómas Jónsson. Kosníngaskrifstofa B-listans i (alþýðulistans) er i Nýja Bíó, ka/fihúsinu.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/646

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.