Eyjablaðið - 24.04.1927, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 24.04.1927, Blaðsíða 2
ÍIYJABLAÐIÍ) Til mlnnis Bæjarfógetasknfstofan er opin alla virka daga frá kl. 1—3. e. m. og frá 5V2—16V2 ei m. Bæjarstjóraskrifstofan alla virka daga frá kl. 1—2 e. m. og frá kl. 5—7i e. m. Bæjargjaldkerinn við á sama tíma. Pósthúsið frá kl. 10—12 f. m og 1—6 e. m. Bókasafnið: Útlán: Sunnud. frá kl. 9V2—ll1/^ e. m. Miðvd. frá kl. 5—7 e. m. Föstudaga frá kl. 7—8V2 e. m. Lestrastofa safnsins er opin: .Mánudaga frá kl. 7—10 e. m. Afiðvikudaga frá kl. 6V2'—10 e. m. Föstudaga frá kl. 6V2—10 e. m. •Viðtalstími hjeraðslæknis: Virka daga frá kl. 1—3 og 5—7 e. m. 'Sunnud. 11—12 f. m. og l—2 e. m. Páll V. G. Kolka virka daga frá kl. I2V2—2 7~8 e- h- Sunnudaga 3—4 e. h. Leifur Sigfússon tannlæknir frá kl 10—11V2 f. rn. og 1V2—3Va e>m> a la virka daga. Útbú íslandsbanka: Alla virka d. iga frá kl. 11—12 f. m. og 1—3 e. m. .......... sjei þá út um gluggana en voru þá samstundis vægðarlaust skotin Brann dr. Beshev þar inni með einum syni sínum eg t.veim ung- böi;num. Urmull af sögum þessum iíkum eru hafðar eftir skilgóðum mönn- um sem ferðast til Búlgariu til þess að kynna sjer ástandið. Er þ9ð hin mesta furða að stjórnir lýðræðisríkja Evrópu skuli óátalið líða slíkar aðfarir. Að vísu hafa ýmsir frjálsiyndir þingmenn, sjer- Stakiega franskir og þýskir skriíað undir mótmælaskjöl til stjórnarinn ar, en eina ráðið til þess að ljetta af ógnarstjórn sem þessari, er að nágrannaríkin slíti stjórnmálasam- bandi við Búlgaríu meðan þessu fer fram. Pehingaveski frá kr. 3.50 — 13.50, Peningabuddur frk kr. 3 50—7,50, Flibba og Man- cliettknappar Flibbaprjónar Yasaspeglar, Cigarettuveski, Hárgreiður (úr liorni og belni) Skæri 3 iuismunandi stærðir í ieðurveskl i kr. 10.00. Versl. BOSTON. Böðlar Mussolini í Albaníu. Hingað hafa frjettir borist af ófriðarbliku á Balkan. Mussolini hinn ítalski harðstjóii heíir gert tilraun til þess að sölsa undir sig Albaniu. í Albaníu eru 815000 íbúar. Landið er málmauðugt en lítt unn ið af málmum. Pví hafa stórveldin háð harða innbyröis baráttu á bak við tjöldin um þetta námaauðuga land. Fyrir skömmu komu Eng- lendingar og ítalir sjer þó saman um, að Italir fengju óbundnár hend ur um hagnýting hráefnavinslu gegn hliðstæðum tiislökunum frá Icala hálfu annarsstaðar. Itölum hefir því heppnast hin síðari árin að ná betri fótfestu í Albaníu og náð yfirráðum á verslunarsviðinu. Til dæmis er stjórn þjóðbanka Al- bana ebki í höfuðborg þeirra Tir- ana, heldur í Róm og hafa Italir þannig i hendi sjer yfirstjórn fjár- málanna og lánveitingavald í land- inu. Auk þess er sægur yfirvalda í Albaníu ítalskir mútuþegar, sem vinna Ijóst og leynt að því að leggja landið undir Itali. Nú hefir Mussolini færst enn meii í aukana þar syðra og landvinn ingastefna hans á Balkan opinber ast augljóslega. 'Þann 18. mars s.I sendi hann stjórnarvöldunum í Tir ana orðsendingu, vegna tilbúna frjetta um hervæðing Jugoslafa, þar sem hann segir meðal annars: Yerði nokkur hræring í Albaníu, munu Italía setja. tierlið þar í Iand og taka landið hernámi". Jugoslavneska ríkið, sem er í bandalagi við Frakka, hefir einnig hagsmuna að gæta í Albaníu. Þola þeir því illa yfirgang Itala þar, en mega sig hvergi hræra, þvi að það ríki er umsetið á alla vegu af bandamönnum Itala og Englend- inga. I seinni tíð hefir verið uppi þjóð ernishreyfing í Albaníu. Vilja sjálf stæðismenn þar hrinda af sjer ítalska okinu, en alþýðan á þar harðvítugann andstæðing við að etja, þar sem er Achemed Zogu stjórnarforseti Albana. Er það grimmur facisti og bandamaður Mussolinis. Kveður svo ramt að sviksemi hans gagnvart þjóð sinni að hann hefir beinlínis seltMusso lini landið. Að launum er honum ætluð konungstign i Albaníu. Zogu þessi hefir nú haflð grimmilegar ofsóknir gegn sjálfstæðismönnum, látið hengja 30 alþýðuforingja á stiætum úti og varpað 2000 manns í fangelsi. Kathólsken prest að nafni Don Giva Cazluri sem hafði frá predikunarstólnum vítt grimdar- verk Zogu, ljet hann taka er hann kom úr kirkju og hengja á torg- inu í Skutari. Hinn núverandi foringi sjálfstæðismarma, Noli að nafni, hefir enn ekki lent í klóm Zogu og er hann nú foringi frels- isbaráttunnar. Um ræktun. Fyrir páskana voru hjer á ferð inni þeir Sig. Sigurðsson búnaðar- málastjóri og Pálmi Einarsson ráðunautur í þeim erindum að koma skipulagi á. ræktunarmálin hjer í Eyjum. Ráðgeit er að hver jörð fengi afmarkað land tii um- ráða og yrkingar, en væri svo ríf legt að við mætti lifa þegar það er kotnið í fulla rækt. Afganginn af landinu var gert ráð fyrir að láta þá hafa, er rækta vilja, og taka til þess það land er beinast lægi fram með vegum. P.að er all- mikið land er þannig kemur til skifta, t. d. með mest öllum Dala vegi og svo hraunið og Stórhöfði. Auðveldastir eru móarnir, en það gengur seint að koma þeim til nema með duglegum verkfærum. Með Dafavegi ,voru mældar út marg- ar spildur, 1 ha. að sfæið hver, sem ætlast er til að menn geti fengið strax í ,vor til ræktunar. I sumum þeirra er talsvert af grjóti, og sumstaðar þarf að færa til jarðveg í laiutr og þekja klapp ir. Ráðlagt hefir verið að fá til þeirrar vinnu drjáttarvjel með hæfi- Lgum plógi, herfi og moldarreku og nota þau áhöld í ftelagi strax í sumar. Gert er ráð fyrir að plæging og herfing undir sáningu kosti ekki nema 150 kr. á vallar- dagssláttu, en þá er ekki tekið með grjótnám og færsla á jarðvegi. Færi þá kostnaður við dagsl. ekki fram úr 350 kr. með áburði, fræi og sáningu. Girðing ekki reiknuð með, Fað sem hjer liggur hendi næst er að snúa sjer að því að fá hent ugar vjelar handa þeim sem eiga landið víst, og útvega hæfa mer.n til að fara með þær. Yon er utn hjálp til að ljetta undir með kostn aðinn ef byrjað verður í sumar. Styrkur fæst til þessara starfa, 240 kr. á ha. ’og ef til vill meira ef samtökin eru góð. Fess er vert að minnast, að útlent hey mun alls ekki fást þetta árið og hver veit hvort það fæst nókkurntíma framar. Abuiði er nú daglega ekið i sjóion fyrir mörg hundruð krón ur ,og bærinn kostar vegagerð og heinsunarmenn til að stunda þá iðju alt árið. En móarnir bíða ban hungraðir, en reiðubúnír til að veita bjaigiæði börnum og fullorðn um, ef þeim væri gefið eitthvað af því sem sjórinn fær daglega. Vonandi fer þetta að breytast. Páll Bjarnason. ######**#,***#*#**# # # ; Vikan sem leið. | * —---------------: # Erlendar frjettir. FB. Frá Kina. Frá London er símað að her skip stórveldanna safnist saman í Yangtzefljóti. Leikur sá orðrómúr á að þau ætli 1 refsileiðangur(I) gagnvart Kantonmönnúm í Hanjóu útaf hiyðjuverkunuin í Naiiking. (Skeyti þetta §r einkennilegt mjög þar som segir frá því að stórveldin ætli i „refsileiðhugur" vegna viðburðanna ( Nanking. Samkv. síðustu fregnum allrá þéirra erlendu blaða er Ebl. hafa borist, hafa herheildirnar erlendu framið ógurleg hryðjuverk í Nank'ing. — Hófu þeir skothríð á fátækrahverfi borgarinnar og skutu það í rústir. 7000 marins, konur og börn biðu bana og særðust). Innlendar frjettir. FB. Frá Alþingi Sjerleyfið til Titan er komið aft ur til neðri deildar. ' .1' Frumvarpið um færslu kjördags ins hefir verið samþykt til þriðju umræðu í neðri deild með 16 atkv. gegn 11, en ófyrirsjáanlegt hvern ig atkvæði muni fara þá. Lög um útgáfu nýrra ílokka bankavaxtabrjefa hafa verið sam þykt. í norðanstorminum á föstudaginn var, sigldi m.b. „Vikingur" af sjer stórmastrið. Brotnaði þab niður við þilfar. — Sama dag misti m.b. „Mýrdæling- ur“ skrúfuna og var dregirm heim. Aílabrögð hafa yfirleitt verið góð vikuna sem leið. Hæstur afli muq vera orðiun ca. 40 þús. fiskjar á bát. i

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/646

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.