Eyjablaðið - 01.05.1927, Síða 2

Eyjablaðið - 01.05.1927, Síða 2
EYJABLAJHB þróun sögunnar. > - *##■**■##■#*■*#■*#■*#*■ I ^Jarfia maóurinn * ■ ■ Akureyn g Blað norðlenska verkalýðsins. # Flytur fræðandi og vekjandi # greinar um verklýðshreyfingu. $ # ■ ■ Gterist áskrifeudur ! £###■##■##■##■*#■*#■***■ sf.órborganna, til þess að sýna diotnum sínum hinn vaxandi kraft samtakanna, þeir koma sam- an í geysistórum fundarhöldum, þar sem haldnar eru iæður og sagt er fra sigrum liðins árs og undirbúin baráttan fyrir framtíð- ina. Af ótta við verkfall, þora at vinnurekendur hvergi að draga kaup af verkamönnum fyrir að koma ekki til vinnu þennan dag. A þessum degi minna verkamenn drottna sína á aðalkröfurnar: Stytt- ing vinnutímansí 8 klukkustundir, — 8 sfunda vinna — 8 stunda hvild —. 8 stunda svefn. Það er þetta sem verkamenn annara ríkja heimta. Þetta er krafa verkamanna í öðrum löndum. Aður fyr, og það er ekki svo íkjalangt síðan, voru þeir eins settir og við, að þeir máttu ekki opinbera þarfir sínar og kröfur, því að þeir voru jafn mikið kúgaðir og við erum nú. En með látlausri baráttu og mikl um fórnum hafa þeir unníð sjer þann rjett að mega óhindrað aug lýsá sameiginleg málefni verka manna og kröfur þeirra. fað er ósk okkar, að bræður okkar í öðrum löndum uppskeri ávexti baráttu sinnar, hinn þráða sigur sem flytji öllum þá tíma, þegar hvorki verða til harðstjórar nje þrælar, hvorki auðmenn nje verkamenn, að allir vinni undir »em jöfnustum lífsskilyrðum og njóti lífsins skynsamlega. Fjelagar! Ef við störfum ákveð ið og í einíngu, er sá tími ekki f j ulægur, að vjer fáum einnig sam éinaðir í íöstum fylkingum, opin skátt sameinast verkalýð allrar jarðar og tekið þátt í baráttunni gogn auðvaldinu, án tíllits til trú a' bragða kynkvísla. Og við munum hefja vöðvastælta avma okkar og hinir skammarlegu hlekkir ófrelsi3ins munu af okkur h iuja. Alþýðufólk Rússlands mun vakna, en hjöitu auðmanna og óvína hins vinnandi lýðs munu túra við uppkvaðningu áfellisdóms ins. (Lauslega þýtt). „Sök bítur sekann". Rangsleitni i " þjóðfjelagsins grefur því sjálfu gröf. Alla stjórnarfarslega slysni má undantekningailaust heimfæra til þessarar orsakar. Órjettlæti þjóðfjelagsins er þáð Pandoraskrín, úr hverju alt ilt, all ir sjúkdómar þjóðfjelagsins renna í óatöðvandi straumi. Hvað skapar hinar ógurlegu kreppur Bem koma með reglu og leggja í rústir musteri borgaralegs velgengis og hamingju, hindra eðlilega framrás iðnaðai' og verslunar, valda neyð og örbirgð öllum fjölda, hvað er það annað en hið ríkjandi akipu lag framleiðslunnar með algjörðu stjórnleysi sinu, með sinni sam- viskulausu þrælkun vinnuaflsins, sinni vitflrtu samkepni og ægileg- ustu fjárglæfrum ? Hvaö neyðir verkamanninn til verkfalla, hvað rekur hann i götu- vígin í augnablikum gagngjörðs öngþveitis, hvað annað en meðvit- und þess órjettlætis er hann hefir orðið fyrir? Eða hefir það ekki ávalt verið hin þjóðfjelagslega ör- birgð sem skapað heflr bardaga- manninn í sjerhverri þeirri upp- reisn eða byltingu sem sagan þekk- ir? Styrjaldir — er það hugsan legt að heilar þjóðir myrði hvor aðra, ef að hver og einn ríkisborg ari gæti notið ávaxta vinnu sinn- ar undir verndarhendi rjettlátra stofnanna? — Sóttveiki — Spyrjið þjer læknana hvort næmar pastir geti geysað undir heilbrigðu þjóð fjelagsástandi. — Giæpir — Spyrjið þjer dómarann hve margir glæpa menn verða eftir að þeim frádregn- um sem framið hafa glæp sakir neyðar eða skorti á góðu uppeldi. Fáir munu þeir verða. Menn saka okkur um að vilja gera byltingu. — fá það, viljið þjer, sem það segið, sjóða niður stjettabaráltuna á öllum stigum hennar, alt frá friðaamlegu verk- falli til blóðugra götubardaga? Viljið þjer sjóða niður uppreisn- ir, byltingar, styrjaldir, glæpi og hættulegar pestir ? Agætt, þá sjóð- ið niður hið ríkjandi þjóðskipulag með allri þess rangsleitni og göll- um, — eins lengi og þjer getið. Fjárhagalega og pólitískt ófært verð ur fyrirkomulag þetta og brýn nauð syn, hagsmunir alls mannkynsins krefjast rjettlætis. Framþróun hins núríkjandi fram leiðslufyrirkomulags er ekki lengur í samræmi við þjóðskipulagið. Hinn kapitalistiski stóriðnaður var fram för, nú er hann orðinn hemill. — Hann nægir ekki lsngur hinni þjóð fjelagslegu þöif, þöif heildarinnar. Þetta eitt er nóg til þess að knýja fram þær breytingar sem geta veitt mönnum sæmilegt lífsviðurværi. Þau skilyrði getur það skipulag aðeins fullnægt sem er bygt á und irstöðu hinna almennu þjóðfjelags- legu framleiðalu, með skipulagðri vinnu á grundvelli jafnaðaistefn- unnar, og sem notar þjóðarauðinn með hag heildarinnar fyrir augum. Sá sem í dag bæri fram þær kröfur að afnema nýtísku vjelar og koma á aftur smáiðnaði yrði í besta tilfelli álitinn hálfviti. Pví sjerhver veit hve stórfeld þægindi vjelarnar geta veitt mönnum. En sá sem fyrir nokkrum áratugum, segjum öld, hefði staðið upp, barist gegn handiðnaðinum og fyrir byltingu á sviði iðnaðarins, sem kæmi á öðru skipulagi fram- leiðalunnar myndi hafa verið skoð aður sem eitthvað þvílíkt og vjer nú. Að lokum, ef einhver yrði til þess eftir hálfa öld að óska eftir því að hinu núríkjandi þjóðskipu lagi yrði komið á aftur mundi hann eiga á hættu að kynnast geðveikrahæli. Og vjer sem nú berjumst fyrir endurbótum þess ástands sem í hávegum er, fáum öðruhvoru fangelsisvistir fyrirskoð anir vorar. Þó er það eins ábyggi- legt að skipulag jafnaðarstefnunnar og bætt fyrirkomulag fremleiðsl unnar mun taka við af skipulagi auðvaldsins eins og smáiðnaðurinn varð að víkja fyrir stóriðnaóin- um. Þessvegna erum það ekki vjer sem erum hinir ógæfusöinu skýja glópar eins og möiftium þykir svo ánægjulegt að kalla okkur. feir einir bera þaö nafn með rentu sem halda sig geta varnað hruni þess með valdi. H. B. Vikan sem leið. Innlendar frjettir. FB. 28. apríl 1927 Færsla kjördagsina hefir verið feld i neðrideild með 15 atkv. gegn 13. Títanfrumvarpið heflr verið afgreitt aem lög með 15 atkv. gegn 6. Norsku kartöflurnar óvift- jafnanlegu að gæðuui og ódýru Avalt lyrirllggjandi, Sendar heim. Egg, glœný og stór á 82 aura. BOSTON Straumar tímaiit um kristindóm og trú- mál, 12 hefti á ári á kr. 5.00. Fæst hjá Agúst í Baldurshaga. Sundlaug. Á Alþingi 1925 voru samþykt heimildarlög handa bæjar- og sveit- arstjórnum, sem að skyida unglinga til sundnáms. Bæjarstjórn Yest mannaeyja setti siðan reglugjörð, er gekk í gildi 9. ágúst 1926. Þar er öllum unglingum í Vestmanna eyjum, á aldrinum 12—16 ára, gjört að skyldu að læra sund. Með þessu er þyngsta. þrautin unnin, því reyndin hefir jafnan verið aú, að það þarf að píska fólk með lagaákvæðum til að líta við jafn lífsnauðsynlegri íþrótt og sund- ið er. — En nú er samt eftir aíð- asti áfanginn til að fullbjarga mál- inu, — að byggja sundlaug. Sjór inn er of kaldur, veðurlagið óblitt og aðstaða svo erfið, að vonlítið er um fullkomna, almenna sundkunn- áttu, nema kenslan geti faiið fram í volgri laug. Hjer verður þvi að koma upp sundlaug, sem allra fy:st, og það er lafhægt, ef öll þau fjelög (þá fyrst og fremst iþróttafjelögin) sem vinna að framförum og heill þessa. bygðarlags, taka að sjer málið. Bá er að líta á það, hvar og hvernig best verður að byggja laug ina. Hefir mjer flogið í hug, að nota mætti til upphitunar laugar innar heitt vatn frá rafstöðvarvjel unum. Gæti laugin þá verið norð an og vestan við rafstöðina. sem er í samræmi við skipulagsupp dráttinn. Hún yrði að vera yflr bygð, veggir og bo'n steinsteypt, en þetta hvortveggja ætti að vera aðal kostnaðarliðurinn. Þegar sundhöllin er komin upp þarna á besta stað i miðbænum, verður þess ekki langt að bíða að hver einasti Vestmannaeyingur verði vel ayndur. Fá fyrst er tak- markinu náð og mállð rifið upp úr þeirri niðurlægingu áhuga- og skilningsleysis, sem því heflr haml að til þessa, eigi síður til,#kaða en skammar. Sundmaður.

x

Eyjablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/646

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.