Eyjablaðið - 22.05.1927, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 22.05.1927, Blaðsíða 2
RY.TARLAÐT?) Til minnis Bæjarfógetasknfstoían er opin alla virka daga frá kl. 1—3. e. m. og frá 5Va—6^/2 e. m. Bæjarstjóraskrifstofan alla virka daga frá kl. 1—2 e. m. og frá kl. 6—7 e. m. Bæjargjaldkerinn við á sama tíma. Pósthúsið frá kl. 10—12 f. m og 1—6 e. m. Bókasafnið: Útlán: Sunnud. frá kl. 9V2—ll1/^ e. m. Miðvd. frá kl. 5—7 e. m. - Föstudaga frá kl. 7—S1/^ e. m. Lestrastofa safnsins er opin: Mánudaga írá kl. 7—10 e. m. Miðvikudaga frá ki. 6V2—10 e. m. Fóstudaga frá kl. tí1/^—10 e. m. Viðtalstími hjeraðslæknis: Virka daga frá kl. 1 — 3 og 5 — 7 e. m. Sunnud. 11 —12 f. m. og 1—2 e. m. Páll V. G. Kolka virka daga frá kl. 1 2x/2—2 og 7—8 e. h. Sunnudaga 3—4 e. h. Leifur Sigfússon tannlæknir frá kl. 10—11V2 f. m. og 1V2—3^/jj e.m. aila virka daga. Útbú íslandsbanka: Alla virka daga frá kl. 11—12 f. m. og 1—3 e. m. þjóðskipulagid. Þúsundir og jafnvel miljónir manna lifa við hin mestu eymdar- kjör í hinum miklu stórborgum heimsins. Það eru fátækustu verka- mennirnir, er framleiða fyrir oss flest þægindi lífsins, og það er sor- inn úr þjóðfjelaginu, þeir sem hafa orðið undir í baráttu lífsins, hafa látíð tælast um of af. nautnum þess eða eru fæddir í eymd og ör- birgð. Auðvaid einstakra manna, þeirra er eiga öll framleiðslugögnin, á mestan þátt í eymdarkjörum verka lýðsins. Með miljónum sínum og miljónafyrirtækjum neyða auðkýf ing’arnir þá, sem ekki geta dregið fram lífið á annan hátt, til þess að þræla fyrir sig i verksmiðjum sínum; en aí því svo margir bjóða j sig fram tiJ vinnunnar, geta þeir boðið mönnum þessum sultarkjör. Það sjest líka á mörgu öðru, að auðvaldið er orðið að drottinvaldi vorra tíma. Vjer þurfum ekki ann- að en taka dæmi af kaupmanna samkundunum til þess að sjá, hvern ig burgeisar vorra tíma fara að beita auðvaldi sínu. Farna sitja þeir á skrifstofum sínum eða kaup mannasamkundum og ræða um, hvað helst, bori að gera t.il þoss að þeim safnist enn meiri auður. Hvort þeir eigi t. d. að geyma hveitibirgðir sínar, þangað til sult urinn fer að sverfa að mönnum og hveirið hækkar nóg í verði, eða hvort þeir eigi að taka hönd- um saman um það að kaupa upp helstu lifsnauðsynjar manna og slá hring um heilar heimsálfur, svo að þeir geti sjálfir ráðið öllu verð lagi. Hvort þeir um stund eigi að auka framleiðsluna í iðnaði og taka þúsundir manna í þjónustu sína til þess að framleiða nýjar vörur, eða þegar þeir eru búnir að framleiða þessar nýju vörubirgðir, hvort þeir eigi þá ekki að stöðva aftur fram leiðsluna eða draga úr henni, setja veríið upp á vörunum, en varpa þeiin, sem hafa frainleitt þær, aft- ur út á klakaun. Þett.a gera auð- kýfingar um heim allan í smærri eða stærri stíl, og þegar þeir þar á ofan taka höndum saman og mynda hringi (trusts) í því skyni að einoka þjóðirnar á einn eður annan hátt, en það á sjer einkum stað í Ameriku, þá verður vald þeirra að hreinas'a þjóðfjelagsmeini. En af þeasari kúgun auðvaldsins og af þessum fjárgróðabrellum framleiðenda er mestöll eymdin í menning vorra tíma sprottin. Og af þrælkun þeirra á verkalýðnum, hinum eiginlegu framleiðendum, er barátta su gegn auðvaldinu sprott in, sem verkamenn vorra tíma hafa hafið, en hún er einhver hin merkilegasta þjóðfjelagshreyfing ald- arinnar. Það kom sem sje æ meir og meir í ljós, eftir því sem stóriðn- aðurinn jókst, að auðmennirnir, þeir, þeir sem áttu öll framfærslu- gögnin og leigðu verkamenn til vinnu, auðguðust altaf meir og meir á stóriðnaðinum, en að eymd in fór að sama skapi í vöxt hjá verkalýðnum, og þvi stærri sem fyrirtækin urðu, því meiri varð eymd vinnulýðsins. Örbirgð fjöld- ans jókst næstum að sama skapi og auðmagn einstakra manna. Eitthvað varð til bragðs að taka, enda hafa nú verkamenn allra landa tekið höndum saman og haf ið baráttuna gegn auðvaldi því, sem ræður mestu um framleiðsl- una. í baráttu þessari standa verka mennirnir sem einn maður gegn auðvaldinu og geta því oft ogmörg um sinnum sett auðkýfingunum skilyrðin. Geti auðkýfingarnii þeg ar verst lætur í ári, fleygt verka- lýðmim út á klakann og útilokað hann frá vinriunni (lock-out’s), þá geta verkamenn nú þegar best læt- ur og verkamannasjóðir þeirra leyfa RÁ«SK0NU, vantar nú þegar á heunili hjer í bænum. Lysthafendur sendi nöfn sín og heimilisfang, ásamt launakröfu, í lokuðu iunslagií prenismiðju þessa blaðs fyrir 25. þ. m. það, hafið almenn verkföll (strikes), en þá sitja vinnuveitendur eftir með sárt ennið. ÁgUst, H. Bjarnason dr. og próf. í heimspeki við Háskóla íslands- Verkbannid í Noregi., Styrkur rússnesku alþýðunnar. Aldrei heflr verkalýður nokkurs lands sýnt eins einhuga samtaka- vilja og fórnfýsi og alþýða Rúss- lands sýndi í koladeilunni bresku. Nú fyrir stuttu ákvað verklýðs- saraband Rússlands að styðja hina norsku fjelaga sina, sem staðið hafa í víðtækri vinnudeilu (verk- banni), með fj&rframlögum. Upphæðin er Eln miljón norsk ar krónur. 200 þúsund krónur eru beinn styrkur sem eigi þarf að endurgreiðast en 800 þúsund krónur Ián sem endurgreiðist vaxta lauat „þegar að verkalýðssamband ið norska hefir náð sjer aftur fjár- hagslega og álitur sig geta endur- greitt fje þetta" eins og skilyrðis- brjefið norska hljóðar. Lifi samtök alþýðunnar ! Lifi drenglyndi rússnesku alþýð unnar! L mai. 1. mai-kröfugöngur voru alstað- ar mjög fjölmennar í ár. Þannig tóku þátt í kiöfugöngunni i Ber lín um 700 þús. manns, i París 100 þús., í Varsjá 12 þús., Prag 55 þús., Oslo 25 þús., í Stokkholmi 20 þús. í Englandi voru t.d. samt. 3000 kröfugöngur. Aft,ur á móti i löndum hvítliðanna, Ungverjalandi.Búlgaríu, Rúmeníu og Italíu voru alíar kröfu- göngur bannaðar og aukið löreglu- lið ávalt reiðubúið til þess að tvistra kröfugöngu ef á þyifti að halda. 4 cJllþýéu6laóió Reykjavík Uagblað Yikubiað Stæi«t,a blað íslenska veika- lýðsins. Dagblaðsútgáfan kostar kr. 18 á ári. Vikuútgáfan kr. 8 ár- gangurinn. Hentugast fyrir menn utan Reykjavíkur að kaupa viku- útgáfuna. Eimreiðin. Nýlega barst Ebl. 1. hefti „Eim re'ðarinnar,, á þessu ári, og kenn ir þar margra grasa. Sjerstaka at hygli vekur samt hin ágæta ný breytni þessa tímarit.s, greinarbálk ur undir fyrirsögninni „Við þjóð veginn". Er það yfirlit yfir merk ustu viðburði síðasta árs úti í heimi, hlutlaus og skýr frásögn. I formála fyrir þessum frjettabálki segir meðal annars: „Til þess að að skilja samtíð- ina, og þá einnig samiíð sinnar eigin þjóðar, er þörf góðs útsýnis yflr það, sem er að gerast i heim inum. Þegar þú stendur á góðum sjónarhól við fjölfarinn veg, og virðir fyrir þjer þá sem fram hjá þjer ganga, fer ekki hjá þvi, að margt einkennilegt og eftirtektar- vert festist í huganum. Við getum líkt lífi mannkynsins við umferð eftir þjóðvegi. Fram hjá sjónum áhorfandans liða þjóðirnar á göngu sinni og viðbuiðir ferðarinnar. Á slíkan sjónarhól er öllum þörf að komast. Vill Eimr, telja það eitt af sínum aðalhlutverkum að leitast við að leiða lesendurna sem oftast þangað, þó að hún geri ekki ráð fyrir að koma þvi við að get.a um nema fát.t eitt af Þvi, sem fyrir augun ber. Okkur Islendinga skortir tilfinnanlega útsýni meira en áður yfir það, sem gerist, í um- heiminum. Meðal anuars er okkur þess vegna svo gjarnt a að halda að landið okkar og þjóðiii sje sá reginás, sem alt annað verði um að snúast, þótt sannleikurinn sje sá, að það er undant.ekning, ef okkar er getið eða eftir okkur munað erlendis. í*á sjaldan að slikt kemur fyrir er það oftast í för með missögnum og röngum skiln ingi. En þekking út á við er styrk ur til rjetts skilnings inn ú við“. Eimreiðin hefir verið og er eitt af bestu tímaritum vorum.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/646

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.