Eyjablaðið - 29.05.1927, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 29.05.1927, Blaðsíða 2
RT.TA'RLAÐIÐ Til minnis Ræjarfógetaskiifstofan er opin alla virka daga frá kl. 1 — 3. e. m. og frá 5V2—6V2 e- m- Bæjarstjóraskrifstofan alla virka daga frá kl. 1—2 e. m. og frá kl. 5—7 e. m. Bæjargjaldkerinn við á sama tíma. Pósthúsið frá ,kl. 10—12 f. m og 1—6 e. m. Bókasafnið: Útlán: Snnnud. frá ki. 9V2—HV2 e. m. Miðvd. frá kl. 5—7 e. m. Föstudaga frá kl. 7—8^/2 e. m. Lestrastofa safnsins er opin: Mámidaga frá kl. 7—10 e. m. Miðvikudaga frá k). 6V2—10 e. m. Föstudaga frá kl. 6x/2—10 e. m. Viðtalstími hjeraðslæknis: Virka daga frá kl. 1—3 og 5 — 7 e. m. Sunnud. 11—12 f. m. og l—2 e. m. Páll V. G. Kolka virka daga frá kl. 12 Vss—2 °g 7~8 e- h- Sunnudaga 3—4 e. h. Leifur Sigfússon tannlæknir frá kl. 10—llVz f- m- °g lx/a—3Va e.m. alla virka daga. Útbú islandsbanka: Alla virka daga frá kl. 11—12 f. m. og 1—3 e. m. Víðvarpsmálið. í Alþýðublaðinu frá 11. þ.m. er birt grein frá stjórn Fjelags víð varpsnotenda. Hafði Hjeðinn Valdi marsson vítt afskifti íhaldsstjórnar innar af víðvarpsmálinu í van- traustsræðu sinni á Alþingi og tekur stjórn víðvarpsnotendafjelags ins í sama streng og krefst þess að útvarpsstöðin verði tekin sem fyrst af sjerleifishöfunum og rekin af ríkinu. Meðai annars gerir stjórnin þessar kröfur til Hf. Útvarps og heim- tar uppfyltar á þessu ári: Að reisa hjer á landi eina eða fleiri útvarpsstöðvar, er sjeu svo sterk- ar, að hvar sem er á landinu megi iiafa full not af viðvarpi frá þeim með viðtækjum. sem eigi sjeu dýrari en svo að öllum þorra aimennings sje kleift að afla sjer þeirra (kristaltæki og eins og tveggja lampa viðtæki.) Kristaltæki kosta innan við 20 kr. og ættu margir að geta fengið sjer samband við höfuðstaðinn ef þessi ráðabreytni verður á útvarp inu. Blckkingar auðvaldsins og „frjáls samkepni". Samkepnis- og einstaklingshyggj an hefir frá ómuna tið átt mikil ílök í manninum. Þetta gamla orðtak: „hver er sjálfum sjer næstur", er enn í dag mörgum ofur munntamt. Enda byggir hið núrikjandi borg- aralega þjóðfjelag siðferðiskenning- ar sínar og lífsspeki á þessari grundvallarkenningu: „Hver er sjalfum sjer næstur". f*að er því eigi að undra, þó í núríkjandi þjóðskipulagi geti að líta mislitar hliðar mannlegra lífs- kjara og gráleg viðskifti, sem jafn an enda með úrskurði aflmunarins. Frjálsri samkepni i verslun og viðskiftum hefir verið talið margt til ágætis. Sjerstaklega hefir ihalds- þingmönnunum, fulltrúum stór- kaupmanna og annara samkepnis- fjárglæframanna orðið skrafdrjúgt um ágæti hinnar „frjálsusamkepni* þegar bingkosningar hafa staðið fyr ir dyrum. Rað er hægara að viðhalda því illa og dýrslega úr frumeðli manns- ins, en að útrýma því. Enda hafa íhalds- og samkepn- ispostular nútímans tekið að sjer ljettara hlutverkið og hagnýtt sjer það í baráttunni gegn jafnaðar- mönnum. Ihaldinu er það mjog hugleikið, að geta haldið kjósendum sem lengst í trúnni á „frjálsú samkepn- ina“ og 1 þeim tálvonum er hún glæðir hjá þeim er glapist hafa af fortölum íhaldsmanna. Til kjósenda hafa þeir talað á þessa leið : „Við viljum að hver maður njóti hæfileika sinna og dugnaðar, í frjálsri Bamkepni. Við viljum vernda eignarrjett einstaklingsins og einstaklingsfram takið. Við viljum að dugnaðarmenn- irnir — kaupmennirnir — fái ó- áreittir að keppa um það, hver við annan, að selja verkalýðnum góðar og ódýrar vörur. Við viljum að atvinnurekendur geti óhindraðir kept hver við ann- an í því að bjóða mönnum sínum gott kaup*. Þannig lýsa þeir hinni frjálsu samkepni, þegar þeir eru að afla sjer kjörfylgis. En hvernig hafa þessi dýrðlegu fyrirneit samkepnispostulana reynst í virkilejkanum? Athugum það. I þjóðfjelagi samkepnis og borg- aralegrar yfirdrotnunar, þar sem ein stjettin lifir, samkvæmt óskum sínum og vild, algerlega á kostn- að annara stjetta, sem auðvitað hafa tæplega til hmfs og skeiðar, er langt frá því að menn (alment) fai, eður geti notið hæfileika sinna. Hin ríkjandi stjett, borgarastjett in, sem íhaldsflokkurinn starfar fyrir, berst nú fyrir því með öll- um upphugsanlegum ráðum og klækjum að halda sínum fjárhags- legu og póiitísku völdum í land- inu, en verkalýð og smáframleið endum í vaxandi niðurníðslu. Virðast íhaldsborgararnir stefna að því eina marki, að gera núver- andi þjóðfjelagsaðstöðu sína að arf- gengu óðali, en á hinn bóginn ófrelsi, vanefni og niðurlægingu að vöggugjöf og ætterni verkalýðsins. Fannig er útlitið framundan verkalýðnum eins og sakir standa. Samkepni og hagsmunareipdrátt- ur íhaldsbraskaranna, innbyrðis, leiðir aldrei annað en ilt eitt yfir verkalýðinn. Hún þekkist helst ekki nú orðið sú tegund samkepninnar, að stór atvinnurekendur spenni upp verka- mannakaupið, hver fyrir öðrum, og þeir verði á þann hátt gagn- legir verkalýðnum. — Fað þætti t.d. hjer í Vestmannaeyjum merki- leg nýjung, ef „Tanginn" og „Ed inborg" tækju upp slíka samkepni. Nei, það mun aldrei veiða til svo fjandsamlegur „Tangi" og rang- ■núin „Edinborg" hvort öðru, í hagsmunastrííi núverandi Þjóðskipu lags, að þau ekki geti fallist í faðma og unnið sameiginlega gegn sjálfstæðisbaráttu verkalýðsins. — ?að virðist sem sja vera sameig- inleg skoðun hinna borgaralegu | keppinauta, að verkalýðurinn eigi að vera þeim uudirgefinn sem þeirra ■ eigin eign, eða sem búpeningur bændum. En hverjum beri mest, í sinn j hlut, deila þeir um innbyrðis og I láta oft hendur skifta í „frjálsri j samkepni". I Eins og áður var drepið á, vill ' íhaldið vernda eignarrjett einstak- lingsins og einstaklingsframtakið. Rað er rjett, að því leyti, að íhald ið vill tryggja einstökum mönn um eignarrjettinn á auðlindum náttúrunnar, framleiðslutækjunum og vinnuafli alþýðunnar. Ihaldið vill heldur ekki fyrir isMaJiMsiHJli^falsugiNlisiMaJisisjs RJETTUR íí Timarit um þjóðfjelags og s menningarmál. Kemur út tvisvar á ári 10—12 ark ir að stærð. Flytur fræð- andi greinar um bókment- ir, þjóðfjelagsmál, listir og önnur menningarmál. Enn- fremur sögur og kvæði, er- lend og innlend tíðindi. Argangurinn kostar 4 nr. Gjalddagi 1. október. Ritstjöri: Einar Olgeirsson, kennari. Aðalumboðsmaður: Jón G. Guðmann, kaupm. P. O. Box 34, Akureyri. Gerlst áskrlfcndurl 5JBl51[BJBl51[MBl51[gjHElfBJM51fEJBÍ5 nokkurn mun leggja hömlur á það einstaklingsframtak, sem óumflýj- anlega leiðir til þjóðlegrar úrkynj- unar og bölvunar fyrir land og lýð. Hjer hefir verið lítilsháttar drep- ið á íhaldið og stjórnsemi þess. Eru eflaust margir þeirrar skoð- unar nú orðið, að nóg sje komið frá íhaldsflokksins hálfu í bráðina og gætu vel unað honum góðrar og varanlegrar hvíldar. En íhaldið er nú sjálft ekki al- veg á þeirri skoðun. Aldreí hefir því leikið meir hugur á því að halda í völdin en einmítt nú, enda aldrei notað lúaiegri brögð til þess að koma fram vilja sínum, en nú á síðasta þingi (sbr. frumvarpið um færslu kjördagsins og þing- rofið). Þegar íhaldið sjer að veldi þess er hætta búin, vegna þverr- andi kjörfylgis, þá grípur það til þeirra ráða að fyrirbyggja það að mikill hluti alþýðu fái neytc kosn- ingarjettar síns. Þá er það hinn borgaralegi „hæsti rjettur", hhefarjettuiinn, sem ræð- ur. Það sannast ætíð betur með ári hverju, að flegræðgis- og yfir drotnunarandi samkepnismanna er nú að verða, hjer á landi, sem viðast annarsstaðar um heiminn, að þjóðarböli. bívaxandi ásælni og harðýðgi yfirstjettanna; gegn hinum undir okuðu, hefir skapað orsök eg nauð syn stjettabaráttunnar. Sú barátta tekur ekki enda nema á einn veg: Fallisamkepnisþjóðljelagsins, þjóó fjelagsins sem nú er, hvern daginn sem líður, að enda við að giafa sína eigin gröf. J. B.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/646

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.