Eyjablaðið - 05.06.1927, Síða 1

Eyjablaðið - 05.06.1927, Síða 1
5 júní 1927 Útíefandi „Verkatnannafielagið Dríf- andi Vestmannaeyjum. Abyrgðarmað- ur Jón Rafns8on. Blaðið kemur út hvern suanudagsmorgun. — Kostar kr. 1.50 um ársfiórðunginn innanbæjar. 7 krónur árgangurinn útum land — Málgagn alþýðu í Ycstmannacyjum 1. órgangur — T6l. S9. Auglýsingaverð 1 króna sentimeterinE eindálka. Smáauglýsingartíu aura orð- ið. 50 aura stofngjald. Sínii, Prent- smiðjan 160. Box 113. — Prentsmiðja Eyjablaðsins — Kaupgjald og verkalýdsfjelög. Verkalýðsfjelögin eru hagsmuna- fjelög hins vinnandi lýðs. Það er hlutverk þeirra að berjast fyrir því að rjettur verkalýðsins sje ekki fyrir borð borinn. Verkalýðsfjelög starfa I öllum bæjum heimsins og vinna að því fyrst og fremst að sjá um að atvinnurekendur seti kaup verkamanna ekki langt nið- ur fyrir allla sanngirni. Verkalýðsfjelögin saman standa af verkamðnnum sem berjast fyr- ir tilveru sinni undir hinu rang- snúna þjóðskipulagi. Verkalýðurinn er sú stjett manna sem harðást verður úti i lífsbar- áttunni, og þá einkum þeir er dag- ,launavinnu eða eyrarvinnu stunda. Sú vinna er altof illa borguð f hlutfalli við það erfiði og fataslit sem liúu hefir í fðr með sjer, og þó eru ei laun fyrir neina vinnu jafn mikið eftirtalin, sem þessi. Páð skyldi þvi engan undra þó að þessi stjett, er hún vaknar til með- vitundar uni tilverurjett sinn, eftii- alda kúgun, láti á sjer bera, og heldur skyldi engan undra þó að böðlaj þessarar -stjettar (atvinnu- rokendur) hrykkju upp við illan draum er klukkur verkalýðsins liringja til öflugra og víðtækra sam- taka gegn ofriki ráðandi stjetta. Verkalýðsfjelögin starfa á marg an hátt að viðreisn og fræðslu verkamanna, en það starf er dá lítið misjafnt í hinum ýmsu fje lögum og fer það eftir staðhátt um og þroska verkalýðsins á hveij um stað. En eitt er ölium sönn um verkalýð8fjelögum sameiginlegt. tað er að vinna í bróðerni að sanngjömu kaupgjaldi. Að hækka kaupið, eje það of lágt, annars að sporna við því, að það sje lækkað fram úr hófi. Hjer í Vestmannaeyjum eru mi að nafninu til tvö verkamanna fjélög og þó að starfssvið þeirra sjeu mjög ólík, telja þau sig þó b»ði berjast fyrir sanngjörnu og viðunandi kaupgjaldi, sem líka hlaut að vera ef þa.u ættu að geta heitið verkamannafjelög. Verkamannafjelagið Drífandi er elsta verkalýðsfjelagið í þessum bæ og Bkipar það því eðlilega forsæti, enda telur það langflesta meðlimi af sönnum verkamönn- um og starfar á flestum sviöum verkamönnum til heilla. fað þótti því kinlegt, þegar siðastliðið haust var stofnað, i ekki stærri bæ, en Vestmannaeyjar eru, annað verka mannafjelag, nefnilega Verkamanna fjelag Vestmannaeyja, og því kyn- legra þar sem það neitaði þegar í fæðingunni 'aílri samvinnu við hið eldra fjelag, Verkamannafjelagið Drifandi. Varð þafi til þess að sá orðrómur barst út að Verkamanna- fjelag Vestmannaeyja, sem kallaði sig, myndi vera klikufjelag kaup- mannasinna, sem að undirróðri atvinnurekenda kæmi fram á sjón- arsviðið til að brjóta á bak aftur, ef mögulegt væri, samtök verka- manna gegn íhaldi og auðvaldi þessa bæjar. Var þetta fjelag því alment kallað „Gula fjelagið" (sjá Eyjablaðið 10. okt. f. á.) í líkingu við samskonar fjelðg utanlands, sem stóratvinnurekendur standa á bak við og vinna 1 gegnum, móti samtökum hins vinnandi lýðs í baráttu hans fyrir bættuui kjörum Ríniim. JÞetta lagðist þó í þagnargildi, þar sem ekkert bar á fjelaginu og Bumir voru jafnvel farnir að segja að orðrómurinn um „Gula liðið" væri að ástæðulausu. En fyrir skemstu gerðist sá við burður hjer í Vestmannaeyjum, sem margir munu hafa hugmynd um, en fáir vita til hlýtar, en sem tekur öll tvímæli af um hverjir standa á bak við Verkamannafje lag Vestmannaeyja og hversu heil- brigt það er í starfi sínu fyrir verkalýðinn, því að fáir munu ætla að Dúfa komi úr Hrafnseggi. Eins og flestum er kunnugt var kaupgjaldstexti laus hjer í bæ fyiir daglaunavinnu, nú fyrir stut.tu, og kaupgjald því alt á ringul- reið. Þá var það, að Verkamannafje- lagið Drífandi fól stjórn sinni að leita samkomulags og samvinnu við Verkamannafjelag Vestmanna- eyja með kaupgjaldstaxta. Þáverandi stjórn Verkamanna- fjelags Vestmannaeyja tók slíku samvinnutilboði Verkamannafjel. Drífandi ekki fjarri sem eðlilegt var, en bað þó um frest til aðal- fundar í Verkamannafjelagi Vest- mannaeyja til að ræða kaupgjalds- málið nánar. Fresturinn var veitt- ur af hálfu Drifanda. Aðalfundur var haldinn í V. V., en jafnframt gerð stjórnarbyltirg þar í fjelaginu og samþykt með þorra atkvæða að neita algjörlega samvinnu við Verkamannafjelagið Drífandi um þetta áhugamál beggja fjelaganna. Eftir að Verkamannafjel. Drif- andi vissi þessa samþykt Verka- mannafjel. Vestmannaeyja, samdi það og auglýsti kaupgjaldstaxta þann sem birtur var í siðasta tölu- blaði Eyjablaðsins. En hitt er augljóst orðið, að Verkamannafjelag Vestmannaeyja er leigufjelag kaupmanna sem vinn ur gegn samtökum verkalýðsins, enda þótt að það hlaupi nú í kapp við Verkamannafjel. Drí'andi og auglýsi kaupgjaldstaxta sera er 2 aurum hærri á klukkustund i dag- vinnu, þá er það augljóst ekki af velvilja til verkamanna, það sýnir efttirvinnu-, næturvinnu- og helgi- dagavinnutaxti þeirra, sem er mun lægri en kaupgjaldstaxti Drífanda, fyrir þá vinnu. Tihaun Verka- mannafjelags Vestmannaeyja með að hnekkja samtökum verkalýðs- ins mun mishepnast að þessu sinni, því að allir vita að Verkamanna- fjelagið Drífandi auglýsti íyr taxta sinn og eins hitt, að kaupgjalds- taxti, Drifanda er lágmarkstaxti. Stjórnarkosningin hefir sýnt, að þar mega þeir einir fara með völd sem líklegastir' eru til að sitja og standa eins og kaupmenn vilja og eru trúir fylgifiskar þoirra í öllum greinuni en jafnframt mestir and- stæðingar hins vinnandi lýðs og fjandsamlegastir samtökum verka- manna i baráttu þeirra fyrir saun- gjðrnum kröfum. Hvenær og á hvern hátt sem atvinnurekendur og kaupmenn velta steini í samtakabraut verkalýðsins, munu þeir sönnu vetkamenn h«fj- ast handa og kasta steininum úr götunni, og geta þá ekki aðgert þó að hann kunni að verða að fjalli á leið burgeisanna á ofsókua ferð þeirra. Verkamenn! Standið saman, játið ekki blekkingar „Gula liðsina* veikja samtök ykkav í hagsmuna- baráttu verkalýðsins, eða draga úr ykkur með að halda fram sann- gjörnum kröfum hans. Sig. Guðmundston. •>v.J í' ■1

x

Eyjablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/646

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.