Eyjablaðið - 19.06.1927, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 19.06.1927, Blaðsíða 2
eyjablabið Til minnis Bæjaríógetaskrifstofar er opin alla virka daga frá kl. 1—3. e. m. og rá 5 V*—61/, e. m. Bsejarstjóraskrifstofan alla virka daga frá kl. 1—2 e. m. og frá kl. 5—7 e. m. Bæjargjaldkerinn við á sama tíma. Pósthúsið frá kl. 10—12 f. m og l—6 e. m. Bókasafnið: Útlán: Sunnud. frá kl. 9Vj—ll1/* e. m. Viðtalstíini hjeraðslæknis: Virka daga frá kl. 1—3 og 5—7 e. m. Sunnud. 11—12 f. m. og 1—2e.m. Páll V. G. Kolka virka daga frá kl. 12 x/a—2 og 7—8 e. h. Sunnudaga 3—4 e. h. Leifur Sigfússon tannlæknir frá kl. 10—llVa f. m. og lVa—3Va e.m. alla virka daga. Útbú íslandsbanka: Alla virka daga frá kl. 11—12 f. m. og 1—3 e. m. Þorbjörn Guðjónsson. — Næstir töluðu þelr Olafur Auðunsson, Jón Sverrisson, Sigfús Scheving, Jón Hinriksson og bæjarstjóri (íhalds- liðið) og vildu samþykkja tillögu hafnarnefndar, sem þeir svo síðar gerðu gegn atkvæðum þeirra ís- leifs og Þorbjörns. Eiríkur ögmunds son var andvígur hringlandahætt- inum en greiddi ekki atkvæði í málinu. — Finnbogi ftútur verk- fræðingur tók til máls áður en at- kvæðagreiðsla fór fram og tjáði sig hlutlausann í deilum bæjarstjórnar. Samkvætot þessum nýju ákvörð- unum bæjarstjórnar, verður hætt við að reka niður stauravegginn. Efnið sem keypt hefir verið, selt fyrir hæst fáanlegt verð. Bæjar- stjóri upplýsti að þegar væri feng- inn kaupandi og að hann keypti efnið það háu verði að bærinn biði ekkert tjón af. (Otrúlegt, þótt satt kunni að vera, að svo ein- faldur verslunarmaður skuli enn þá fyrirfinnast í samkepnisheim- inum). Eins og gefur að skilja er alt það verk sem farið hefir í að undirbúa stauragirðinguna unnið fyrir gíg og annað eins verk er eftir, að bjarga búkkum á land og ganga frá öllu aftur. Auk þess verður tjónið sem liggur í því að ausa öllum greftinum út úr höfn- inni, í stað þess að skapa með honum verðmæti (lóðir á hafnar- bakkanum), ómetanlegt. Að kunn- ugra sögn tók það hálft þriðja ár að sækja moldina í hafnaruppfyll- ingu Reykjavikur 1 Öskjuhlíðina með tveim járnbrautarlestum. Annað mál er það, að þeir menn virðast hafa nokkuð til síns máls sem halda þvi fram, að rjettara hefði verið að byrja á því að gera hafnargarðana sem best úr garði og þannig sem áformað hafði verið. Smáborgarinn. Frá Kína. Síðustu fregnlr. Byltingarherinn sækir fram gegn Peking. Snemma merguns 2. júnl tók herinn járnbrautarmiðstöðina í Chenchow eftir harðar orustur. A að giska 100 þúsund fangar af liði Tschang Tso Lin teknir. Þar á meðal fjöldi háttset.tra foringja. Kynstur af hergögnum og skot- færum tekið. Þjóðin fagnar bylt- ingarhernum hvar sera hann kem Verkafólk! Samkvæmt samþykt bæjarstjórnar Siglufjarðar, aðvarast verka- fólk við að koma hingað í atvinnuleit óráðið. Skrifstofu Siglufjarðaikaupstaðar, 7. júní 1927. G. Hannesson. Kosningasigra sína hjer í Vestmannaeyjum hefir íhaldið alloftast átt að þakka hin- um lúalegustu álygum á andstæð inga sína, rjett á undan kosning- um. Gætu menn munað hvernig far ið var með Olaf Friðriksson og Karl Einarsson við síðustu alþing iskosningar. Um síðústu kosning ar til bæjarstjórnar settu þeir herr ar met í mannorðsráni. — Þvi miður hafa sumir hjer nokkurn beig af þessum lygasögum og trúa að með þvilíkri fúlmensku sje hægt að kveða hvern mann niður í skarn ið. En þetta er bábilja. Fólkið lær ir smám saman að meta sóguburð inn að verðleikum og þegar augu þess opnast, mun það svara íhaid inu að verðleikum með þvi að gefa því spark. Þetta er sett hjer til leiðbeining ar háttvirtum kjósendum Vest- mannaeyjakjördæmis, þegar lyga- sögurnar fara að komast á fiakk, en að því fer nú að líða, ef að vanda lwtur. Smjörlíki 85 aura '\z kg. Vegna hagkvæmia viðskiftasamninga við erlenda smjðr* líkisgerð, getum vjer nú boðið fyrsta flokks smjörlíki fyrir lægra verð en hjer hefir áður þekst. Þetta smjörlíki heflr þegar fengið viðurkenningu almennings sem ágæt. vara. — Getum vjer því fyllilega boðið allri samkepni byrginn. K.f. Drífandi. | ÍOOOOOOOOOOOOOOOOOOOÖ Sendiherra myrlur. ur. I þessari síðustu framsókn hefir herinn lagt undir sig landflæmi sem 30 miljónir ibúa byggja. Voikov, sendiherra Sovjet-stjórnarinnar rÚBsnesku, í Varsjá, höfuðborg Pól lands, heflr verið myrtur á' götu. Er talið víst að þetta hermdarverk hafi veriö framið að undirlagi Breta eða pólversku stjórnarvaldanna, til þess að flýta fyrir friðslitum í álf unni. Geta menn nú orðið búist við ófriði hvonær sem er. Siðustu morðin á kommúnistunum í Peking árás Breta á sendisveit ráðstjórn arinnar í London, og nú siðast morðið í Varsjá, bendir alt til þess að auðvald heimsins sje nú að undirbúa þann ægilegasta hild arleik sem ennþá heflr nokkurn tíma dunið yflr mannkynið. Það er ekki lítilsvirði fyrir auðvaldið að trúa á syndafyrirgefn ingu og annað því um líkt til þess að halda samviskunni rólegri þegar slíkir glæpir og hryðjuverk eru í aðsigi. Dömufrakki alveg nýr, til sðlu með tœkifæris verði í Yalhöll. Líttu á spjaldið! Á bæjarstjórnarfundi á mándag- inn var, urðu lítilsháttar orða- hnippingar milli fulltrúanna. Smá- munir hjá þvi sem áður var þegar Guðlaugur og Jes, ísieifur og Jó- hann köstuðu hnútum. Síðan bæj- arstjórnin flutti í K. F. U. M., sera af mörgum er álitinn heilagur stað- ur, vegna þess hve nafnið er sak- leysislegt, hefir ekki borið eins á sundurlyndi. enda hangir biblíu mynd yflr. höfðum fulltrúanna. Undir ræðu eins K. F. U. M. full- trúans mun þó einum áheyranda hafa fundist of langt gengið, því alt í einu gellur við rödd úr saln- - um : Líttu á spjaldlð 1 Ertir það urðu fulltrúar sauð- spakir og var fundi slitið rjett á eftir.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/646

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.