Eyjablaðið - 19.06.1927, Blaðsíða 3

Eyjablaðið - 19.06.1927, Blaðsíða 3
EYJABLAÐH) þegar fjandinn hirti verkamennina Cfytt). í fyrnúinni i landinu fyrir aust- an sól og sunnan mána, bjó iðju- söm þjóð. Veikamennirnir voru góðir og spaklr menn, sem unnu frá sólaruppkomu til sólarlags og frá sólarlagi til sólaruppkomu, sínkt og heilagt, þeir skulfu í kuldanum og sultu en voru altaf ánægðir og næg'isamir. Alt mundi að eilifu hafa gengið sinn góða og vanalega gang, ef verkamennirnir aðeins heíðu verið varkárari. Bar- na bjuggu líka aðrir menn, eins og plngar að vera, verksmiðjueig- endur, atvinnurekendurnir, yflr- menn og verkstjórar, lögreglu- menn og fógetar, sem allir voru umhyggjusamir og nærgætnir. En þrátt íyrir alla þeirra umhyggju aemi, leiö varla svo nokkur dagur að ekki henti einhvert óhappið. Ýmist flæktust verkamennirnir í hjólum vjelanna, biðu 'bana við ketilsprengingar eða loftin í verk- smiðjunum, sem voru orðin gömnl og íúin, fjellu niður og jörðuðu þá tylítir verkamanna, sem undir þeim urðu. 1 stuttu máli, óhöppin vildu engan enda taka. Og hverjir áttu sökina? Vitanlega verkamenn irnir, sem aldrei kunnu að forða g|*r og endilega þurftu að troða sjer þar sem hætta vará ferðum. — Fjandinn hirði þessa verkakarla, öBkraði verkstjórinn í bræði sinni um leið og hann flýtti sjer af stað tii verksmiðjueigandaus, til þess að tilkynna honum nýtt. tilfelli. Öðlingurinn sá hafði ekki mikinn tíma aílögum, eins og gefur að skilja, hann var upptekinn í mið- degisverði með forsætisráðherran- um. — Fjandinn sæki þá, hrópaði hann einnig — og farðu strax til gæslumannsins og láttu hann vita. — Sama sagan, tautaði gæslu- maðurinn í skeggið, er hann hafði heyrt frásögnira. — Fjandinn sæki þá alla I Um þessar mundir fór að verða vart við smá blöð sem gengu milli verkamannanna. — Hvaðan þau komu, má sjálfur skollinn vita — og verkamenniinir tóku að lesa þessi blöð — hversvegna nokkrum þeirra skyldi hugkvæmast. það — það má skollinn vita, en þarna lásu þeir það, að ástandið í Yerk- smiðjunum væri ekki það ákjósan- legasta og þeir urðu órólegir. Gæslumennirnir komu til að hlera og þá þögnuðu verkamennirnir. f*á komu verkstjórarnir til að gera þá rólega, en verkamenn daufheyrð ust. Það var blika á lofti. — — Skrattinn sjálfur hirði þessa verkakalla.. æpti nú lika lögreglu- stjórinn, — bráðum fer okkur að vanta eftirlitsmenn með þessum skríl. Loks aumkvaði fjandinn sig yfir verkameunina og aótti þá alla að næt urlagi. öll vinna stöðvaðist, enginn reykur steig lengur upp frá reykháf- unum, vjelhamrahöggin þögnuðu, eldurinn undir kötlunum kulnaði út og hvergi sást neinn verkamað- ur. Um morgunin vöknuðu verk- stjórarnir fyrstir, eins og endra- nær. Beir nudduðu augun, klipu sig í handleggi og læri og hjeldu að þeir ræru ekki vaknaðir. Loks höfðu þeir sig á kreik og flíttu sjer til verksmiðjueigendanna og sögðu þeim tiðindin. En þeir voru dauð- syfjaðir svo snemma morguns, snjeru sjer til veggjar í rúminu, hummuðu og sögðu að það væri yndælt alt saman. Þeger gæslu- mennirnir, lögregluþjónarnir, lög- reglustjórinn og forsætisráðherrann fengu þetta að vita, urðu þeir fegn ari en frá verði sagt. Það veru blaðamennirnir einir, sem urðu hvumsa, slíkt. höfðu þeir aldrei áður vitað og yíssu því ekkert hvað þeir áttu að segja. — En gleðin varð skammvinn. Begar verksmiðjueigandinn var kominn á fætur og ætlaði að heimta morg unverðinn, kom það í ljós að eng inn var til þess að elda matinn, enginn til þess að hlaupa eftir brauði og alt ranghverft og óvið- unandi. Sá gamli hafói i ónærgætni sótt þjónana, sendisveinana og bak arana hvað þá aðra. Þá varð verksmiðjueigandinn æfur fyrir alvöru. Hann ákvað því að aka til lögreglustjórans. En, æ hver skollinn, á götunni sást eng- in sál til að aka og enginn sem það kunni, svo að gamli maður- inn varð að lötra fótgangandi. Hjá lögreglustjóra varð fyrir honum sægur annara verksmiðjueigenda, allur skarinn fylti húsið og þarna hímdu þeir á bekkjunum og grjetu Lögreglustjórinn haiði engin önnur ráð en að labba til ráðgjafans, en ráðgjafinn gat ekkert nema kallað saman aukafund. Þar var málið þvælt fram og aftur og að lokum var ákveðið að eitthvað þyrfti að gera. Alllr vildu reyna samninga leiðina við „þann gamla8, en hvern ig átti að hafa uppi á honum ? Njósnarar og gæslumenn vpru sendir að leita, en árangurslaust. Þegar ekkert dugði lengur, festi forsætisráðherrann upp stóra aug- lýsingu, þar sem hann lofaði hátið lega, að eftirleiðis skyldi hann sjá jafnvel fyrir verkamönnum sem verksmiðjueigendunum. Fjandinn rakst á þessa auglýsingu og sagði verkamönuunum frá henni. Verka- mennirnir báðu hann þá, að gera Það fyrir sín orð, að laita samn- inga við verksmiðjueigendurna og lofaði hann að gera það. Og nú skulu þið fá að heyra hvernig hann fór að: — Hjá mjer hefi jeg innleitt fullkomnustu varúðarráðstafanir fyr ir verkamennina, sagði hann við verksmiðjueigendurna. — Jæja, við skulum gera þaö l/ka, sögðu þeir aliir einum rómi. — En hjá mjer vinna þeir ekki nema 8 tíma á dag, sagði „sá gamli“. — Þessa nýbreytni munum vjer einnig taka upp, svöruðu verk* smiðjueigendurnir sem einn maður. — Ekki þar með búið, sagði íjandinn — hjá mjer er framkom- an við verkamennina kurteisleg, þeir vörða aldrei fyrir sektum og þeir eru aldrei settir í fangelsi, þar að auki hafa þeir rjett til verk- falla og til þess að halda opinbera fundi. — Hjá okkur skulu þeir fá alt þettal æptu verksmiðjueigendurnir — íáðu okkur bara verkamennina og það strax! — Jæja þá, sagði „sá gamli“, þá megið þið fá þá aftur, en það verður ykkur að skiljast, að eitt- hvað verð jeg að hafa fyrir snúð minnn. Þess vegna verðið þið að borga mjer upp frá þessum degi hluta af ágóða ykkar. Guð komi til, hvílíkar æsÍDgar! Blátt áfram þjófnaður og það um hábjartan daginn! Með þessu var auðvitað öllum vingjarnlegum samn ingaleiðum vísað á bug, þvi að fjandat um var ekki hægt að halda góðum á loforðunum einum. — Pá er betra að deyja úr sulti, ályktuðu þeir, heldur en að láta af hendi svo stórann skerf af ágóða þeim, sem að þeir með súr- um sveita og á heiðarlegan hátt öfluðu sjer. Og alt útlit var fyrir að samn- ( ingarnir mundu stranda. Á síðasta augnabliki datt einum verksmiðju- eigendanum snjallræði í hug. Hann laut að eyra þess sem næstur honum stóð. Sá fór eins að við þann næsta og siðan koll af kolli uns röðin var á enda. — Þá það, við göngumst allir undir þetta líka! æptu þeir allir •inum munni. [iínptgíöjajgjliaKgjljgjisiaiÉiEMa RJETTUR u m *♦ Tímarit um þjóðfjelags og menningarmál. Kemur út tvisvar íá ári 10—12 ark ir að stærð. Flytur fræð- andi greinar um bókment- ir, þjóðfjelagsmál, listir og önnur menningarmál. Enn- fremur sögur og kvæði, er- lend og innlend tíðindi. Argangurinn j kostar 4 Kr. Gjalddagi 1. október. Ritstjöri: Einar Olgeirsson, kennari. Aðalumboðsmaður: Jón G. Guðmann, kaupm. P. 0. Box 84, Akureyri. Gerist áskrifendar! far með var samkomulaginu náð við fjandann. Og þegar „sá gamli" var & bak og burt, óskuðu þeir hver öðrum til hamingju og þökkuðu hinum ráðsnjalla fjelaga sinum. Þeir voru bara hissa á að þeim skyldi ekki hafa dottið það sjálfum i hug. Málið var svo ofur einfalt, — að lækka verkalaunin. Fjandinn ljet þá heldur ekki sitja við orðin ein og sendi verkamenn- ina aftur í verksmiðjurnar og beið eftir því »em fram færi. I*að færö ist aftur fjör i atvinnusvæðin. Hjól- in tóku að hreyfast, eldurinn snark- aði undir kötlunum og upp úr reyk háfum verksmiðjanna stigu dökkir mekkir til himins. En þó var ekki alt eins og áður. Verkamennirnir, sem höfðu komist upp á annað betra, vildu ekki framar sætta sig við gömlu lifnaðarhættina. Og á hinn bóginn höfðu atvinnurekend- urnir enga löngun til þess að halda loforð sín. Pess vegna heyrðist bráðlega frá atvinnusvæðunum: — Fjandinn hirði verksmiðjueig- endurna, lögregluna og ráðherrana í kaupbæti! Og eftir því sem ritgerð nokkur hermir, meira að segja ritgerð sem þeyttist upp úr verksmiðjureyk- háfnum, heflr „sá gamli“ ákveðið að gera það. Tíminn er aðeins óákveðinn enn þá, enn hann mun skilyrðislaust koma bráðum. Hvort verkamennirnir biðja þá fjandann um atvinnurekendurna af tur ? Jeg held ekki.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/646

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.