Eyjablaðið - 26.06.1927, Qupperneq 2

Eyjablaðið - 26.06.1927, Qupperneq 2
KT.TARLA»H> Til minnis Bæjarfógetasknfstofar er opin alla virka daga frá kl. 1—3. e. m. og rá 5Vj—6V, e. m. Bæjárstjóraskrifstofan alla virka daga frá kl. 1—8 e. m. og frá kl. 5—7 e. m. Bæjargjaldkerinn við á sama tíma. Pósthúsið frá kl. 10—12 f. m og t—6 e. m. Bókasafniö: Útlán: Sunnud. frá kl. 91/*—11V* e. m. Viðtalstíini hjeraðslæknis: Virka daga frá kl. 1—3 og 5 — 7 e. m. Sunnud. 11—12 f. m. og 1—2 e. m. Páll V. G. Kolka virka daga frá kl. 121/*—2 og 7—8 e. h. Sunnudaga 3—4 e. h. Leifur Sigfússon tannlæknir frá kl. 10—llVí f. rn. og iVs—3Vs e-m- aHa virka daga. Útbú íslandsbanka: Alla virka daga frá kl. 11 — 12 f. m. og 1—3 e. m. Island og Rússland. Sttinanburður. Morgunblaðið birtir 10. þ. m. grein sem það heflr þýtt upp úr „Göteboigs Handels- og Söfarts* Tidning", og segir efni hennar mjög merkilegt(!!!). Það er eigi vegna þess að þessi grein sje vitlausari eða lygilegri en almennur „Morg- unblaðsfróðleikm", að vjer gerum hana að umtalsefni, heldur til að sýna lesendum Eyjablaðsins eitt dæmi af mörgum. Blaðið segir svo frá: „í Rússlandi eru 144,3 miljónir manna, og þótt frá sjeu dregnar 15 miljónir herraanna, sem af út lendu bergi eru brot.nir og eigi eru herskyldir. f*á eru eftir 130 miljónir rnanna, en í öllum hin um riágrannaríkjunum 6 eruímesta lagi 60- -70 miljónir manna. Fjárhagur Rússa er aftur á móti í því ólagi, að þeir geta ekki rekið hernað f stórum stil gegn nágrönn um sínum eða „auðvaldsrikjum heimsins". Ríkistekjur Rússa árið 1926—27 eru áætlaðar 4,856 milj óriii gullrúbla, en þær eru bygðar á eins þungum sköttum og nokk. ur minstu likindi eru til að hægt sje að pína út úr þjóðinni. En rúmlega helmingur af þessum tekj- um gengur aftur til ftess að greiða iap á iðnaðarfgrirtcekjum ríkisins. RJETTÖR «4 i Tímarit um þjóðfjelags og menningarmál. Kemur út tvisvar já ári 10—12 ark ir að stærð. Flytur fræð- andi greinar um bókment- ir, þjóðfjelagsmál, list.ir og önnur menningarmál. Enn- fremur sögur og kvæði, er- lend og innlend tíðindi. Argangurinn kostar 4 <s. Gjalddagi 1. október. Ritstjbri: Einar Olgeirsson, kennari. Aðalumboðsmaður: Jón G. Guðmann, kaupm. P. O. Box 34, Akureyri. Gerlst áskrifendnr! 0g hitt fer að mestu leyti í herinn og undirróður út á tnð1)". Svo mörg eru þessi orð. Vitan lega er þetta alt saman haugalygi frá tipphafl til enda, on sje gengið út frá þvi, að þetta væri alt sannleikur, et fróðlegt að bera þessar tölur saman við blið- stæðar íslenskar. íslensku ijárlögin fyrir yfli standandi fjárhagstima- bil munu gera ráð fyrir 10 miljón króna tekjum, sem eru þrautpínd ar út úr íslenskri alþýðu til sjáv ar og sveita. Af þessu gengur ekki einn eyrir til þess að bæta halla á iðnaðarfyrirtækjum ríkisins. Ekki einn eyrir til hernaðar og Eyja blaðinu er ekki kunmjgt um, að íhaldsstjóininni sje avo ant um stjórnmálaskoðanir sinar, að hún verji eyri til að útbreiða þær er lendis. Hvort eitthvað slæðist i undirróður innanlands, ættu ihalds blöðin að vita. Mikið gæti ihaldsstjórnin lært í sparnaði á rekstri þjóðarbúsins af Rússum. — Eftir upplýsingum þessarar merkilegu klausu, kostar hann sama og ekki neitt. Hjer á landi kostar rikisreksturinn hvert mannsbarn litið eitt á annað hundr að krónur ! — Er nokkuð að undra þótt erabættismannalýðurinn ís- lenski „standi að baki íslensku íhaldsstjórnarinnar sem múr* og gefi út „Vöku“ handa fslending um, þegar jafn friðsælt og þægilegt er að starfa i skjóli hennar. 1) Anðkent af oss. Socialismiim í Frakklandi. i. Jaínaðarstefnan í Frakklandi hófst með byltingunni 1789. Braut ryðjendur hennar voru Henri de Saint Simon, 1760— 1825, og Francosis Ma*ril Charles Fourier, 1772 — 1837. Saint Simon, sem var af aðalsætt um og greifl að nafnbót, var snemma frjálslyndur. I*á er hann var 19 ára að aldri, fór hann til Ametíku og gerðist sjálfboðaliði i nýlendu stríði Englendinga, samt tók hann lítinn þátt í byltingunni fiönsku, en græddi um þær mundir dálítið fje á jarðabraski. Þetta fje kvaðst hann ætla að verja til framkvæmda á ýmeum framtíðarhugsjónum sín- um. Samkvfbmt þessari fyrirætlun stundaði hann ýmiskonar nám er hann var á aldrinum 30—38 ára til þeas að búa sig undir kenning- ar sínar um liflð. Samt auðnaðist honum eigi að sja framtíðarhugsjónir sínar íæt- ast að öllu leyti, hann lenti í 6 gæfusömu hjónabandi og.skömmu slðar misti hann aleigu sina og lifði í fátækt og skorti það sem eftir var æfinnar. . Saint Simon var mjög mikill hugsjóna og gáfumaður. Kenning- ar hans gengu út á það, að hann vildi láta mennina læra að breyta hver við annan sem hræður. Enn. fremur var það takmark hans að leggja stund á að þroska hinar fátækari stjettir, bæði andlega og likamlega. Meðan S. S. var á lifi átti hann mjög fáa vini og lærisveina. Með- al þeirra var hinn frægi heimspek- ingur Auguste Comte, Bazard og Eníantin. En eftir dauða S. Simon fjölgaði áhangendum og skoðana bræðrum hans að miklum mun. L grundvelli skoðana hans um þörfina á mentun alþýðunnar, var stofnaður hinn svokallaði Verk fræðingaskóli er starfaði í París á árunum 1830—1832. í*á var hann bannaður af stjórninni, því allir þeir er lærðu við skóla þenn an voru álit.nir byltinga- og óróa- menn. Hugmyndin um Suez-skurð inn, er Lesseps framkvæmdi, er tilkomin i skóla þessum. Saint Simon var langt á undan samtíð sinni, þegar á unga aldri hafði hann ýmsar framtíðarhug sjónir, er þá þóttu hrein og bein fjarstæða. Eitt af því var að tengja Atlants- og Kyrrahaflð saman með skurði þeint rr áður er gelið. í möig ár lifði S. Simon við sárustu fátækt. Út. úr neyð vaið hann að taka st.öðu þá er veiiti honum tæpar 800.00 á ári. Eitt sinn reyndi hann jafnvel að fyrir faia sjei, og ef fyrverandi herberg isþjonn hans heíði eigi hlaupið undir bagga og hjálpað honum, er eigi vist hvernig farið hefði. A síðari hluta æfi sinnar leuti hann i ritdeilum við fyrverandi lærisvein sinn, Auguste Comte og það hefir án efa flýtt fyrir dauða hans. ; A II. Fourier. Kenningakerfl Fouriers er að mörgu leyti öðruvísi en S. Simon. Pað er i rauninni tvær andstæður sem alt frá þvi, er þeim fyrst lenti saman og fram á þennan dag, keppast um völdin. Hjá Saint Simon er það ríkið sem á að ríkja og ráða á öllum sviðum. Fourier aftur á móti heldur Iram samdrætti í smáhópa (flokka) er samsvarar til orðsins Kommune. t*essi „Kommune" í kenningu Fouriers skipar ætið öndvegið, og öll önnur skípulög á sama grund vetli eru því háð og undirgefin. Höfundur þessarar Kommunu- kenningar, Fourier, var mjög ein- kennilegur rraður. Hann fæddist árið 1772 i bænum Besankon á, FrakWandi og var kaupmannsson- ur. Fourier fjekk ágæta mentun i. unga aldri því faðir hans var vel efnaður. Fourier hafði mikla löng- un til náms, og þegar hann varð að hætta við skólann 'til þess að taka við verslun föður síns, fanst honum sem lokað vœri íyrir upp- sprettulind ánægju sinnar. í eitt ár var hann á sifeldu ferðalagi um Holland og Þýskaland sem vörubjóður. L ferðalagi þessu kyntist hann bæði mönnum og mannvirkjum er höfðu mikil áhrif á hann og sem siðar komu hon- um í góðar þarflr. Fourier erfði eftir föður sinn ca. 55000.00 og varði þvl í verslunarfyiirtæki 1 Lyon, en á tímum ógnaraldarinn* ar, þegar Jacobinar sátu um borg- ina, misti hann aleigu sína, var varpað í fangelsi og slapp með naumindum frá höggstokknum. Eftir það var hann tvö ár í hernum og byrjaði síðan á hinu gamla starfl sínu aftur. Þegar á unga aldri opnuðust augu Fouriers fyrir ýmsum göllum á verslunarsviðinu og svikum kaup manna. Þegar hann var fimm ára, lúbarði faðir hans hann einu sinni fyrir það eitt að segja sannleikann

x

Eyjablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/646

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.