Eyjablaðið - 03.07.1927, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 03.07.1927, Blaðsíða 1
3. júlí 1927 Útgefandi „Verkamannafielagið Dríf- andi Vestmannaeyjum. Ábyrgðarmað- ur Jón Rafnsson. Blaðið kemur út hvern suanudagsmorgun. — Kostar kr. 1.50 um ársfjórðunginn innanbœjar. 7 krónur árgangurinn útura land — Málgagn alþýdu í Yestmannaeyjum 1. órgangur - T6l. 43. 15 aura eintakið í lausasölu. — Aug- lýsingaverð 1 króna sentimeterinn ein- dálka. Smáauglýsingar tíu aura orð* ið. 50 aura stofngjald. Sími, Prent- smiðjan 160. Box 113. — Prentsmiðja Eyjablaðsins — Alþingiskosningin í Vcstmannacyjum. Pleiri áskrifendur! Borgið í K.f. Drífanda kr. 1.50, gefið upp nafn yðar og heimilis fang og þjer fáið Eyjablaðið heimsent næsta ársfjórðunginn. Á laugardaginn kemur iara fram alþingiskosningar um land alt. Pann dag eru völdin lögð í hend- ur kjósenda landsins, og þeir eiga. að velja sjer fuUtrúa, til þess að fara með umboð kjósendanna á Alþingi í næstu fjögur ár. Síðastliðið kjörtímabil hefiríhalds flokkurinn haft. stjórn landsins á hendi. Flokkurinn hefir samt ekki veiið í meirihluta á þingi og ekki gelað komið fram öllum þeim málum sem hann vildi. En á þessu tímabili hefir ihaldsflokkurinn þó sýnt, hvaða málum hann mundi fyrst og fremst beita sjer fyrir, ef hann hefði algjörðan þingmeiri- hluta. Nægii þar að benda á rí/c- ialögreglufrumvarpið alræmda á þing inu 1925, skattaeftirgjöfina miklu til hlutafjelaganna. og ennfremur þá stefnu ihaldsins að auka og halda við þungum tollaálögum á naúðsynjum þeim, er almenningur þarf að riota. Stefna íhaldsins er með þessu nægilega skýrt mörkuð til þess, að enginn úr verklýðsstjett ætti að veita því fyigi við kosningarnar. Sjómönnum, • erkamönnum og verkakonum ber alveg sjerstök skylda til þess að vinna gegn ihalds flokknum, því það má heita und antekning ef íhaldsmenn hafa ekki allir, sem einn maður, beitt sjer á móti áhuga- og nauðsynjamál- um verkalýðsins. Þingmaður Vestmannaeyinga heflr á kjörtímabili því, sem nú er að enda, fylt flokk íhaldsins, þó tilheyrir meiri hluti kjósenda í Eyjum verklýðsstjettinni. Það 116 ur því ekki á löngu, þai til A1 þýðnflokkurinn nær þar meirihluta eins og hann þegar hefir náð meiri hluta við bæjarstjórnarkosningar í ýmsum kaupstöðum landsina (ísa- firði, Hafnarfirði, Seyðisfirði og Sigluflrði). Og nú við þessar kosn- ingar er tækifæri fyrir verkalýð- inn í Vestmanuaeyjum að sýna það, að hann vill hvorki fallast á stefnu íhaldsins nje kjósa alþingis- i mann, sem þann flokk fyllir. Þetta á að vera því auðveldara, þar sem af Alþýðuflokksins hálfa er í kjöri mjög hæfur maður, hr. Björn Blöndal Jónsson, sem gegnt heflr mörgum trúnaðarstörfum í aiþýðu samtökunum, og unnið sjer það álit þar, að óhætt muni að tresyta honum til þess að vinna að áhuga málum alþýðu á löggjafarþingi þjóðarinnar. Jeg sje af einu Reykjavíkur- blaðanna, að á framboðsfundi í Eyjum, hefir verið samþykt (eða talin samþykt) áskorun til fram- bióðanda Alþýðuflokksins um það, að hann tæki aftur framboð sitt og að á sama fundi hafi verið sam þykt ályktun í þá átt, að lýsa óánægju yflr framkomu Hjeðins Valdimarssonar, alþm., í tilteknu máli á Alþingi í vetur, og enn- fremur samþykt að, það sem H. V. sagði í þessu máli, hafi verið ósannindi. — Það væri ákaflega auðvelt, að hnekkja rökum and stæðinga sinna, ef ekki þyrfti ann að, en að kalla saman fund og fá þar samþykt, að þetta eða hitt sem haldið er fram, »jeu ósann- indi. Og það er heldur ekki laust við, ab hjer í Reykjavík hafi verið brosað að þessu „snjallræði" þeirra tillögumannanna, Sigurðar lyfsala óg Jóns kaupfjelagsstjóra, sem eignað er þetta ályktunar-„púður“ íhaldsins í Eyjum. Jeg hitti hr. Jón Hinriksson nýlega á götu í Reykjavík og áttum við tal um þetta. Fanst mjer hann heldur fara hjá sjer fyrir þessar samþykt, ir fundarina og vilja afsaka þær. Enda skiljanlegt. Á sama hátt gætu t. d. Alþýðuflokksmenn, sem eru í meiri hluta á mörgum stöð- um í ýmsum kjördæmum lands ins, samþykt eitt og annað á fram boðsíundum. Þeir gætu skorað á ands'tæðinga sína, að taka aftur þingmenskuframboðin. Þeir gætu skorað á Sigurð lyfsala að standa á höfði uppi á Heimakletti, o. s. frv., en það mundi alls ekki verða gert, að bera írain þessar og því- líkar ályktanir. Fyrir slíkt yrðu menn að athlægi, eins og þeir hafa orðið að maklegleikum, íhalds mennirnir i Vestmannaeyjum. Kjósendur í Vestmannaeyjum ! Ef þið viljið koma i veg fyrir, að ríkislögregla verði samþykt á næstu þingum, ef þið viljið láta ljetta tollum af nauðsynjavörum, ef þið viljið koma tryggingarmál unum í viðunandi horf. ef þið viljið koma fátækralögunum í mannúðlegri átt, og ef þið viljið hindra breytingu á stjórnarskránni í afturhaldsáttina, þá skuluð þið kjósa Alþýðuflokksmanninn við kosninguna 9. júlí. Alþingistíðindin segja ykkur hvernig íhaldsmennirnir hafa stað ið í þessum málum á þingi. Verk in tala, og þau vara við því að kjósa íhaldsmann á þing. Reykjavík, 29. júní 1927. Jön Baldvinsson. ’i Fundur. Þiuginálafandur. Föstudaginn 24. júní boðuðu frambjóðendur Vestmannaeyja til fundar með kjósendum, til skrafs og ráðagerða. Kl. 81/* var salur- inn i Nýja Bíó orðinn troðfullur af þeivri „tegund áheyrenda" sem mest unna einstaklingsframtakinu. — Innan um hópinn mátti þó sjá einstaka „raisiitann" verkamann, en flestir urðu þeir að standa út við dyr. Hóf þá upp raust sína Jón Hin- riksson kaupfjelagsstjóri, tjáði fund inum að hann væri af fundarboð- endum valinn fundarstjóri etc., og tilnefndi sjer ritara, þá Isleif Högna- son og Jón Einarsson, kaupfjelags- stjóra og fyrverandi kaupfjelags- stjóra, og er þessir þrir samvinnu- frömuðir höfðu tekið sjer sæti fyr- ir gafli fundarsalsins, hvíldi hátlð- legur kaupfjelags- og samvinnu- blær yfir samkomunni. Vöktu hin þægilegu pólitísku blæbrigði þe»s arar þrenningar ánægjumuldur meðal áhorfendanna, því hinn fag- urrauði bolsalitur Isleifs til vinstri og hinn íbenholtssvarti facistagljái Jóns Einarssonar til hægri fjell mjúklega saman við hvíta hlut leysislykjuna sem ljómaði um Jón Hinriksson fyrir miðju salsins. Kvað sjer þá fyrstur hljóðs Björn Blöndal Jónsson, frambjóðandi AI þýðuflokksins. Helti hann úr skál um reiði sinnar, fyrir hönd verka lýðsins, yfir íhaldsliðið. Er á ræðu hans leið, ókyrðust nokkrir afvega leiddustu íhaldsmennirnir og lá við að andi þeirra aprengdi af sjer hina

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/646

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.