Eyjablaðið - 03.07.1927, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 03.07.1927, Blaðsíða 2
ETJABLAÐID Til minnis Bæjarfógetasknfstofar er opin alla virka daga írá kl. 1—3. e. m. og rá 5VS—6l/% e. m. Bæjarstjóraskrifstofan alla virka daga frá kl. 1—2 e. m. og frá kl. 5—7 e. m. Bæjargjaldkerinn víð á sama tíma. Pósthúsið frá kl. 10—12 f. m og 1—6 e. m. Bókasafnið: Útlán: Sunnud. frá kl. 9V,—llVa e. m. Viðtalstími hjeraðslæknis: Virka daga írá kl. 1 — 3 og 5 — 7 e. m. Sunnud. 11—12 f. m. og 1—2 e.m. Páll V. G. Kolka virka daga frá kl. 12Vs<—2 og 7—8 e. h. Sunnudaga 3—4 e. h. Leifur Sigfússon tannlæknir frá kl. 10—11 Va f- P- og iVa—3Va e.m. a'lla virka daga. Útbú íslandsbaiika: Alla virka daga frá kl. 11—12 f. m. og 1—3 e. m. jarðnesku fjðtra. Æptu þoir marg ir hverjir og vildu engum sönsum taka. „Út með hann!", „Þetta er ekki satt!", „Sleptu mjer!". Þess ar og því líkar stunur stigu frá brjóstum hinna áhugasömustu með al „þessarar tegundar" áheyrenda. „Hjálpir" þeirra agætu leiðtoga eru þegar það miklar, að eigi verða þær á annan hátt betur endurgoldn ar, elns sfg nú er högum háttað. /• Þá 'er klukkustund var liðin frá þvr að Björn hóf ræðu sína, tók hann sjer málhvíld, en fyrverandi þingmaður kjördæmisins, eðá þing maunsefni (urðu þegar um þaðnokkr ar deilur hvort svo væri eður eigi) tók þá orðið. Var hann i upphafl stiltur vel og sýnilega þjálfaður af þinghelginni. Undu fundarroenn þeirri spekt illa og heimtuðu, ab hann hefði hærra. Þandi þá Jóhann bi jóstið, lygndi aftur augum og lauk þeim upp aftur sindrandi af ihalds legum innblæstri. Glumdi nú rödd hans hátt um bekki, en bjarmann af kaupfjelagsstjórunum í baksýn lagði utn feitt og gljáandi andlit hans eins og geyslabaugur um Mar- íudýrling. Varð þá hljótt en hátt- virtir kjósendur umluðu ánægjulega e'nda vissu þeir engir til, að Jó hann hefði nokkru sinni logið eða á nókkurn hátt þá prettað eður gabbað i þingmensku eður kaup mensku. Talaði Jóhann marga hluti uppbyggilega og verða fáir þeirra njer síteraðir. Minnumst vjer k sjerstaklega, að hann kvað B. B. lítið þýða að segja þessari tegund áheyrenda hitt og þetta, þvi að Jóhaim þekti sitt fólk. Sagði hann meðal annars að íhaidsmenn hefðu hjálpað fátækum fjölskyldum í Við ey með því að Kárafjelaginu (auð mannafjelag) var eftirgeflnn veð rjettur til Islandsbanka sem var einskis virði. Engir ihaldsmenn sögðu þetta lygi og jótruðu ánægð ir ýflr þessu og þvíumlíku andlegu fóðri, sem þingmannsefnið, eða þingmaðurín útdeildi meðal sinnar tegundar. Tók þá orðið Sigurður Sigurðs- son, lyfsali. Fundurinn, sem til þessa hafði verið þingmálaíundur, tók þegar í upphafi ræðu hans nýja stefnu og snjerist upp í „Óðins" málarund. Bölvaði hann Alþýðublaðinu hátt og sló í borðið. „O, kempnn, o, hetjanl", tírópaði Sigurður ogstundi aí vígamóði. Hugsuðu þá margir fundarmanna til liðinna þingmála- funda þegar Óiafur Friðriksson var til andsvara, og brostu í kampinn að hreystiyrðum Sigurðar. cteinna sagði Sigurður um Hjeðinn Valdi- maisson: „0, hetjan, 0, kempan", og sló þá svo í borðið, að 3 vatns glös og 2 vatnsflöskur, sem á borð inu stóðu og gláptu á ræðumann eins og siðprúðir íhaldskjósendur, biugðri á leik og tóku sjer polka- sveiflu til almennrar gleði öðrum áheyrendum. Var þá klappað raik- ift um aal allan, en eigi mátti greina, hvort klappað var fyrir kar öflunum eða Sigurði, því hvort- tveggjum tókst vel upp. Hafði Sig. utður, meðan hann var á senunni, útgeflð tillögu til fundarsamþykt ar þess efnis, að hann skoraði á Björn Blöndal að taka framboð sitt aftur. Margir voru þeirrar skoðunar, er tillaga þessi kom fram, að Sig- urður treysti ekki Jóhanni á móti Birni, og væri þef.ta því gott ráð til þess að sleppa með hægu móti frá ollu stappi. Sást brátt að svo var, því íhaldsmenn aðhyltust til- löguna og Jóhann virtist ekkert vera á móti henni, líklega samin með hans vitund og samþykki, svo að tillagan náði samþykki fundar ins. Var nú mikið rætt um „Óðins"- mal og lýsti hvor frambjóðandi annan ósannindamann, enda var Það óhætt því málið var i salti og ódæmt. Þá er útrætt var um þingmál og „Óðins"mál, hófst hinn þriðji og siðasti þáttur fundarins er nefna iuætti Tilkynning. Hjer með tilkynnist kaupendum Alþýðublaðsins og Vikuutgáfu Alþýðublaðsins, að afgreiðslumaður þeirra er nú og verður framvegis Sigurður Guðmundsson Skólaveg 32 (uiðri). Eru kaupendur þessara blaða beðnir að snúa sjer til hans með borgun og alt er snertir afgreiðslu þeirra hjei. Gríumál. Hafði Gunnar Ólafsson konsúll forustuna á því sviði. Taldi hann aJt einn helja.inikinn misskiln ing og þó sjerstaklega komu Bjöms Blöndals hingað. Ef til vill heflr Gunnar sjálfur misskilið misskiln- ing Björns, því þegar Björn greip ftammí fyrir honum og spurði hvort að 55 aura tímakaup gæti ekki líka verið sprottið af mis- skilning, áttaði Gunnar sig og sett- ist niður með nokkrum eftirþanka. Spratt þá fram hinn víðfrægi grínisti Kr. Línnet, bæjarfógeti. Kom hann mönnum fljótt í gott skap er hann tók að lýsa mann- kostum Jóhannf þíngmanns (eða þingmannsefnis). — Ávítaði hann Eyjablaðið (i grini) fyrir aft það hefði ekki virt Jóhann þess að skamma hann, ueina fytir það, hvað vel hann væri kristinn!!! Ljet hann svo sem hann va^ri mjög hneykslaður yflr þ'víj að Ebl. hefði kallað þá sem fylgdu Jóhanni „íhaldsbyski". Tökst honum sá grinleikur framar vonum, en skemdi þó leik sinn með nokkiu, er hann eignaði öðrum fundaiskriíaranum, ísleifi, grínið. Er Linnet hafðí tilt sjer aftur, gekk fram a senuna Jón Jónsson í Hlíð. Stakk hann þumalfingrum undir vestiaboðanga, -ab hætti Jóns Sigurðssonar. Að öðru leyti var hann ekki beinlínis líkur honum. "'ekk ræða hans öll út a fjármál in, þ. e. a. s. fjávkláðamálin. Skaut sá er næstur-mjer sat því að mjer að þarna myndi Jóni óhætt, því að hann hefði r-eyns\una frá þ?i áð hann gætti svaitra sauða í kornhúsum Brydes. Loks stóð upp fundarstjóri og greip orðið. Sagði að sjer likaði illa við Hjeðinn Valdimaisson en vel við Jóhann á „Þór", þótt hvor ugur væri í kjöri, og 6að menn að samþykkja fyrir sig tillögu í þessa átt. „Þetta er gott", sagði Jóhann þingmaður eða þingmanns efni. Fóru svo leikar, að þessi til- laga var samþykt. Nokkrir sátu ¦***¦**¦#*¦**¦**¦**¦***¦ i *2íerfiamaóuriíin Akureyri J Blað norðlenska verkalýðsins. ¦ Flytw fræðandi og vekjandi * greinar um verklýðshreyfingu. öerist áskrifeudur ! ¦***a**H**a**a**H**u«*i þó hjá og greiddu ekki atkvæði, hefir þeim sjáifsagt hvorugur þótt góður, enda voru báðir fjarver- andi. Spurningarmerkið. Skrítlur. Vinnan er ekki byijuð. Nokkrir verkamenn stóðu undir pakkhds inu og skeggræddu um stjóih mál og verkalýðshreyfingu nú á tímum. Burgeis nokkur sem var nær staddur, með staf í hendi, ilmandi vindil og dýr fingurgull, heyrði á tal þeirra og blandaði sjer í um ræðurnar. — Að hugsa sjer þjóðfjelag án auðmanna, er hreinasti barna- skapur, eða bætti hann við, — geMð þið hugsað yður lifandi likama án heila og hjarta? — Nei," svaraði Kalli i Vegg — en bandormalaus ætti maður að geta þriflst. —x— Ökumaðuiinn: — Jeg hefl nú samfleitt í 6 vikur ekið Jækninum til ykkar hjerna, til hvers er hans vitjaft ? Vinnumaðurinn: — Það er húsmóðurin, hún getur aldrei á heilli sjer tekið nema þegár hún er veik.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/646

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.